Vísir - 09.04.1980, Blaðsíða 16

Vísir - 09.04.1980, Blaðsíða 16
16 Umsjón: Illugi Jökulsson vism Miövikudagur 9. aprfl 1980 Enn fær Helgi Tnmasson gðöa dóma Helgi Tómasson balletdansari verBur æ vinsælli úti henni New York og hefur nú Visi borist úr- klippa úr New York Times þar sem fjallaB er um dans hans. Er höfundur gagnrýninnar enginn annar en Jack Andersson. Segir hann m.a. „Ballettinn Opus 19/The Drea- mer eftir Jerome Robbins var skrifaBur fyrir Mikhail Baryshni- kov sem var svo magnaBur aB hinir dansararnir hefBu vel getaB veriB imyndir sem hann töfraBi upp og kom á hreyfingu. Túlkun Helga Tómassonar var öBruvisi en allt eins eild. Hann er frábær stilisti.sem vart gerir mistök.og i byrjun var hann utan viB hina dansarana. Smátt og smátt færBist hann innar og varB á endanum óaBskiljaniegur hluti veraldar þeirra. Baryshni- kov virBist túlka ballettinn sem draum sinn en Helgi gekk inn i draum sem þegar var til og gerB- ist hluti hans. MeB þessari túlkun varB aBal- kvenhlutverkiB mun mikilvægara en þaB hafBi veriB. Hún var ekki lengur draumkona hans sem hann hafBi stöku sinnum sam- band viB heldur sjálfstæB persóna innan draumsins. Jack Anderson lýkur þannig miklu lofsorBi á frammistöBu Helga Tómassonar og virBist sem hann sé enn i framför I heims- borginni. FerOast um vesturiand með leikritið Elsku Rut Leiklistarklúbbur Fjölbrauta- skólans á Akranesi verBur á ferB- inni á næstunni meB sýningu sina á leikritinu Elsku Rut eftir Nor- man Krasna. SiBasta sýning á Akranesi verBur næstkomandi fimmtudag en siBan er áformaB aB heimsækja Stykkishólm og sýna þar á föstudagskvöld og i Grundarfiröi á laugardaginn. Elsku Rut er gamanleikur sem gerist i Bandarikjunu,m i siBari heimsstyrjöldinni. Sagt er frá fjölskyldu dómara nokkurs en hann á tvær dætur. Sú eldri er öll meö hugann viö hjónaband en sú yngri er full hugsjóna og stússar viB ýmislegt Þar á meöal hefur hún tekiö aö sér aö hughreysta hermenn á vigvellinum og stappa i þá stálinu meö uppörvandi bréfaskriftum. Þegar svo her- mennirnir koma i leyfi vilja þeir óöir og uppvægir heimsækja stúlkuna en upp kemur ýmislegur misskilningur eins og vera ber 1 verkum sem þessum. Leikstjóri er Þorvaldur Þor- valdsson. Meöal helstu leikara má nefna Guöfinnu Rúnarsdóttur, Jón Pál Björnsson, Sólrúnu H. Óskars- dóttur, Asdisi, Kristmundsdóttur o.n. ÞjónaB til bor&s brautaskólans. leikriti Fjöl- ► Hjalti Rögnvaldsson og Harald G. Haralds i hlutverkum slnum i Hemma. GÚBUR LEIKUR Hemmi eftir Véstein Lú&viksson Leikstjóri: Maria Kristjáns- dóttir. Leikmynd og búningar: Magnús Pálsson. LeikhljóB: Sigur&ur Rúnar Jónsson. Lýsing: Daniel Williamsson. Mariu Kristjánsdóttur, leik- stjóra, var ekki lítill vandi á höndum, er hún fékk þaö hlut- verk aö færa Hemma Vésteins á sviö. Textinn er stiröbusalegur, máliö bóklegt, meira i ætt viö prédikun en eölilegt talmál. Enda þótt leikritiö fjalli um mannleg átök og sé persónulegt drama, gefur þaö form, sem Vé- steinn hefur valiö sér, ekki til- efni til heföbundinnar leiktúlk- unar. Viö kynnumst engri per- sónu leiksins, nema þá helst Hemma sjáifum. Hinir eru allir aöeins „týpur”, andlitslaus tákn fyrir ákveöna stéttahópa. María átti ekki um margar leiö- ir aö velja. En eftir aö hafa séö sýninguna tvisvar er ég sann- færö um, aö hún valdi þá einu réttu. Niöurstaöan aB leikslok- um, er sú, aB þrátt fyrir þung- lamalegt handrit, þá hafi Mariu tekist aö skapa þó nokkuö eftir- tektarveröa sýningu, heil- steypta og stilhreina, sem nær verulegum tökum á manni, eftir þvi sem á liöur. Hemmi, titilpersónan i leik- ritinu, er ungur maöur, sem sækir vit sitt i bækur, Af honum ermikilsvænst. Faöirhans haföi veriö verkaiýösforingi á staön- um, en