Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.2001, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ bíó Ú RVALSMANNSKAPUR er ábyrgur fyrir útliti myndarinnar, einkum leikstjórinn og förðunar- og grímumeistarinn. Burton er hæfileikaríkastur yngri leikstjóra vestan hafs með stórvirki einsog Batman (’88), Edward Scissorhands (’90), The Nightmare Before Christmas (’93), Ed Wood (’94) og Mars Attacks (’96), á afrekaskránni og förðunarmeistarinn er Rick Baker. Þeir eru arf- takar Schaffners og Johns Chambers. Efst á blaði hjá Burton var sú ákvörðun að hrófla sem minnst við goðsögninni sem umvefur frum- myndina, þó til kæmu nýir atburðir, persónur og veigamiklir þættir í sögunni. „Ég hafði engan áhuga á endurvinnslu eða framhaldssögu. Mér var það mikils virði að vernda inntak frum- myndarinnar. Kraftmiklar persónur heilluðu mig mest í handritinu, ásamt fjölbreytileika tökustaðanna. Apaplánetan er veröld and- stæðna – frá óravíddum himingeimsins til grósku íðilgrænna frumskóga og lífvana auðna eyðimerkurinnar.“ Tjáning gegnum gervin Veigamikið atriði í undirbúningnum var að tryggja að hæfileikaríkur leikhópur hefði mögu- leika á að tjá sig í gegnum efnismikinn farða og grímur. Því kallaði Burton á aðstoð förðunar- meistarans Ricks Baker, sem var honum að góðu kunnur eftir árangursríkt samstarf við gerð Ed Woods, auk hóps úrvalsleikara. Hvað leikaravalið snerti voru ekki allir sammála leik- stjóranum. Því að bruðla með fé í fræga leikara sem eru óþekkjanlegir undir búningunum? Þær raddir voru þaggaðar niður og Baker lagði höf- uðáherslu á að karakter hvers leikara skíni greinilega í gegnum farðann. Því er leikaraliðið sem fer með hlutverk apanna, jafnnafntogað og raun ber vitni. Helena Bonham Carter, margfræg af leik- sviði og kvikmyndum þríeykisins vandfýsna, James Ivory, Ismail Merchant og Ruth Prawer Jhabvala, var valin til að fara með hlutverk hinnar ljúfu og samúðarfullu Ari, sem er mest áberandi af apynjum myndarinnar. Hinn góð- kunni, breski skapgerðarleikari Tim Roth, sem bíógestir gjörþekkja sem einn af meginhrottum kvikmyndanna, fer með hlutverk Thades, hins illvíga hershöfðingja apahersins. Risinn Mich- ael Clarke Duncan, ljúfmennið úr The Green Mile (’99), leikur górillu, höfuðsmann og hægri hönd Thades. Breski stórleikarinn David Warn- er er bak við grímu hins frjálslynda Sandar, föð- ur Ari. Mark Wahlberg fer síðan með aðalhlut- verk geimfarans, sem Charlton Heston gerði ógleymanlegt í den. Kris Kristofferson leikur Karubi, uppreisnarforingjann mennska á Apaplánetunni. Tveir leikarar sem komu við sögu ’68 útgáfunnar, þau Linda Harrison (sem á tímabili var eiginkona framleiðandans, Rich- ards Zanucks), og gamli, góði Heston, sem að þessu sinni íklæðist einu apagervanna. Valinn maður í hverju rúmi Förðunarmeistarinn Rick Baker fyllir vand- fyllt skarð Johns Chamber, sem skapaði útlit apanna árið 1968. Það var ekki síst hans bylting- arkenndu förðun og grímum að þakka, að Apaplánetan reis í hæðir hjá áhorfendum sem gagnrýnendum – enda hlaut Chambers sérstök Óskarsverðlaun fyrir. Baker er fremsti maður- inn í faginu í dag, orðlagður snillingur sem á að baki glæstan feril mynda, sem hafa fært honum fjölda Óskarsverðlauna og -tilnefninga síðustu þrjá áratugina. Nægir að minna bíógesti á hvernig hann „hanteraði“ Jim Carrey í How The Grinch Stole Christmas (’99), Vincent D’Onofrio í Men in