Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.06.2001, Blaðsíða 22
ERLENT 22 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AFGANSKUR drengur heldur á bróður sínum þar sem þeir koma í flóttamannabúðir í bænum Zahedan í suðurhluta Írans í gær, skammt frá landamærunum að ir landamærin til Írans og áætla Sameinuðu þjóðirnar að nú séu um 1,5 milljónir Afgana og yfir 500 þúsund Írakar komnir til Ír- ans. Afganistan og Pakistan. Mikið neyðarástand ríkir í Afganistan og hafa fréttaskýrendur sagt það vera hið versta í heiminum nú. Af þeim völdum streyma Afganir yf- Reuters Neyðarástand í Afganistan ALÞJÓÐLEG nefnd, sem eistnesk stjórnvöld fengu það hlutverk að rannsaka mannréttindabrot í Eist- landi í síðari heimsstyrjöld, hefur nú skilað skýrslu sinni. Er þar tek- ið fram að langflestir glæpir af þessu tagi hafi á árunum 1941-1944 verið framdir af Þjóðverjum og ef til vill hafi þeir borið endanlega ábyrgð á þeim öllum. Á hinn bóginn er í gögnum nefndarinnar skýrt frá óhæfuverkum sem eistneskir lög- reglumenn og félagar í vopnuðum sveitum frömdu. Nafngreindir eru nokkrir Eistlendingar í þessu sambandi og er Eðvald Hinriksson (Ewald Mikson) einn þeirra. Það var Lennart Meri, forseti Eistlands, sem var hvatamaður að stofnun nefndarinnar árið 1998. Sovétríkin lögðu Eistland undir sig 1939 og innlimuðu það síðan en frá 1941 fram á 1944 var landið í hönd- um innrásarliðs Þjóðverja. Nefndin álítur að „eftirfarandi atburðir sem gerðust í tíð hernáms Þjóðverja séu að minnsta kosti við fyrstu sýn (prima facie) sannanir fyrir því að Eistlendingar hafi framið eða tekið þátt í þjóðarmorði, glæpum gegn mannkyninu og stríðsglæpum“ í eða utan landsins, segir í skýrsl- unni. Eru síðan talin upp og lýst af- brotum á borð við morð á eist- neskum gyðingum, morð á erlendum gyðingum í Eistlandi, þátttöku eistneskra hermanna og lögreglumanna í gæslustörfum í fangabúðum jafnt í Eistlandi sem utan þess, morð á sígaunum í Eist- landi, morð á a.m.k. 7.000 manns að auki og voru að líkindum 6.000 Eistlendingar meðal þeirra, morð á sovéskum stríðsföngum og loks nauðungarvinnu og þrælkun. Vönduð heimildavinna Notast var við sagnfræðilegar heimildir innlendra fræðimanna, skjalasöfn í Eistlandi og Þýska- landi, einnig í Rússlandi, Ísrael, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Segja skýrsluhöfundar að þeir álíti heim- ildarvinnu sagnfræðinganna er störfuðu fyrir nefndina mjög vand- aða og byggða á öruggum gögnum og vitnisburði. Þúsundum gyðinga í Eistlandi tókst að flýja til Sovétríkjanna und- an sérþjálfuðum, þýskum morð- sveitum sem komu í kjölfar her- námsliðs Þjóðverja 1941 en nær þúsund manns, karlar, konur og börn, voru myrt fyrir árslok. Talið er að aðeins hafi um tugur gyðinga í Eistlandi sjálfu lifað stríðið af. Einnig var fjöldi gyðinga fluttur til Eistlands frá öðrum löndum, þ.á m. Litháen, frá Theresienstadt-fanga- búðunum í Tékkóslóvakíu, frá Þýskalandi og Póllandi. Nefndin segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að ábyrgð á voða- verkunum gegn óbreyttum borg- urum og stríðsföngum megi stað- festa með tvennum hætti. „Annars vegar þá álítum við að ákveðnir menn hafi vegna stöðu sinnar borið ábyrgð á skipunum sem þeir gáfu og ollu því að framdir voru glæpir gegn mannkyninu. Hér er átt við æðstu menn í svonefndri lands- stjórn Eistlands, þá sem voru landsstjórnarmenn og heyrðu beint undir æðsta mann hennar, Hjalmar Mäe. Hins vegar er ábyrgðin úrskurð- uð eingöngu með tilliti til gerða umrædds einstaklings. Við gerum engan greinarmun á þeim sem buð- ust til að starfa fyrir hernámsliðið og þeirra sem voru kallaðir til her- þjónustu; það sem ræður niðurstöð- unni eru gerðir einstaklingsins.“ Umtalsvert sjálfræði Nefndin segir að þótt Þjóðverjar hafi komið landsstjórninni á fót virðist hún ekki hafa verið þvinguð til að standa fyrir áðurnefndum brotum. Einnig segir að þótt eist- neska lögreglan hafi formlega verið undir yfirstjórn þýskra embættis- manna virðist Eistlendingar hafa haft umtalsvert sjálfræði um hand- tökur og yfirheyrsluaðferðir, þyngd dóma og refsingar. Nefndin segist álíta að eistneska lögreglan hafi tekið virkan þátt í að handtaka og myrða eistneska gyð- inga og tekið þátt í aðgerðum gegn þeim Eistlendingum sem taldir voru andstæðingar Þjóðverja. Liðsmenn deildar B-IV sekir Nefndin segir að þótt fjöldi lög- reglumanna hafi tekið þátt í að- gerðunum sé ekki réttlætanlegt að láta starf fyrir lögregluna duga til að sakfella einstaklinga. Sérhver einstaklingur hljóti að bera ábyrgð á því sem hann gerði ef hann hafi drýgt voðaverk. „En nefndin telur að gera þurfi undantekningu frá þessari almennu reglu þegar fjallað er um liðsmenn stjórnmálalögreglunnar (deild B- IV) sem var undir stjórn Julius Ennok. Þegar haft er í huga hve sérstök störf deildin annaðist telur nefndin réttlætanlegt að varpa sök á þessum glæpum á alla sem gegndu störfum hjá deild B-IV og þá með tilliti til starfssviðs þeirra. Nefndin tilgreinir sérstaklega hlutverk Ain-Ervin Mere, Julius Ennok, Ervin Viks og Ewald Mik- son, sem undirrituðu fjölda dauða- dóma, Karl Linnas og Aleksander Koolmeister, liðsforingja og hátt- setts yfirmanns í fangabúðum í Tartu og Tallinn og Aleksander Laak, liðsforingja í Jägala og síðar í Tallinn.