Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINS og greint var frá í Morg- unblaðinu í gær kom til átaka á milli hóps ungmenna af asísku bergi brotnum og annarra ungmenna á Lækjartorgi skömmu eftir miðnætti aðfaranótt sunnudags. Geir Jón Þórisson, yfirlögreglu- þjónn í Reykjavík, segir að komið hafi til átaka víðs vegar um borgina um helgina. Tilfellin hafi verið eitt- hvað á annan tuginn. „Við erum að fara yfir málin og reynum að fá lýs- ingu sjónarvotta á atburðunum.“ Spurður sagði hann að lögreglan gæti ekki fullyrt hvort fordómar væru að færast í aukana. „Þetta er búið að vera af og til að svona atvik hafa komið upp en hvort um aukn- ingu er að ræða, er ekki gott að segja, því svona getur blossað upp eina helgi en svo legið niðri nokkrar helgar í röð. Við þurfum að skoða lengra tímabil til að meta það.“ Hann sagði jafnframt að það væri ekki nýtt að lögreglan væri að taka hafnaboltakylfur, hnífa og ýmiss konar barefli af fólki. „Þetta eru einhverjir hópar sem halda sig sam- an sem eru bæði í neyslu og af- brotum. Við erum kannski ekki lentir í sams konar og við sjáum í bandarískum klíkumyndum en við verðum að vera á varðbergi gagn- vart slíku.“ Átökin komu ekki á óvart Guðrún Pétursdóttir, verkefnis- stjóri hjá miðstöð nýbúa í Reykja- vík, segir átökin milli ungmenna af asískum uppruna og annarra ung- menna í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti á sunnudag ekki hafa komið á óvart. Neikvæð viðhorf gagnvart fólki sem er af erlendu bergi brotið hljóti fyrr eða síðar að brjótast út í einhvers konar ofbeldi. Unglingar væru hins vegar líklegri en fullorðnir til að ganga alla leið. Hún tekur þó fram að hún þekki ekki gjörla atvik helgarinnar eða hvers vegna átökin brutust út. Hins vegar verði útlendingar sem eru frábrugðnir meirihluta Íslendinga í útliti oft verða fyrir áreiti og of- beldi. Þeir fái verri þjónustu, hreytt sé í þá ónotum, þeir sé uppnefndir og í verslunum séu þeir eltir til til að ganga úr skugga um að þeir steli ekki vörum. Sumir verði fyrir þessu á hverjum einasta degi. Samfélagið allt verður að taka sig á „Foreldrar eru farnir að vara- börnin sín við að labba ekki þrjú saman niður götu. Því þegar þrír asískir strákar labba niður götu eru þeir álitnir vera gengi,“ sagði Guð- rún og séu þeir því líklegri til að verða fyrir áreiti og ofbeldi. Guðrún bendir á að reynslan frá Evrópu sýni að fyrsta kynslóð inn- flytjenda hafi sig yfirleitt lítið í frammi og sætti sig við yfirgang. Börn þeirra, sem hafa alist hér upp, gengið í gegnum íslenskt skóla- kerfi, tala íslensku en fá samt alltaf verri móttökur í samfélaginu, séu hins vegar ekki tilbúin til að sætta sig við slíkt. Aðspurð um hvort einhver þeirra sem lenti í átökum um helgina hafi haft samband við miðstöð nýbúa segir hún ekki svo vera. Fólkið veigri sér við að kvarta þar sem þá verði þau stimpluð sem vanþakk- látir kvartarar. Eftir miðnætti á þjóðhátíðardag- inn brutust út átök á milli íslenskra ungmenna og ungmenna af asísku bergi brotnum. Guðrún segir vara- samt að taka einn hóp út fram yfir aðra. Unglingarnir séu ekki for- dómafyllri en aðrir. „Þegar þú spyrð þau þekkir kannski enginn þeirra einn einasta útlending. En þau eru samt uppfull af hugmyndum um það að þetta sé hið versta fólk. Af hverju? Hvaðan koma þessi neikvæðu viðhorf? Það sem við erum að reyna að benda á er að það er ekki bara þessi hópur sem er