Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 1
úrsllt alDingiskosninganna lágu endanlega lyrir I morgun: FRAMSÚKN BÆTTI VW FIMM ÞINGMðNNUM Slálfstæöisflokkurlnn bætti viö sig einum Dingmanni. AlDýöuflokkurinn tapaði fjórum og Aibýðubandalagið Dremur en L-listinn kom að manni I Suðurlandskiördæmi tJrslit kosninganna i öllum kjördæmum landsins eru birt á bls. 9, en heildaratkvæðamagn flokkanna var sem hér segir (tölur innan sviga frá kosningunum 1978): 9 Framsóknarflokkurinn var sigurvegari alþingiskosninganna, sem fram fóru i gær og í fyrradag. Hann bætti við sig 5 þingmönn- um frá kosningunum 1978 og hefur nú 17 þingmenn. Alþýðuf lokkur- inn tapaði flestum þingmönnum, 4, og hefur nú 10, en Alþýðu- bandalagið tapaði 3 þingmönnum, hefur 11. Sjálfstæðisf lokkurinn bætti við sig 1 þingmanni, hefur nú 21 þingmann, og L-listinn kom að einum manni í Suðurlandskjc J 0 Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði i viðtali við Vísi í nótt, að hann myndi stefna að því að endur- nýja vinstri stjórnina, sem fór frá völdum í október siðastliðnum — þ.e. ríkisstjórn Framsóknarflokks, Alþýðuf lokks og Alþýðubanda- lags, en minnihlutastjórn Alþýðuflokksins mun væntanlega biðjast lausnar i dag. A-listi Alþýðuflokksins hlaut 21.578 atkvæði (26.912), eða 17,4% (22%) og 7 kjördæma- kosna þingmenn og 3 uppbótar- þingmenn. B-listi Framsóknarflokksins fékk 30.871 atkvæði (20.466) eða 24,9% (16,9%), og 17 kjördæma- kosna alþingismenn. D-listi Sjálfstæðisflokksins hlaut 43.841 atkvæði (39.978) eða 35,4% (32,3%), og 15kjördæma- kosna menn og 6 uppbótarþing- menn. G-listi Alþýðubandalagsins fékk 24.390 atkvæði (27.962) eða 19,7% (22,9%), og 10 kjördæma- kosna þingmenn og 1 uppbótar- mann. L-listinn i Suðurlandskjör- dæmi fékk 1.484 atkvæði og einn mann kjörinn. Aðrir listar fengu engan mann. 1 kosningunum náðu eftir- taldir 5 alþingismenn, sem voru i framboði.ekki kjöri: Ragnhild- ur Helgadóttir og Ellert B. Schram i Reykjavik, Kjartan Ólafsson á Vestfjörðum, Finnur Torfi Stefánsson á Norðurlandi vestra, Jón Sólnes á Norðurlandi Þessir 13 frambjóðendur voru nú i fyrsta sinn kjörnir á þing: Birgir ísleifur Gunnars- son, Guðmundur G. Þórarinsson og Guðrún Helgadóttir i Reykjavik, Davið Aðalsteinsson og Skúli Alexandersson á Vesturlandi, Ólafur Þórðarson á Vestfjörðum, Stefán Guð- mundsson og Ingólfur Guðnason á Norðurlandi vestra, Guð- mundur Bjarnason og Halldór Blöndal á Norðurlandi eystra, Egill Jónsson á Austurlandi og Jóhann Einvarðsson og Salóme Þorkelsdóttir i Reykjaneskjör- dæmi. Auk þess koma nú tveir „gamlir” þingmenn inn á Al- þingi á ný — Pétur Sigurðsson i Reykjavik og Karvel Pálmason á Vestfjörðum. Nánar segir frá kosningaúr- slitunum á bls. 8, 9, 12, 16, 17 og 32 i blaðinu i dag. — ESJ. Steingrfmur Hermannsson og Edda Guðmundsdóttir, kona hans.voru aö vonum ánægð meö úrslitin i nótt. Visismynd: GVA. „Beilum okkur fyrir endur- nýjun vinstrl stjórnarinnar” - seglr Stelngrlmur Hermannsson efftlr kosnlngaslgur Framsóknarflokkslns við hitaveituna. Þeir virtust | ætla að sundra þjóðinni, etja landshluta gegn landshluta og | stétt gegn stétt. Þeir voru æði _ margir i Reykjavik, sem ekki | vildu slikt.” — Kemur samstarf við Sjálf- | stæðisflokkinn ekki til greina? . „Nei. Við tókum mjög I ákveðna afstöðu fyrir kosning- ■ ar. Við sögðum, að við vildum ■ endurreisa vinstri stjórnina ef ■ Framsóknarflokkurinn yrði M stærstur þessara þriggja flokka. I Við lærðum af stjórnarsam- ■ starfinu við Sjálfstæðisflokkinn ■ ’74-’78. Og ég lofaði mörgum ■ Strandamönnum á leiðinni suö- M ur, að við færum ekki i stjórn I með Sjálfstæðisflokknum. Ég M verð að standa við það.” —SJ ■ ........J „Sem betur fer sé ég ekki „viðreisn” framundan, og það er von min, að Alþýðubandalag og Alþýöuflokkur dragi þá lexíu af þessu, það þeir starfi á annan máta en f sfðustu rikisstjórn. Við munum beita okkur fyrir þvi að endurnýja vinstri stjórn- ina, en i þetta sinn munum við ganga betur frá ýmsum lausum endum en við gerðum siðast. Það er nú svo, aövandi fylgir vegsemd hverri, og nú er að sjá hvernig friðurinn verður unn- inn”, sagði Steingrimur Her- mannsson, formaður Fram- sóknarflokksins, i viðtali við Vfsi i nótt þegar ljóst var að Framsókn var sigurvegari kosninganna. „Ég er sannfærður um að stærsti þátturinn i þessari út- komu okkar sé hræðsla fólks við leiftursóknina,” sagði Stein- grimur. Það var létt yfir Steingrimi og nokkrum vinum hans, sem höfðu komið i heimsókn til hans til að fagna sigrinum. Menn fylgdust spenntir með tölum og jókst ánægjan með hverjum nýjum lestri. „Já, ég er mjög hress með þetta,” sagði Steingrimur, „og ég hefði verið hress með 16 menn inni,” bætti hann við. „Ég átti von á fylgisaukningu, en setti markið ekki svona hátt. Það var allt annar andi meðal framsóknarmanna en fyrir siö- ustu kosningar, fleiri sjálfboða- liðar og rikari hugsjón að baki starfinu. Ég var hræddur við að sú alda, sem virtist vera með okkur,,myndi dvina, en mér var þó ljóst siðustu dagana, að okk- ur hefði tekist að halda henni. Það sem ég reiknaði ekki með var að hún hefði risið undir lok- in.” — Hverju þakkarðu þennan sigur? „Ég þakka þvi, að þrátt fyrir mistök siðustu rikisstjórnar störfuðum við þar af heilindum og drengskap. Einnig þvi, að að- eins tvær stefnur voru uppi i efnahagsmálum. Alþýöubanda- lag og Alþýðuflokkur höfðu enga stefnu. Ég held að okkur hafi tekist að láta valið standa milli þessara tveggja stefna og fólk var hrætt við leiftursóknina. Fólk óttaðist lika þá stefnu. sem Sjálfstæðis- flokkurinn lét i ljós i sambandi i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.