Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.08.2001, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 2001 27 lir á því. neytenda Evrópu hagvexti vo dæmi i við af- ráformin ætum við þar sem ðast út,“ sérstaka altsríkin g Lithá- ESB og Rússum ef mark rra varð- ggja að SB taki nkenni fyrrver- Evrópu- nni á sig ti líktist að verða ki í raun í róun yrði en Danir kosið að ðu Þjóð- ir hefðu ka seðla- estu um pu. Með EMU hefðu þeir samþykkt að deila þessu valdi með öllum hinum aðild- arríkjunum. Að þessu hefði af hálfu Þýzkalands staðið kynslóð þýzkra stjórnmálamanna sem hafa upplifað hrylling síðari heimsstyrjaldar – svo sem Helmut Kohl og Hans-Dietrich Genscher – sem hefðu verið sann- færðir um að „evrópskt Þýzkaland“ væri bæði Evrópu og Þýzkalandi fyrir beztu og bezta leiðin til þess að eyða ótta við „þýzka Evrópu“. Hlutdeild í þessu valdi fengist þó aðeins með fullri þátttöku í öllum þáttum samstarfsins. Að mati Elle- mann-Jensens fóru danskir kjós- endur því heimskulega að ráði sínu þegar þeir höfnuðu í þjóðarat- kvæðagreiðslu sl. haust aðild Dan- merkur að EMU. Sama gildir að hans mati um hinar undanþágurnar frá vissum þáttum ESB-samstarfs- ins, sem Danir sömdu um eftir að þeir höfnuðu Maastricht-sátt- málanum árið 1992; þær skaða að- eins áhrifamöguleika Danmerkur og takmarka þar með fullveldi henn- ar í stað þess að vernda það. Íslandi yrði vel tekið í ESB Í svörum við fyrirspurnum að loknu erindi sínu vék Ellemann- Jensen að því hvernig hugsanlegri ESB-aðildarumsókn Íslands yrði tekið innan sambandsins. Tækni- lega væri að hans mati hægt að af- greiða aðildarsamning við Ísland á mjög skömmum tíma þar sem Ís- land hefur með EES-aðildinni þeg- ar lögtekið stóran hluta sameigin- legrar löggjafar ESB (sk. acquis communautaire). Eina málið sem gæti orðið snúið sneri að sjávarút- vegsmálunum en á því yrði hvort sem er að finna pólitíska lausn og hvernig hún myndi líta út gæti hann engu spáð um. Hann taldi þó víst að Íslendingum yrði vel tekið í ESB. „Íslendingar eru mjög vel menntuð þjóð sem á mjög góða embættismenn, vana al- þjóðlegu samstarfi. Þeir munu tví- mælalaust geta lagt ESB sitthvað jákvætt til,“ sagði hann. Sem Dani teldi hann heldur ekki verra að sjá hina norrænu vídd sambandsins styrkjast en hann hefur reyndar verið talsmaður ESB-aðildar allra Norðurlandanna allt frá því að EES-samningaviðræðurnar stóðu yfir fyrir áratug. Íslendingar yrðu þó að sjálfsögðu sjálfir að gera upp við sig í hve nán- um tengslum við hin löndin í Evrópu þeir kærðu sig um að vera. Lykil- spurningin væri hvort menn gerðu sér að góðu þá áhrifamöguleika sem þeir hefðu. Harmar harðan tón í sam- skiptum við Færeyinga Þá sagði hann aðspurður að hann harmaði hve harður tónn hefur ver- ið í samskiptum danskra og fær- eyskra ráðamanna síðustu misserin. Sagðist hann binda vonir við að stjórnarskipti yrðu í Danmörku eft- ir næstu þingkosningar, sem vænt- anlega verða á komandi vori, og þá yrði hægt að laga það sem úrskeiðis hefur farið í þessum samskiptum. Sagðist utanríkisráðherrann fyrr- verandi skilja að Færeyingar ósk- uðu breytinga á núverandi heima- stjórnarfyrirkomulagi og vildu taka að meira leyti stjórn eigin mála í sín- ar hendur. Hann vonaði þó innilega að Færeyingar kysu eftir sem áður að viðhalda tengslunum við Dan- mörku. Að lokum sagðist Ellemann-Jen- sen aðspurður vera stoltur af að hafa á sínum yngri ár- um (1962–1964) verið