Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ POTKRAJAC-fjölskyldan hefur bú- ið um sig í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ og segir Zeljko, fjöl- skyldufaðirinn, að móttökurnar hafi verið mjög góðar og íbúar bæjarins hafi verið virkilega hjálpsamir. „Ís- lendingar eru frekar rólegt fólk og meiri lífsgæði eru hérna og svo er stutt í alla þjónustu.“ Zeljko kom hingað til lands ásamt eiginkonu sinni, Mirjana, tveimur börnum, þeim Miroslav, 13 ára, og Maja, 11 ára, og móður sinni, sem heitir Anka. Fjölskyldan byrjar í íslenskunámi á mánudag- inn og hafa þau aðeins lært fá orð í íslensku nú þegar. Maja er þó búin að læra að telja upp í tíu og þá seg- ir hún að fólk sé alltaf að segja „takk“. „Ég hef einnig kynnst krökkum frá Júgóslavíu sem búa hérna í blokkinni og líka íslenskum og allir eru mjög vingjarnlegir,“ segir Maja. Maðurinn Serbi en konan Króati Síðustu árin í lífi Potkrajac-fjöl- skyldunnar hafa vægast sagt verið hrikaleg en Zeljko segir að fram til ársins 1991 hafi verið mjög gott að búa í Júgóslavíu. „Maður vann átta tíma á dag og gat lifað eðlilegu lífi á sínum launum. Það var ekki um neitt hatur að ræða eins og síðar varð á milli ólíkra þjóðernishópa, þegar þjóðernishyggja varð að póli- tísku deiluefni og fór að skipta öllu máli. Þá kom líka í ljós hverjir voru vinir manns og hverjir ekki. Þjóð- erniskenndin og pólitíkin skipti öllu.“ Fram til ársins 1995 bjó fjöl- skyldan í Krajina-héraði í Króatíu og stundaði búskap. „Þar sem ég er Serbi og konan mín er Króati þurft- um við að flýja frá Króatíu þar sem líf okkar var í hættu en á hverjum einasta degi var fólk að deyja og mannvirki voru eyðilögð vegna stríðsins.“ Leiðin til Serbíu tók þrjá daga og fóru þau áleiðis á dráttarvél ásamt fjölda fólks sem einnig var að flýja frá Króatíu. Segir Zeljko að ferðin hafi verið hrikalega erfið og á leið- inni hafi margir látist og þá einkum gamalt fólk. Hann segir að við kom- una til Serbíu hafi þau þurft að búa í gömlu íþróttahúsi og voru um 100 manns saman komnir í einum sal. „Þar var ekkert vatn, ekkert raf- magn – ekki neitt. Það hugsaði eng- inn um okkur, flóttafólkið. Fólk var neytt til að vinna við hvað sem var og þá við störf sem Serbar vildu ekki vinna og fólk þurfti að gera það eingöngu til að lifa af.“ Karlmennirnir fjarlægðir Zeljko segir að við komuna til Serbíu árið 1995 hafi hann verið fjarlægður ásamt öðrum karlmönn- um úr flóttamannabúðunum og var hann í burtu í um tvær og hálfa viku, án þess að fjölskyldan vissi eitthvað um hann. „Það var farið með okkur til Banja Luka í Bosníu þar sem stríðið var í fullum gangi. Þetta var að skipan Mil- osevic forseta.“ Hann segir að þetta hafi verið hrikalega erfiður tími en eftir nokkrar flóttatilraunir, með vopn- aða hermenn og lögreglu- menn allt í kring, hafi hann, ásamt bróður sínum og vini sínum frá Króatíu, ákveðið að synda yfir straumharða á til að kom- ast aftur til Serbíu. „Við gátum ekki farið yfir brúna þar sem lögreglan var og því þurftum við að synda yfir mjög straumharða á með fötin í munninum. Lögreglan sá okkur en við rétt sluppum inn í skóginn.