Morgunblaðið - 29.09.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 29.09.2001, Síða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Innköllun vegna rafrænnar skráningar Mánudaginn 8. október 2001 verða hlutabréf í SÍF hf. tekin til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar SÍF hf. þar að lútandi. Af þeim sökum verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í SÍF hf. tekin til rafrænnar skráningar en þau eru öll í einum flokki og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá SÍF hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár SÍF hf., Fornubúðum 5, 220 Hafnarfirði eða í síma 550 8000. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Enn fremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun, þ.e. banka, verðbréfarfyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf., fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni viðkomandi hluthafa. Hluthöfum félagsins hefur verið kynnt þetta bréfleiðis. Stjórn SÍF hf. hlutabréfa í SÍF hf. Neskaupstað - Síldarvertíðin í haust hefur farið vel af stað og eru nú þegar komin hér á land um 2.000 tonn á þeirri einu viku sem af er vertíðinni. Öll síldin hefur farið í vinnslu til manneldis, það er fryst- ingu og söltun. Síldin hefur verið mjög góð og úrkast verið mjög lítið. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Síldarvertíðin byrjar vel NEFND, sem starfaði á vegum fjármálaráðuneytisins, hefur lagt til að verðleiðrétt reikningsskil verði afnumin. Ef ákvörðun þess efnis verður tekin þýðir það viða- miklar breytingar á skattalöggjöf- inni. Sérstakri nefnd, sem starfaði á vegum fjármálaráðuneytisins, var falið að meta kosti og galla þess að hverfa frá verðbólgureikningsskil- um auk þess að gera tillögur um lagabreytingar ef þyrfti. Að sögn Baldurs Guðlaugssonar, ráðuneyt- isstjóra fjármálaráðuneytis, hefur þessi nefnd skilað áliti sínu. „Nið- urstaða nefndarinnar er sú að leggja til að verðbólgureiknings- skil verði afnumin“, segir Baldur. Hann segir nefndina ekki hafa tek- ið afstöðu til þess frá hvaða tíma þetta ætti að gerast. „Síðan þessi niðurstaða lá fyrir hefur þetta verið til skoðunar inn- an ráðuneytisins. Það er ljóst að ef þessi ákvörðun verður tekin þá kallar það á nokkuð viðamiklar breytingar í skattalögum þar sem svo margt miðast við verðbólgu- leiðréttingar og verðbólgureikn- ingsskil. Sú vinna og athugun á því er í gangi.“ Baldur segir að afnám verð- bólgureikningsskila verði aðeins einn hluti ákvarðana varðandi skattamál en ef til kæmi yrði um miklar breytingar að ræða. Deloitte&Touche gerði fyrr á árinu könnun um áhrif verðbólgu- leiðréttinga á íslensk fyrirtæki og hvaða þýðingu það hefði að leggja verðleiðréttingar af. Niðurstaðan var á þá leið að hagnaður fjár- málastofnana og örfárra annarra fyrirtækja batnaði við afnám verð- bólgureikningsskila en afkoma annarra fyrirtækja versnaði. Á hinn bóginn má geta þess að skatt- greiðslur þessara fyrirtækja lækka þegar hagnaður minnkar. Ljóst er að fjármálafyrirtækin gera ráð fyrir að ákveðið verði að leggja af verðleiðréttingu, a.m.k. hafa nokkur þeirra þegar lýst yfir að þau muni leggja niður verð- bólgureikningsskil frá og með árinu 2002. Ástæðan er sögð sífellt meiri þátttaka í alþjóðlegu um- hverfi og afnám verðbólgureikn- ingskila geri reikningsskil fyrir- tækjanna samanburðarhæfari á alþjóðavettvangi. Verðleiðrétt reikningsskil verði aflögð Kallar á víðtæk- ar breytingar á skattalögum Morgunblaðið/Ásdís Íslandsbanki tilkynnti við birtingu milliuppgjörs að hagnaður bankans fyrir skatta hefði orðið um 700 milljónum meiri hefði verðbólgu- reikningsskilum ekki verið beitt. VERSLUNAR- og skrifstofuhús- næði hefur aukist um 125% í rúm- metrum á síðastliðnum 18 árum, en á sama tímabili hefur lands- framleiðsla vaxið um 60%. Þetta kemur fram í nýjum Hagvísum Þjóðhagsstofnunar, en þar segir að ekki liggi fyrir opinberar upp- lýsingar um skiptingu