Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 18
LISTIR 18 SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAMOFIÐ minningum margra um sumarkvöld við Tjörnina í Reykja- vík er eflaust skilti á framhlið Tjarnarbíós með áletruninni Light Nights. Skilti þetta minnti Reyk- víkinga á að nú var sumar og þeir sem skildu ensku skildu einnig hina íslensku merkingu orðanna, um hina björtu íslensku sumarnótt. Að baki skiltinu liggur heilt leikhús, Ferðaleikhúsið, sem sett hefur upp íslenska þjóðmenningarsýningu á enskri tungu síðastliðin þrjátíu ár. Sýningin mun hefja göngu sína aft- ur í kvöld eftir árs hlé, en að þessu sinni í Iðnó. Í kvöld er um sérstaka hátíðarsýningu á Light Nights að ræða, í tilefni af því að þrjátíu ár eru liðin frá því að fyrsta upp- færslan var sýnd. Kristín G. Magn- ús er stofnandi og stjórnandi leik- hússins ásamt eiginmanni sínum, Halldóri Snorrasyni. „Við stofnuðum Ferðaleikhúsið árið 1965. Upphaflega var þetta ferðaleikhús sem ferðaðist um landið og sýndi, auk þess sem við héldum margar sýningar í Reykja- vík. Árið 1970 fengum við ótak- markaðan aðgang til að sýna í Glaumbæ, þar sem nú er Listasafn Íslands, þegar ekki voru dansleikir. Þá ákváðum við að prófa Light Nights, enskumælandi leikhús. Ég hafði lært í Bretlandi við Royal Academy of Dramatic Art og unnið í London í nokkur ár eftir það. Við vorum átta í leikhópnum Light Nights og ætluðum bara að prófa þetta eitt sumar. En áður en maður veit af eru árin orðin þrjátíu!“ segir Kristín brosandi. „Á hverju einasta sumri síðan þá höfum við sett sýn- inguna upp með margvíslegu sniði, fyrir utan í fyrra. Þá fór ég til Ed- inborgar á listahátíðina þar og setti upp sýningu eftir sjálfa mig sem heitir The Apes’ Society. Mér fannst við hæfi að gera eitthvað annað á þrjátíu ára afmælinu og það tókst mjög vel.“ Ferðaleikhúsið hefur áður tekið þátt í listahátíðinni í Edinborg, og þá með þrjá einþáttunga eftir Odd Björnsson, og farið þrjár leikferðir til Bandaríkjanna með Light Nights. Einnig var barnaleikritið „The Storyland“ eftir Kristínu sýnt á leiklistarhátíð í The Arts Theatre í West End í London. Síðar á þessu ári verða haldnar þrjár sýningar á Light Nights í Scandinavian House í New York. Í Iðnó í sumar Light Nights-sýningin er í fyrsta sinn í Iðnó í ár og fagnar Kristín þeirri breytingu. „Iðnó er ákaflega hlýlegur staður sem er búið að gera fallega upp í gömlum stíl sem myndar umgjörð utan um okkar verk. Annað mjög jákvætt er að þarna er hægt að borða ljúffengan mat á skikkanlegu verði sem kall- aður er Light Nights dinner. Fólk getur komið þarna og notið kvölds- ins og á björtu sumarkvöldi er þetta náttúrulega einn fallegasti staðurinn í Reykjavík. Það leggst mjög vel í mig að sýna þarna,“ seg- ir Kristín. Light Nights-dagskráin hefur breyst frá ári til árs þó að efnið sé alltaf íslenskt en leikið á ensku. „Fyrir hlé fáumst við meira við þjóðsögur og eftir hlé eru víkingar, Íslendingasögurnar og hvernig fólk lifði hér áður fyrr. Markmið sýningarinnar er að gefa erlendum gestum innsýn í íslenska menningu. En Íslendingar hafa líka haft mjög gaman af þessu.“ Kristín mun í sumar leika öll hlutverk Light Nights, að undanskildum Djákn- anum á Myrká sem Halldór tekur að sér. Sýnt verður á sunnudags- og mánudagskvöldum í júlí og ágúst. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höfum sýninguna með þeim hætti að ég sé eini leikarinn og ég ákvað að hafa það þannig núna, meðal annars vegna þess að sviðið í Iðnó er ekki stórt. Svo er maður auðvitað aldrei einn, það eru ljósa- maður og tæknimaður sem vinna með mér. Svo hefur sonur okkar, Magnús Snorri, lagt gríðarmikið af mörkum til sýningarinnar. Hann gerði til dæmis svokallað audio- visual, skyggnusýningar sam- tengdar við hljóð, sem ég sýni á milli leikþátta.