Black (’97), Eddie Murphy í The Nutty Professor (’96), eða þá hvernig hann breytti Martin Landau í Bela Lugosi í Ed Wood. Aukinheldur er Baker hreint ekki ókunnugur apagervum og grímum, hann er maðurinn á bak við þær bestu sem gerðar hafa verið frá tímum Apaplánetunnar ’68. Baker hannaði útlit King Kong, í endurgerðinni ’76; górilluna Sydney í The Incredible Shrinking Woman (’81), apana í Greystoke: The Legend of Tarzan (’84) og síðast en ekki síst, górillurnar í Gorillas in the Mist (’88) þar sem gefur að líta eina stórfenglegustu vinnu á þessu sviði í kvikmyndasögunni. Þá leitaði Burton fulltingis búningahönnuðar- ins Coleen Atwood, sem einnig er talin með þeim færustu á sínu sviði í dag. Búningar At- woods vöktu einmitt mikla athygli í Burton- myndunum Sleepy Hollow, Mars Attacks! og Ed Wood. Hún er margverðlaunuð fyrir störf sín í myndum á borð við Silence Of the Lambs (’91) og Little Women (’94) Einn þeirra sem mikið hafa að segja um end- anlegt útlit mynda er framleiðsluhönnuðurinn (production designer). Val hans skiptir því miklu máli og Burton kaus starfskrafta Ricks Heinrichs, enda hafði hann kynnst hæfileikum hans við gerð Edwards Scissorhands og Sleepy Hollow. Coenbræður taka Heinrichs einnig fram yfir aðra og nutu þess í Fargo (’96) og The Big Lebowski (’97). Kvikmyndatökustjórinn er í raun hægri hönd leikstjórans. Kemur hugmyndum hans á film- una, stjórnar lýsingunni, en árangurinn ákvarð- ast þó fyrst og fremst af listrænu innsæi við- komandi. Frakkinn Philippe Rousselot er með þeim virtustu í kvikmyndaheiminum og á að baki stórvirki eins og Dangerous Liasions (’88), The Emerald Forest (’85) og hina undurfögru The River Runs Through It (’92). Síðast en ekki síst verður tónlistin að falla vel að efninu, hún var t.d. einn af lykilþáttum Apaplánetunnar ’68, enda í höndum meistara Jerry Goldsmiths. Hliðstæður snillingur, Danny Elfman, sér um þennan undirstöðuþátt. Elfman er eitt langeftirsóttasta tónskáld kvik- myndanna og hefur oft starfað með Burton. Á að baki myndir á borð við Sleepy Hollow, Men In Black, Mars Attacks!, Mission Impossible (’97), og Nightmare Before Christmas. Meðal væntanlegra stórmynda með tónlist hans má nefna Spider Man (’02) og Red Dragon (’02), næsta hroll um Hannibal matgæðing Lechter. Þá er aðeins ógetið sjálfs framleiðandans, sem er enginn annar en Richard Zanuck, sem sjálfur er goðsögn í kvikmyndaborginni. Fólkið á bak við Apaplánetuna 2001: Nýtt geimferðalag Um helgina var frumsýnd stór- myndin Apaplánetan – Planet of the Apes, árgerð 2001. Leikstjór- inn Tim Burton leggur mikla áherslu á að ekki sé um end- urgerð eða framhaldsmynd að ræða heldur nýja sýn á söguna sem var bakgrunnur sígilda vís- indaskáldsöguævintýrisins sem Franklin J. Schaffner skapaði fyrir réttum aldarþriðjungi. Sæbjörn Valdimarsson, einn margra aðdáenda klassíkurinnar frá ’68, komst að því að nú sem fyrr er valinn maður í hverju rúmi. Thade/Tim Roth: Megináherslan lögð á að skap- höfn leikaranna næði í gegnum farða og grímur. Förðunarmeistarinn: Rick Baker mátar grímuna á David Warner. Apaplánetan: Framandi veröld. Depp fékk fyrsta kossinn og Damon þann næsta Hin 27 ára Franka Potente varð stórstjarna í kjölfar Hlauptu Lola, hlauptu (1998) sem kær- asti hennar Tom Tykwer leikstýrði. Um þessar mundir reynir hún fyrir sér í Hollywood. NÝLEGA áttu þýskar konur kost á þvíað sjá Potente gera