Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.07.2001, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚLÍ 2001 43 DAGBÓK Brúðargjafir Söfnunarstell Gjafakort Áletranir á glös Bæja r l ind 1 -3 , s ím i 544 40 44 Snertilinsur - fyrir hlaupara - 6 linsur í pakka, prófun, meðferðarkennsla, vökvi og box. frá 7.500.- kr. sólgleraugu fylgja með! sími 551 1945 Tilboð Barnamyndatökur verð frá kr. 5.000 Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020. Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 173.800 nú kr. 121.700 Queen áður kr. 127.200 nú kr. 89.00020-30%af öllum rúmum Sumartilboð Kringlunni, sími 553 2888 Útsalan í fullum gangi Nýjar vörur LJÓÐABROT LAUSAVÍSUR Þat mælti mín móðir, at mér skyldi kaupa fley ok fagrar árar, fara á brott með víkingum, standa upp í stafni, stýra dýrum knerri, halda svá til hafnar, höggva mann ok annan. Ristum rún á horni, rjóðum spjöll í dreyra, þau vel ek orð til eyrna óðs dýrs viðar róta; drekkum veig sem viljum vel glýjaðra þýja; vitum, hvé oss of eiri öl, þat’s Bárøðr signdi. Ölvar mik, því at Ölvi öl gervir nú fölvan, atgeira læt ek ýrar ýring of grön skýra; öllungis kannt illa, oddskýs, fyr þér nýsa, rigna getr at regni, regnbjóðr, Háars þegna. Egill Skallagrímsson. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24. júlí, verður sjötug Björg Ragn- heiður Árnadóttir, Digra- nesvegi 20, Kópavogi. Eig- inmaður hennar er Ármann Jakob Lárusson. Afmælis- barnið fagnar tímamótum í faðmi fjölskyldu og vina í Félagsheimili Kópavogs kl. 20 í kvöld. 70 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24. júlí, verður sjötugur Friðgeir Bjarnar Valdemarsson bif- reiðastjóri, Hamragerði 11, Akureyri. Hann og eigin- kona hans, Gyða H. Þor- steinsdóttir, taka á móti gestum í húsnæði Fiðlarans, 4. hæð, kl. 17–21 á afmæl- isdaginn. EINN af efnilegustu spil- urum Bandaríkjamanna af yngri kynslóðinni heitir Joel Woolbridge, og þykir bæði frumlegur og áræð- inn. Þeir eiginleikar Joels koma vel fram í spili dags- ins, en hann er í austur í vörn gegn fjórum spöðum: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KG82 ♥ 92 ♦ DG1075 ♣ 94 Vestur Austur ♠ -- ♠ ÁD65 ♥ DG85 ♥ 1076 ♦ K96432 ♦ 8 ♣1032 ♣ÁDG75 Suður ♠ 109743 ♥ ÁK43 ♦ Á ♣K86 Vestur Norður Austur Suður -- -- 1 lauf 1 spaði Dobl 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Spilið kom upp í sveita- keppni og var sami samn- ingur spilaður á báðum borðum. Útspilið var líka það sama – lauftvistur. Andstæðingur Joels á hinu borðinu tók á laufás og skipti yfir í tígul. Sem er eðlileg vörn, en bitlaus, því sagnhafi gat nú trompað lauf og tvö hjörtu í borði. Austur fékk aðeins tvo slagi í viðbót á ÁD í trompi. Joel sá þessa hættu fyrir og mætti henni með því að skipta yfir í spaðaás og smáan spaða! Þar með gat sagnhafi ekki trompað nema tvo tapslagi í borði og varð að gefa austri hjartaslag í lokin. Einn niður. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. Rússar eiga gnótt af stór- meisturum sem lítt eru þekktir nema af þeim sem mæta þeim á skákmótum. Einn þeirra er Konstantin Sakaev (2637). Hann er þó þekktari en margur annar enda hefur hann starfað með Vladimir Kramnik um ára- bil, t.d. verið aðstoðarmaður hans í nokkrum einvígum. Á EM í Ohrid í Makedóníu var hann einn þeirra sem tryggðu sér rétt til þátttöku á næsta heimsmeist- aramóti FIDE. Í stöðunni hafði hann hvítt gegn rúmenska kollega sínum Vladislav Nevednichy (2563). 