Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 B 7 Sámsey er perlan í Kattegat Fáir Íslend- ingar hafa heimsótt eyna B RESKA lággjalda- flugfélagið GO hyggst opna útibú á meginlandi Evrópu og hefur Kaupmannahöfn verið nefnd í því sambandi. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Stansted, rétt við London en fyrr á árinu var opnað nýtt útibú í Bristol. „GO mun opna eina eða jafnvel tvær miðstöðvar á meginlandinu fyrir nýjar flugleiðir í Evrópu, en það gæti orðið nánast hvar sem er í álfunni,“ segir Jón Hák- on Magnússon, talsmaður GO á Íslandi. „Gríðarlegur vöxtur hefur verið í fyr- irtækinu síðan það hóf starfsemi fyrir þremur ár- um og nú ætlar það að færa út kvíarnar. Hins vegar er ekkert hægt að segja til um hvenær ákvörðum um stað- setningu verður tekin.“ For- svarsmenn félagsins í Bret- landi eru mjög ánægðir með flugið til Íslands að sögn Jóns. „Þeir segja farþega- fjölda á flugleiðinni hafa far- ið fram úr öllum vonum þrátt fyrir samdrátt í efna- hagslífi hér á landi og að rigningar hafa verið í Bret- landi sem þýðir að Bretar hafi mikið leitað suður á bóginn í frí.“ Ferðum fjölgað til Kaupmannahafnar? Í danska ferðatímaritinu Stand By kemur fram að ferðum GO á milli Stansted og Kaupmannahafnar verði hugsanlega fjölgað eftir að SAS ákvað að hætta flugi á þeirri leið frá og með októ- ber 2001. Þar segir að yf- irmenn GO fagni þeirri ákvörðun SAS, enda hefur sú flugleið skilað þriðja mesta hagnaði til GO af öll- um leiðum. Þá er haft eftir talsmanni SAS að m.a. hafi verið hætt við vegna þess hve fáir far- þegar á þessari leið flugu á viðskiptafarrými. Eru mjög ánægðir með flugið til Ísland telja farþegafjölda hafa í huga samdrátt í efnahagslífi hér miklar rigningar í Bret- landi fara meira suður á bóginn. Forsvarsmenn GO ánægðir með flugleiðina til Íslands Morgunblaðið/Hrönn Marinósdóttir Ætlunin að opna útibú á meginlandi Evrópu Go leitar nú að miðstöð fyrir nýjar flugleiðir félagsins í Evrópu en gríðarlegur vöxtur hefur verið í fyrirtækinu.  ÞEIR sem ráðgera ferðalag á hraðbrautum Evr- ópu ættu að búa sig undir sóðaleg vegasalerni, seg- ir í netútgáfu Politiken en þar er vitnað í könnun sem evrópskir bílaklúbbar gerðu á 95 áning- arstöðum við hraðbrautir víðsvegar í Evrópu. Ekk- ert salerni fékk einkunnina mjög gott en mörg fengu falleinkunn. Verstar voru aðstæðurnar í Eng- landi þar sem 9 af 10 salernum fengu falleinkunn en best þótti ástandið í Austurríki. Aðstandendur könnunarinnar töldu 45% klósettseta beinlínis hættuleg heilsunni og sömuleiðis dyrahúna á sal- ernum. Þá benda þeir fólki á að forðast að húð barna snerti skiptiborð sem eru á slíkum áning- arstöðum, en hafa pappírsáklæði með til að leggja undir barnið. Þá er fólki ráðið frá því að nota tau- handklæði sem kunna að vera á staðnum nema greinilegt sé að þau séu hrein og ónotuð og dregin út úr handklæðarúllu. Sóðaleg salerni við hraðbrautir  FRAMFÆRSLUKOSTNAÐUR í Ósló er með því hæsta sem gerist í heiminum. Í könnun unninni af Economist Intelligence Unit þar sem skoðaður var framfærslukostn- aður í öllum helstu borgum heims kemur fram að Osló er þar í sjötta sæti, og í efsta sæti yfir dýrustu borgir Evrópu. Reykjavík er ekki á lista þar sem einungis er miðað við stórar borgir. Þær borgir þar sem framfærsla er dýrari en í Osló eru Tókýó, Kobe og Osaka í Japan, Hong Kong og Libreville í Gabon í Vestur-Afríku. Athygli vekur að New York og London komu betur út úr könn- uninni en Osló. Ferðamenn sem kjósa að lifa ódýrt geta heim- sótt Teheran í Íran, þar sem framfærslukostnaður er lægstur. Einnig er hægt að lifa ódýrt í Nýju-Delhí á Indlandi eða Manila á Filippseyjum, sem einnig voru neðarlega á listanum. Ósló dýrasta borgin í Evrópu  SKORTUR er nú á ferðamönnum í London en þeir hafa ekki verið færri þar síðan í Persaflóa- stríðinu í byrjun síð- asta áratugar, segir í norræna ferða- tímaritinu Stand By. Níu af hverjum tíu hótelum borgarinnar hafa orðið fyrir áhrifum kreppunnar, samkvæmt upplýsingum breska ferðamálaráðsins. Menningarlífið ber þess einnig merki, t.d. var fyr- irhuguðum sýningum á söngleik Andrews Lloyd Webber, The Beautiful Game, aflýst. Ráðið telur að hin mikla umræða um gin- og klaufaveiki ásamt háu gengi breska pundsins hafi orðið til þess að ferða- fólk kýs frekar að ferðast til annarra landa. Talið er að mörg ár