það sem þær getaaðeins látið sig dreyma um: Potente kyssir Johnny Depp í Goodfellas-stælingunni Blow eftir Ted Demme. Hin hlaupandi Lola smellti sér í aukahlutverk flugfreyju sem smyglar dópi fyrir eiturlyfjasala leikinn af Depp. Hlutverkið er ekki stórt og Potente deyr úr krabbameini þegar hálftími er lið- inn af myndinni og sagan rétt að byrja. Hún nær þó að skarta fjölda ólíkra hár- greiðslna og smella kossi þeim sem sjá mátti í flestum þýsk- um fjölmiðlum. Pot- ente segir þetta í fyrsta skipti sem hún starfi með leikara sem hún dýrki sem aðdáandi. Hún sé sátt við þetta litla hlut- verk þar sem hún hafi viljað fara hægt í sakirnar í fyrstu Hollywood-mynd sinni. En Blow var aðeins byrjunin og þegar er búið að taka Bourne Identity, sem byggir á sögu eftir Robert Ludlum; þar bauðst Potente stærra hlutverk og dýpri kossar. Potente, sem er í aðalkvenhlutverkinu á móti Matt Damon, leikur Þjóðverja og getur því leyft sér að halda hreimnum. Annað er uppi á teningnum í Blow. Potente, sem talar ágæta ensku eftir að hafa verið skiptinemi í Texas í eitt ár og síðar leiklistarnemi í New York í hálft ár, var send í tveggja mánaða nám hjá talþjálfara til að ná tökum á mállýskunni í þeim tíu setningum sem hún segir áður en hún gefur upp öndina. Hún segir upptök- urnar hafaverið frekar stressandi þar sem mállýskuþjálfarinn hafi verið spurður álits eftir hverja einustu töku, en fæstir þýskir bíógestir fá þó að sjá uppskeru erfiðisins þar sem flest kvikmyndahús sýna talsettu útgáfuna. Potente segir hápunktinn við upp- tökurnar hafa verið þegar hún sat ein á upptökustað með heimþrá og saknaði vina og fjölskyldu. Þá kom Depp til hennar, tók utan um hana og spurði hvort það væri ekki allt í góðu lagi. Potente bauð þá Depp upp á staup af Jägermeister og síðar beitti hún sömu aðferð á Damon. Hún segist ekki hafa áhuga á því að búa í L.A. enda elski hún Berlín. Hún segist verða hrifnari og hrifnari af þýsku höf- uðborginni því oftar sem hún fari til Bandaríkjanna. Í Hollywood líði ár og öld áður en einhver bjóði manni að kíkja með sér í bjór og auk þess fáist þar ekkert al- mennilegt gróft brauð. Potente hafði verið 9 mánuði á skrá amerískrar umboðs- skrifstofu áður en hún fékk hlutverkið. Hún fékk ýmis tilboð um að leika í has- armyndum og hafa framleiðendur eflaust haft hina hlaupandi Lolu í huga. Potente segir Hollywood hafa mikinn áhuga á evr- ópskri kvikmyndagerð og hinni svonefndu „nýju þýsku kvikmynd“. Síðasta þýska myndin sem Bandaríkjamenn hafi séð á undan Hlauptu Lola, hlauptu sé Das Boot (Wolfgang Petersen, 1980). Áhuginn sé til staðar en amerískir bíógestir hafi sjaldan tækifæri til að sjá þýskar myndir. Potente er nýbúin að kynna síðustu mynd þeirra skötuhjúa vestanhafs sem hlaut enska tit- ilinn The Princess and the Warrior. Með aðstoð Depps og Damons er Potente á góðri leið með að losna úr tangarhaldi Tykwers. Þýskir fjölmiðlar fylgjast spenntir með framvindu mála en sökum minnimátt- arkenndar hafa þeir áhyggjur af því að Potente snúi ekki aftur líkt og gerðist með Marlene Dietrich og Romy Schneider á sínum tíma. En á meðan Potente elskar Berlín, þýska brauðið og Tom Tykwer þurfa sam- landar hennar varla að hafa áhyggjur af því að hún hætti að kyssa þýska hjarta- knúsara á hvíta tjaldinu. Davíð Kristinsson BERLÍN Potente: Kossar í vestur og kossar í austur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.