50.Bf8! Rb6 Biskup hvíts var friðhelgur: 50...Hxd3 51.Bg7+ Kg8 52.Hf8#. Í framhaldinu fellur h-peð svarts og er þá stutt í endalok- in. 51.Bg7+ Kg8 52.Bf5 Kf7 53.Bxh7+ Ke7 54.Bg6 Rd5 55.h7 Rf4 56.Hxf4! og svart- ur gafst upp enda verður hann manni undir eftir 56...exf4 57.h8=D Hxh8 58.Bxh8. Hvítur á leik. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake LJÓN Afmælisbarn dagsins: Þú hefur mikil áhrif á fólk með skoðunum þínum og nýtur þín vel í hjálparstarfi við aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki gylliboð ókunn- ugra villa þér sýn. Lestu vel smáa letrið og leitaðu þér sér- fræðingsaðstoðar með vanda- söm úrlausnarefni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er rangt að kætast yfir óförum annarra og aldrei að vita nema að þú verðir sjálfur skotspónninn áður en þú veist af. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sumir eru tilbúnir til þess að fallast á skoðanir þínar umyrðalaust en fyrir fylgi annarra þarftu meira að hafa. Það eru þeir síðarnefndu sem gefa lífinu gildi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það getur reynst erfitt að greina á milli þess sem má og hins sem ekki gengur. Reyndu að gera upp hug þinn áður en lengra er haldið. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Verður er verkamaður launa sinna og þú átt það svo sann- arlega skilið að gera þér glað- an dag. Leyfðu einhverjum að njóta þess með þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Ef ekki þá láttu vera að angra sjálfan þig með þessu. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitthvað það kann að gerast sem kemur þér verulega á óvart. Reyndu að vera viðbú- inn eins og kostur er svo að þú getir dregið úr afleiðing- unum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er ósköp notalegt að finna athygli annarra beinast að sér. Gættu þess samt að misnota ekki aðstöðu þína sem mundi valda öðrum sárs- auka. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Náinn vinur reynist kaldrifj- aðri en þú hefur nokkurn tím- ann getað gert þér í hugar- lund. Láttu vináttuna ekki villa þér sýn í þetta sinn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Stundum getur manni virst framþróunin ákaflega hæg- fara en til allrar hamingju þarf ekki alltaf miklar breyt- ingar til að sjá verulegan mun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú gerir meiri kröfur til þín en skynsamlegt getur talist. Allir þurfa einhvern tímann á hvíld að halda. Að öðrum kosti er heilsan í veði. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það getur valdið andvaraleysi að allir hlutir gangi refjalaust fyrir sig. Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á útsjón- arsemi þína. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 50 ÁRA afmæli. Í dag,þriðjudaginn 24. júlí, verður fimmtugur Bragi Vignir Jónsson, verkstjóri hjá Ístak, Litlabæjarvör 5, Bessastaðahreppi. Eigin- kona hans er Rut Helga- dóttir ritstjóri. Hann er að heiman í dag. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, miðviku- daginn 25. júlí, verður sjö- tug Gréta L. Kristjánsdóttir húsfreyja, Einimel 9, Reykjavík. Hún og eigin- maður hennar, Sverrir Her- mannsson, taka á móti vin- um og vandamönnum í sumarbústaðnum Grund í Skutulsfirði kl. 16–19 á morgun, afmælisdaginn. Ef svo er eins og þú segir, Birgir, að Guð skapaði konuna án kímnigáfu þá er það til að við getum elsk- að ykkur mennina en ekki bara hlegið að ykkur. Með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.