Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.09.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VETURINN hefur verið mildur og mis- kunnsamur hér á suðurhveli jarðar. Mjúk- ar útlínur Kaputar-fjallanna litast gráu í móðu morgunsins. Í Nýju-Suður-Wales standa akasíutrén (Wattle) hvarvetna í gullnum blóma. Af þeim eru rúmlega 200 tegundir. Gult og grænt, litir íþróttamanna Ástralíu sem bera hróður álfunnar um víða veröld. Lítill kálfur sá dagsins ljós í skini fyrstu sólargeislanna hér í Sólheimunum og von er á tveimur öðrum. Reyndar er ein kýrin týnd. Hún gæti hafa fælst og farið inn í skóginn. Beðið í ofvæni. Alríkiskosningar eru í nánd hér í Ástr- alíu. Enginn veit þó enn hvenær. Það ákveður forsætisráðherra alríkisstjórnar- innar einn, herra John Howard. Einhvern tímann fyrir árslok verður hann þó að gera upp hug sinn. Sumir segja október, aðrir nóvember og nú þykir líklegast að kosið verði síðustu helgina í nóvember. Kannski ræður fjármálaráðherra einhverju líka. Sá – Peter Costello – er talinn líklegasti eft- irmaður John Howards, hvenær svo sem „Litla-Jóni“ skyldi þóknast að draga sig í hlé en hann er nú 62 ára gamall. John hef- ur þó lagt áherslu á: „að hann hafi aldrei stefnt eins einarðlega að neinu pólitísku marki eins og að vinna þessar kosningar“. (Litli Jón er nokkurs konar gælunafn á Howard en hann er maður afar lágur vexti. Segja gárungarnir að honum þyki mest gaman að heimsækja Indónesíu og fleiri slík lönd þar sem fólk er ekki hávaxið. Þá er hann jafnvel hæstur af öllum.) Öll þjóðmálaumræðan snýst á einn eða annan hátt um þessar væntanlegu kosn- ingar. Hlustendur útvarps og áhorfendur sjónvarps verða sífellt að huga að því hvað búi nú að baki þessari frétt eða hinni. Hvað sé nú í húfi fyrir frambjóðendur. Þá dynja yfir landslýð auglýsingar um ágæti alrík- isstjórnarinnar (Frjálslyndir og þjóðern- issinnar mynda samsteypustjórn) fyrir sem svarar 20 milljónum ástralskra dala (10 milljónir Bandaríkjadala) á mánuði og finnst mörgum nóg um. Þótt fordæmi séu um slíkar auglýsingar þá er einsdæmi að svona miklu fé sé eytt í slíkt – auðvitað á kostnað skattborgaranna. Það er mikið í húfi fyrir stjórnina því úr- slit síðustu fylkiskosninga sýndu svo ekki varð um villst að þeir hafa verið á rangri braut og Verkamannaflokkurinn og Sósíal- demókratar unnu marga sigra. En nú hafa Jón og Pétur byrjað að hlusta á fólkið – að eigin sögn – og þegar þeir hafa hlustað nóg tilkynna þeir væntanlega kosningadaginn. Margir spá harðri kosningabaráttu og eitt er víst að öllum brögðum verður beitt. Og margir munu einskis svífast til þess að ná völdum. Blaðamenn hafa orðað það svo að þetta verði lúalegar kosningar og öllum brögðum verði beitt. Treystu mér! 10% söluskatturinn (GST eins og hann kallast hér) sem alríkisstjórnin lagði á landsmenn á síðasta ári og skapaði öng- þveiti meðal minni fyrirtækja, virðist ekki eins mikið hitamál og áður og bensínverðið sem hækkaði og hækkaði og olli úlfaþyt meðal bænda, hefur lækkað. Almenningur hefur fengið áhyggjur af öðru eins og t.d. heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og menntamálum. Nýleg skoðanakönnun sýndi að fólk setur þessi mál skör hærra en