Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.2001, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2001 B 13 bílar ® VW PASSAT W8 kemur á markað í Þýskalandi í september nk. og þar með býður fyrirtækið í fyrsta sinn bíl sem flokkast sem stór lúxusbíll (upper luxury). Bíllinn er með átta strokka vél sem skilar 275 hestöfl- um og verður með sítengdu aldrifi. Sala á honum hefst síðar á öðrum mörkuðum, þar með töldum Banda- ríkjamarkaði. Á næsta ári koma þrír aðrir stórir lúxusbílar á markað frá VW, þ.e. D1 lúxusbíllinn, stór jeppi og sérstæður sportbíll með tólf strokka miðjuvél. D1 verður frumkynntur á bíla- sýningunni í Genf næsta vor. Hann verður að líkindum með V10 dísilvél og W12 bensínvélinni, sem nú er boðin í Audi A8. Talið er að D1 muni kosta frá 75 þúsund evrum, um 6,6 milljónum ÍSK. Jeppinn, sem til stóð að héti Colo- rado, kemur á markað næsta vor, með annaðhvort W8 eða V10 dís- ilvél. VW hefur nú fallið frá því að kalla jeppann Colorado. Þess er vænst að VW sýni frum- gerð W12 sportbílsins á bílasýning- unni í Tókýó í október nk. Á næsta ári má síðan búast við því að menn geti rekist á framleiðslugerð bílsins á sýningum. Ekki er búist við að fleiri en 50-150 bílar verði fram- leiddir á hverju ári. Passat W8 verður framleiddur í verksmiðjum VW í Emden og Mos- el, þar sem aðrar gerðir Passat eru nú framleiddar, en hinir þrír lúx- usbílarnir í svokallaðri „glerverk- smiðju“ VW í Dresden. Þar fer sam- setning bílanna fram fyrir opnum tjöldum og geta kaupendur bílanna fylgst með vinnu við bíla sína í gegnum skilrúm úr gleri. Passat W8 mun kosta allt að 40.700 evrum, 3,6 milljónum ÍSK. VW bindur vonir við að bíllinn verði vinsæll meðal kaupenda stórra lúx- usbíla. Á síðasta ári seldust 500 þús- und Passat-bílar í heiminum, þar af 70 þúsund V6 bílar. Helmingur V6 bílanna seldist í Bandaríkjunum. Síðastliðin fimm ár hefur Passat verið mest seldi bíllinn í flokki stórra meðalstærðarbíla. Audi, sem tilheyrir VW-samsteypunni, hefur notið velgengni í sölu bíla í flokki stórra lúxusbíla og stjórnendur VW telja að nú sé kominn tími til að bílar með VW-merkið blandi sér í slaginn. VW hefur sett sér hógvær mark- mið með Passat W8. Ráðgert er að það seljist 8 þúsund bílar á næsta ári og 10 þúsund á ári eftir það. Helmingur sölunnar er ráðgerður í Bandaríkjunum, 33% hennar í Þýskalandi og afgangurinn annars staðar í Evrópu. Bíllinn verður boð- inn jafnt í stallbaks- og langbaks- gerð og gerir VW ráð fyrir að 90% sölunnar í Bandaríkjunum verði stallbakar en í Þýskalandi verði 70% sölunnar langbakar. VW inn á lúxusbílamarkaðinn 50-150 W12 sportbílar verða framleiddir á ári.D1 keppir við Mercedes Benz, BMW og Audi. VW Passat W8 er væntanlegur í haust. Fyrsti jeppi VW kemur á markað á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.