starfsmaður leyni- þjónustu danska hers- ins og sem slíkur safn- að upplýsingum um þróun mála austantjalds. Þessi hluti starfsferils hans hefði aldrei verið neitt leyndarmál, þótt danskir fjöl- miðlar hefðu tekið upp á því fyrir skömmu að slá þessu upp. pu hafa af ESB utan- ær k- n n þar ærri æð. /Þorkell sínu. auar@mbl.is Talsmaður ESB- ðildar allra Norð- urlandanna Á ÞESSU ári eru liðin 50ár síðan þéttbýli tók aðmyndast í Þorlákshöfnog verður þeim tíma- mótum fagnað með hátíðahöldum í bænum í dag og fram á laugardag. Hátíðahöldin sem haldin eru undir nafninu „Hafnardagar“ eru há- punktur viðbúnaðar sem bæj- arstjórn Ölfuss tók ákvörðun um að standa fyrir vegna afmælisárs- ins. Hátíðahöld allt árið Sigurður Bjarnason, formaður afmælisnefndar, segir að ákveðið hafi verið að dreifa hátíðahöldum á allt árið. „Afmælisnefndin hefur komið að mörgum atburðum á árinu og kannski bætt aðeins í, þótt hún hafi ekki endilega haldið þá. Afmælisárið var formlega sett á þrettándanum með blysför og fagnaði. Síðan hefur nefndin kom- ið að ýmsu og má þar nefna hand- verkssýningu, gospeltónleika og tónlistardag í maí, þorrablót, hestadag, íþróttaviku og fleiri at- burði sem hún hefur styrkt. Það var svo ákveðið að hafa þessa helgi hápunkt hátíðahaldanna,“ sagði hann og bætti við að von væri á fleiri smærri atburðum í til- efni af afmælinu. „Meðal annars verður afmælisgolfmót núna 25. ágúst, en það er fyrsta opna mótið hér á nýjum golfvelli og svo er áætlað frekara tónleikahald í haust,“ sagði Sigurður. Lengi verstöð í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er þéttbýliskjarn- inn í sveitarfélaginu Ölfusi, en það er víðfeðmt og nær frá Selvogi í vestri að Sogsbrú í austri ásamt Hellisheiði og hluta Sandskeiðs. Undirstaða byggðar í Þorláks- höfn, á svartri sandauðn fyrir opnu hafi, er sögð vera gott hafn- arlægi frá náttúrunnar hendi og nálægðin við fengsæl fiskimið enda hafði þar verið þekkt verstöð öldum saman. Þéttbýli fór samt ekki að myndast fyrr en um 1950, en árið 1934 hafði Kaupfélag Ár- nesinga eignast jörðina Þorláks- höfn og beitti Egill Gr. Thor- arensen, þáverandi kaupfélagsstjóri, sér fyrir bygg- ingu hafnar og að komið yrði á fót útgerð og fiskvinnslu. Hluta- félagið Meitillinn hf. var stofnað árið 1949 og var Egill fyrsti stjórn- arformaður þess, en fyrir þátt sinn í uppbyggingu bæjarins er hann oft nefndur faðir Þorlákshafnar. Fólk sótti að því mikla vinnu var að fá og með mikilli elju mátti koma sér vel fyrir á skömmum tíma. Hefur það verið þrekvirki af hálfu fyrstu íbúanna að byggja bæinn upp enda enga opinbera þjónustu að hafa og umhverfis nánast ekki annað en sandauðn. Götur nefndar eftir bókstöfum Hjörleifur Brynjólfsson, oddviti bæjarstjórnar Ölfuss, er borinn og barnfæddur í Þorlákshöfn en for- eldrar hans fluttu til bæjarins árið 1954. Minningar hans ná til þess tíma þegar þorpið er 10 ára gam- alt. „Í þá daga báru götur nöfn bókstafa sem þeim höfðu verið gefin í skipulagsvinnu. Þegar ég fer að muna eftir mér var strjál byggð við A-, B-, C-, G- og H-götur sem í dag heita Egilsbraut, Odda- braut, Reykjabraut, Skálholts- braut og Hjallabraut,“ sagði hann og bætti við að fjölskyldan hefði byggt sér hús á B-götu 1 þar sem hann ólst upp með systkinum sín- um. „Það hefur ekki verið fyrr en um miðjan áttunda áratuginn sem götumerkingunum var breytt, maður var að minnsta kosti orðinn vel stálpaður,“ sagði