Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 13

Vísir - 09.01.1980, Blaðsíða 13
Miövikudagurinn 9. janúar 1980. 12 Miövikudagurinn 9. janúar 1980. HROLLUR TEITUR AGGI 'MIKKI Sjóprófin í Týsmállnu á Akureyri: „ÞU ERT VARLA MAR- UR TIL AÐ VALDA ÞESSU VOPHI" - sagöi Jóhannes oisen háseti viö Jón o. Guömunflsson vélstjóra rétt áöur en Jón stakk hann meö hnlfnum Steinar Már Clausen, bátsmaöur á Tý, kemur út úr dómsalnum á Akureyri eftir aö hafa lýst árásinni i eldhúsi varöskipsins. Bjarni Helgason, skipherra á Tý, (t.h.) ber vitni viö sjóprófin i gær. Frá vinstri: Björn Baldvinsson, meödómandi, ritari dómsins, Asgeir Pétur Asgeirsson, forseti dómsins og Bjarni Jóhannesson, meðdómandi. — Vísismynd: GVA í vitnaleiðslum fyrir Sjó- og verslunardómi Akureyrar i gær kom fram, að skipverjar á Tý höfðu orðið varir við einkennilega hegðun Jóns D. Guðmundssonar vélstjóra næstu daga á undan hinum örlagarika mánudegi, þegar hann varð tveimur skipsfélögum sinum að bana og hvarf sjálfur fyrir borð. Á laugardagskvöldið lét Jón svo ummælt við tvo skipsfélaga sina, að hann teldi sig vera að verða ruglaðan. Sjóréttur stóð frá klukkan 15.30 til klukkan 19.30 i gær og verður honum framhaldið i dag undir forsæti Asgeirs P. As- geirssonar, aðalfulltrúa bæjar- fógetans á Akureyri. Skipverjarnir, sem komu fyrir sjóréttinn i gær, voru þessir: Bjarni Helgason, skip- herra, Steinar Már Clausen, bátsmaður, Ragnar H. Ragnarsson, vikadrengur, Þórir Bjartmar Harðarson, vikadrengur, Ólafur Valur Sig- urðsson, fyrsti stýrimaður, Kristján Þorbergur Jónsson, þriðji stýrimaður, Asgeir Þór Daviðsson, matsveinn og Pétur Pétursson, háseti. Komu þeir fyrir i þessari röð og unnu allir eið að framburði slnum. Gunnar V. Andrésson, ljósmyndari ,,Þú stakkst mig”. Aðeins eitt vitni var að þvi, er Jóhannes ólsen varð fyrir hnifs- stungu Jóns D. Guðmunds- sonar, en það var Steinar Már Clausen, bátsmaður. Ekkert vitni var hins vegar að þvi, er Einar Óli Guðfinnsson varð fyrir hnifi Jóns. Þegar Steinar Már kom fyrir sjóréttinn var lesin upp skýrsla, sú er hann gaf Ivari Hannes- syni, lögreglufulltrúa hjá Rann- sóknarlögreglu rikisins, af þess- um atburöum. Þar kom meðal annars fram eftirfarandi: A mánudagsmorgun var Steinar aö taka niöur jólaskraut i matsal skipsins ásamt Jóhanni Ólsen og öðrum skipverja til. Einar óli Guðfinnsson vann þá að tiltekt i klefum skipverja. Um klukkan niu voru þeir þremenningarnir búnir að taka niður jólaskrautiö og langt komnir með að ryksuga. Þá kom Þórir Bjartmar Haröarson vikadrengur að og tók við ryk- sugunni, en þeir Steinar og Jó- hannes ákváðu að fá sér kaffi i eldhúsinu og fóru þangað saman. Enginn var i eldhúsinu, er þeir komu þangað, en i sömu svifum kom Jón D. Guðmunds- son vélstjóri þangaö inn bak- borösmegin. Steinar veitti honum litla athygli fyrst, en sá siðan, að Jón hélt á stórum brauðhnifi i vinstri hendi og fitlaði við eggina með þeirri hægri. Heyrði Steinar, að Jó- hannes sagði við Jón, að hann væri nú varla maður til að valda þessu vopni. Jón svaraði ekki en færði hnifinn yfir i hægri hendi, lyfti henni og keyrði hnifinn i Jóhannes, sem sneri að honum vinstri hlið. 1 þvi heyrir Steinar að Jóhann segir: „Þú stakkst mig”. Blóð vætlaði