Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN 38 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HINN 29. ágúst sl. bar eg fram fyrirspurn til Skipulagsstofnunar um nokkur atriði um mat á umhverfisáhrif- um framkvæmda, sem að dómi margra er afar brýnt að fá svar við. Enn hafa engin svör borizt, og er vandséð, hvað tefur málið. Í stuttu máli var spurt, hvort gerðar væru ákveðnar kröfur til þeirra, sem dæma gildi flóru og gróðurs. Í öðru lagi, hver ræður því, hvort lágplöntur, mosar og fléttur, séu teknar með við umhverfismat eða ekki, og hvað er lagt þar til grundvallar? Er hægt að sækja um það fyrirfram að sleppa mosum og fléttum? Hvernig er unnt að dæma gildi gróðurfélaga út frá að- eins tveimur til fjórum tegundum háplantna í hverju gróðurfélagi? Hér er spurt aðeins út frá eigin sjónarhóli, en að sjálfsögðu á fyrsta spurning við um flesta aðra, sem annast mat á umhverfisáhrifum. Rétt er að taka fram, að hér er ekki átt við, að nauð- synlegt sé að fram fari nákvæmar frumrann- sóknir við hverja úttekt, heldur aðeins að fá þurfi yfirlit yfir alla flóru svæðisins og þátta- greiningu á gróður- félögum. Listi yfir há- plöntur og flokkun lands einungis í þurr- lendi og votlendi er allsendis ófull- nægjandi til þess að dæma um gildi flóru og gróðurs, en það hefur verið látið nægja í allmörgum tilvikum við umhverfismat. Hver fær að ráða slíku? Vonandi er það löngu orðið ljóst, að nauðsynlegt er að hafa festu og reglu á hlutunum, því að hætt er við, að fólk taki lítið mark á úrskurð- um frá Skipulagsstofnun, ef þessa er ekki gætt. Skýrt dæmi um þetta er, að margir þingmenn þurftu ekki að fara nema dagsferð um virkjunar- svæðið við Kárahnjúka til þess að taka afstöðu í málinu. Þá má ekki gleyma því, að þetta atriði getur skipt miklu fjárhagslegu máli fyrir þá, sem hyggja á framkvæmdir. Að öðru leyti er vísað til fyrri grein- ar og óskað svara við fyrstu hentug- leika (sjá m.a. 7. gr. stjórnsýslulaga). Sjái Skipulagsstofnun sér ekki fært að svara spurningunum leyfi eg mér að vísa þeim til æðra stjórnvalds. Árétting Ágúst H. Bjarnason Skipulagsstofnun Eru gerðar, spyr Ágúst H. Bjarnason, ákveðnar kröfur til þeirra, sem dæma gildi flóru og gróðurs? Höfundur hefur lokið doktorsprófi í grasafræði. FYRIR nokkru sóttu 25 börn úr Allegro Suzuki-tónlist- arskólanum ásamt for- eldrum vinsælt og ár- visst sumarnámskeið á vegum London Suzuki Group. Þetta er öðru sinni sem nemendur All- egro-skólans fjöl- menna á þetta nám- skeið. Fyrir ári sóttu það 20 börn ásamt for- eldrum. Hópurinn í fyrra var afar ánægður með námskeiðið, sem sést best á því að nær allir fara nú aftur og fleiri bætast í hópinn. Námskeiðið rúmar um 250 börn. Fyrst og fremst sækja það enskir Suzuki-nemendur, en talsvert er einnig um að erlendir nemendur taki þátt í því. Í fyrra var til að mynda auk íslenska hópsins ámóta stór hópur frá Spáni og einnig hóp- ar frá Frakklandi og Þýskalandi. Kennararnir koma einnig víðar að en frá Englandi, t.d. kennir Lilja Hjaltadóttir, aðalkennari Allegro- skólans, þarna öðru sinni og Krist- inn Örn Kristinsson, píanókennari skólans, mun einnig kenna á nám- skeiðinu núna. Þetta ágæta námskeið er að venju haldið í Dorset í Suður-Eng- landi, nánar tiltekið í Bryanston- skóla (Allegro-hópurinn kallar stað- inn Brjánstún). Þetta er rómaður heimavistarskóli, stofnaður 1928, upphaflega í liðlega aldargamalli höll. Þangað er þriggja klukku- stunda akstur frá Heathrow-flug- velli. Ekki væsir um gesti í Brjánstún- um. Þátttakendur gista allir á heimavistum og eru í fullu fæði í mötuneytinu í hallarkjallaranum. Gott tækifæri gefst þarna til að kynnast fólki af ýmsu þjóðerni í gegnum þetta sameiginlega áhuga- mál sem tónlistin og tónlistarupp- eldið er. Þarna