Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.06.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2001 31 inn að g eigi ar inn- Miklar skatta- stuðlað er á að rs hafi ð 39% u 1996. neyslu- nig að xið um umark- m 26% eða um sama aflsins % á ári myndi standa ári ef ringum ð verð- legt að ennum fyrra uð frá funar- vegna ækkana furlega eginor- því að verð- ma. Það þann m vöxt nis velt á upp- að við- undan ækkan- rætur í nnunni, Seðla- tvinnu- % sem nar eft- ekið til ngs á rðinni. krón- ní 13% eninga- ars síð- astliðinn og þessi lækkun komi í kjölfar 11% lækkunar á gengi krónunnar frá áramótum fram til þess tíma. Seðlabankinn hafi ítrek- að varað við því að að það mikla ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem birtist í miklum viðskiptahalla gæti að lokum grafið undan gengi krón- unnar með óheppilegum afleiðing- um fyrir bæði verðstöðugleika og fjármálalegan stöðugleika. Bent er á að á síðasta ári hafi við- skiptahallinn numið 68,2 milljörð- um kr. og til viðbótar komi út- streymi vegna beinna erlendra fjárfestinga og verðbréfafjárfest- inga sem nemi 64,5 milljörðum kr. Því hafi þurft gjaldeyrisinnstreymi með erlendum lántökum upp á 133,4 milljarða kr. eða sem nemi 11,1 milljarði kr. á mánuði til að koma í veg fyrir þrýsting á gengi íslensku krónunnar. „Um leið og þetta innstreymi varð tregara, m.a. vegna minni bjartsýni og meiri meðvitundar um gengisáhættu, skapaðist þrýstingur á gengi krón- unnar sem ekki var hægt að standa á móti með gjaldeyrisinngripum Seðlabankans einum saman. Þetta er að mati bankans meginástæða þess að gengi krónunnar hefur fall- ið á undanförnum misserum,“ seg- ir í greinargerðinni. Seðlabankinn bendir einnig á að ofþensla sé enn til staðar og inn- lend eftirspurn meiri en samrýmist jafnvægi í þjóðarbúskapnum, enda viðskiptahalli enn verulegur og spenna á vinnumarkaði. Sumar forsendur vaxtalækkunar bankans 27. mars þegar verðbólgumarkmið peningastefnunnar var tekið upp hafi breyst verulega og skipti þar mestu lækkun gengis íslensku krónunnar. Vextirnir lækkað vegna auk- inna verðbólguvæntinga „Með auknum verðbólguvænt- ingum hafa raunvextir Seðlabank- ans lækkað mun meira en að var stefnt með vaxtalækkuninni 27. mars sl. Eftir lækkunina þá voru þeir 6,7% en eru nú tæplega 4½%. Þótt nokkur frekari lækkun raun- vaxta hafi verið réttlætanleg í ljósi sterkari merkja um minni eftir- spurnarþrýsting í hagkerfinu er þetta meiri slökun aðhalds en æskilegt er þar sem verðbólga er nú komin upp fyrir efri þolmörk. Við slíkar aðstæður hlýtur pen- ingastefnan fyrst og fremst að taka mið af verðbólgumarkmiðinu og hefur lítið sem ekkert svigrúm til að milda hugsanlegan samdrátt í efnahagslífinu. Hafa ber í huga að meiri hjöðnun eftirspurnar stuðlar að minni verðbólgu og dregur úr líkum á uppsögn kjarasamninga á næsta ári,“ segir bankinn. Jafnframt varar hann við því að gripið sé til eftirspurnaraukandi aðgerða í ríkisfjármálum eða á öðr- um sviðum. „Þótt eftirspurnar- þrýstingur sé að hjaðna er innlend eftirspurn enn mun meiri en sam- rýmist jafnvægi í