Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.06.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 43 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Smiðir Trésmiðir óskast í mótauppslátt og inn- réttingasmíði. Upplýsingar í síma 892 8413. byggingaverktakar, Skeifunni 7, 2. hæð, 108 Reykjavík, s. 511 1522, fax 511 1525 Mótagengi Vantar 2-4 menn í gengi vana hunnebeck mótum í uppslátt. Allar upplýsingar veit- ir Baldvin í s. 822 4431. Mosfellsbær Leikskólinn Hlaðhamrar Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: ● Staða deildarstjóra á deild fjögurra og fimm ára barna. ● Staða leikskólakennara/þroskaþjálfa vegna barns með einhverfu. ● Stöður almennra leikskólakennara. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lovísa Hallgrímsdóttir í síma 566 6351. Aðstoðar- skólameistari Starf aðstoðarskólameistara við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi er laust til umsóknar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2001 til fimm ára. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skóla- meistara og vinnur með honum við stjórn skól- ans og rekstur. Umsækjandi skal uppfylla skil- yrði í ákvæðum laga um lögverndun á starfs- heiti og starfsréttindum framhaldsskólakenn- ara. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri störf berist Herði Ó. Helgasyni skólameistara. Nánari upplýsingar um starfið veitir skóla- meistari í síma 431 2544. Öllum umsóknum verður svarað. Skólameistari. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Okkur vantar hljóðfærakennara í eftirtalin störf: Píanó u.þ.b. 60% starf. Saxófónn u.þ.b. 40% starf. Klarínetta u.þ.b. 40% starf. Þverflauta u.þ.b. 40% starf. Undirleikur við Suzuki-deild u.þ.b. 25% starf. Auk allra venjulegra persónuupplýsinga, skal Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Upplýsingar veitir Ragnheiður Skúladóttir, fagstjóri, í síma 421 1582. Umsóknir sendist Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, Austurgötu 13, 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Skólastjóri. Menntaskólinn á Egilsstöðum 700 Egilsstaðir s. 471 2500 Laus störf frá 1. ágúst 2001: I. Kennarastöður: Enska (50-100% starf). Líffræði (100% starf). II. Stundakennsla í eftirfarandi greinum: Íslensku, íþróttum, spænsku og sérkennslu. Krafist er háskólamenntunar og kennslu- réttinda í viðkomandi kennslugreinum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi milli KÍ og fjármálaráðherra. Umsóknir um ofangreind störf, ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, sendist skóla- meistara Menntaskólans á Egilsstöðum, sem veitir einnig nánari upplýsingar í s. 896 6433. Nefang hob@me.is . Umsóknarfrestur er framlengdur til 13. júlí 2001. Skólameistari. Menntamálaráðuneytið Embætti forstöðumanns Námsmatsstofnunar er laust til um- sóknar. Embætti forstöðumanns Námsmatsstofnunar er laust til umsóknar. Hlutverk Námsmatsstofn- unar er að annast framkvæmd samræmdra prófa á grunn- og framhaldsskólastigi, svo sem mælt er fyrir um í lögum, reglugerðum og að- alnámsskrám, auk annarra verkefna á sviði námsmats og rannsókna sem tengjast því svo sem nánar er mælt fyrir um í lögum um Námsmatsstofnun nr. 168/2000. Forstöðumað- ur annast yfirstjórn stofnunarinnar og dagleg- an rekstur, ber ábyrgð á fjárreiðum hennar og ræður aðra starfsmenn, auk þess sem hann kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar út á við. Umsækjendur um embættið skulu hafa lokið meistaraprófi eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu og skulu jafnframt hafa sýnt þann ár- angur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á starfssviði sínu. Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Námsmatsstofnunar til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir því að skipað eða sett verði í embættið frá og með 1. september 2001. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 9. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 18. júní 2001. menntamálaráðuneyti.is .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.