Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 43

Morgunblaðið - 26.06.2001, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2001 43 AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Smiðir Trésmiðir óskast í mótauppslátt og inn- réttingasmíði. Upplýsingar í síma 892 8413. byggingaverktakar, Skeifunni 7, 2. hæð, 108 Reykjavík, s. 511 1522, fax 511 1525 Mótagengi Vantar 2-4 menn í gengi vana hunnebeck mótum í uppslátt. Allar upplýsingar veit- ir Baldvin í s. 822 4431. Mosfellsbær Leikskólinn Hlaðhamrar Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar: ● Staða deildarstjóra á deild fjögurra og fimm ára barna. ● Staða leikskólakennara/þroskaþjálfa vegna barns með einhverfu. ● Stöður almennra leikskólakennara. Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri, Lovísa Hallgrímsdóttir í síma 566 6351. Aðstoðar- skólameistari Starf aðstoðarskólameistara við Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi er laust til umsóknar. Ráðið er í starfið frá 1. ágúst 2001 til fimm ára. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skóla- meistara og vinnur með honum við stjórn skól- ans og rekstur. Umsækjandi skal uppfylla skil- yrði í ákvæðum laga um lögverndun á starfs- heiti og starfsréttindum framhaldsskólakenn- ara. Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjár- málaráðherra og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til 10. júlí nk. Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri störf berist Herði Ó. Helgasyni skólameistara. Nánari upplýsingar um starfið veitir skóla- meistari í síma 431 2544. Öllum umsóknum verður svarað. Skólameistari. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Okkur vantar hljóðfærakennara í eftirtalin störf: Píanó u.þ.b. 60% starf. Saxófónn u.þ.b. 40% starf. Klarínetta u.þ.b. 40% starf. Þverflauta u.þ.b. 40% starf. Undirleikur við Suzuki-deild u.þ.b. 25% starf. Auk allra venjulegra persónuupplýsinga, skal Umsóknarfrestur er til 1. júlí nk. Upplýsingar veitir Ragnheiður Skúladóttir, fagstjóri, í síma 421 1582. Umsóknir sendist Tónlistarskóla Reykjanes- bæjar, Austurgötu 13, 230 Keflavík, Reykjanesbæ. Skólastjóri. Menntaskólinn á Egilsstöðum 700 Egilsstaðir s. 471 2500 Laus störf frá 1. ágúst 2001: I. Kennarastöður: Enska (50-100% starf). Líffræði (100% starf). II. Stundakennsla í eftirfarandi greinum: Íslensku, íþróttum, spænsku og sérkennslu. Krafist er háskólamenntunar og kennslu- réttinda í viðkomandi kennslugreinum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi milli KÍ og fjármálaráðherra. Umsóknir um ofangreind störf, ásamt upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, sendist skóla- meistara Menntaskólans á Egilsstöðum, sem veitir einnig nánari upplýsingar í s. 896 6433. Nefang hob@me.is . Umsóknarfrestur er framlengdur til 13. júlí 2001. Skólameistari. Menntamálaráðuneytið Embætti forstöðumanns Námsmatsstofnunar er laust til um- sóknar. Embætti forstöðumanns Námsmatsstofnunar er laust til umsóknar. Hlutverk Námsmatsstofn- unar er að annast framkvæmd samræmdra prófa á grunn- og framhaldsskólastigi, svo sem mælt er fyrir um í lögum, reglugerðum og að- alnámsskrám, auk annarra verkefna á sviði námsmats og rannsókna sem tengjast því svo sem nánar er mælt fyrir um í lögum um Námsmatsstofnun nr. 168/2000. Forstöðumað- ur annast yfirstjórn stofnunarinnar og dagleg- an rekstur, ber ábyrgð á fjárreiðum hennar og ræður aðra starfsmenn, auk þess sem hann kemur fram fyrir hönd stofnunarinnar út á við. Umsækjendur um embættið skulu hafa lokið meistaraprófi eða hafa jafngilda þekkingu og reynslu og skulu jafnframt hafa sýnt þann ár- angur í starfi að þeir njóti viðurkenningar á starfssviði sínu. Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Námsmatsstofnunar til fimm ára að fenginni umsögn stjórnar stofnunarinnar. Gert er ráð fyrir því að skipað eða sett verði í embættið frá og með 1. september 2001. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 mánudaginn 9. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 18. júní 2001. menntamálaráðuneyti.is .

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.