þjóðarbúskapn- um. Minni eftirspurn í hagkerfinu og slökun spennu á vinnumarkaði eru forsendur þess að verðbólga hjaðni með varan- legum hætti. Eft- irspurnarhvetj- andi aðgerðir nú myndu því vinna gegn verðbólgumarkmiði bankans og knýja hann til að halda vöxtum hærri en ella. Hann telur því að umbætur í skattamálum megi ekki við núverandi aðstæður skerða tekjur ríkissjóðs á heildina litið og að þær eigi að miða að því að auka hvata til sparnaðar og styrkja framboðshlið hagkerfisins. Lækk- un skatta á fyrirtæki sem mætt yrði með öðrum sköttum gæti sam- rýmst þessu.“ fram í ársbyrjun 2003 r þrátt ðbólgu $) $) '$( '$ $' ($ ))$)  "  & ))) $( $) $ $( $' $ $) $ $% ir æli kki ar- . Gjaldeyrisinn- streymi upp á 133,4 milljarða urfti á síðasta ári EVRÓPUSAMBANDIÐhefur rekið sig á veggheitra tilfinninga þjóðarsem metur sjálfstæði sitt mikils. Andstaðan við ESB hefur aukist mjög á síðustu mánuðum og er nú komin yfir 50% ef marka má skoð- anakannanir. Ástæðurnar sem fólk gefur upp eru ýmist spár um hærri skatta og matvælaverð, nú eða and- staða við að vera hluti af kerfi sem sumum virðist minna óþægilega mik- ið á sovétkerfið sáluga. Hart hefur verið tekist á um Evr- ópumálin í Eistlandi undanfarna mánuði og ár og hafa andstæðingar þess haft sig æ meira í frammi í fjöl- miðlum þótt samtök þeirra séu laus- leg. Stjórnvöld hafa staðið fyrir kynningarherferðum í öllum sýslum landsins en hafa engu að síður rekið sig á að áhugi og vitneskja almenn- ings um Evrópusambandið er afar takmörkuð. Andstaðan minnir um margt á Danmörku, þar sem hún er meiri á meðal láglaunafólks, úti á landsbyggðinni og á meðal þeirra sem eru yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Í báðum löndum er andstæðinga ESB þó að finna í öllum flokkum Í Eistlandi hefur enginn einn staðið fram og leitt andstöðuna, efasemdirnar hafa skotið rótum þrátt fyrir það. Leidd inn í nýtt alræðiskerfi Séra Mart Metsala er einn þeirra sem margsinnis hefur tjáð sig opin- berlega gegn ESB. Hann segir það ekki létt verk, oft sé reynt að koma í veg fyrir að hann tali en sér takist nú engu að síður annað slagið að koma skoðunum sínum og flokks síns, Kristilega þjóðarflokksins, á fram- færi. „Sá sem heldur því fram að lífið sé allt eitt stórt samsæri hefur rangt fyrir sér en sá sem segir að engin samsæri séu í gangi fer jafnvillur vegar,“ segir fríkirkjupresturinn Metsala, sem spilaði rokk á sínum yngri árum. Flokkur hans telst ekki stór á landsvísu enda var hann stofn- aður fyrir aðeins tveimur árum. Metsala vefst ekki tunga um tönn þegar hann ræðir Evrópusambandið. „Andstaðan við ESB er ekki ný af nálinni en fólk er nú farið að átta sig á því hvert stjórnvöld eru að leiða þjóð- ina: inn í nýtt alræðiskerfi. Við þekkjum slíkt kerfi allt of vel, vorum hluti þess í hálfa öld. Umsókn Eistlands, segir Metsala, var ekki borin undir þjóðina, heldur sótti forsætisráðherrann um upp á sitt einsdæmi, segir hann. „Og það var í fyrstu talið af hinu góða því landið var nýsloppið úr klóm komm- únisma og menn vildu allt til þess vinna að koma í veg fyrir að þeir lentu aftur