ábyrgur heldur allt sam- félagið. Það eru foreldrarnir sem ala þau upp, það er skólakerfið sem útskrifar þau. Það eru fjölmiðlarnir sem birta neikvæðar staðalmyndir af útlendingum. Allt samfélagið þarf að taka sig á,“ sagði Guðrún. Hún segir brýnt að Íslendingar átti sig á að þeir búi nú í fjölmenn- ingarlegu samfélagi. Þjóðin þurfi að gera allt sem hægt sé að gera til að koma í veg fyrir árekstra á milli mismunandi hópa. „Við verðum að átta okkur á því að ekki fer allt eftir okkar forsendum,“ sagði Guðrún. „Fólk ætti að ræða þetta við börnin sín og búa þau undir lífið í þessu samfélagi. Þau séu ekki öllum öðr- um æðri þó að þau séu íslensk og búi á Ísland.“ Guðrún Pétursdóttir, verkefnisstjóri hjá miðstöð nýbúa í Reykjavík Verða fyrir fordómum á hverjum einasta degi FJÖLMENNUR baráttufundur þroskaþjálfa var haldinn undir ber- um himni við Þvottalaugarnar í Laugardal í gær, en viðræður um nýja kjarasamninga hafa nú staðið yfir á áttunda mánuð. Næsti fundur við viðsemjendur hjá Reykjavíkur- borg er í dag. Í ræðu Sólveigar Steinsson, for- manns Þroskaþjálfafélags Íslands, kom fram að það að boða til og hefja verkfall væri neyðaraðgerð eftir að reynt hafi verið til þrautar að ná samningum á annan hátt. „Það hef- ur ekki verið neitt launungarmál hverjar kröfur okkar voru í upphafi, né hversu mikið við höfum slegið af þeim. Það hefur heldur ekki verið neitt launungarmál, að til að ná fram þeim kjarabótum sem þroska- þjálfar sætta sig við, þá færu pró- sentur á flug,“ segir Sólveig og bæt- ir við að vandinn birtist í dag á þann hátt, að 44 þroskaþjálfar starfandi hjá Reykjavíkurborg, hafa verið í verkfalli í 33 daga og álíka margir þroskaþjálfar, sem starfa á stofn- unum sem fá fjármagn frá ríkinu til að greiða laun, bættust í þann hóp 15. júní. Enn fleiri munu bætast við verkfallshópinn þann 28. júní hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. „Vandinn birtist okkur ennfremur í því ófremdarástandi sem skapast hefur hjá þeim fjölmörgu einstak- lingum og fjölskyldum, sem hafa þörf fyrir og treysta á þá þjónustu sem þroskaþjálfar veita. Þessi vandi er raunverulegur en afleiðingar vegna skorts á þjónustu eru ekki mældar í prósentum, þær mælast í erfiðleikum, vanlíðan og afturför.“ Sólveig varpaði ennfremur þeirri spurningu fram, hvað það væri í raun og veru sem stæði í vegi fyrir því að samingar tækjust? „Er það sú krafa að grunnlaun þroskaþjálfa eftir 90 eininga háskólanám verði 145.000 krónur? Og að reynsla og ábyrgð í störfum verði metin að verðleikum? Að meðaldagvinnulaun þroskaþjálfa verði sambærileg með- allaunum annarra háskólastétta? Svörin sem við fáum eru þau, að þessar kröfur sprengja kostnaðar- rammann.“ Hvernig á að meta störf sem byggjast á fagmenntun? Formaður BHM, Bandalags há- skólamanna, Björk Vilhelmsdóttir, sagði m.a. í ræðu sinni að þroska- þjálfar, sem að stærstum hluta eru konur, hefðu lægstu launin í dag þegar mið væri tekið af menntun og ábyrgð í starfi. Deila þroskaþjálfa við viðsemjendur sína, þ.e. ríkið, Reykjavíkurborg og sveitarfélögin, snérist einmitt um það, hvernig ætti að meta störf sem byggjast á fag- menntun. „Það er alveg ljóst að störf þroskaþjálfa og ábyrgð þeirra í starfi grundvallast á menntun þeirra, þriggja ára háskólanámi. Ég staðhæfi að þroskaþjálfar hafa setið eftir hvað þetta varðar. Verðbólgan í dag er ríflega 9%, hún var 4% þeg- ar Félag leikskólakennara samdi um 130.000 krónur í mánaðarlaun. Það er ekkert sem segir að þroska- þjálfar þurfi að kyngja þeirri tölu. Þeir hafa rétt til að semja um ann- að.