Morgunblaðið - 21.11.2001, Side 3

Morgunblaðið - 21.11.2001, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 B 3 BÆKUR JÓHANN Hjálmarsson á að baki langan feril sem ljóðskáld. Fyrsta bók hans kom út árið 1956 og hét því frumlega nafni Aungull í tímann en þá var skáldið aðeins 17 ára gamalt. Ljóðabækurnar eru nú orðnar 16 talsins, sú síðasta, Hljóðleikar, kom út árið 2000. Það er því tímabært að gefa út ljóðaúrval Jóhanns þótt hann sé ekki nema rúmlega sextugur og ferlinum ekki lokið. Þröstur Helga- son hefur valið ljóðin og ferst það vel úr hendi þótt allt val orki tvímælis, og þessu úrvali er nokkuð þröngur stakkur sniðinn, aðeins 139 síður að formála meðtöldum. Formáli Þrastar er skýr og greinagóður, ferill Jó- hanns er rakinn á ljósan og lifandi hátt. Skipta má ferli Jóhanns í nokkur skeið. Fyrsta skeiðið geymir æsku- ljóð skáldsins frá 1956 sem nefnd eru hér að framan. Því lýkur með tveimur bókum árið 1961 Malbikuð hjörtu og Fljúgandi næturlest. Fyrstu bók Jó- hanns var vel tekið enda ekki ósnotur frumraun ljóðræns unglings. Andi Steins Steinarrs svífur þar yfir vötn- um bæði leynt og ljóst en jafnframt gerir skáldið tilraun með prósaískan ljóðstíl sem minnir meir á Jón úr Vör eða jafnvel Tómas Guðmundsson. Af- drifarík urðu kynni Jóhanns af súr- realismanum. Hann gerir tilraunir með súrrealískan ljóðstíl, einkum þó í bókunum sem hann sendi frá sér árið 1961. Viðbrögð útgefenda voru nokk- uð einkennileg og fannst sumum þörf á skýringum til að brúa bilið milli skáldskapar og lesenda. Jóhann féllst á þetta og gerði skýringar við Mal- bikuð hjörtu. Vafasamt er að skáldin eigi að matreiða efni ljóða sinna með þessum hætti. Annars einkennast æskuljóð Jóhanns af leit, hann les mikið af evrópskum skáldskap og verður fyrir drjúgum áhrifum frá spænskum og frönskum súrreal- istum. Einnig dvaldist hann í Svíþjóð og kynnti sér skandinav- íska ljóðagerð. Annað skeiðið í skáldskap Jóhanns hefst með bókinni Mig hefur dreymt þetta áð- ur, sem kom út árið 1965. Í þessari bók kemur Jóhann fram sem þroskað skáld með sinn lágværa persónu- lega tón. Súrrealism- inn er enn til staðar en honum er beitt á hófsaman hátt en líkingamálið getur orðið skemmtilega fjarstæðukennt eins og lok ljóðsins „Skógarvindurinn“ ber vitni um: Skógarvindurinn fellir seglin og verður að dögg handa íkornum trjánna til að skrifa í nafn sitt Ný lauf, nýtt myrkur kom út aðeins tveimur árum síðar (1967) og þróunin virðist vera í átt til hversdagslegri yrkingarmáta en tónninn er fremur þunglyndislegur. Næsta bók Athvarf í himingeimnum kom út 1973 og vitn- ar enn um þróun í átt til hins hvers- dagslega. Skáldið lýsir hversdags- leikanum oft á ljóðrænan hátt. Nýstárleikinn liggur einmitt í því að sjá hið skáldlega í hversdagsleikan- um. Á áttunda áratugnum var hið svokallaða opna ljóð í brennidepli ásamt nýraunsæinu margumtalaða. Athvarf í himingeimnum vísar fram til næstu bókar sem nefnist Myndin af langafa (1975). Með þeirri bók hefst nýr kafli á skáldferli Jóhanns. Hér er á ferð ljóðræn frásögn sem segir frá pólitísku uppeldi skáldsins. Faðir hans trúði á Stalín og mynd af honum hékk uppi á vegg á heimilinu. Smám saman víkkar heimsmynd drengsins með auknum þroska og lestri bóka. Það leiðir til uppgjörs, fyrirmyndin fellur af stalli sínum og blákaldur veruleikinn blasir við. Jó- hann hélt áfram að yrkja í hversdagsleg- um frásagnarstíl í næstu bókum: Dagbók borgaralegs skálds 1976, Frá Umsvölum 1977 og Lífið er skáld- legt 1978. Frá Umsvöl- um er dagbók og nær hversdagsleikinn hér hámarki í höfundar- verki skáldsins. Ljóð- ræn tilþrif sjást ekki en lögð er áhersla á ná- kvæma frásögn dag- legs lífs. Eftir opna ljóðið kom hlé á ferli Jó- hanns. Eftir sjö ára þögn kom Ákvörðunarstaður myrkrið út 1985. Hið ljóðræna nær aftur yfirhöndinni og lágvær en sterk rödd hljómar í þessari bók. Segja