muni taka að byggja ferðamannaiðn- aðinn upp á nýjan leik. Of fáir ferðamenn í London  FERÐAMENN leita í vaxandi mæli eftir gistiplássi og veit- ingahúsum þar sem reykingar eru bann- aðar. Nú hefur verið tekin í notkun á Net- inu síða sem ætlað er að auðvelda leitina að reyklausu rými. Slóðin er www.nonsmokingzone.co.uk. Hægt er að leita að reyklausri gistingu og veitingahúsum í Stóra- Bretlandi og væntanlegur er listi yfir svipaða staði víðsvegar um Evrópu. Á síðunni er eins og er hægt að leita að reyk- lausri gistingu í Bretlandi á einstökum svæðum með því að smella á kort. Slíkt kerfi er væntanlegt á síðunni fyrir veitingahús í Bretlandi og gistingu og veitingahús í Evrópu. Reyklaust á Netinu BÚIST er við allt að 20.000 áhorfendum á stærstu útileiksýningu Noregs sem haldin verður við Stiklastaði við Þrándheimsfjörð 25.– 29. júlí næstkom- andi. Sýningin byggist á Heims- kringlu Snorra Sturlusonar og seg- ir sögu Ólafs helga Haraldssonar Nor- egskonungs, sem lést í sögufrægri orrustu við Stikla- staði árið 1030. Haldnar verða fjór- ar sýningar og kom- ast 5.000 áhorfend- ur á hverja sýningu, að sögn Ingegerd Eggen, markaðsstjóra menningarmiðstöðvar Stikla- staða. „Miðstöðin er tileinkuð víkingum og nor- rænni menningu, t.d. er þar miðaldamarkaður og víkingasafn, en leiksýningin er stærsti við- burður sumarsins.“ Leita að íslensku listafólki fyrir næsta sumar Ísland og íslensk menning verður megin- þema menningarmiðstöðvarinnar næsta sum- ar og kom Ingegerd hingað til lands í apríl í leit að íslensku lista- og fræðafólki sem komið gæti fram á vegum miðstöðvarinnar. „Við erum meðal annars að leita að tónlistarfólki, leikur- um, dönsurum og fræðimönnum sem gætu haldið fyrirlestra. Við höfum mikinn áhuga á að heyra frá Íslendingum sem vilja vera með og erum opin fyrir ýmsum hugmyndum.“ Stærsta útileiksýning Noregs Saga Ólafs helga og orrustan við Stiklastaði NÝJASTAkringlaþeirra Barce- lónabúa skaut upp kollinum síðasta sumar og er í dag stærsta útiverslun- armiðstöðin í Kata- lóníu. Þessi kringla slær tvímælalaust aðrar verslunarmið- stöðvar borgarinnar út hvað varðar ferskt loft og þægi- lega stemmningu og hún er fjölskylduvæn. Þeir sem vilja fá í einum pakka þægilega verslun- arferð, þar sem ægir sam- an vinsælum verslunar- keðjum og merkjum og skemmtilegri kaffi- og veitingahúsastemmn- ingu, ættu ekki að láta fram hjá sér fara að kíkja við í La Maquinista, rétt fyrir utan miðbæ Barce- lóna. Alls eru þarna um 230 verslanir, þar sem ægir saman verslunarkeðjum eins og Zöru, Mangó, Blanco, Morgan og H&M auk fjölda spænskra og erlendra merkja, hönnun- arbúðum, plötubúðum, bíósölum, leikfimisal, hárgreiðslustofum, svo lengi mætti telja. Þá eru þarna ótal ilmandi kaffi- og veitinga- hús, sem bjóða upp á ósvikið spænskt kaffi og tapas eða spænska smárétti. Punkturinn yfir i-ið, a.m.k. fyrir barnafólk, er svo efsta hæðin þar sem búið er að koma fyrir litlu leikfangalandi með járn- brautalest, húsum og fleira skemmtilegu fyrir yngstu kynslóðina, svo hún geti rasað út á milli innkaupa. Allt undir berum Spán- arhimni, þar sem sólin skín að meðaltali um 300 daga á ári. Kíkt í búðir rétt fyrir utan miðbæ Barcelona Morgunblaðið/Margrét Hlöðversdóttir  La Maquinista Passeo de Potosí 2, 08030 Barcelona Sími: 00 34 902 24 88 42 Opnunartími: Verslanir: mán.- laug. 10-22. Leiksvæði fyrir börn: mán.-fös. 17-22 & allan daginn um helgar. Kaffi-, veit- ingahús og bíó: fös.-laug. frá 10-4 & fim.-sun. frá 10-1:30. Hvernig á að komast þangað: Í bíl: Keyra eftir Rondu del Dalt, A17 hraðbrautinni í átt til Girona og fara út á salida 1. Í Metro: Rauða línan, L1, að stöðinni Sant Andreu y Torras y Bages. Í lest: RENFE til Sant Andreu Comtal. Í La Maquinista eru um 230 verslanir af ýmsum tegundum. Verslunarmiðstöð undir berum himni M O N S O O N M A K E U P lifandi litir Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975.- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Allt nema bensín og afgr.gjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. GSM- símakort með dönsku símanúmeri. Á heimasíðu má velja sumarhús og orlofsíbúðir, panta bílaleigubíl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. Sími 456 3745 Netfang fylkirag@snerpa.is . Heimasíða www.fylkir.is . NÁTTÚRAN KALLAR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.