i gegnum skyrtu Jóhannesar og Steinar sér Jón standa meö reiddan hnifinn og stara tryllingslegu augnaráði fram fyrir sig. Steinar hljóp strax út úr eld- húsinu og fram hjá þeim Þóri Bjartmari og Einari óla, sem þá voru báðir i matsalnum, aö þvi er honum sýndist. Steinar hélt rakieiðis áfram upp á stjórnpall og rétt á eftir honum kom Jóhannes og sagði: „Hann er brjálaður þessi maður, hann stakk mig”. örskammri stundu seinna var kallað, að Einar Óli væri særður niðri. Steinar kvaöst hafa oröið var við einkennilega framkomu Jóns kvöldið áður og virtist hann þá mjög órólegur. Það sama kom fram hjá fleiri vitn- um. Sá tvo menn á hlaup- um. A meöan þessir atburðir gerð- usti'eldhúsinu, var Þórir Bjart- mar áfram að ryksuga I matsal og heyrði ekki hávaða frá eld- húsinu. Sá, sem hafði verið með þeim Steinari og Jóhannesi að taka niður skrautið, hafði brugðið sér afsiðis. 1 framburöi Þóris Bjartmars kom fram, að Einar Óli kom til hans i matsalinn og bað hann aö flýtp sér, þvi að Einar kvaðst þurfa að nota ryksuguna. Siðan hvarfEinar frá. Þórir heyröi siðan hávaða og sá tvo menn hlaupa fram mat- salsganginn og var sá siðari Jón. 1 sama mund heyröi Þórir sársaukastunu og var þá Einar kominn inn I matsalinn. Hann varblóðugurogsagöium leið og hann settist á stól, að hann hefði verið stunginn. Þórir spurði hvar hann hefði verið stunginn og Einar svaraði: „1 hjarta- stað”. Hann bað Þóri aö læsa dyrun- um, sem hann og gerði, og reyndi Einar að kalla i kallkerfi skipsins en hneig niður. Þórir reyndi lika að kalla, en fékk ekkert svar. Skynjaði hættuna. Ragnar H. Ragnarsson vika- drengur kom að eldhúsinu rétt i þann mund, er Jóhannes hafði oröið fyrir hnifsstungunni. Ragnar var að koma ofan úr brú og ætlaði inn i eldhúsiö, er hann sá Jóhannes koma þaðan út og gekk hann aftur á bak; áður taldi Ragnar sig hafa heyrt örvæntingaróp. Hann sá Jón standa i eldhúsinu og hélt hann hnifnum i mittishæö. Ragnar sagðist i sinum fram- burði hafa skynjað hættuna, sem hann var i, hljóp fram ganginn og inn i matsal yfir- manna. Þaðan sá hann Jó- hannes og Einar hlaupa fram hjá dyrunum og var Jón á eftir. Ragnar heyröi siðan einhvern reka upp óp og hljóp hann þá niður i vélarrúm eftir hjálp. Hjúkrað eftir mætti. 1 upphafi sjóréttarins i gær, er Bjarni Helgason skipherra kom fyrir dóminn, var lesið upp úr dagbók skipsins, þar sem greint var frá atburðum, skráðum af Ólafi Val Sigurðssyni, fyrsta stýrimanni. Þar segir meðal annars, að um klukkan 9.30 mánudaginn 8. janúar, hafi SteinarMárClausen komiö þjót- andi upp i brú og sagt að Jó- hannes hafi verið stunginn. Steinar var beöinn að kalla menn til hjálpar, en i sömu svif- um kom Jóhannes upp i brúna með stórt stungusár á baki. Hann var lagður á grúfu >og þriðji stýrimaður kom von bráðar meö sárabindi og lagði á sárið. Rétt i þessu var kallaö aö Einar óli hefði verið stunginn meðan stýrimenn skipsins hlúöu að hinum særðu, var skipherr- ann i sambandi við lækni á Siglufirði og stjórnstöö Land- helgisgæslunnar, en i fyrstu var haldið, að sár mannanna væru ekki eins hættuleg og siöar kom i ljós. Sett var á fulla ferð til Grims- eyjar og ráðstafanir gerðar til að fá þangað lækna með flugvél frá Akureyri, en þar sem aö mennirnir