þar. Nú hefur fólk þrosk- ast og veit að orð eru ekki alltaf sama og gjörðir. Eistar hafa áttað sig á því að ekki er allt gott sem frá Vestur- löndum kemur og slæmt sem er í Austur-Evrópu. Leggjum meira fram en við fáum Metsala segir Eista sjá nýtt stór- veldi verða til, stórveldi þar sem lýð- ræði sé ekki virt. „Lýðræði er inn- antómt slagorð þegar ESB er annars vegar. Viðbrögðin við kjöri Jörgs Haider í Austurríki er gott dæmi um það. Þar var lýðræðislegt kjör alger- lega hunsað og yfirlýsingar teknar úr samhengi. Það sama gerðist nú þeg- ar Írar höfnuðu Nice-samkomulag- inu, skilaboðin til þeirra voru þau að þeir yrðu að endurskoða ákvörðun sína.“ Lýðræði ESB er: Gerum eins og ég vil Hlutverk Eista í Evrópusamband- inu er að mati Metsala að leggja fram hráefni, ódýrt vinnuafl, markað og ruslahaug fyrir úrgang. Hann segir fjölmarga útreikninga sýna fram að á Eistland leggi nú þegar 2–3 sinnum meira fé fram til ESB en það fái til baka í formi styrkja. Síðasta ár námu styrkirnir um milljarði eistneskra króna, eða rúmum 5 milljörðum ísl. kr. „Sumar tilskipananna sem við eig- um að taka upp eru fáránlega strang- ar, einkum á heilbrigðissviðinu og í umhverfismálum. Kröfurnar eru til- gangslausar, ekki komu þær í veg fyrir útbreiðslu gin- og klaufaveik- innar í Bretlandi og fleiri löndum. Í sumum tilfellum er verið að krefjast dauðhreinsaðs umhverfis sem er ekki raunhæft. Við erum þegar byrj- uð að verða við kröfum ESB og það hefur þegar kostað mörg lítil fyrir- tæki afkomuna og fjölda manns vinnu. Við getum ekki lengur notað fyrirtækin okkar því þau uppfylla ekki kröfur ESB. Þá má ekki gleyma fyrirsjáanlegum skattahækkunum og hærra vöruverði. Það sem verra er þó að mati Mets- ala er efnahagskerfi ESB sem hann segir sósíalískt. „Það minnir skugga- lega mikið á sovétkerfið, þar sem fyr- irskipanir eru um allt, m.a. um út- sæði. Og þegar litið er á hvaða flokkur er við völd í meirihluta aðild- arríkjanna, kemur í ljós að það eru jafnaðarmenn. Ég legg þá að jöfnu við sósíalista. Segir Metsala að höfn- un Dana og Íra á hlutum Evrópusátt- málans ekki veita sér von um að Eist- ar geti ráðið sér að einhverju leyti sjálfir. Höfum ekkert að selja í ESB Því hefur verið haldið fram að aðild Eistlands að Evrópusambandinu tryggi öryggi þess að einhverju leyti, einkum gagnvart Rússum en það gefur Metsala ekki mikið fyrir. Eist- ar séu upp á náð og miskunn Rússa komnir, hvort sem þeir séu í ESB eð- ur ei. Metsala segir aðra röksemd, sem sé aðgangur að mörkuðum, vera jafnveika. „Við höfum ekkert að selja á Evrópumarkaði, framleiðslan er ekki næg. Okkar eigin stjórnvöld hafa t.d. eyðilagt landbúnaðinn hér, svo við framleiðum ekki einu sinni helminginn af eigin neyslu. Þau hafa ekki verndað okkar eigin markað, frjálslyndið hefur verið svo mikið að við höfum misst hann úr höndunum. Í raun er stór hluti landsins í hönd- um erlendra fyrirtækja, við erum ekki fyllilega sjálfstæð. Útlendingar eiga stóran hlut í fjarskiptum, sam- göngukerfi, fjölmiðlum og bönkum. Ég gæti haldið áfram, okkur hefur verið sagt að lífskjör muni