hann. Hjör- leifur hefur alla tíð verið búsettur í Þorlákshöfn og ber bænum vel söguna. „Það er mjög gott að búa hér og stutt í alla þá þjónustu sem við höfum ekki á staðnum,“ sagði Hjörleifur og bætti við að frekari uppbygging bæjarins væri á döf- inni. „Við höfum verið að skipu- leggja nýtt hverfi og erum að und- irbúa úthlutun lóða í það. Hverfið verður hér fyrir sunnan byggðina í góðri nálægð við skóla og íþróttahús, en þetta verður stórt hverfi. Við létum skipuleggja það með 220 íbúðum, en getum skipt uppbyggingunni í áfanga og stýrt henni þannig,“ sagði Hjörleifur og áréttaði að bjart væri yfir framtíð Þorlákshafnar. Fengsæl fiskimið skammt undan Benedikt Thorarensen er sonur Egils Gr. Thorarensen, fyrrver- andi kaupfélagsstjóra, og er einn þeirra fjórtán sem skráðir voru með búsetu í Þorlákshöfn árið 1951. „Það má segja að fyrstu tíu árin, frá 1950 til 1959, hafi allt fólk hér tengst fiskvinnslunni og út- gerð Meitilsins hf. Þetta má kalla að sé óvenjuleg stofnun þéttbýlis, en þó voru auðvitað líka byggðir upp síldarbæir á svipaðan hátt. Að vísu var ákaflega mismunandi hvort síldarvinnslan leiddi til byggðar eða ekki. Allt byggist þetta á því að hér eru fengsæl fiskimið nálæg og á tiltölulega ódýran hátt hægt að nálgast hrá- efnið,“ sagði hann. Benedikt segir ekki marga eftir í Þorlákshöfn af þeim fjórtán sem taldir eru upphaf þéttbýlisins. „Þó er hér kjarni af mönnum, bæði skipstjórum og sjó- mönnum, sem voru hér í upphafi og eins konum sem unnu í mötu- neytinu og í fiski. Reyndar var meðalaldurinn ótrúlega lágur hér fram eftir öllu. Frumbýlingarnir hér voru að langmestu leyti korn- ungt fólk, ýmist nýbúið að stofna til búskapar eða gerði það hér á fyrstu árum,“ sagði hann. Skilyrði til byggðar segir Benedikt að hafi verið erfið fyrstu árin. „Þetta var byggð í svörtum sandi og meira að segja var vandkvæðum bundið að ferðast út af sandfoki. Það mynd- uðust sandskaflar sem voru að mörgu leyti verri en snjóskaflar því bílarnir grófust í þessu,“ sagði hann en bætti við að eftir því sem fleiri skip fóru að landa vörum og flutningar jukust hefðu sam- göngur skánað. Stærri höfn ákjósanleg „Hitt er annað mál að upp- græðslan á landinu hér í kring bjargaði þessu að lokum. Hún byrjaði svo að segja strax og ég man vel eftir því þegar menn voru að koma fyrir timburgildrum með nokkru millibili hér fyrir norð- austan bæinn þar sem nú er golf- völlurinn okkar. Þær gerðu tölu- vert gagn og melgresið náði að festa rætur í bökkunum sem mynduðust,“ sagði Benedikt og bætti við að kalla mætti umhverfi Þorlákshafnar í dag grænar flatir og skóga miðað við það sem hann myndi eftir. „Ég hugsa að myndi líða yfir karlana, vermennina gömlu, ef þeir kæmu hérna núna. Þetta er svo gjörbreytt,“ áréttaði hann. Benedikt telur mikilvægt fyrir samspil Þorlákshafnar og Reykja- víkur að komið sé upp höfn fyrir stærri skip í bænum innan skap- legs tíma. „Íslendingar hafa haft tvær stefnur í þessum málum. Önnur er að byggja ekki fyrr en eitthvað stórt liggur á borðinu, en hitt tel ég ekki síður mikilvægt að skapa fyrirfram aðstöðu til að taka þeim atvinnutækifærum sem bjóðast. Það munar t.a.m. sólar- hring hvað við erum nær Evrópu en Reykjavík. Það er nokkuð borð- leggjandi að staður eins og Þor- lákshöfn, sem er eina höfnin í heil- um landsfjórðungi að Eyjum undanskildum liggur mér við að segja, hlýtur að vera ákjósanlegur staður fyrir stóra höfn. En