“ Leikhúsið við Tjörnina Að sögn Kristínar hafa milli 600 og 700 listamenn komið að Light Nights-sýningunum í gegnum árin þrjátíu með einum eða öðrum hætti en um þúsund manns að starfsemi Ferðaleikhússsins frá upphafi. Margir hafa því komið að þessu sérstæða en rótgróna verkefni. „Ég veit ekki til þess að verið sé að gera sýningar svipaðar Light Nights í öðrum löndum í heiminum. Þó eru víða til leikhús í Evrópu í löndum þar sem enska er ekki töluð sem móðurmál, sem setja upp leiksýn- ingar á ensku til að fleiri geti notið þeirra. En þetta form, þar sem saga landsins er sett í leikform, hef ég hvergi séð annars staðar.“ Leiksýningin hefur ferðast kringum Tjörnina og Vatnsmýrina frá upphafi og sýnir nú á fimmta staðnum. Upphaflega var sýningin í Glaumbæ, svo í sal á Hótel Loft- leiðum, þaðan lá leiðin að Frí- kirkjuvegi 11 og svo í Tjarnarbíó þar sem hún var sýnd lengst af, eða í sautján ár. Nú er komið að fimmta staðnum, í Iðnó, og verður sýnt öll sunnudags- og mánudagskvöld í júlí og ágúst. Sýningin hefst án borðhalds kl. 20.30 en með borðhaldi hefst hún kl. 19.15. „Áður en maður veit af eru árin orðin þrjátíu“ Kristín G. Magnús í hlutverki sínu í Móðir mín í kví, kví sem er hluti af sýningunni í ár. ÍSLANDSLEIKHÚSIÐ tók til starfa á Ísafirði mánudaginn 25. júní með þátttöku 12 unglinga frá sex þéttbýlisstöðum undir stjórn Mar- grétar Eirar Hjartardóttur. Íslands- leikhúsið er hugmynd Greips Gísla- sonar nema á Ísafirði og fæddist í framhaldi af velheppnuðu starfi ann- arrar hugmyndar hans, Morrans, at- vinnuleikhúss ungs fólks í Ísafjarð- arbæ, undanfarin tvö sumur á Ísafirði. Greipur er verkefnisstjóri og hefur séð um undirbúning verk- efnisins með dyggri aðstoð aðalsam- starfsaðila þess, Gamla Apóteksins, en hann hefur staðið óvenju stutt miðað við hvernig kaupin gerast í samskiptum við opinbera aðila. 12 þátttakendur frá sex sveitarfélögum „Íslandsleikhúsið er þannig hugs- að að hvert sveitarfélag sem tekur þátt leggur til tvo unglinga og þeir koma saman hér á Ísafirði til und- irbúnings og æfinga. Eftir æfingar í eina viku hefjast sýningar á fjórum gerðum sýninga, ein er sniðin fyrir leikskóla, ein fyrir aldraða, ein fyrir götuleikhús og jafnvel ein fyrir vinnustaði. Lengd sýninganna er sniðin að þörfum hvers og eins sem og innihald,“ segir Greipur. „Fyrir börnin verður unnið með barnaleikrit, fyrir eldra fólkið verður meira um tónlist og ljóð en nánari út- færsla er í höndum leikstjórans Margrétar Eirar sem ber listræna ábyrgð á verkefninu. Sveitarfélögin sjö eru Ísafjörður, Bolungarvík, Kópavogur, Egilsstaðir, Sauðár- krókur og Selfoss. Þau greiða leik- endum vinnuskólalaun og sjá hópn- um fyrir gistingu og uppihaldi meðan hann dvelur á staðnum.“ Frumsýna á Ísafirði 29. júní Opinber leikför Íslandsleikhússins hófst á Ísafirði í gær með þátttöku á götulitadegi Morrans. „Við komum fyrst fram með Morr- anum á götulistadegi hans og það á vel við þar sem Morrinn er eins kon- ar guðfaðir Íslandsleikhússins,“ seg- ir Greipur. Nú leggur hópurinn svo land undir fót til næsta sveitarfélags og dvelur þar við sýningar og æfing- ar næstu fjóra daga og svo koll af kolli þar til öll sveitarfélögin sex hafa fengið Íslandsleikhúsið í heimsókn. Einnig kemur leikhópurinn til með að dvelja á Hornafirði og á Akureyri í einhvern tíma. Þann 1. ágúst lýkur svo starfi Íslandsleikhússins með sýningu í Reykjavík. „Undirtektir sveitarfélaganna voru góðar í upphafi og komust færri að en vildu þar sem við treystum okkur ekki til að hafa hópinn stærri. Hugsanlega verður hann stærri næsta sumar ef vel gengur og allir verða ánægðir með árangurinn í sumar,“ segir Greipur Gíslason verkefnisstjóri Íslandsleikhússins. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Íslandsleikhús á Ísafirði. Íslandsleikhúsið hefur starfsemi BÓKMENNTAHÁTIÐ Berlínar- borgar 2001 var opnuð í sameig- inlegu húsi norrænu sendiráðanna á föstudag. Fyrr um daginn fór fram ráðstefna í sameiginlega hús- inu um stöðu bókaforlaga í Berlín og tengsl stjórnmála, verslunar og menningar. Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands, opnaði ráð- stefnuna. Í ræðu sinni sagði hann bókmenntir lengi hafa verið „dag- legt brauð“ á Norðurlöndum. Hvergi í heiminum sé skrifað, birt og lesið jafn mikið og á Norð- urlöndum, a.m.k. ef miðað sé við höfðatölu. Snorra Edda, Kalevala og fornsögurnar innihaldi boðskap sem nái til allra. Ráðstefnuna sóttu fulltrúar þýskra bókaforlaga og bókaversl- ana og voru viðskipta- og menning- arráðherrar sambandslandsins Berlínar meðal þeirra sem fluttu erindi. Pallborðsumræðan sneri m.a. að höfundarrétti, föstu bóka- verði, bókasöfnum Berlínarborgar, bókmenntastyrkjum og einnig veltu menn því fyrir sér hvort Berlínarborg gæti aftur orðið sú miðstöð bókaútgáfu sem hún var á 3. áratugnum. Til stóð að Gerhard Schröder, kanslari Þýska sambandslýðveldis- ins, flytti ræðuna „Togstreitu stjórnmála og menningar“, en kanslarinn hafði afboðað komu sína daginn áður. Að ráðstefnunni lokinni fóru fram veisluhöld í sumarblíðu á svæðinu milli sendiráða Norður- landanna. Í ræðu sinni sagðist sænski sendiherrann, Mats Hell- ström, gleðjast yfir því hvað rithöf- undar frá Norðurlöndum væru mikið lesnir í Þýskalandi. Hann rakti frásagnahefð Norðurlanda til Íslendingasagnanna og minnti auk þess á að Þýskaland sé það land sem liggi næst Norðurlöndum, menningarlega jafnt sem land- fræðilega séð. Í ræðu sinni sagði forseti þýska sambandsþingsins, Wolfgang Thierse, sem er verndari hátíðar- innar, að spádómar um endalok bókarinnar með tilkomu tölvutækni hafi ekki ræst og að Bókamennta- hátíð Berlínarborgar væri eitt af mörgum dæmum sem staðfestu það. Hann sagðist sannfærður um að bókarformið, líkt og dagblaðið, ætti eftir að lifa góðu lífi við hlið stafrænna miðla, enda hafi tilkoma sjónvarpsins hvorki þýtt endalok útvarpsins né kvikmyndarinnar. Thierse sagði lestur skemmta, mennta og skerpa tilfinninguna fyrir umhverfinu. Hann sagðist gleðjast yfir því að opnunin færi fram á þessu glæsilega svæði og sagði samvinnu norrænu sendiráð- anna til fyrirmyndar. Sterk tengsl Tengslin milli Þýskalands og Norðurlandanna séu mun sterkari en norrænir ferðabæklingar gefi til kynna. Thierse minnti á að leikrit Ibsens og Strindbergs hafi fengið mjög góðar móttökur í þýskum leikhúsum, og að öll þýsk börn þekki ævintýri H.C. Andersens og Astrid Lindgren. Hvað fullorðins- bókmenntir varðar nefndi Thierse fyrstan Halldór Laxness og síðan Selmu Lagerlöf, Herman Bang og hinn „umdeilda“ Knut Hamsun. Hann sagði að á undanförnum ár- um hefðu höfundar á borð við Pet- er Hög og Jostein Gaarder náð miklum vinsældum í Þýskalandi og að yfirleitt væru fleiri norrænir rit- höfundar en þýskir starfsbræður þeirra á metsölulistum þýskra bókaverslana. Þannig séu t.d. þrír norrænir rithöfundar á nýjasta metsölulista vikuritsins Spiegel en ekkert þýskt skáld. Í kjölfarið hefðu þýskir rithöfundar nú tæki- færi til að læra það af starfsbræð- um sínum á Norðurlöndum hvernig maður gerist metsöluhöfundur í Þýskalandi. Thierse lauk ræðu sinni á því að opna 2. Bókamennta- hátíð Berlínarborgar. Að lokum var boðið upp á finnskan tangó og veit- ingar. Á svæðinu voru flestir þeirra fimmtán rithöfunda frá Norður- löndum sem verða með upplestur á Bebeltorgi um helgina, en þunga- miðja hátíðarinnar er að þessu sinni bókmenntir frá Norðurlönd- um. Meðal íslenskra gesta voru Jónína Michaelsdóttir, fulltrúi Bók- menntakynningarsjóðs, og rithöf- undarnir Einar Már Guðmundsson, Andri Snær Magnason og Kristín Marja Baldursdóttir. Samhliða hátíðinni á Bebeltorgi verða bókmenntauppákomur á nokkrum öðrum stöðum í Berlín og er búist við því að um 100.000 manns sæki hátíðina. Bókmenntahátíð Berlínarborgar 2001 opnuð „Spádómar um endalok bókarinnar hafa ekki ræst“ Berlín. Morgunblaðið. Kristín Marja Baldursdóttir, Einar Már Guðmundsson, Andri Snær Magnason og Jónína Michaelsdóttir, fulltrúi Bókmenntakynningarsjóðs. Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands, Wolfgang Thierse, forseti þýska sambandsþingsins, og Peter Schneider rithöfundur. Morgunblaðið/Davíð Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.