Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.07.2001, Blaðsíða 43
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2001 43 Dreifing: S. Gunnbjörnsson ehf. Sími 565 6317 Vatnsþynnanlegt vax- og hitatæki til háreyðingar. Vaxið má einnig hita í örbylgjuofni. Einnig háreyðingarkrem, „roll-on“ eða borið á með spaða frá Útsölustaðir: Snyrtivöruverslunin Nana, Rvík, Líbía, Mjódd, Hringbrautar Apótek, Rima Apótek, Grafarvogs Apótek, Lyf & heilsa, Álfabakka, Lyf & heilsa, Háteigsvegi 1, Borgarapótek, Álftamýri, Fína Mosfellsbæ, Gallerí Förðun, Keflavík, Sauðárkróks Apótek, Stykkishólms Apótek, Árnesapótek, Selfossi. Hafnarapótek, Höfn, Hornafirði, Lyfsalan Hólmavík. Háreyðingarvörur Frábærar vörur á frábæru verði Gerið verðsamanburð Ekta augnhára- og augnabrúnalitur, er samanstendur af litakremi og geli sem blandast saman, allt í einum pakka. Mjög auðveldur í notkun. Fæst í þrem- ur litum og gefur frábæran árangur. Hver pakki dugir í 20 litanir. Útsölustaðir: Apótek og snyrtivöruverslanir Dreifing: S. Gunnbjörnsson, s: 5656317 Þýskar förðunarvörur Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt helgarævintýri til Mílanó um verslunarmannahelgina, á hreint frábærum kjörum. 5 nætur í þessari þessari einstöku borg sem er miðstöð tísku og hönnunar á Ítalíu. Þú getur notið þess að skoða mörg frægustu listasöfn Ítala, sjá síðustu kvöldmáltíð Leonardos með eigin augum, Il Duomo dómkirkjuna í miðbænum, þriðju stærstu dómkirkju heims, versla í Galeria Vitorio Emanuelle, eða kanna veitingastaði og næturlífið í Corso Como. Gott 3ja stjörnu hótel í hjarta borgarinnar, Hotel Soperga, öll herbergi með sjónvarpi, síma, baði, loftkælingu. Verð kr. 36.433 M.v. hjón með barn, flug, hótel, skattar. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.995 M.v. 2 í herbergi með morgunmat, flug, skattar. Beint flug 5 nætur Aðeins 10 herbergi Verslunarmannahelgin í Mílanó 3. ágúst frá kr. 36.433  Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bók- menntafélags, verður sjötugur á morgun 2. júlí. Félagið árnar honum heilla og gefur út afmælis- rit honum til heiðurs. Því verður dreift til áskrifenda í september nk. Hið íslenska bókmenntafélag. hefst þriðjudag Hverfisgötu 78, sími 552 8980 Útsalan Opið frá kl. 8.00–19.00 Lokað mánudag Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol, 12. júlí í eina eða 2 vikur. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Verð kr. 39.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 12. júlí, vikuferð. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 49.985 Verð á mann miðað við hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar, 12. júlí, 2 vikur. Verð kr. 49.930 Verð á mann miðað við 2 í íbúð, viku, 12. júlí, vikuferð. Síðustu sætin Stökktu til Costa del Sol 12. júlí í 1 eða 2 vikur frá kr. 39.985 KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Fella- og Hólakirkja. Samræmd heildarmynd, sýning á glerlistaverk- um og skrúða kirkjunnar opin kl. 13- 18. Starf fyrir 9-10 ára drengi á mánudögum kl. 17-18. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkj- unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587- 9070. Hallgrímskirkja. Sumarkvöld við orgelið. Tónleikar kl. 20. Eyþór Ingi Jónsson leikur verk eftir H. Scheide- mann, J.S. Bach, F. Mendelssohn- Bartholdy, D. Buxtehude og C.A. Tournemire. Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðs- starf yngri deild kl. 20:30-22 í Hásöl- um. Krossinn. Almenn samkoma að Hlíðasmára 5 kl. 16:30. Allir vel- komnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Tómas Ibsen forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar á Ísafirði. Almenn samkoma kl. 20. