Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 7

Vísir - 16.04.1980, Blaðsíða 7
EM í BADMIMTON íslenska landsliðið í bad- minton varð að sætta sig við annað sætið í 5. riðli — eða 5. deild — í Evrópu- keppni landsliða, sem stað- ið hefur yfir í Hollandi undanfarna daga. I gær lék Island slöasta leik sinn i riðlinum og mætti þá Sviss. ísiand sigraöi i leiknum 3:2, sem er mjög góður árangur, þvi að fyrirfram var búist við Sviss i einu efsta sætinu. t fyrradag lék ísland við Italiu og Portúgal og sigraöi I báðum leikjunum meö „fullu húsi” — eða 5:0. En I fyrsta leiknum I mótinu tapaði Island fyrir Póllandi 3:2, og varð það tap til þess að Island hreppti 2. sætið en Pólland það fyrsta I þessum riðli Evrópu- keppninnar. Sveinlaugur Kristjánsson virðist vera jafnvigur á báðar hendur I mörgu, sem hann tekur sér fyrir. Hér sendir hann kr.öttinn i netið hjá tR-ingum i leiknum I gærkvöldl og I þetta sinn er það vinstri höndin, sem er notuð.... Visismynd Friöþjófur. Þróttarar komnlr á hrðskuld 1. deildar Pólverjar leika nú við Júgó- slaviu sem varð i neðsta sæti I 4. riðlinum um siiti þar I næstu Evrópukeppni, en Islendingar verða að vera áfram 15. riðlinum. Danir urðu Evróp tmeistarar I gær — sigruðu þá Englendinga 11. riðli eða 1. deild Evrópukeppn- innar 3:2. Hollendingar urðu I neösta sæti i 1. riðli og leika þeir á morgun aukaleik við Sovétmenn um sætið þar I næstu keppni, en Sovétmenn urðu sigurvegarar I 2. riölinum I gær. 1 leiknum gegn Sviss i gær sigr- aði Broddi Kristjánsson sinn mót- herja 18:15, 15:12 og 15:8. Þeir Broddi og Sigurður Kolbeinsson sigruðu I tviliöaleiknum 17:14 og 15:7 og þau Sif Friðleifsdóttir og Sigfús Ægir Arnasom sigruðu I tvenndarleiknum 15:9 og 15:4. Kristin Magnúsdóttir tapaði sin- um einliðaleik 11:1 og 11:1 og hún og nafna hennar Kristin Berglind töpuðu tvfliðaleiknum 18:14 og 15:7. —klp—■ „Nei, við erum langt frá þvi að vera fallnir I 2. deild, þótt svo að við höfum tapaö þessum ieik. Við tökum Þróttarana i siðari leikn- um á fimmtudaginn, þvi að við vitum þá, aö hverju við göngum þegar við förum inn á”, sagði Sig- urður Svavarsson, þegar viö náð- um tali af honum eftir leik IR og Þróttar I Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Þar mættust liðin I fyrri leikn- um, sem þau þurfa að leika I bar- áttunni um lausa sætið i 1. deild Islandsmótsins I handknattleik karla næsta ár. Eftir þann leik er staða Þróttar óneitanlega góð, þvi að Þróttur sigraöi I leiknum með tveggja marka mun, 21:19. Mikiö gekk á I þeim' leik frá fyrstu minútu til þeirrar siöustu. IR-ingar byrjuðu vel, en þeir gerðu þau mistök snemma I leiknum aö taka tvo af leikmönn- um Þróttar úr umferð — þá Svein Sveinsson og Pál Ólafsson — en þeir voru nokkuð aðgangsharðir við mark IR i upphafi. Vörn IR-inga opnaðist illa við að missa tvo menn I þessi gæslu- störf og Þróttararnir náðu að komast yfir. 1 hálfleik var munurinn 10:8 þeim i vil, en IR-ingar minnkuðu I 10:9 og 11:10 iupphafi siðari hálf- leiks. En þá opnast allt upp á gátt hjá þeim og Þróttarar skora 6 mörk i röö. A þessum tima gekk ekkert I sókninni hjá IR — skotiö var úr vonlausum færum og