“ Zeljko segir að lífið í Serbíu hafi einnig verið mjög erfitt og fjöl- skyldan hafi ekki verið velkomin þar því þau hafi búið í Króatíu. „Serbar kölluðu okkur Ustasi,“ en sú hreyfing bar ábyrgð á hryllilegum glæpum gegn samfélagi gyðinga og Serba í Króat- íu á stríðsárunum. Númer eitt að læra íslensku og fá vinnu Zeljko segir að þau hafi ekki misst neina ættingja í stríðinu en bróðir hans og systir búa enn í Júgóslavíu ásamt fjölskyldum sínum. En er hann bjartsýnn á nýtt líf á Íslandi? „Það er ekki hægt að bera saman lífið hérna við lífið í Júgó- slavíu síðustu árin. Lífið okkar var sorglegt en það kenndi okkur ým- islegt. Við erum bjartsýn og númer eitt er að læra íslensku og fá að vinna. Ísland er framtíðarheimilið.“ Flóttafólkið frá Júgóslavíu segir Ísland vera framtíðarheimili þeirra Mikilvægast að læra íslensku og fá vinnu Morgunblaðið/Hilmar Bragi Potkrajac-fjölskyldan fyrir framan nýtt heimili sitt í Reykjanesbæ. Frá vinstri Anka, Miroslav, Maja, Mirjana og Zeljko. Zeljko Potkrajac Í byrjun mánaðarins komu til landsins fimm fjölskyldur flóttamanna sem ætla að búa í Reykjanesbæ í a.m.k. eitt ár. Halldór Jón Garðarsson hitti Potkrajac- fjölskylduna og ræddi m.a. við hana um síðustu árin í Júgóslavíu. Reykjanesbær FRAMKVÆMDUM er nú lokið við austurhluta nýbyggingar Flugstöðv- ar Leifs Eiríkssonar og þurfa far- þegar því ekki að ganga þar um hálf- karað húsnæði. Einar Már Jóhannesson, rekstrarstjóri flug- stöðvarinnar, segir að vesturvængur byggingarinnar verði tekinn í notk- un um miðjan næsta mánuð og þá ljúki framkvæmdum við nýbyggingu flugstöðvarinnar. Vegabréfasalur nýbyggingarinn- ar var tekinn í notkun 25. mars sl. um leið og Ísland varð aðili að Schengensvæðinu. Að sögn Einars er nú að verða komin endanleg mynd á nýbygginguna, þótt enn eigi eftir að ljúka við vesturhlutann. Þangað til eru færri hlið í notkun og gera þarf ákveðnar ráðstafanir þar til bú- ið verður að taka í notkun síðustu fjögur hliðin. Allt skipulag og öryggi miðar að því, að farþegar utan og innan Schengensvæðisins blandist ekki saman og því fylgir talsverð breyting á starfsemi flugstöðvarinn- ar. Allt skipulag er öðruvísi en áður og sér í lagi vegna farþega sem koma frá Bandaríkjunum og Bretlandi sem ekki tilheyra Schengensvæðinu. „En þeir sem eru að fara til Evrópu finna mikinn mun, því aldrei þarf að sýna vegabréf og fólk gengur beint inn í flugstöðina og beint inn í vél án þess að þurfa að stoppa á leiðinni.“ Farþegum hefur fjölgað gríðar- lega síðustu árin og hefur fjölgunin verið að meðaltali 10% á milli ára. Eldri hluti flugstöðvarinnar var hannaður fyrir eina milljón farþega á ári og var tekin í notkun fyrir 15 ár- um. Fyrstu árin hélst fjöldi farþega nokkuð stöðugur, um 5-600 þúsund á ári, en síðan hefur fjölgað jafnt og þétt og nú fara um ein og hálf milljón farþega um flugstöðina á hverju ári og búist er við frekari fjölgun. Einar Már segir því nýbygginguna löngu tímabæra og megi ekki minni vera. Morgunblaðið/Eiríkur P. Farþegar úr Kaupmannahafnarflugi ganga eftir nýrri austurálmu ný- byggingar Leifsstöðvar þar sem framkvæmdum er nýlokið. Annar áfangi ný- byggingar tilbúinn Leifsstöð Leifsstöð að taka á sig endanlega mynd eftir stækkun FRAMKVÆMDIR við byggingu mótels í Vogum eru nú langt komn- ar og er stefnt að opnun innan tveggja vikna. Það er mat- reiðslumaðurinn Guðmundur Franz Jónasson sem stendur að byggingu mótelsins, ásamt eiginkonu sinni