má að fjórða skeið- ið á ferlinum hefjist með þessari bók og þetta skeið stendur enn. Eins og titillinn gefur til kynna er tónninn frekar svartsýnn og tilveran kreppir oft að skáldinu en myrkrið nær samt aldrei alveg yfirhöndinni. Næstu bækur, Gluggar hafsins (1989) og Rödd í speglunum (1994), birta svip- aða lífssýn, einkennast öðru fremur af leit að merkingu og glímu við til- vistarspurningar. Allra síðustu bæk- urnar, Marlíðendur sem út kom 1998 og Hljóðleikar, sækja báðar titla sína í Eyrbyggju. Hugur skáldsins leitar nú í auknum mæli upprunans og hins mystíska í fornsögum. Eyrbyggja tengist að sjálfsögðu æskuslóðum skáldsins. Báðar þessar síðustu ljóða- bækur vitna um sókn Jóhanns sem ljóðskálds. Þetta eru áleitin verk og margslungin, yrkisefnin fjölbreytt og sýn skáldsins alþjóðleg. Með sverð gegnum varir er forvitnileg bók og ljóðin fjölbreytt. Jóhann hefur bæði ort opin ljóð og innhverf og gert ýms- ar tilraunir, það er þó ótvírætt list- gildi bestu ljóðanna sem stendur upp úr að lestri loknum. Hér er á ferðinni góður og vandaður skáldskapur. Jóhann Hjálmarsson BÆKUR Ljóð Jóhann Hjálmarsson. Úrval ljóða 1956– 2000. Þröstur Helgason valdi ljóðin og ritaði formála. JPV-útgáfa 2001. MEÐ SVERÐ GEGNUM VARIR Lágvær en áleitin Guðbjörn Sigurmundsson FLEST ljóðin í nýútkominni bók Valgerðar Benediktsdóttur, Ferða- lag með þér, eru einkennandi fyrir nútíma-ungskáld. Flest ljóðin eru stutt; aðeins ein mynd, hugsun eða orðaleikur. Þetta er falleg bók með prúðum ljóðum um mannlífið, birtu og sól, kvöld og skugga. Bók- in skiptist í fjóra hluta og er annar hluti lengstur. Þar er hárfínum húmor lætt inn með vísun, t.d. í ljóðinu Sannindi (21) og Úr æv- intýrabókinni: Vakna í ókunnu húsi hleyp niður stigann en grautarskálarnar enn ósnertar sný við – kannski er minn tími ekki kominn man ekki eftir öðrum eins svefni en sé þá þyrnana fyrir utan (24) Skemmtilega hugmynd um lífið og skáldskapinn má sjá í ljóðinu Nýtt líf: Tók eftirlætisskáldverkin klippti blindandi síður úr hverri bók og hefti saman Fólk kom og fór öldungis ófyrirséð Eins og hér fyrir utan (22) Í ljóðinu speglast veruleikinn í skáldskapnum og hefði verið fróðlegt að sjá meira glímt við þetta efni. Fjórði hluti bókarinnar snýst um dauðann, kveðju- stundirnar og tímann. Þar eru bestu ljóðin enda skynjar lesand- inn að þar býr meira undir. Ljóðið Stjörnu- bjart sem prýðir bak- síðu fallegrar bókar- kápunnar skartar hugljúfum orðum sem skapa sérstaka og notalega stemmningu: ljósofin sæng, kvöld- vott gras og árhvísl. Síðasta ljóðið í bókinni er um hringrás tímans og nýtt upphaf sem myndhverft er býsna kunnuglega sem ilmandi rós og suðandi fluga. Myndmálið í bókinni er fágað, fínpússað og hvergi nykrað. Dæmi úr ljóðinu Dagmána: „… situr eins og tröll / sem dagað hefur uppi / með stirðnað glottið / á stein- vörum“ (12) og úr Draummynd: „Skuggarnir rákast / niður lík- amann eins og / rimlar / Þannig dreymir mig þig / Fangi / í / sólar- / búri … (17). Hvert ljóð er heild- stætt, myndmálið rökrétt, þaul- hugsað en aldrei óvænt. Hér eru engar nýjungar á ferð og engin áhætta tekin hvorki í formi né efni. Það er stærsti galli bókarinnar. Of mörg ljóð leiðast út í tilgerð og eru orðin tóm, t.d.: Fugl Þú ert fjall og ég á leið hjá (9) Kvöldfuglar Vængjað land í hafi og hverfur þegar birtir (18) Ljóðabækur á borð við Ferðalag með þér sýna vel kreppu ljóðsins á þessum síðustu og verstu tímum. Bókin er átaka- og tilþrifalaus og engin ögrun í ferðalaginu. Ekkert nýtt ber fyrir augu ferðalangsins, hér eru troðnar slóðir fetaðar og öryggið tekið langt fram yfir efa og óvissu. BÆKUR Ljóð Valgerður Benediktsdóttir. Vaka- Helgafell. 2001. 55 bls. FERÐALAG MEÐ ÞÉR Prúð ljóð Valgerður Benediktsdóttir Steinunn Inga Óttarsdóttir Allt til jólanna í Hólagarði        

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.