átti Sigurður Ragnarsson, markvörð- ur Þróttar, auðvelt með að verja það, sem á markið hans kom. Þróttararnir komust upp i 7 marka mun —18:11 — þegar hálf- leikurinn var hálfnaöur. En þá náðu IR-ingarnir aðeins að rétta úr sér og byrjuðu þegar að saxa á forskotið. A þessum kafla misstu dómararnir, Jón Friðsteinsson og Arni Tómasson, alveg samband við leikinn, og varð hann ein hringavitleysa þaö sem eftir var. Þeir ráku menn útaf I röðum — slepptu augljósum brotum en dæmdu á önnur sem engin voru. Bitnaði þetta á báðum liðum jafnt, en brottrekstrarnir þó öllu meira á Þrótturunum, sem m.a. fengu Ólaf H. Jónsson rekinn I bað, og Einar Sveinsson útaf i 3 minútur I staðinn fyrir 2 — en þá hljóp IR-ingur inn á i „staöinn fyrir hann” án þess aö dómararn- ir, timavöröurinn eða Þróttar- arnir tækju eftir þvi!! 1 öllum þessum látum tókst 1R að minnka muninn I eitt mark 19:18, en Þróttarar náðu þá að skora tvö mörk og tryggja sér þar með endanlega sigur. Lokatölurnar urðu 21:19 þeim I vil, sem má segja að hafi veriö nokkuð réttlát úrslit. Hvaö gerist aftur á móti annað kvöld er erfitt að spá um. Þá ma án efa búast við IR-ingunum ákveönari en i þessum leik, enda ekkert annaö en fall 12. deild, sem blasir við hjá þeim, ef þeir taka þá ekki al- mennilega til hendi... —klp— úrslll ð Engiandl Crslit i þeim tveim ieikjum, sem leiknir voru i Englandi i gær- kvöldi, uröu sem hér segir: 1. deild: Bolton-Coventry 1:1 2. deild: Fulham-Cardiff 2:1 Með þessum sigri sinum heldur Fulham enn I veika von sina um áframhaldandi veru I 2. deild á næsta keppnistimabili, en þó eru taldar litlar Hkur á, að það takist. ReyKiavikurmótið i knattsuyrnu: 10 framarar réöu ekki viö Víkinga - sem sigruðu ðá 3:2 eftir bráðaðana Víkingar unnu mjög óvæntan sigur á Fram i Reykjavikur- mótinu I knattspyrnu, er liðin léku á Melavelli i gær. Bráða- bana þurfti til að knýja fram úr- slit og lauk leiknum loks með sigri Vikings, 3:2. Aðstæður allar voru mjög slæmar á Melavelli I gærkvöldi, ausandi rigning og völlurinn eitt forarsvað. Framarar byrjuðu leikinn af miklum krafti og sóttu stift aö Vikingsmarkinu. Vörn Vikings var mjög óörugg til að byrja með og fyrsta mark leiksins var einmitt sjálfsmark eins varnar- manns Vikings. Mark Víkings kom eftir mikla þvögu i markteig Fram Framarar urðu fyrir mikilli blóötöku á 10. min., er afspyrnu- slakur dómari þessa leiks, Kjartan Ólafsson, rak Pétur Ormslev i bað, eftir aö Jóhannes Báröarson hafði veriö sispark- andi i lappirnar á honum. Pétri hitnaði i hamsi og sló til Jó- hannesar. Eftir þetta var leikurinn Vikings með mikilli aöstoö Kjartans dómara, sem reyndi allt sem, hann gat til aö Vlkingar kæmu sem best út úr leik þessum. T.d. gaf hann þremur leikmönnum Fram gult spjald og rak þjálfara Fram af bekknum, auk þess að reka Pétur útaf, en áminnti aöeins einn Viking. Leikurinn sjálfur var slakur enda buðu aðstæður ekki upp á annað en lélega knattspyrnu. Einn var sá leikmaöur, sem bjargaði andliti Fram i þessum leik og var þaö markvöröurinn, Guðmundur Baldursson. Hann átti stórleik I markinu. —SK. varð i 2. sæti

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.