hengt sig, þegar hann haföi veriö sakaöur opinberlega um fjársvik og bókhaldsfalsan- ir. Þetta var þó aldrei sannaB, og var hann nú eins konar dýr- lingur i augum verkalýösins. Móöir Hemma haföi hins vegar gifst auövaldinu á staönum eftir lát fööurins. Illar tungur læöa þvi aö Hemma, aö faöir hans hafi veriö myrtur, og að morö- inginn sé jafnvel eiginmaöur móöur hans. Hemmi vill ná fram hefndum, hann vill vita leiklist Bryndis Schram skrifar sannleikann, hvaö sem þaö kostar. Og hver er svo sannleikurinn? Hann er ljótur og miskunnar- laus. Hann er mikiö áfall. Goö- inu er kippt ofan af stallinum. Ekkert er heilagt. Faöir Hemma var þá, þegar öllu var á botninn hvolft, engu betri en hinir. Hann reyndi að hagnast á náunganum, hann falsaöi bókhaldiö og dró sér fé. Þessi endalok eru mjög óvænt og sár. Sannleikurinn er oft vondur. Vonsvik höfundar leyna sér ekki. Hugsjónin er aö engu oröin, vonleysiö algert. Uppfærsla Mariu er einkar stilfáguö. Hópatriöin viröast þaulæfð og mjög færö I stilinn. Uppstillingar allar smekklegar. Leiktjöldin undirstrika réttilega þann tón, sem Maria hefur valiö sér. Einnig litameöferö I bún- ingum og umgerö. Þaö er alltaf upplifgandi aö sjá ný andlit, þó aö þaö komi stundum niöur á heildargetu hópsins. En nýir menn hleypa nýju llfi I leikhúsiö, og erum viö, áhorfendur, þakklátir þeim leikstjórum, sem hafa þor til aö nota nýliöa. Elisabet Þórisdóttir var t.d. mjög látlaus en friskleg frystihúsaskvlsa, og Aöalsteinn Bergdal skilaöi sínu hlutverki dável, þó að hann sýndi engin veruleg tiiþrif. Mér þótti Sigriö- ur Hagalin aldeilis frábær sem Hrefna. Hver hreyfing og hvert orðalag þaulunniö. Einnig var gervi Hjalta mjög gott, og per- sónan öll hin ófyrirleitnasta en þó vorkunnsamleg. Pétur Ein- arsson vakti manni samúö meö skúrknum, sem er þakkarvert, þvi aö maöur er löngu leiöur á svart/hvita sjónarmiöinu. Mar- grét Helga bregst aldrei. Þrátt fyrir (eöa kannski einmitt vegna) dökkt yfirbragöiö er hún alveg ómissandi i Islenskum þorpslýsingum. Harald G. Har- alds I hlutverki titilpersónunnar haföi mátulegan sannfæringar- kraft til þess aö halda manni viö efniö, og Kristln Bjarnadóttir brá upp ankannalegri mynd af Ófeliu staðarins. Ég held, aðáhorfendur hafi kunnað aö meta góöa frammi- stööu leikenda. Bryndis Schram. JakoDlna Sigurðar- dótllr kynnip verk sín hjá rsrr Jakobina Siguröardóttir rithöf undur veröur næsti gesturinn á bókmenntakynningu hjá BSRB. Þessi nýjung BSRB hefur mælst mjög vel fyrir og hafa ýmsir viö- urkenndir rithöfúndar kynnt verk sin félögum I BSRB og reiö H&ll- dór Kiljan Laxness á vaöiö. Jakobína mun á morgun, fimmtudag, heimsækja opinbera starfsmenn á Grettisgötu 89 og hefst samkundan klukkan 20.30. I upphafi mun Helga Kress, bókmenntafræðingur, segja frá skáldinu og kynnum slnnm af henni, en siðan lesa leikarar úr verkum hennar, Þóra Friðriks- dóttir les úr Dægurvisu en GIsli Halldórsson úr Snörunni. Þessar bækur eru meðal þekktustu verka Jakobinu. Loks mun svo Jakobina sjálf fjalla um verk sin og svara fyrir- Jakobina Siguröardóttir. . Niels-Henning órsted Pedersen Nieis- Henning ð leiðlnnll Nú geta Islenskir djassunnend- ur fariö aö hlakka til þvi von er Niels-Henning örsted Pedersen hingaö til landsins i þessum mán- uöi. Mun hann halda tónleika i Háskólabiói 19. aprll ásamt brasi- lisku söngkonunni og pianistan- um Taniu Mariu. Niels-Henning er Islendingum aö góöu kunnur en förunautur hans, Tania Maria, siöur. Hún befur þó getiö sér mjög góöan oröstir erlendis og er vafalaust fengur aö henni ekki siöur en danska bassaleikaranum. For- sala aögöngumiða mun hefjast 2. april i Fálkanum á Laugavegi 24.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.