Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 31.05.2001, Qupperneq 62
62 FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Jaebes hrópaði til Guðs Ísraels og sagði: ,,Ó, að þú vildir blessa mig og stækka lönd mín, og að hönd þín geti verið með mér, og að þú vildir halda frá mér böli svo að það fái ekki skaðað mig.“ Revised Standard Version. Nokkurn veginn þannig hljóðar bæn Jaebes í lauslegri þýðingu. Lít- il bók um þessa litlu bæn hefir nú selst í Bandaríkjunum í 4,1 milljón eintaka á þremur mánuðum. Höf- undur bókarinnar er prestur í Atl- anta. Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins 13. maí sl. hefst með umfjöllun um bókina og síðan bæn- ina en er að öðru leyti lærð grein um skoðanir þekktra fræðimanna í heimspeki, hagfræði, sagnfræði og félagsfræði. Fróðleg grein og áhugaverð þar sem höfundur áætlar að stjórnmálamenn og stjórnendur fyrirtækja ættu að grípa það fegins- hendi þegar hugmyndir á borð við þær, sem felast í bæn Jaebes, skjóta upp kollinum. En spurningar vakna um það hvort hugmyndirnar í bæn Jaebes séu eins góðar og þær virðast við fyrstu sýn? Eru þær t.d. fullgildar í kristnu þjóðfélagi? Liggur ekki rót þeirra í hugmyndafræði Móse og minnir markmið hennar ekki ill- þyrmilega á átökin við Miðjarðar- hafið þar sem stöðugt geisa stríð og manndráp vegna baráttu um land þar sem engir gefa eftir? Bæn Jaeb- es er af allt annarri ætt en bænir Krists. Hún er beiðni um jarðnesk verðmæti: stærra land, velgengni í áhættutöku og vörn gegn óvinum. Einkenni hennar er eigingirni og sjálfselska. Samviska Jaebes virðist ekki truflast af þeirri hugsun að fengi hann bænasvar þá hlyti það að vera á kostnað annarra. Það er, aðr- ir yrðu fyrir missi, tjóni. En þannig á bæn kristins manns ekki að vera. Henni er ætlað að minnast annarra, stöðugt. Því er bæn Jaebes verðugt íhugunarefni fyrir fólk sem vill leit- ast við að vera kristið og rækta með sér anda meistarans frá Nasaret. Svo mannelskandi sem andi hans var og líknandi fyrir samfélag manna. Í bylmingi tíðarandans getur ver- ið erfitt að komast hjá sterkum áhrifum hagvaxtarhugtaka sem smita frá sér og leiða út í hvern krók og kima samfélagsins í einni eða annarri mynd. Og því er vonlegt að mörgum mistakist í bæn og gleymi að spyrja Guð, í Jesú nafni, hver hans vilji sé. En flestir vita, þrátt fyrir allt, í hjarta sínu, hvaða veg Kristur lagði. Að það var til- tölulega mjór vegur og snauður af hagfræði eigingirninnar. Vegur, sem samt sem áður einkenndist af vilja Guðs og uppfyllti lögmálið. Þessi orð eru skrifuð til þess að minna á að flest mál hafa fleiri en eina hlið. Og ef á að velja milli hliða þá ættu kristnir veljendur að staldra við og íhuga hvort ekki sé hægt að koma viðhorfi kristinnar trúar að, áður en kosið er. Megi svo verða. Er svo við hæfi að enda þessa fá- tæklegu hugrenningu um bæn Jae- bes með bæn Jesú Krists í Getsem- ane: ,,Faðir! Allt megnar þú. Tak þennan kaleik frá mér. Þó ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt.“ ÓLI ÁGÚSTSSON Háaleitisbraut 109, Rvk. Bæn Jaebes – Kristin bæn? Frá Óla Ágústssyni: VEGNA þess að nú eru rétt 30 ár frá því að frumvarp mitt um að banna áróður fyrir tóbaki eða reykingum varð að lögum, sendi ég hvað kom inn í verslun með tóbak og fl. „Allar auglýsingar á tóbaki í blöðum, útvarpi, sjónvarpi, kvik- myndahúsum og utan dyra skulu bannaðar. Þó er Áfengis- og tób- aksverslun ríkisins heimilt að aug- lýsa verð á tóbaksvörum“. Um þetta urðu miklar umræður í báðum deildum. Það fór í gegn og varð að lögum 18. apríl 1971 og með eins atkvæðis meirihluta, eða lög nr. 59, 18. apríl. Þetta var upp- hafið að hamla á móti tóbakinu og mér var sagt að þetta væri einstakt í Vestur-Evrópu. Blöðin, útvarpið og sjónvarp, ásamt kvimyndahús- unum misstu, að þeirra sögn, væn- an spón ( sem innskot fékk ég ekki „flóafrið“ lengi á eftir, hringingar og fleira). Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því þessi breyting varð. Þetta er sent einnig vegna „reyklausa dagsins“ nú, 31. maí. JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON, fyrrv. alþm. Reyklaus dagur Frá Jóni Ármanni Héðinssyni: ÉG leita ættingja sem ég gæti haft samband við þegar ég heimsæki Reykjavík og Norðurland síðari hluta júní nk. Afi minn og amma eru Páll Pálsson og Sigrún Jónsdóttir frá N- Múlasýslu og Þistilfirði. Þau fluttust til Kanada árið 1888. Foreldrar Páls voru Páll Pálsson og Helga Friðfinns- dóttir en foreldrar Sigrúnar voru Jón Eiríksson og Guðný Benjamínsdóttir. Það myndi gleðja mig að fá að hitta af- komendur þessa fólks. Með kæru þakklæti, DOROTHY SMITH, 458 Sandmere Pl. Oakville Ont. Canada smith_dj@sympatico.ca Ættingja leitað Frá Dorothy Smith:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.