finnst glöggt að tón- listin er algjörlega án landamæra. Skipulagning námskeiðsins er til fyrirmyndar. Hver nemandi fær sína eigin stundaskrá, sem sniðin er að hans þörfum og getu. Í fimm daga mæta nemendur í fjóra tíma á dag: einkatíma, hóptíma, kammer og hljómsveit. Í þessum tímum er unnið með fyrirfram ákveðna hluti. Samspilsnótur eru sendar út 5–6 vikum fyrir námskeiðið, og síðan lögð áhersla á að fínpússa flutning- inn á námskeiðinu. Nemendur sem óska eftir að fá að leika einleik sækja um það fyrirfram. Þeir koma ekki fram nema þeir hafi náð góðum tökum á stykkinu. Daglega eru haldnir einleikstón- leikar í stórum 600 sæta hljómleikasal. Skyldumæting er á þessa tónleika sem eru með mjög formlegum blæ, þannig að þarna fá allir einleikararnir að spreyta sig á stóru sviði með sviðslýsingu og fyrir fullu húsi áheyrenda. Kammer- sveitir og einar þrjár hljómsveitir, skipt eftir aldri nemenda, fá einn- ig sína hljómleika þeg- ar líða tekur á vikuna. Á kvöldin er boðið upp á fjölbreytta einleiks- og kammertónleika sem kennararn- ir standa fyrir. Lokahátíðin er svo með viðamikilli dagskrá, þar sem blandast saman alvara og glens. Námskeiðinu er valinn þessi árs- tími beinlínis með það í huga að koma nemendum í gott form áður en vetrarstarfið hefst að nýju í tón- listarskólunum. Sumarleyfið er al- þekkt vandamál í öllu tónlistarnámi barna og unglinga. Flestir slá þá slöku við æfingar og það getur tekið heilan mánuð á haustin að ná upp þeirri færni sem nemendur höfðu náð um vorið. Af þessum sökum er svona krefjandi námskeið rétt fyrir skólaupphaf ómetanlegt átak í tón- listarnáminu, ekki síst þar sem und- irbúningurinn hefst heima alllöngu fyrr. Nemendur Allegro-skólans hafa átt því láni að fagna að þessi „dauði“ tími á sumrin er styttur eft- ir föngum. Kennararnir hafa jafnan gefið nemendum kost á nokkrum einkatímum um sumarið. Lilja Hjaltadóttir hefur á hverju sumri staðið fyrir námskeiði austur í Skál- holti fyrir nemendur skólans. Í sumar voru þar einnig tveir gesta- kennarar frá New York sem dáðust að þeirri miklu grósku sem einkenn- ir starf skólans. Þátttaka þeirra opnaði nýja vídd í námi barnanna. Síðustu helgi dvöldu Brjánstúna- farar við æfingar á Hvassafelli í Borgarfirði. Þannig var það einnig í fyrrasumar. Má því segja að þessir nemendur hafi vart sleppt hljóðfær- um sínum árið um kring. Allegro Suzuki-tónlistarskólinn hefur nú starfað í þrjú ár. Kennt hefur verið á fiðlu og píanó auk tón- fræði og nú í haust bætist selló- kennsla við. Síðasta vetur stunduðu 80 börn nám í skólanum og kenn- arar voru 5. Að skólanum standa grasrótarsamtök foreldra. Starfið hefur einkennst af miklum eldmóði og vex skólanum stöðugt fiskur um hrygg, þótt enn hafi ekki tekist að fá fastan rekstrarstyrk frá borginni og þrátt fyrir að hann sé stöðugt upp á náð velviljaðra aðila kominn með aðstöðu. Tvo síðastliðna vetur hefur kennslan farið fram í húsa- kynnum Réttarholtsskóla og hóp- tímarnir í húsnæði KFUM&K. Þótt virk þátttaka foreldranna sé ein af grundvallarforsendum í Suzuki-tón- listarkennslunni er náminu best borgið í höndum formlegrar skóla- stofnunar. Öðrum kosti er naumast unnt að tryggja nægilega festu og vissu um eðlilega framvindu í náms- ferlinu. Grasrótarsamtök, hversu áhugasöm sem þau annars eru, geta heldur ekki boðið kennurunum við- unandi atvinnuöryggi. Foreldrarnir eru því uggandi um að allur þessi mikli áhugi samtakanna sé tíma- bundinn og telja brýnt að búa starf- inu formlegan búning. Slíkt er þó varla hægt án þátttöku hins opin- bera. Í raun sætir það furðu hve fræðsluyfirvöld eru sinnulaus gagn- vart tónlistarkennslu. Fyrir nokkr- um árum markaði fræðsluráð þá stefnu að styðja ekki fjölgun tónlist- arskóla í borginni, heldur stuðla