batna en það er ekki rétt, hlutirnir verða varla mikið betri en nú er; hvert land sér um sig. Þeir einu sem græða á þessu eru skriffinnarnir. Metsala segir Eista hafa mátt þola svo mikið mótlæti að meira en ESB- klúður stjórnvalda þurfi til að reita fólk til reiði. „En fólk er farið að átta sig á hinum neikvæðu hliðum og það mun endanlega koma í ljós í næstu þingkosningum. Brothætt sjálfsmynd Eistland sótti um aðild að Evrópu- sambandinu árið 1995 og saminga- viðræður hafa staðið yfir í hálft fjórða ár. Þær hafa ekki gengið þrautalaust fyrir sig. „Sumar kröf- urnar sem okkur hafa verið settar eru ótrúlegar, þær eru svo strangar að þær gilda ekki einu sinni í neinu ESB-landanna,“ segir Alar Streim- ann, aðalsamningamaður eistneska utanríkisráðuneytisins við ESB. Hann gegnir því erfiða hlutverki að reyna að ná fram sem hagstæð- ustum kjörum og samningi sem hægt er að kynna fyrir þjóðinni, samningi þar sem viðsemjandinn á það til að setja sig á háan hest gagnvart um- sóknarlöndum, ef marka má Streim- ann, og andstaðan heimafyrir vex að sama skapi. Hann gengur ekki svo langt að segja komið fram við um- sóknarlöndin sem annars flokks en segir vissulega mun á því hvernig rætt sé við þau og t.d. Bandaríkja- menn. Samningamaðurinn segir andstöð- una fyrst og fremst byggða á tilfinn- ingum. „Eistlendingar hafa varann á sér gagnvart öllu sem er nýtt og ut- anaðkomandi. Það má ekki gleyma því að þjóðin á að baki 700 ár kúg- unar. Að vísa til Sovétríkjanna er ágætis afsökun en ég held að þetta eigi sér enn dýpri rætur. Sjálfsmynd þjóðarinnar er brothætt og margir eru hræddir um að hún glatist í stóru kerfi,“ segir hann. Streimann telur stærsta vanda- málið vera áhugaleysi almennings og segir það ekki koma á óvart. Svo miklar breytingar og endurbætur hafi orðið í Eistlandi á síðasta áratug að fólk eigi erfitt með að horfa fram í tímann, gera áætlanir eða kynna sér slíkt. Eitthvað hlýtur að vera að Þvert á það sem margar Evrópu- þjóðir héldu, virðast Eistar ekki hafa tekið höfnun Íra á Nice-samningum, og þar með stækkun bandalagsins, nærri sér, segir Streimann. „Hér var miklu fremur tekið eftir höfnun Dana á evrunni. Fólk tengdi írska atkvæð- ið ekki því að verið væri að hafna stækkun ESB. Þegar borgarar ESB hafna hins vegar hlutum á borð við sameiginlega mynt, hugsar fólk sem svo að eitthvað hljóti að vera að.“ Óhætt er að segja að vaxandi and- staða við aðild í umsóknarlöndunum hefur komið flestum í ESB á óvart en Streimann segir að sjá hefði mátt hana fyrir. „Við áttum að minnsta kosti von á því að sá tími myndi renna upp að sambandið yrði áhugasamara um að fá okkur inn en við um aðild. En þetta hefur komið viðsemjendum okkar í opna skjöldu, nú síðast Rom- ano Prodi, forseta framkvæmda- stjórnar ESB, sem heimsótti Eist- land í upphafi vikunnar. Strangar kröfur ESB Streimann er gagnrýninn í garð viðsemjenda sinna sem hann segir ekki hafa skilað Eistum miklu en er gagnrýnin fór að aukast á síðasta ári hafi ESB byrjað að taka við sér. „Okkur eru settar mun strangari kröfur en þeim löndum sem gengu í ESB fyrir nokkrum árum. Þeim var gefinn kostur á því að halda aðlög- uninni áfram eftir að þeir hefðu gengið í sambandið en okkur er gert að kippa öllu í liðinn. Til að bjarga andlitinu hefur ESB boðið styrki sem núna eru rétt að skila sér, þrátt fyrir að við höfum átt í viðræðum við þá frá 1998.