“ Halldór Gunnarsson, formaður Þroskahjálpar, minntist á að viðhorf til fólks með þroskahömlun hefur breyst mikið á síðustu 25 árum. Fyrir þann tíma hefði þetta fólk frá blautu barnsbeini verið á stofnunum og úr tengslum við samfélagið. Fyr- ir mikla baráttu m.a. Þroskahjálpar hafi tekist að breyta þessu fyrir- komulagi til betri vegar. „Ennþá er samt langt í land, að öllum Íslend- ingum sé fullur sómi sýndur, eins og langir biðlistar eftir lögbundinni þjónustu við fólk með fötlun sýna. Einnig endurspeglast virðingarleys- ið í launum þeirra stétta, sem sinna stuðningi við fólk með fötlun af ýms- um toga. Kjaradeila þroskaþjálfa við viðsemjendur er því ekki aðeins spurning um krónur og aura heldur er einnig tekist á við þau viðhorf sem að baki liggja. Hvers virði er okkur að halda háu siðferðisstigi í málefnum þeirra, sem ekki voru eins vel búin til lífsbaráttunnar og þorri þjóðarinnar?“ Fjölmargir aðrir fluttu ávörp á útifundinum og þá flutti Þórarinn Eldjárn ljóð og Anna Hugadóttir tónlist. Baráttufundur Þroskaþjálfafélags Íslands í Laugardal í gær Morgunblaðið/Billi Eru laun þroskaþjálfa hugsuð sem vasapeningar? Á þroskaþjálfun að verða að áhugamáli? Þessi skilti sem og fjölmörg önnur voru á lofti á baráttufundinum í Laugardal í gær. Afleiðingar mælast í erfið- leikum, vanlíðan og afturför Sólveig Steinsson, formaður Þroskaþjálfafélags Íslands, sagði baráttumálin vera að menntun þroskaþjálfa yrði met- in að verðleikum. ÁTJÁN ára piltur sem ók bif- reið sinni út af Reykjanesbraut síðdegis á föstudag liggur nú mikið slasaður á sjúkrahúsi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut hann mörg bein- brot, þ.m.t. höfuðkúpubrot auk brota á hryggjarliðum og mjaðmagrind. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík missti pilturinn stjórn á bifreið sinni sem fór yfir á rangan vegar- helming og valt út fyrir veginn. Ökumenn tveggja bifreiða þurftu að fara yfir á rangan vegarhelming til að lenda ekki á bíl unga mannsins. Þegar lög- regla kom á slysstað lá piltur- inn nokkurn spöl frá bílnum. Í fyrstu var talið að hann hefði kastast út úr bílnum en nú þyk- ir víst að hann hafi skriðið út. Áður en slysið varð hafði lög- reglan í Keflavík fengið til- kynningu um að pilturinn æki bílnum mjög óvarlega um Reykjanesbrautina. Þeir sem höfðu samband við lögreglu sögðu aksturslagið stórhættu- legt, m.a. væri bílnum ekið í svi- gakstri á milli akreina. Mikið slasaður eftir bílveltu HÁTT á fjórða hundrað at- hugasemda bárust við mat Landsvirkjunar á umhverfis- áhrifum, en frestur til þess að skila inn athugasemdum er runninn út. Þetta er mesti fjöldi athugasemda sem skilað hefur verið inn til Skipulagsstofnunar frá því lög um mat á umhverf- isáhrifum tóku gildi. Til stóð að senda framkvæmdaaðila at- hugasemdirnar í gær eða í dag, en úrskurðar Skipulagsstjóra vegna Kárahnjúkavirkjunar er að vænta 13. júlí nk. Innsend erindi voru af marg- víslegum toga, að sögn starfs- fólks Skipulagsstofnunar. Eitt- hvað var um fjöldasendingar, en mestmegnis þó frá einstak- lingum sem kynnt höfðu sér umhverfismatið og vildu gera við það eigin athugasemdir. Athugasemd- ir aldrei fleiri Umhverfismat vegna Kárahnjúka- virkjunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.