að samþættingu tónlistarnáms og al- menns skólastarfs. Þeir tónlistar- skólar sem þá voru til staðar njóta enn fastra rekstrarstyrkja, en lítið bólar á nefndri samþættingu. Að- standendum Allegro-skólans þykir fræðsluráð tregt til að veita þessu þróttmikla og einstæða starfi verð- skuldaða athygli. Þeim þykir það skjóta skökku við, þegar litið er til þess að 21 m.kr. afgangur varð á síðasta ári af því fé sem borgar- stjórn hafði áætlað til að styrkja tónlistarkennslu í borginni (sbr. ársreikning Reykjavíkurborgar 2000). Þetta var annað árið í röð sem verulegur afgangur var á þess- um lið. Vonandi er það ekki vís- bending um að fræðsluráð vilji enga frekari þróun í tónlistarnámi barna og unglinga; að það telji að nóg hafi verið gert og að ekki sé þörf fyrir meira. Allegro-skólinn öðru sinni til Brjánstúna á Englandi Bjarni Frímann Karlsson Tónlistarkennsla Í raun sætir það furðu, segir Bjarni Frímann Karlsson, hve fræðslu- yfirvöld eru sinnu- laus gagnvart tónlistarkennslu. Höfundur starfar hjá Íbúðalánasjóði og er faðir tveggja drengja á námskeiðinu. KIRKJUSTARF VETRARSTARF Hjallakirkju er framundan og er margt á döfinni. Messur eða guðsþjónustur eru hvern sunnudag kl. 11 með fjöl- breyttu tónlistarlífi kórs kirkjunnar og barnakóra í sókninni. Einu sinni í mánuði eru svo kvöldvökur þar sem hljómsveit leikur undir léttum og fjörugum söng. Á þriðjudögum kl. 18 eru bæna- og kyrrðarstundir í kirkj- unni sem miða fyrst og fremst að því að efla bæna- og trúarlíf einstaklings- ins. Barna- og æskulýðsstarf Hjalla- kirkju fór í gang nú um síðustu helgi. Barnaguðsþjónustur eru á sunnu- dögum á tveimur stöðum í sókninni, kl. 13 í Hjallakirkju og kl. 11 í Linda- skóla. Kirkjuprakkarar, 7–9 ára starf, eru í kirkjunni á fimmtudögum kl. 16.30–17.30 og tíu til tólf ára börn- in, TTT-hópurinn, hittast á miðviku- dögum kl. 17–18. Þá er að hefjast nýtt starf í Lindaskóla fyrir 8–10 ára börn sem nefnist Litlir lærisveinar í Lindaskóla, eða LLL, en þau hittast á miðvikudögum kl. 17. Unglingastarf. Unglingarnir fá einnig tækifæri til að gera slíkt hið sama en fundir í Æskulýðsfélagi Hjallakirkju eru mánudagskvöld kl. 20.30–22 fyrir 13–15 ára unglinga. Fjölskyldumorgnar hófust nú í september og verða á miðvikudögum kl. 10–12. Þar gefst foreldrum kostur á að koma með börnin sín til þátttöku í helgihaldi. Kór Hjallakirkju mun starfa af krafti í vetur og nýir félagar eru ætíð velkomnir. Öldrunarstarfið í söfnuðinum er unnið í samvinnu við Digranessöfnuð og fer fram á þriðjudögum í Digra- neskirkju. Þá mun í október hefjast svokallað Opið hús í kirkjunni á mið- vikudögum kl. 12–14. Þessar sam- verustundir eru einkum fyrir fólk sem er heima við á daginn, snæddur er léttur hádegisverður og svo ým- islegt gert sér til yndis og ánægju. Nánar auglýst síðar. Hjallakirkja stendur öllum opin og er fólk hvatt til að koma og kynnast kirkjulegu starfi innan hennar. Barna- og unglinga- starf í Fella- og Hólakirkju BARNASTARF í Fella- og Hóla- kirkju hefst fyrr á þessu hausti en undanfarin ár og stafar breytingin af lengingu skólaársins. Starfið verður á eftirfarandi tímum: Sunnudagar: Sunnudagaskóli kl. 11. Rúta ekur börnunum heim á leið að lokinni sam- verustund. Mánudagar: Samveru- stundir fyrir drengi á aldrinum 9–10 ára klukkan 17–18. Á sama tíma eru samverurstudnir fyrir 11–12 ára stúlkur. Mánudagskvöld kl. 20: Sam- verustundir ætlaðar unglingum. Þriðjudagar: Samverustundir ætlað- ar 11–12 ára drengjum. Fimmtudag- ar: Samverustundir fyrir 9–10 ára stúlkur. Geymið tilkynninguna. Alfa kynnt í Digraneskirkju Í KVÖLD kl. 20 verður kynning á hinu vinsæla Alfanámskeiði í Safnað- arsal Digraneskirkju í Kópavogi. Námskeiðin verða á þriðjudagskvöld- um og hefjast með kvöldverði kl. 