Ingileifu Ingólfsdóttur. Í fyrsta áfanga er áætlað að opna átta tveggja manna vel búin mótel- herbergi, þar sem gestir geta lagt í eigið stæði framan við herbergið og gengið beint inn. Þá verða einnig tekin í notkun sex herbergi fyrir svefnpokagistingu með eldunar- aðstöðu í sérstakri álmu. Guðmundur segir að bygging mótelsins hafi gengið nokkuð vel og að nú styttist í opnum. Hann segist láta útbúa herbergin á sama hátt og herbergin sem hann vill sjálfur gista í á ferðalögum. Veggir verða tvöfaldir og sérstök hljóðeinangrun í gluggum, þannig að gott næði á að vera í herbergjunum, þar sem gest- ir geta lagst fyrir í stórum hótel- rúmum frá Kanada. Þá er hiti í öll- um gólfum í herbergjunum, gervihnattasjónvarp og rúmgott baðherbergi. Að sögn Guðmundar verður til- valið fyrir fólk sem er að fara í flug og koma úr flugi að gista í mótelinu, jafnt fyrir Íslendinga sem erlenda ferðamenn. Einnig verður sú þjón- usta í boði að sækja fólk og fara með það á flugvöllinn. Þá segir Guðmundur að reynt verði að höfða til þeirra fjölmörgu erlendu ferða- manna sem komi til landsins á reið- hjólum. „Þeir eru yfirleitt vel stæðir og vilja gista á stöðum þar sem þeir hitta aðra hjólreiðamenn. Í svefn- pokaálmunni verður fólk með hjólin saman og sameiginlega aðstöðu.“ Vogar hafa upp á margt að bjóða Guðmundur segir jafnframt að Vogar hafi upp á ýmislegt að bjóða, sem fólk átti sig ekki á þegar það keyrir til og frá Suðurnesjum. Öll þjónusta er nálægt mótelinu; sund- laug, pósthús, verslun og hand- verksfólk úr bænum selur verk sín þar skammt frá. „Það er ýmislegt hérna til staðar sem fólk veit ekkert um, því Vog- arnir eru bara á leiðinni til Kefla- víkur og hingað kemur fólk sjaldan. Þeir sem koma verða alveg hissa á því hve þorpið er í raun stórt, því frá brautinni virkar þetta bara sem fáein hús.“ Morgunblaðið/Eiríkur P. Guðmundur Franz Jónasson ásamt dóttur sinni Eyrúnu Ósk framan við nýja mótelið í Vogum sem opnað verður á næstunni. Fjölskylda opnar mótel í Vogum Vogar HIN árlega jónsmessuganga á fjallið Þorbjörn verður farin á laugardagskvöld og lýkur göngunni í Bláa lóninu þar sem opið verður á Jónsmessunótt. Gangan hefst klukkan hálftíu og lagt af stað frá Sundlaug Grindavíkur og er göngufólkið væntanlegt í Bláa lónið undir miðnætti. Tónlistarmaðurinn KK fer með göngufólki á Þor- björn og tekur lagið á toppnum. Þá verður leikin lifandi tón- list fyrir baðgesti um miðnætti og fram á morgun. Á sunnudag verður boðið upp á göngu klukkan tíu frá Bláa lóninu að Eldborgu, móttöku og sýning- arhúsi Hitaveitu Suðurnesja þar sem Gjáin verður skoðuð og gestir geta fræðst um einstaka jarðfræði Íslands. Göngunni lýkur við Bláa lónið þar sem hópurinn mun gera léttar æf- ingar undir leiðsögn einkaþjálf- ara. Gengið á Þorbjörn á Jóns- messu Grindavík BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar hef- ur samþykkt að taka tilboði Verk- takasambandsins ehf. í vinnu við gangstéttar í bænum á þessu ári. Til- boð Verktakasambandsins nam tæp- um 2,3 milljónum króna en alls bár- ust fimm tilboð í verkið. Kostnaðaráætlun nam rúmum fimm milljónum króna og var tilboð Verk- takasambandsins 45,2% af kostnað- aráætlun. Tilboð sam- þykkt í gangstéttar Reykjanesbær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.