létust löngu áöur en komið var að eyjunni, varð ekkert af þvi. Bjarni sagði að hitastig sjávár á þessum slóðurri hafi verið um 0 gráður og menn lifa ekki nema um 12 miniítur i svo köldum sjó. Taldi hann þvi ein- sýnt, að ekki þýddi að leita Jóns, þar sem hann væri ekki lengur lifs, en allt benti til að hann hefði horfið fyrir borð. Undarleg hegðun Jóns. Eins og vikið var að i upphafi, kom það fram i skýrslum skip- verja, sem þekkt höföu Jón D. Guðmundsson nokkuð lengi, að hegöun hans hefði verið næsta torkennileg frá þvi aö skipið lagði úr höfn i Reykjavik föstu- daginn 4. janúar. Var Jón þegj- andalegur og eins og utan við sig. Viðvaningarnir tveir biða þess að bera vitni: Ragnar Hjálmar Ragn- arsson, Hafnarfiröi, og Þórir Bjartmar Harðarson, Efri-Vik, Kirkju- bæjarhreppi. og væri i matsalnum. Ólafur Valur fyrsti stýrimaður fór þá þegar niöur og var Einar með sár á brjósti. Báöir voru menn- irnir með rænu. Þeim var hjúkraö eftir mætti, en Jóhannes lést um klukkan 10.30 og Einar um klukkan 11. öll áhöfnin leitaði Jóns á meðan hinum var hjúkraö, en án árangurs. Hins vegar tóku menn eftir þvi að hurð i dyr- um út á þyrlupall stjórnborðs- megin, slóst laus, en þær eru alltaf lokaðar, þegar skipið er á siglingu. 1 framburöi Bjarna Helga- sonar skipherra, sem hann gaf i skýrslu sinni fyrir rannsóknar- lögreglu og lesin var upp i rétt- inum, kom meöal annars fram, að hann var i loftskeytaklefa, þegar þessir atburðir geröust, en sá Jóhannes hlaupa upp stig- ann framhjá loftskeytaklefan- um á leið sinni upp I brú. Rétt á eftir kom fyrsti vélstjóri og spurði, hvað um væri að vera og sá Bjarni við nánari athugun aö blóð var i stiganum. Hann hljóp strax upp I brú, og þegar hann hafði fengið vitneskju um það sem gerst haföi, gaf hann skip- un um aö áhöfnin skyldi leita Jóns um allt skipiö. Siöan fór Bjarni strax aftur i loftskeyta- klefann til aö ná sambandi við lækni. Á meöan hann beiö eftir þvi samtali var tilkynnt, að Einar væri særður lika. A Kristján Þorbergur Jónsson, þriðji stýrimaður, sagði fyrir réttinum, að þeir Jón hefðu veriðhvor á sinni vaktinni. Hins vegar hefði verið greinilegt að Jón gat litið sem ekkert sofið er hann átti fri, en Kristján var á vakt. Varð Kristján mjög oft var við að Jón væri á ferli. Kom hann til Kristjáns á sunnudags- kvöldið og bað hann um magnyltöflur vegna vanliö- unar, en Kristján sér um lyfja- birgðir skipsins. Sagði Kristján, að Jóni hefði greinilega liðið mjög illa, veriö fámáll en starað út i myrkrið. Asgeir 'Þ. Daviðsson, mat- sveinn, sagði aö Jón heföi sagt sér á laugardagskvöldið, að hann teldi sig vera aö verða ruglaðan, en Ásgeir og Jón hafa lengi þekkst vel. Fleiri skip- verjar lýstu þvi, hvernig Jón hefði verið mjög fámáll og virst úti á þekju og framkoma hans öll mjög óvenjuleg. Klukkan hálfniu á mánudags- morgun var Pétur Pétursson háseti á leið i klefa sinn og mætir hann þá Jóni, sem var að koma af vakt. Pétur yrti á hann, en Jón svaraði ekki, heldur starði þegjandi á hann. Jón mun hafa verið á leið i klefa sinn og hefur ekki komiö fram, aö nokkur hafi orðiö var viö hann siðarfyrr en hinir hroöalegu at- burðir geröust. SG, Akureyri / —P.M.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.