milli versl- unar- og skrifstofuhúsnæðis. Fram kemur að þegar Kringlan var opnuð var verslunarrými þar 20 þúsund fermetrar og áætluðu eigendur Kringlunnar þá að við- bótin við verslunarrými á höfuð- borgarsvæðinu yrði 10-12%, en nú er verslunarrými í Kringlunni 35 þúsund fermetrar. Verslunarrými í Smáralind verður 40 þúsund fer- metrar og af eigendum Smára- lindar er sú viðbót við verslunar- rýmið á höfuðborgarsvæðinu einnig áætluð 10-12%. Segir í Hagvísum Þjóðhags- stofnunar að samkvæmt þessum tölum megi áætla að verslunar- rými á höfuðborgarsvæðinu sé nú um 380 þúsund fermetrar og verslunarrýmið miðað við hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu hafi því vaxið úr 1,4 fermetrum árið 1987 í 2,1 fermetra árið 2001. Mikil aukning verslunar- og skrifstofu- rýmis á höfuðborgarsvæðinu Aukningin 125% á 18 árum FLUTNINGADEILD Bandaríkja- hers hefur framlengt samning sinn við Atlantsskip og TransAtlantic Lines LLC um eitt ár. Upprunaleg- ur samningur Varnarliðsins við Atl- antsskip frá 1998 var til tveggja ára með ákvæði um þrjár eins árs fram- lengingar. Þetta er í annað sinn sem bandarísk stjórnvöld nýta sér ákvæði um að framlengja samning- inn og gildir framlengingin nú út október á næsta ári. Stefán Kjærnested, framkvæmda- stjóri Atlantsskipa, segir í samtali við Morgunblaðið að flutningar fyrir Varnarliðið hafi gengið vel í alla staði og ekki sé ástæða til að ætla annað en Varnarliðið framlengi í þriðja skipti að ári. „Svo lengi sem við stöndum okkur og skilum góðu verki eru þessar framlengingar yfirleitt notaðar. Við höfum lagt mikið kapp á að veita Varnarliðinu góða þjónustu, höfum átt gott samstarf við það, og meðan svo er búumst við við þessum framlengingum.“ Árið 2003 verður verkið boðið út að nýju og að sögn Stefáns munu Atlantsskip taka þátt í því útboði. Í fréttatilkynningu kemur fram að Atlantsskip hafa um 50% markaðs- hlutdeild í flutningum milli Íslands og Bandaríkjanna. „Flutningarnir fyrir Varnarliðið eru kjölfestan í rekstri félagsins en félagið hefur 10% hlutdeild í almennum flutning- um og annast flutninga fyrir Sam- skip milli Íslands og Bandaríkj- anna,“ segir í tilkynningunni. Atlantsskip hafa verið með tvö skip í siglingum milli Íslands og Bandaríkjanna, Radeplein og Geysi. Alls sigla skip félagsins þrjátíu ferðir á ári og hafa því viðkomu í höfnum í Bandaríkjunum og á Íslandi á tólf daga fresti. Varnarliðið fram- lengir samning við Atlantsskip TRYGGINGASJÓÐUR sparisjóða hefur komið Sparisjóði Hornafjarðar og nágrennis til aðstoðar vegna þess að sparisjóðurinn hefur í öryggis- skyni þurft að auka umtalsvert fram- lög í afskriftareikning útlána. Í frétta- tilkynningu kemur fram að þessi óvæntu afskriftaframlög stafi af því að nokkrir af viðskiptamönnum Sparisjóðs Hornafjarðar hafi að und- anförnu átt í rekstrarerfiðleikum. Allir sparisjóðir á Íslandi eru aðilar að Tryggingasjóði sparisjóða, en til- gangur sjóðsins er að aðstoða ein- staka sparisjóði ef upp koma erfið- leikar í rekstri þeirra. Í fréttatilkynningunni segir að í sam- ræmi við þetta markmið muni Trygg- ingasjóður sparisjóða aðstoða Spari- sjóð Hornafjarðar og nágrennis vegna þeirra tímabundnu aðstæðna sem nú steðja að sparisjóðnum. Tryggingasjóð- ur til aðstoðar Sparisjóði Hornafjarðar ÁKVEÐIÐ hefur verið að leita eftir skráningu hlutabréfa Landssíma Ís- lands hf. á Tilboðsmarkað Verðbréfa- þings Íslands hf. og í tilkynningu frá Framkvæmdanefnd um einkavæð- ingu kemur fram að gengið hefur ver- ið frá samningi við Búnaðarbanka Ís- lands hf. um viðskiptavakt með hlutabréfin. Ríkissjóður mun bjóða til sölu hlutabréf í Landssímanum á markaðsgengi hverju sinni en þó aldrei á lægra gengi en 6,1. Sölutilboð af hálfu ríkissjóðs verða að hámarki 300.000 krónur að nafnvirði, sem er sami hlutur og var boðinn til sölu í al- mennu áskriftarsölunni. Bréf Símans á Tilboðs- markað VÞÍ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.