“ Streimann segir tvær hliðar á and- stöðunni, hún hafi ýtt við ESB sem sé af hinu góða en hún geri starf hans jafnframt erfiðara að sameina sjón- armið hliðanna tveggja. „Ég fagna því líka að þessi umræða komi upp núna en ekki rétt áður en gengið verður til atkvæðis um aðild. Fólk gerir sér þá vonandi grein fyrir því hvað það er að kjósa um, að ESB er fjarri því að vera fullkomið en að það sé besti kosturinn í stöðunni. Ójafnræði í aðgangi að vinnumarkaði Þrátt fyrir að Streimann gagnrýni ýmislegt í samningagerðinni við ESB segir hann þó að jafnaði greinilegan velvilja í garð umsóknarlandanna og að hann sé mikilvægari en einstök tæknileg atriði. Af 31 kafla samnings Eista og ESB er um 2⁄3 lokið en nokk- ur flóknustu og erfiðustu atriðin eru eftir, atriði er varða m.a. fjármögnun aðildarinnar, héraðsstefnu, stuðning við einstakar atvinnugreinar og svo orkumál, en Eistum er t.d. gert að eiga 90 daga orkuforða í landinu. Þá er vinnsla eldsneytis með tilliti til umhverfismála ekki frágengin. Að síðustu má nefna eitt helsta áhyggju- efni Eista, skattkerfið, sem Streim- ann segir þá vilja halda í, þar sem það sé frjálslyndara og einfaldara en ger- ist í flestum ESB ríkjum. Streimann segist gera sér grein fyrir því að ekki séu allir jafn hrifnir af því að fá fjölda Austur-Evrópu- ríkja inn; talað sé um ódýrt vinnuafl, glæpi, að nýju aðildarríkin taki styrkina frá þeim sem fyrir eru. „Það er óljóst hvenær okkur verður hleypt inn á sameiginlega vinnumarkaðinn. Einstök ríki geta tekið sér allt að sjö ára aðlögunartíma og búast má við því að t.d. Þýskaland og Austurríki geri það. Svíþjóð hefur hins vegar lýst því yfir að landið verði þegar í stað opnað nýju aðildarríkjunum. En það sér hver og einn óréttlætið í því ef mörg lönd verða lokuð nýjum ríkj- um á meðan þjóðir á borð við Íslend- inga eiga fulla aðild að samningum um sameiginlegan vinnumarkað.“ Gnægð fyrirtækja, vestræns varn- ings og ferðamanna í gamla bænum í Tallinn eru til marks um vilja Eist- lendinga til að ná Vesturlöndum að lífsgæðum en enn eiga lífskjör al- mennings langt í land með að ná því sem gerist þar. Þá er óþolinmæði far- ið að gæta á meðal Eistlendinga vegna þess hve hægt miðar í aðildar- viðræðum við ESB, auk þess sem æ meiri efasemda gætir um ágæti ESB-aðildar. Skatta- hækkanir í sovétkerfi Andstaða Eistlendinga við aðild að Evrópusambandinu hefur farið vaxandi síðustu mánuði og er nú um og yfir helm- ingur þjóðarinnar andvígur henni. Urður Gunnarsdóttir ræddi við einn andstæðing- anna og manninn sem reynir að fara bil beggja, samningamann Eista hjá ESB. Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir Alar Streimann, aðalsamningamaður Eistlendinga í samningaviðræð- um við Evrópusambandið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.