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu syngur. Ræðumaður Erl- ing Magnússon. Allir hjartanlega velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17. Betri fætur betri líðan á góðum skóm Miðbæ Háaleitisbraut 58-60  Sími 553 2300 Ráðgjöf á fimmtud. kl. 14-18 og laugard. kl. 10-14. Skóbúðin MÉR er alveg fyrirmunað að skilja hvernig stendur á því að forsetaemb- ættið er haft á sama stað og danskir landstjórar höfðu aðsetur með dýflissu til að pynta þá sem ekki vildu hlýða dönskum lögum. Ég er ekki í nokkrum vafa að það er hægt að finna betri stað fyrir forsetabú- staðinn, t.d. er ég viss um að landeig- andi á Gljúfrasteini myndi glaður selja embættinu landskika. Þá vil ég víkja máli mínu að Reykjavíkurflugvelli. Það er erfitt að finna staðsetningu fyrir flugvöll þar sem vindar og landslag eru hentugir og Kapelluhraun er t.d. mjög óhent- ugur staður fyrir flug. En svo við víkjum aftur að staðsetningu fyrir forsetaembættið sem nú er þar sem mestu voðaverk Íslandssögunnar voru framin þá eru Bessastaðir besta hugsanlega staðsetning fyrir innan- landsflug sem um getur, bæði út frá vindum og landslagi og til að koma upp byggð í Vatnsmýrinni sem myndi styrkja gamla miðbæinn og koma í veg fyrir að Reykjavík sem höfuðborg sé einungis ræma sem liggur frá Vesturbænum upp á Kjal- arnes. Mér þykir það leitt en ég hef það á tilfinningunni að ég búi í ræmu en ekki borg JÓN GUÐMUNDSSON, Skúlagötu 42, 101 Reykjavík. Flugvöllur og forsetaembætti Frá Jóni Guðmundssyni: SEM tónlistarkennari langar mig að taka til máls, þó margir mér færari hafi talað. Hvernig væri lífið án tón- listar? Heldur dauflegt, hugsa ég. Listagyðjurn- ar heiðra okkur dag hvern, gegn um skynfæri okk- ar, með litum í myndlist, tónum í tónlist og orðum í ritlist. Hjálpi mér ef við sem lifum í þessu jarðlífi hefðum ekki kynnst þeim. Ég þykist vita að erfitt sé að stjórna þjóðum svo, að allir fái jafnt. Enda logar þjóðfélagið í verkföllum, allir vilja stærri bita af þjóðarkök- unni, þar með stéttarfélag mitt. Nú hef ég kennt tónlist í yfir 40 ár, í fyrstu var kaupið nægilegt, hægt var að lifa af því, kaupa sér skó og flíkur, gefa vinum smágjafir og börnunum að borða. Nú er ég hrædd um að endar nái ekki saman hjá þeim sem ungir eru í dag í þessu starfi. En auðvitað má segja, „jú, það er svo gaman að vera í tónlist- inni, getið þið ekki lifað á gleðinni?“ En við getum því miður ekki borgað ljós og hita, húsaleigu og mat með gleðinni einni og svona „pínulitlum“ bita af þjóðarkökunni. Tónlistarkennarar mættu hjá sáttasemjara einn fagran sumar- dagsmorgunn um daginn með ákall og tóm-leika, já, þú last rétt, ekki tónleika. Hljómsveit skipuð blásur- um, strengjum, harmonikku með stjórnanda „spilaði“, en ekkert heyrðist. Ég hugsaði „Guð minn, ég þakka þér heyrnina, að heyra í flest- um hljómsveitum.“ Tómlegt og dauflegt væri veröldin ef tónana vantaði. Ég hef oft sagt við nem- endur mína að tónlistin sé ein af dýrmætustu perlum listanna. Að spila á hljóðfæri, lærirðu galdur, þú færð styrk og þor ef illa gengur í líf- inu og lærir að hemja gleðina þegar vel gengur. Viljum við ekki að börnin okkar og barnabörn kynnist þessari lista- gyðju? Læri að aga sig við æfingar, læri að hlusta með höfði og hjarta, líkama og sál? ERLA STEFÁNSDÓTTIR, tónlistarkennari, Melhaga 1, Reykjavík. Skiptum þjóðarkök- unni af meiri sanngirni Frá Erlu Stefánsdóttur: Erla Stefánsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.