Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 31

Vísir - 04.12.1979, Blaðsíða 31
31 Umsjón: ■Haliidór (Reynisson ■ ■ii VÍSIR Þriðjudagur 4. desember 1979 Sjónvarp kl. 21.55: Hinn banvænl franskl „slarmör” Þátturinn um hefnigjarna Frakkann heldur áfram i kvöld, en hann er nú þegar búinn að koma einum fjórum fyrir kattar- nef til að hefna fyrir kærustuna. Nú eru f jórir af þeim fimm sem voru i flugvélinni, hvaðan flaskan kom sem drap kærustuna, búnir að fá á baukinn. I slðasta þætti sagði frá dóttur eins af veiði- félögunum og hvernig hún varö ástfangin af ungum myndarleg- um manni. Camaret lögreglufor- ingi kemst á sporið, en of seint þvi ungi maðurinn er búinn að koma fram hefnd sinni á dótturinni sem hann hafði tælt. Hann notar það venjulega.að hann er sjarmör og stúlkurnar hriðfalla fyrir honum, en svo kemur hefndin.... I næsta þætti fer þó hringurinn að þrengjast um hann.þvi Cama- ret lögreglumaður er kominn á sporið, en eftir er að sjá hvort hefnarinnkemurfram hefndum á fimmta veiðifélaganum. — HR Vegna þessa franska sjarma fær nú hver veiðifélaginn á fætur öðr- um að kenna á þvi. „Menning” hvítra manna I Suður-Afríku: svartur mótmælandi borinn af velii, eftir mótmæli gegn yfirráöum hvíta minnihlutans. utvarp kl. 21: Þegar „hvíla” menningin kom til Afríku „Við ætlum fyrst að gera grein fyrir ástandi mála i svörtu Afriku nú á dögum, en förum siðan út i að fjalla um mál þar á fyrri tið” sagði Hafþór Guðjónsson, en hann. ásamt Þórunni óskarsdótt- ur og Hallgrimi Hróðmarssyni, sér um þátt i útvarpinu i kvöld sem nefnist „Framtíðin i höndum okkar”. Hafþór sagði að þættir þessir sem verða þrir i röðinni byggðu að töluverðu leyti á bók eftir Norðmanninn Erik Damman. Væri þar m.a. fjallað um hina fornu menningu Afriku áður en hviti maðurinn kom þangað og eyðilagði þá menningu að miklu leyti. Þá væri einnig fjallað um samskipti hvitra manna við aðrar þjóðir þriðja heimsins og komið inn á sögu Kina, t.d. ópiumstriöið á siðustu öld þar sem hvitir menn komu mjög við sögu. Þriðjudagur 4. desember 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. .4 fri- vaktinni. Sigrún Sigurðar- dóttir kynnir óskalög sjó- manna. 14.40 íslenskt mál. Endurtek- inn þáttur Jóns Aöalsteins Jónssonar. 15.00 Tónleikasyrpa. Tónlist úrýmsum áttum og lög leik- in á ólfk hljóðfæri. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Ungir pennar. Harpa Jósefsdóttir Amin les efni eftir börn og unglinga. 16.35 Tónhorniö.Sverrir Gauti Diego sér um þáttinn. 17.00 Siödegistónleikar. Sinfóniuhljómsveit tslands leikur „Friöarkall”, hljóm- sveitarverk eftir Sigurð E. Garðarsson; 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Viðsjá. 19.50 Til- kynningar. 20.00 Paul Tortelier leikur á selló. Einleikssvitu nr. 6 eftir Johan Sebastian Bach. 20.30 4 hvítum reitum og svörtum.Jón Þ. Þór flytur skákþátt. 21.00 Framtiðin i höndum okk- ar. Þættir um vandamál þriðja heimsins, byggðir á samnefndri bók eftir Norð- manninn Erik Damman. Umsjón annast Hallgrimur Hróðmarsson, Þórunn óskarsdóttir og Hafþór Guðjónsson. 21.20 Robert Riefling leikur Pianósónötu nr. 32 i c-moll op. 111 eftir Beethoven. (Hljóöritun frá tónlistarhá- tið i Björgvin). 21.45 Otvarpssagan: ,,For- boðnir ávextir" eftír Leif Panduro. Jón S. Karlsson þýddi. Sigurður Skúlason leikari les (2). 22.35 Þjóöleg tónlist frá ýms- um löndum.Áskell Másson kynnir tónlist frá Vietnam: siðari þáttur. 23.00 4 hljóöbergi. Umsjónar- maður: Björn Th. Björns- son listfræðingur. Peter Ustinov les tvo þætti eftir James Thurber: „Hamingjuþjóðfélagið” og „Hunder risi". Meö lestrin- um er hljómlist eftir Ed Summerlin. 