“ Í skýrslunni er einnig sagt frá starfsemi eistneskra sjálfboðaliðs- sveita á borð við Omakaitse fyrstu mánuði hernámsins en nokkrir tug- ir þúsunda manna voru í sveitun- um. Er fullyrt að Omakaitse hafi framið fjölda morða sem stuðnings- mönnum kommúnista og þar með sovétvaldsins hafi síðan verið kennt um. Einnig hafi sumir félagar í Omakaitse tekið þátt í að elta uppi gyðinga og ef til vill í morðum á gyðingum. Félagar í Omakaitse hafi með tímanum gengið til liðs við hersveitir og lögregludeildir ásamt öðrum sjálfboðaliðum. Eðvald Hinriksson lést fyrir átta árum. Hann flýði til Íslands um Svíþjóð 1946 en var áður eistneskur ríkisborgari og hét þá Ewald Mik- son. Eðvald var félagi í Omakaitse og síðar lögreglumaður í Tallinn á stríðsárunum. Opinber rannsóknarnefnd í Eistlandi nafngreinir Eðvald Hinriksson í niðurstöðum nýrrar skýrslu Sakaður um óhæfu- verk í stríðinu ÓFULLKOMIN merkjagjöf og ónóg þjálfun starfsfólks voru meg- inástæðan fyrir lestarslysinu skammt frá Paddington-stöðinni í London 5. október 1999, en þá týndi 31 maður lífi. Er það niðurstaða nefndar, sem rannsakaði slysið. Douglas Cullen lávarður, sem stýrði rannsókninni, segir, að einnig hafi komið í ljós, að farþegarnir áttu í erfiðleikum með komast út úr lest- inni eftir áreksturinn. Meðal annars hafi vantað hamra, sem nota á til að berja út gluggarúður og neyðardyr ekki opnast sem skyldi. Eru í skýrsl- unni 88 tillögur um úrbætur, meðal annars, að upplýsingagjöf til farþega verði aukin; að neyðarútgangar verði bættir; að þjálfun lestarstjóra verði bætt og fjarskipti milli þeirra og merkjavarða stórbætt. Cullen kvaðst vona, að brugðist yrði fljótt og vel við þessum ábend- ingum en fólk, sem slasaðist eða missti ástvini í slysinu, sagði ekki nóg að gert. Krefst það þess, að ein- hver verði dreginn til ábyrgðar. Slysið varð með þeim hætti, að lestarstjóri farþegalestar ók gegn rauðu ljósi þrjá km fyrir vestan Paddington og í veg fyrir aðra lest. Báðir lestarstjórarnir létust. Ljósin á þessum stað eru talin með þeim varasömustu í Bretlandi, vegna þess hve illa sést til þeirra og vitað er, að tvisvar áður að minnsta kosti hefur rauða ljósið farið framhjá lestar- stjórum. Margar athugasemdir Railtrack, einkafyrirtækið, sem annast viðhald á breskum lestartein- um og lestarstöðvum, hefur verið harðlega gagnrýnt vegna þessa slyss og annarra og Cullen segir, að á veg- um fyrirtækisins sé eftirlitið mjög óskipulagt og á hendi margra deilda í senn. Það hafi aftur leitt til alls kon- ar misskilnings og aðgerðaleysis. Þá er fyrirtækið, sem átti farþegalest- ina, einnig gagnrýnt fyrir að þjálfa ekki nýja lestarstjóra nægilega vel. Til dæmis hafi þeim ekki verið kynnt aðkoma eða brottför frá Paddington- stöðinni, sem er ein sú fjölfarnasta í London. Í skýrslu, sem áður hefur komið út um slysið, segir, að unnt hefði verið að koma í veg fyrir það með sjálf- virku kerfi, sem stöðvar lestir, sem fara gegn rauðu ljósi. Hafa stjórn- völd ákveðið, að búið verði að koma slíku kerfi upp um allt land árið 2003. Að lokum má nefna, að margir kenna einkavæðingu Íhaldsflokksins á síðasta áratug um bágt ástand á breska lestarkerfinu. Þá hafi hvorki meira né minna en 25 fyrirtæki feng- ið leyfi til að reka lestirnar og síðan verið myndað sérstakt fyrirtæki, Railtrack, til að annast viðhald teina og stöðva. Skýrsla um lestarslysið við Paddington-stöðina í London Varasöm ljós og lítil starfsþjálfun London. AP. TVEIMUR breskum föngum var sleppt í gær einum mánuði fyrr en til stóð. Eru yfirvöld að verðlauna fangana tvo fyrir að hafa kom- ið fangaverði sínum til bjargar þegar sá síðarnefndi var stung- inn á hol af villigelti fyrir um níu mánuðum. Hefði fanga- vörðurinn látist á innan við tveimur mínútum ef fanganna tveggja hefði ekki notið við. Þeir ráku göltinn á brott og veittu verðinum fyrstu hjálp. Hetjudáð fanga DILBERT mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.