Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 47

Morgunblaðið - 18.09.2001, Síða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 2001 47 Hluthafafundur Hluthafafundur í AcoTæknivali hf., kt. 530276- 0239, Skeifunni 17, Reykjavík, verður haldinn föstudaginn 21. september 2001 kl. 12.00 í Gall- erí Grand Hótel, Sigtúni 38, Reykjavík. Dagskrá: 1. Tillaga um breytingar á samþykktum félags- ins með hækkun hlutafjár um kr. 70.000.000,00 og að hluthafar falli frá for- gangsrétti sínum til áskriftar að hinu nýja hlutafé. 2. Önnur mál löglega upp borin. Dagskrá hluthafafundar og tillaga liggur frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til af- hendingar. Stjórn AcoTæknivals hf. Alþjóðleg ráðstefna um göngufiska og fiskvegi Freshwater Fish Migration and Fish Passage Evaluation and Development Dagana 20.-22. september 2001 verður haldin á Grand Hótel Reykjavík ráðstefna um stöðu og þróun þekkingar á fiskvegum og göngum fiska í fersku vatni. Á ráðstefnunni verða flutt alls 31 erindi auk kynningar á veggspjöldum. Ráðstefnan fer fram á ensku. Ráðstefnugjald er kr. 35.000 fyrir alla dag- skrána, en gefinn er kostur á skráningu á fyrir- lestra fyrir kr. 10.000 hvorn ráðstefnudag. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á heimasíðu Veiðimálastofnunar www.veidimal.is Skráning fer fram hjá Björk Bjarkadóttur, Ferða- skrifstofu Íslands, sími 5854374, netfang: bjorkb@icelandtravel.is . BÍLAR Bílar — Útsala Erum að selja notaða bíla, Toyota Corolla, Toyota Yaris, Nissan Almera, Nissan Micra, Suzuki Sidekick, Grand Vitara og Peugeut 106 o.fl. Gerið góð kaup. Bílarnir eru til sýnis á SH bílaleigunni, Nýbýlavegi 32, Kópavogi. FÉLAGSSTARFÍþróttaskóli barnanna Foreldrar athugið! Íþróttaskóli barnanna, fyrir 3—6 ára börn á laugardögum, er hafinn. Upplýsingar og skráning hjá Mörthu í síma 510 5314, netfang: martha@kr.is . Málfundafélagið Óðinn Félagsfundur Málfundafélagið Óðinn heldur almennan félags- fund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, Óðinsherbergi, 2. hæð, miðvikudaginn 19. september nk. kl. 20.30. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins sem haldinn verður dagana 11.—14. október nk. Gestur fundarins verður Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi. Mætið og takið þátt í flokksstarfinu. Stjórnin.FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR SMÁAUGLÝSINGAR KENNSLA ■ www.nudd.is FÉLAGSLÍF I.O.O.F.Rb.4  1509188  I.O.O.F. Ob. 1 Petrus  1829188  Sk. Fl. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Fundarstaðir: Laugaland í Holtum, miðvikudaginn 19. september kl. 16:00-21:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 17:00 og 20:00. Félagsheimilið Árnes, fimmtudaginn 20. september kl. 16:00-21:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 17:00 og 20:00. Stjórnstöð Landsvirkjunar við Bústaðaveg í Reykjavík, laugardaginn 22. september kl. 13:00-17:00. Stutt kynningarerindi flutt kl. 14:00 og 16:00. Norðlingaölduveita: Kynning á matsáætlun Landsvirkjun kynnir tillögu að matsáætlun Norðlingaölduveitu í opnu húsi á Suðurlandi og í Reykjavík Á kynningarfundunum gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa og ráðgjafa Landsvirkjunar um umhverfismatið. Á heimasíðu verkefnisins, www.nordlingaalda.is, er einnig hægt að kynna sér matsáætlunina og koma á framfæri athugasemdum og fyrirspurnum. w w w .a th yg li. is Bandaríski sendiherrann á Íslandi, Barbara J. Griffiths og starfsfólk Sendiráðs Bandaríkjanna vill þakka þann mikla stuðning sem íslenska þjóðin hefur sýnt Bandaríkjamönnum síðastliðna viku. Við þökkum þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í sendiráðið til að rita nöfn sín í minningarbók og einnig þeim þúsundum sem sendu okkur blóm, bréf, skeyti og tölvupóst. Við metum mikils þá djúpu vináttu og samúð sem Íslendingar hafa sýnt okkur á þessum erfiðu tímum. Sendiráð Bandaríkjanna. LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur sent samtökum slökkviliðsmanna í New York eftirfarandi skeyti: „Vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað, þegar árás var gerð á World Trade Center og Pentagon byggingarnar þriðjudag- inn 11. september sl., votta íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn slökkviliðsmönnum hjá New York borg innilegustu samúð sína vegna fráfalls starfsfélaga. Það ógnvænlega verkefni og sá hryllingur sem mætti löggæslu- og björgunaraðilum á vettvangi árásar- innar mun aldrei gleymast. Í beinni útsendingu horfðu íslenskir slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamenn á starfsbræður sína vinna skyldustörf sín af miklum kjarki og fórnfýsi þrátt fyrir að um ofurefli aðstæðn- anna væri að ræða. Engum er ljósari sú staðreynd en okkur slökkviliðsmönnum hve vinnu- umhverfið á vettvangi daglegra útkalla getur reynst viðsjárvert og að störfin eru oft unnin undir lífs- hættulegum kringumstæðum. Það að farast við skyldustörf eða missa vinnufélaga er martröð sérhvers slökkviliðsmanns. Ekki síst þess vegna höfum við gengið í gegnum þungar hugsanir þessa daga og mikla sorg hér á Íslandi vegna at- burðanna. Það er okkar ósk að takast megi að koma í veg fyrir voðaverk sem þessi því slíkt má aldrei gerast aftur. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur boðið fram sína aðstoð og beint því til utan- ríkisráðherra Íslands. Fyrir hönd slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna á Íslandi er látnum slökkviliðsmönnum New York borg- ar vottuð virðing um leið og dýpstu samúðarkveðjur eru sendar fjöl- skyldum og ættingjum sem nú eiga um sárt að binda. Megi góður guð verða þeim stoð og stytta við að mæta sorginni og finna ljósið fram- undan. Íslenskir slökkviliðs- og sjúkra- flutningamenn eru með ykkur í hug- anum á þessum erfiðu tímum.“ Samúðarskeyti frá slökkviliðsmönnum JÓN Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag, 19. sept- ember, kl. 16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigsveg og er öllum opinn. „Jón Torfi færir rök að því að skól- ar og skólakerfið gætu fjölmargt lært af sinni eigin sögu og annarra. Máli sínu til stuðnings nefnir hann deilur um markmið, verklag og áherslur í skólastarfi sem tekist var á um upp úr aldamótunum 1900 og enn er deilt um. Þá fjallar hann um nýbreytnistarf, þróun tækninýjunga í skólastarfi og samstarf heimilis og skóla,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrirlestur um stefnur og strauma í uppeldissögu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.