23.45 Fréttir Dagskrárlok. Þriðjudagur 4. desember 20.00 Fréttir og veöur 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Saga flugsins. Franskur fræðslumyndaflokkur. Þriðji þáttur. Atlantshafið. Lýst er þróun flugs frá striðslokum 1918, 21.55 Hefndin gleymir engum. Fimmti þáttur. Efni fjóröa þáttar: Camaret lögreglu- maður kemst aö þvi aö mennirnir þrir, sem orðiö hafa fyrir baröinu á morð- ingjanum, voru veiðifélagar ásamt tveimur mönnum öðrum. Lögreglan telur vist aö dóttír annars þeirra, Madeline Darnand, sé i lifs- hættu. Madeline er ástfang- in af ungum manni sem hún hefur nýlega kynnst. Henni tekst aö sleppa úr gæslu og fer heim til vinar sins. Camarret hefur upp á heim- ilisfangi unga mannsins en kemur þangaö of seint. Þýö- andi Ragna Ragnars. 22.50 Dagskrárlok. Þá hefst baiiið um samsteypuna Þegar fólk les þessar linur verður eflaust búiö að telja og þess vegna eru spádómar óvið- eigandi. Engu að siður er óhætt að segja, að þessar kosningar hafi verið harðar, þegar mið er tekiö af kjörsókn i einstöku kjördæmum og á mánudag jókst enn við kjörsóknina og má með sanni segja að þá hafi gefist tækifæri til að koma henni ofar almennt en áður hefur þekkst. Kemur sú mikla kjörsókn illa við hrakspár um vetrarkosning- ar sem taldar voru frá hinu illa, þ.e. Alþýðuflokknum. Virðist sem sumar sveitakjördeildir hafi gengið hvað harðast fram i þvi að sýna og sanna að hrak- sprárnar um lélega kjörsókn hefðu ekki viö rök að styðjast. Samt var á hinn svonefndi Ólafsbylur. Menn hafa haft þunga drauma meðan á kosningunum hefur staöið, og hefur hvergi verið sparað að spá i þá. Norður á Akureyri var sagt frá draumi sannfærðs framsóknarmanns, sem vaknaði i gærmorgun með andfælum við að Geir Hall- grimsson væri kominn á nýjan bil. Það fylgir ekki sögunni hver tegundin var, en ef að likum læt- ur hefur það verið Mercedes Benz. Það stendur auðvitað ekki upp á framsóknarmenn að vita neitt um bila. Þeir vita aftur á móti allt um hrútakynin. Þá berast þau tiðindi af Austurlandi, að bæði Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýöu- flokkurinn muni bæta við sig at- kvæðum. Hvaö það dugir getur enginn sagt um. Bjarni Guðna- son er sagður hafa breytt um framkomu og kosningatón á fundunum frá þvi við fyrri kosn- ingar, hafi nú verið mikið al- vörugefnari, og bent Aust- firðingum góðfúslega á, að þaö væri ekki klókt fyrir þá aö eiga ekki fulltrúa úr öllum flokkum á þingi. Þessi röksemd segja heimildarmenn að hafi haft töluvert að segja. Þá þykir ihaldinu á Austfjörðum nokkur fagnaður aö Tómasi Arnasyni: Sannur ihaldsmaður, segja þeir og vilja gjarnan að hann veröi nú og i framtiðinni fyrsti þing- maður Austfirðinga. Þannig nýtur Tómas einskonar utan- flokkshefðar. En þessar vangaveltur verða auðvitað allarl'að baki þegar Visir birtist sjónum ykkar i dag, ýmist eftir andvökunótt eða snemmendis fótaférð til að hirða siðustu tölur. Þá verður eflaust aftur kotniö gott veður, enda varð nú bókstaflega aö snjóa einhvers staðar á landinu kjördagana eftir allar spárnar. Nú verður þetta bara spurning hvort þjóðin lifir væntanlegt stjórnarfar. Menn liafa haft uppi nokkurn loforðaþæfing fyrir þessar kosn- ingar, en væntanlega fer um hann eins og fyrr, að hann lendir i framhaldsþæfingi i einhverri samsteypustjórninni. Og innan nokkurra mánaða má búast við þvi að kjósendur verði farnir að álita, að til litils hafi þeir stikað út i Ólafsbyl til að kjósa. Þetta hefur a.m.k. verið sagan undan- farinn áratug. Engu að siður skulum við vona að þessar kosningar hafi borið einhvern árangur i þá veru að koma tneira lagi og tneiri festu i þjóðlifiö. Leiði þær til þess þá er vel. Þá getum við aftur farið að snúa okkur að skemmtilegum hlutum. Það er nú svo með islcnsku þjóðina, að hún vill sitja i kyrröum skipu- legra framfara við sæmilega af- komu, og skilur þvi ekki almin- lega þær væringar, sem henni hefur veriö varpað út i. Þær eru hins vegar aðeins hluti þess uppgjörs, sem nú stendur yfir um allan heim. Arangur þess uppgjörs sést annars vegar i löndum eins og Kambodiu og liins vegar i landi eins og Vest- ur-Þýskalandi, sem býr við hættulega velsæld. Millivegur- inn er bestur, og það er skylda hinna borgaralegu flokka að sjá til þess að hann verði farinn. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.