söluskattslækkun eða lækkun tekjuskatts. Verkamannaflokkurinn hefur lofað að lækka söluskattinn en Frjálslyndir lofa að lækka tekjuskattana. Verkamannaflokkur- inn hefur lofað umbótum í menntamálum yfirleitt auk heilbrigðismálanna en Frjáls- lyndir leggja áherslu á aukna sjálfboða- vinnu – stjórnin geti ekki hjálpað öllum. Eins og er byggjast mörg störf í ríkisrekn- um skólum á sjálfboðavinnu – þá aðallega mæðra. Og þar sem fjárveitingar eru orðn- ar meiri til einkarekinna skóla en hinna ríkisreknu þá er erfitt að sjá hvar þetta muni enda. Frjálslyndir eru á veiðum eftir þeim at- kvæðum sem annars gætu lent hjá Pauline Hanson („One Nation Party“) en megin- markmið hennar og flokksins er að fólk hjálpi sér sjálft – það gerir Frjálslynda líka harða í horn að taka í innflytjendamál- unum en Pálína vill ekki sjá allt þetta „lata lið“ frá Asíu. Þá hafa elliheimilismál verið mjög á dag- skrá. Hvert hneykslismálið hefur rekið annað. Á einu elliheimili voru vistmenn baðaðir upp úr steinolíu, á öðru varð að taka fót af konu vegna þess að drep hljóp í fótinn og því var ekki sinnt fyrr en of seint. Ráðherra málefna aldraðra, frú Bishop, hefur orðið að loka nokkrum elliheimilum vegna hneykslanlegs aðbúnaðar fyrir hina meira og minna ósjálfbjarga dvalargesti og ónægrar heilsugæslu þeirra. Mörg þessara elliheimila eru rekin af einkaaðilum og öllu eftirliti af hálfu ráðherra og ráðuneyti hennar virðist afar ábótavant svo vægt sé að orði komist. „Hákarlar“ á sveimi Nýlegum deilum vegna 2ja vikna verk- falls 300 starfsmanna í Tristar bílaverk- smiðjum í Sydney hefur verið líkt við að allir aðilar - verkamenn, atvinnurekendur og stjórnmálaflokkar - hafi orðið að synda gegnum sjói fulla af hákarlatorfum. Hafði verkfallið víðtæk áhrif í bílaiðnaðinum í Victoríu og Suður-Ástralíu og gerðu ráð- herrar alríkisstjórnarinnar allt sem þeir gátu til að gera verkfallið sem óvinsælast. Maraþon-samningaumræður stóðu nótt sem dag. Áttu verkfallsmenn yfir höfði sér svimandi háar sektir og fangelsisvist yrðu þeir ekki mættir til vinnu á ákveðnum degi kl. 3 e.h. Spennan var nánast áþreifanleg. Deilan stóð um það hvernig verkamenn gætu best verndað þær fjárhæðir sem þeir áttu inni hjá atvinnurekendum (svo sem fyrir sumarleyfi; ellilífeyri, o.fl.) í því tilviki að fyrirtækið færi á hausinn. Ekki að ástæðulausu því það gerist æ algengara að fyrirtæki lýsi sig gjaldþrota og engir pen- ingar eru til þess að greiða verkamönnum þær innistæður sem þeir eiga réttilega inni. Þetta er mál sem almenningur fylgist V Af öllum vestrænum ríkjum sker Ástralía sig úr, því hér eru allir sem leita athvarfs án fullnægjandi pappíra, settir í svona búðir. Af þessu leiðir að börn lenda þarna líka. Sem stendur er talið að um það bil 500 börn séu í flóttamannabúðum. Innflytjendur í Margir spá harðri kosningabaráttu og eitt er víst að öllum brögðum verður beitt, skrifar Sólveig Kr. Einarsdóttir frá Ástralíu, en þar í landi eru alrík- iskosningar í nánd. Málefni innflytjenda eru þegar far- in að setja mark sitt á pólitíska umræðu í landinu og virðist John Howard forsætisráðherra ætla að nota þau mál til að hlaða batteríin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.