Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.09.2001, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 47 Hluthafafundur Hluthafafundur í AcoTæknivali hf., kt. 530276- 0239, Skeifunni 17, Reykjavík, verður haldinn föstudaginn 21. september 2001 kl. 12.00 í Gall- erí Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá: 1. Tillaga um breytingar á samþykktum félags- ins með hækkun hlutafjár um kr. 70.000.000,00 og að hluthafar falli frá for- gangsrétti sínum til áskriftar að hinu nýja hlutafé. 2. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá hluthafafundar og tillaga liggur frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til af- hendingar. Stjórn AcoTæknivals hf. Alþjóðleg ráðstefna um göngufiska og fiskvegi Freshwater Fish Migration and Fish Passage Evaluation and Development Dagana 20.-22. september 2001 verður haldin á Grand Hótel Reykjavík ráðstefna um stöðu og þróun þekkingar á fiskvegum og göngum fiska í fersku vatni. Á ráðstefnunni verða flutt alls 31 erindi auk kynningar á veggspjöldum. Ráðstefnan fer fram á ensku. Ráðstefnugjald er kr. 35.000 fyrir alla dag- skrána, en gefinn er kostur á skráningu á fyrir- lestra fyrir kr. 10.000 hvorn ráðstefnudag. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Veiðimálastofnunar www.veidimal.is Skráning fer fram hjá Björk Bjarkadóttur, Ferða- skrifstofu Íslands, sími 5854374, netfang: bjorkb@icelandtravel.is . BÍLAR Bílar — Útsala Erum að selja notaða bíla, Toyota Corolla, Toyota Yaris, Nissan Almera, Nissan Micra, Suzuki Sidekick, Grand Vitara og Peugeut 106 o.fl. Gerið góð kaup. Bílarnir eru til sýnis á SH bílaleigunni, Nýbýlavegi 32, Kópavogi. FÉLAGSSTARFÍþróttaskóli barnanna Foreldrar athugið! Íþróttaskóli barnanna, fyrir 3—6 ára börn á laugardögum, er hafinn. Upplýsingar og skráning hjá Mörthu í síma 510 5314, netfang: martha@kr.is . Málfundafélagið Óðinn Félagsfundur Málfundafélagið Óðinn heldur almennan félags- fund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Óðinsherbergi, 2. hæð, miðvikudaginn 19. september nk. kl. 20.30. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður dagana 11.—14. október nk. Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi. Mætið og takið þátt í flokksstarfinu. Stjórnin.FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F.Rb.4  1509188  I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  1829188  Sk. Fl. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Fundarstaðir: Laugaland í Holtum, miðvikudaginn 19. september kl. 16:00-21:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 17:00 og 20:00. Félagsheimilið Árnes, fimmtudaginn 20. september kl. 16:00-21:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 17:00 og 20:00. Stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg í Reykjavík, laugardaginn 22. september kl. 13:00-17:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 14:00 og 16:00. Norðlingaölduveita: Kynning á matsáætlun Landsvirkjun kynnir tillögu að matsáætlun Norðlingaölduveitu í opnu húsi á Suðurlandi og í Reykjavík Á kynningarfundunum gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa og ráðgjafa Landsvirkjunar um umhverfismatið. Á heimasíðu verkefnisins, www.nordlingaalda.is, er einnig hægt að kynna sér matsáætlunina og koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum. w w w .a th yg li. is Bandaríski sendiherrann á Íslandi, Barbara J. Griffiths og starfsfólk Sendiráðs Bandaríkjanna vill þakka þann mikla stuðning sem íslenska þjóðin hefur sýnt Bandaríkjamönnum síðastliðna viku. Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í sendiráðið til að rita nöfn sín í minningarbók og einnig þeim þúsundum sem sendu okkur blóm, bréf, skeyti og tölvupóst. Við metum mikils þá djúpu vináttu og samúð sem Íslendingar hafa sýnt okkur á þessum erfiðu tímum. Sendiráð Bandaríkjanna. LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur sent samtökum slökkviliðsmanna í New York eftirfarandi skeyti: „Vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað, þegar árás var gerð á World Trade Center og Pentagon byggingarnar þriðjudag- inn 11. september sl., votta íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn slökkviliðsmönnum hjá New York borg innilegustu samúð sína vegna fráfalls starfsfélaga. Það ógnvænlega verkefni og sá hryllingur sem mætti löggæslu- og björgunaraðilum á vettvangi árásar- innar mun aldrei gleymast. Í beinni útsendingu horfðu íslenskir slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn á starfsbræður sína vinna skyldustörf sín af miklum kjarki og fórnfýsi þrátt fyrir að um ofurefli aðstæðn- anna væri að ræða. Engum er ljósari sú staðreynd en okkur slökkviliðsmönnum hve vinnu- umhverfið á vettvangi daglegra útkalla getur reynst viðsjárvert og að störfin eru oft unnin undir lífs- hættulegum kringumstæðum. Það að farast við skyldustörf eða missa vinnufélaga er martröð sérhvers slökkviliðsmanns. Ekki síst þess vegna höfum við gengið í gegnum þungar hugsanir þessa daga og mikla sorg hér á Íslandi vegna at- burðanna. Það er okkar ósk að takast megi að koma í veg fyrir voðaverk sem þessi því slíkt má aldrei gerast aftur. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur boðið fram sína aðstoð og beint því til utan- ríkisráðherra Íslands. Fyrir hönd slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna á Íslandi er látnum slökkviliðsmönnum New York borg- ar vottuð virðing um leið og dýpstu samúðarkveðjur eru sendar fjöl- skyldum og ættingjum sem nú eiga um sárt að binda. Megi góður guð verða þeim stoð og stytta við að mæta sorginni og finna ljósið fram- undan. Íslenskir slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn eru með ykkur í hug- anum á þessum erfiðu tímum.“ Samúðarskeyti frá slökkviliðsmönnum JÓN Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag, 19. sept- ember, kl. 16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg og er öllum opinn. „Jón Torfi færir rök að því að skól- ar og skólakerfið gætu fjölmargt lært af sinni eigin sögu og annarra. Máli sínu til stuðnings nefnir hann deilur um markmið, verklag og áherslur í skólastarfi sem tekist var á um upp úr aldamótunum 1900 og enn er deilt um. Þá fjallar hann um nýbreytnistarf, þróun tækninýjunga í skólastarfi og samstarf heimilis og skóla,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um stefnur og strauma í uppeldissögu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.