Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 23 ÞESSI mynd er bönnuð innan þrettán ára í Bandaríkjunum fyrir grófan kynferðislegan húmor, en ekki hér á landi og það skil ég ekki. Hér virðist stemmning vera fyrir því að þetta sé einhver barnagrínmynd, í anda Adam Sandler myndanna (líkast til þar sem hann er víst einn framleið- endanna), en ég er aldeilis ósammála því. Öll hugsunin á bak við myndina er vissulega barnaleg, en þá frekar í anda unglingsstráka á hormóna- trippi. Þannig er að hinn misheppnaði lög- reglunemi Marvin lendir í hinu aga- legasta bílslysi (sem er reyndar býsna fyndið). Einhvers konar Dr. Fran- kenstein tjaslar gæjanum saman en þarf við það að notast við ýmis innyfli úr dýrum, og við það fær Marvin greyið loðinn rass, styrkleika og eig- inleika dýranna, og síðast en ekki síst dýrslegar hvatir þeirra, sem augljós- lega eiga eftir að gera líf hans ansi skrautlegt. Níu ára félagi minn var að lýsa því yfir að hann langaði að sjá þessa kvik- mynd: „Hann kann að herma eftir alls konar dýrum og svona“, og já það er satt að hann rekur upp hin fjölbreytt- ustu dýraöskur, en við hvaða aðstæð- ur? Í flestum tilvikum þegar hann getur ekki hamið hina dýrslegu kyn- hvöt sína til dýra jafnt sem manna, þá kvenna. Og flestallir brandararnir í myndinni ganga út á að það er verið að ýja að kynferðislegum athöfnum manns (sem er með dýrainnyfli sem enginn sér) og ýmissa dýra. Hvað er í gangi? Ég myndi alla vegana ekki vilja fara með börn yngri en þrettán ára á þessa kvikmynd. Að öðru leyti er myndin bara gamla klisjan með sætu og góðu stelpuna og góða karlinn sem fær ekki frið fyrir vonda karlinum og allur sá gamli pakki, sem reyndar getur reynst ágætlega á stundum. En þessi mynd er einfaldlega ferlega ömurleg lág- kúra. Í múgæsingaratriði einu úti í skógi er léttilega verið að ýja að því hvort Marvin eða hinir sem vilja elta hann uppi séu dýrið. Hvað þarf maður að gera til að vera dýr? En myndin fær ekki stjörnuna fyrir þá stórmerkilegu heimspekilegu pælingu heldur fyrir að stöku sinnum var hægt að reka upp hlátur með góðri samvisku. Ósköp ömurleg lágkúra KVIKMYNDIR R e g n b o g i n n , L a u g - a r á s b í ó o g S t j ö r n u b í ó Leikstjóri: Luke Greenfiled. Handrit: Tom Brady. Aðalhlutverk: Rob Schneider, Colleen Haskell, John C. McGinley, Edward Asner og Michael Caton. 83. mín. Revolution Studios 2001. THE ANIMAL  Hildur Loftsdótt ir SJÓNRÆNAR heimildir úr fortíð eiga Íslendingar ekki of margar, allt- of margt að fullu glatað og mikill fengur að öllu sem rekur á fjörurnar. Landsmenn höfðu og hafa upp til hópa takmarkaða tilfinningu fyrir varðveislugildi hluta, frekar talið til sérvisku og undarlegheita hjá fólki að hafa náttúru í þá áttina. Síðari hluti tuttugustu aldar líkast til stór- virkastur í sögunni um niðurrif eldri minja og þjóðlegra gilda, afleitt til frásagnar um þá hlið mestu framfara og efnahagslegu velmegunar frá upphafi byggðar. Enn berast fréttir af óskiljanlegum illvirkjum, jafnt gagnvart fortíðinni sem landinu sjálfu, um leið er þjóðsagan um moldarkofana orðin að skjalfestu hugtaki um híbýlakost fortíðar. Er þó hálfur sannleikur, því víða var vel húsað í ljósi tímanna, þar fyrir utan er grjót og torf merkilegt bygging- arefni en eins og gengur kunnu menn misvel til verka og framfara- sinnaðir eldhugar fáir. Það var helst að Íslandsleiðangrar erlendra manna skiluðu einhverjum heimildum til eftirkomendanna og þær eru oftar en ekki mjög á skjön við skriflegar heimildir og munn- mælasögur. Víst var víða þröngt bú- ið en svo gerist enn í dag í heimi hér, sér jafnvel stað í stórborgum ríku þjóðanna ef vel er gáð, en engum óljúgfróðum kemur til hugar að hafa það sem viðmið um þær. Þessi riss og vatnslitamyndir voru þó helst ófegraðar skýrslur um landið og landsmenn enda gerðar í vísindaleg- um tilgangi og jafn mikilvægur þátt- ur allra rannsóknaleiðangra og ljós- myndavélin varð seinna. Þetta og margt fleira leitar á hug- ann við skoðun stórmerkrar sýning- ar á skotskífum úr fórum Det Kongelige Kjøbenhavnske Skyde- selskab og Danske Broderskab, í Sverrissal Hafnarborgar. Spanna tímabilið frá 1787-1928 og eru að vissu marki sjónræn sagnfræði um eitt og annað af lífsvettvanginum á þessu einangraða útskeri sem landið var. Hins vegar er þátttaka Íslend- inga í félagsskapnum af mun eldri toga, mátti lengstum telja þá á fingr- um annarrar handar, voru helst fyr- irmenn svo sem Brynjólfur Sveinson biskup, sem gekk í félagið 1638, svo og stöndugir kaupmenn. Í vel hann- aðri og skilvirkri sýningarskrá er þetta annars allt tíundað af Ingu Láru Baldvinsdóttur og skal ekki endurtekið hér, drjúgur fengur að myndunum á skífunum og í nokkrum tilfellum líkast til um einstakar heimildir að ræða. Yfirleitt er um mjög vandað hand- verk með listrænu yfirbragði að ræða og það eitt segir drjúga sögu, því að í sumum tilvikum gefa þær ekkert eftir seinni tíma málverkum og að öllu samanlögðu eru skotskíf- urnar gilt sjónrænt innlegg í ís- lenzka menningarsögu. Sýningin er samvinnuverkefni Þjóðminjasafns- ins og Hafnarborgar og styrkt af Seðlabankanum. Bragi Ásgeirsson SKOTSKÍFUR MYNDLIST H a f n a r b o r g / S v e r r i s s a l u r Úr fórum Det kongelige Kjøben- havnske Skydeselskaber og Danske Broderskab. Opið alla daga frá 11- 17. Lokað þriðjudaga. Til 6 ágúst. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. SKOTSKÍFUR Skagaströnd, 1830. Eina skotskífan á sýningunni með mynd af versl- unarstað þar sem danski fáninn er fjarri enda kaupmaðurinn sem hún var gerð fyrir, Gísli Símonarson, íslenzkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.