19, en þar á eftir er fræðsla og umræður. Afar mikil ánægja var með nám- skeiðið sem haldið var sl. vor í Digra- neskirkju og fékk fræðslan, sam- félagið og ekki síst kvöldverðurinn háa einkunn. Við í Digraneskirkju lít- um því með gleði til komandi nám- skeiðs. Kennari verður séra Magnús Björn Björnsson, en góður hópur fólks er honum við hlið. Námskeiðið er tíu kvöld, hið fyrsta hinn 25. september og hið síðasta 27. nóvember. Eina helgi verður dvalið í búðum við fræðslu og gott samfélag. Námskeiðsgjald er í lágmarki, 5.000 kr. Innifalið í því er bæði fæði og vinnubók. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Umsjón Þóranna Þórarinsdóttir. Bæna-og fyrirbænastund kl. 12 í kirkjunni. Umsjón Guðrún K. Þórs- dóttir. Samvera foreldra ungra barna kl.14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í neðri safnaðarsal. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningar- lestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguð- sþjónusta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglinga- klúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í umsjón Gunn- fríðar og Jóhönnu. Langholtskirkja. Endurminninga- fundur karla í Langholtskirkju kl. 14–15.30. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Fullorðins- fræðsla kl. 20. Sóknarprestur fjallar um ofbeldi í ljósi Jesú frá Nasaret. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lof- gjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir lofgjörð við undir- leik Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni Karlsson flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving sálgæslu- þjóns. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10– 12. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lárusdóttir. Breiðholtskirkja: Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl.18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Æsku- lýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. „Bach í Breiðholts- kirkju“ kl. 20.30. Þetta eru 16. tón- leikarnir í tónleikaröðinni. Þýski org- anistinn Jörg E. Sondermann leikur orgelverk eftir J.S. Bach. Aðgangs- eyrir rennur til Hjálparstarfs kirkj- unnar. Digraneskirkja: Leikfimi ÍAK. Kirkjustarf aldraðra. Fyrsta sam- vera vetrarstarfs. Hefst með leikfimi kl. 11.15. Léttur málsverður. Helgi- stund, samvera og kaffi. Starf fyrir 10–12 ára börn á vegum KFUM&K og Digraneskirkju. Húsið opnar kl. 16.30. Fótboltaspil, borðtennis og annað. Samvera hefst kl. 17 og stend- ur til 18.15. Fella- og Hólakirkja: Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni. Organisti leikur frá kl. 12. Kl. 12.10 hefst stund- in og að henni lokinni kl. 12.25 er framreiddur léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu gegn vægu gjaldi. Fyrirbænaefnum má koma til presta og djákna. Þeir sem óska eftir akstri láti vita fyrir kl. 10 á þriðjudags- morgni í s. 557 3280. Grafarvgoskirkja: Kirkjukrakkar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára, kl. 18– 19. Hjallakirkja: Bæna- og kyrrðarstund kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Kópavogskirkja: Foreldramorgunn í dag, í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja: Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13–16 í Kirkjuhvoli. Spil- að og spjallað. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl. 17. Kyrrðar- og fyr- irbænastund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrir- bænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgi- stund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10–12. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. Frelsið, kristileg miðstöð. Biblíu- skóli í kvöld kl. 20. Glatt á hjalla í Hjallakirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.