það er dálítið deilt um hvort á að koma á undan eggið eða hænan,“ sagði Benedikt. Nóg pláss til uppbyggingar Sesselja Jónsdóttir, bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, er sam- þykk því að framtíð bæjarins liggi í stækkun og eflingu hafnarinnar. „Lega sveitarfélagsins býður upp á marga möguleika, en höfnin er samt sem áður okkar stærsta tæki- færi. Stækkun hennar færir okkur nær útlöndum og við getum tekið inn stærri skip. Hér er nóg pláss þannig að öll iðnaðaruppbygging gæti byggst í kringum höfnina, hér er líka nóg af heitu vatni þann- ig að við sjáum fyrir okkur tæki- færin á þessu sviði,“ sagði hún og bætti við að í þessu fælust í raun tækifæri fyrir allt Suðurland. Þá nefndi hún fyrirhugaðan Suður- strandarveg sem tengdi bæinn Keflavíkurflugvelli og eins yrðu útgerðarmenn þar ekki eins bundnir sinni heimahöfn. „Það var samþykkt á Alþingi í fyrra að láta gera hagræna athugun á því að stækka höfnina hér og það mál er í vinnslu hjá Siglingastofnun. Við erum með nægt landrými, góða landkosti með heitu vatni og köldu og góða höfn þannig að framtíð bæjarins er björt,“ sagði hún. Lífleg dagskrá um helgina Sesselja segist eiga von á góðri mætingu á Hafnardaga í Þorláks- höfn, en í kvöld, fimmtudags- kvöldið 9. ágúst, verður opnuð sögusýning í Ráðhúsi Þorláks- hafnar undir heitinu „Úr verstöð í bæ“ sem verður svo opin alla helgina. Á föstudagskvöldið verða tónleikar í samkomutjaldi á hafn- arsvæði bæjarins þar sem fram koma KK og Magnús Eiríksson ásamt hljómsveitinni Clírótes og Tríó Ró sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum. Dagskrá laugardagsins hefst klukkan níu í tjaldinu á hafnarsvæðinu þar sem bæjarbúum, ásamt gestum og gangandi, verður boðið til morg- unverðar. Hátíðarmessa verður í kirkjunni klukkan hálfellefu og klukkustund síðar verður hátíð- arstund við ráðhúsið þar sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, afhjúpar útilistaverk eftir Helga Gíslason myndhöggvara, sem Kvenfélag Þorlákshafnar stóð fyrir að væri keypt. Eftir hádegi verður svo fjölbreytt skemmtun á hafnarsvæðinu þar sem fyrirtæki í Þorlákshöfn kynna afurðir sínar og bjóða fólki að bragða á, boðið verður upp á skemmtiatriði og leiktæki fyrir börnin ásamt veit- ingasölu og harmonikkuleik. Um kvöldið verður kveiktur eldur, sunginn fjöldasöngur og sett upp flugeldasýning. Að lokum verður stiginn dans í tjaldi á Skarfaskers- bryggju þar sem hljómsveitin Van- ir menn spilar undir og er aðgang- ur ókeypis. Þá verður einnig dansleikur í Duggunni með hljóm- sveitinni Bjórbandinu. Nánari upplýsingar um dagskrá hátíða- haldanna má finna á heimasíðu sveitarfélagsins Ölfuss, en slóðin á hana er: www.olfus.is. Sesselja sagði það von sína að sem flestir legðu leið sína til bæjarins og sam- fögnuðu heimamönnum á þessum tímamótum. Haldið upp á 50 ára afmæli þéttbýlis í Þorlákshöfn Byggð í svört- um sandi við opið haf Í Þorlákshöfn er góð sundlaug og eitt glæsilegasta íþróttahús á Suðurlandi. Morgunblaðið/Þorkell Uppi á Hellisheiði við Þrengslavegamót vísa þessar fígúrur vegfar- endum á hátíðina í Þorlákshöfn. Í dag hefjast í Þorlákshöfn skipuleg há- tíðahöld þar sem fagnað er 50 ára af- mæli þéttbýlis á staðnum, en árið 1951 voru þar fjórtán einstaklingar skráðir með fasta búsetu. Óli Kristján Ármannsson kynnti sér hátíðahöldin og ræddi við fólk um sögu staðarins. oli@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.