Morgunblaðið - 21.11.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 21.11.2001, Síða 6
6 B MIÐVIKUDAGUR 21. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR MIKIL rannsóknarvinna liggur að baki fyrstu skáldsögu Steinunn- ar Jóhannesdóttur sem hún nefnir Reisubók Guðríðar Símonardóttur. Titillinn kallast á við titla íslenskra ferðasagna frá sautjándu öld enda er skáldsaga Steinunnar öðrum þræði skrifuð í anda þeirrar hefðar og ein helsta heimild hennar fyrir sögu Guðríðar er Reisubók séra Ólafs Egilssonar (gefin út á fyrri hluta sautjándu aldar) en séra Ólafur var þjáningabróðir Guðríðar og þeirra tæplega fjögur hundruð annarra Íslendinga sem rænt var á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum árið 1627 og færðir í þrældómsvist til Alsír – eða í „Barbaríið“ eins og það var kallað. Flestir Íslendingar sem komnir eru til manns hafa heyrt Guðríðar Símonardóttur getið. Því miður þekkja hana líklega flestir sem „Tyrkja-Guddu“ og minnast henn- ar sem „kerlingarinnar“ sem sálmaskáldið Hallgrímur Pétursson kvæntist – þótt hún væri mörgum árum eldri en hann. Fátt annað sat a.m.k. eftir í mínum kolli eftir hefð- bundinn barnaskólalærdóm. Þótt vissulega hafi verið lögð áhersla á hversu hroðaleg mannrán svo- nefndra „Tyrkja“ á Íslandi hefðu verið í sögukennslunni í grunnskól- anum var gerð lítil tilraun til að nálgast þessa sögu á forsendum hinna brottnumdu einstaklinga. Enn síður var gerð tilraun til þess að gefa nemendum innsýn inn í það framandi þjóðfélag þar sem hinir hrjáðu Íslendingar máttu þreyja sína þrælavist í tæpan áratug; þ.e.a.s. þeir sem eftir þann tíma voru leystir úr þræl- dómi og færðir aftur heim. En mun fleiri voru þeir sem aldrei áttu afturkvæmt og í þeim hópi voru meðal annars öll börnin. Reisubók Guðríðar Símonardóttur ætti því að vera öllum sögukennurum kær- komið „ítarefni“ því þótt hér sé um skáld- sögu byggða á heimildum að ræða, en ekki sagnfræðirit, ætti verkið að vera vel til þess fallið að vekja áhuga og skilning nemenda á þeim mannlega harmleik sem Tyrkja- ránið hafði í för með sér fyrir mik- inn fjölda íslenskra fjölskyldna. Reisubók Guðríðar Símonardótt- ur skiptist í þrjá hluta: Ránið, Bréfið og Ferðin heim. Sjónar- hornið fylgir Guðrúnu allt frá því að hún er ung og hamingjusöm eig- inkona og móðir í Vestmannaeyjum sumarið 1627, í gegnum rán, man- sal og þrældóm í níu ár í Alsír, og þar til hún er keypt úr ánauð ásamt 36 öðrum Íslendingum og hópi karlmanna frá Danmörku og Noregi. Lýst er hinni löngu leið frá Alsír til Kaupmannahafnar, vetr- ardvöl í Höfn, þar sem hinum unga guðfræðingi Hallgrími Pétursssyni er falið að uppfræða Íslendingana í kristindómi, og að lokum fylgjum við þeim hjónaleysum heim að ströndum Íslands sumarið 1637. Innri tími frásagnarinnar spannar því um tíu ár, Guðrún er 39 ára og nýr kafli er að hefjast í lífi hennar en hennar mikla reisa endar hér, sem og frá- sögnin. Reisubók Guðríðar er mikil bók, bæði að vexti og innihaldi. Frá- sögnin, sem nær yfir u.þ.b. 450 blaðsíður, er lifandi og mjög spenn- andi á köflum. Stein- unni tekst afar vel að endurskapa tímann og umhverfið stendur ljós- lifandi fyrir hugskots- sjónum lesandans enda leggur höfundur mikla rækt við að lýsa hinum framandi heimi; hýbýl- um manna, klæðnaði o.s.frv. Slíkar lýsingar verða aldrei leiðigjarnar því þeim er lýst út frá sjónarhorni furðu sleginna Íslendinga sem aldrei hafði rennt í grun hvers kyns fjölbreytileika heimurinn byggi yfir. Hinir hernumdu Íslend- ingar geta ekki annað en dáðst að sundurgerðinni í klæðaburði herra- þjóðarinnar, stórkostlegum híbýl- um þeirra og fjölbreytilegri mat- argerðinni. Þótt flestir þrái heimalandið eru þó nokkrir sem kunna að meta gæði nýja landsins og láta jafnvel „turnast“ til nýrrar trúar. Þótt Steinunn leggi mikla rækt við lýsingu sögusviðsins er það þó fyrst og fremst persóna Guðríðar sjálfrar sem heldur frásögninni saman. Það er hennar innra og ytra stríð sem myndar þann þráð sem gildastur er í þeirri mynd sem sagan bregður upp. Og hér tekst Steinunni frábærlega upp, enda skynjar lesandinn mikla væntum- þykju höfundar til söguhetju sinn- ar allt frá fyrstu síðu til hinnar síð- ustu. Henni tekst á sannfærandi hátt að miðla sorg, þjáningu og togstreitu þessarar konu sem num- in er brott frá eiginmanni sínum 29 ára gömul, upplifir mikla sorg en líka gleðistundir á sínu langa ferða- lagi og þarf síðan að taka erfiðustu ákvörðun lífs síns þegar hún skilur 12 ára gamlan son sinn eftir í Barbaríinu þegar hún sjálf á kost á heimför. Trúarlífið skiptir Guðríði miklu máli og spurningar um til- gang Guðs og refsivönd hans eru áleitnar alla söguna í gegn. Per- sónulýsing Guðríðar er hvergi ein- föld, heldur þvert á móti miðlar höfundur til okkar flókinni og sam- settri mynd sem lifir með lesanda lengi að lestrinum loknum. Í eftirmála sem fylgir skáldsög- unni lýsir Steinunn rannsóknar- vinnu sinni í grófum dráttum og gerir grein fyrir hvernig hún aflaði sér þekkingar um sögupersónur, sögustaði og sögutíma með lestri fræðirita, viðtölum við fræðimenn og síðast en ekki síst með ferðalög- um á sögustaði, allt frá Vest- mannaeyjum til Alsírborgar. Rann- sóknarvinnan og samning bókar- innar spannar sex ára tímabil og er fróðlegt að lesa um undirbúning og vinnubrögð höfundar og ekki síst að finna fyrir ástríðu hennar og væntumþykju gagnvart viðfangs- efninu. Með sögunni hefur Stein- unn Jóhannesdóttir reist Guðríði Símonardóttur verðugan minnis- varða og jafnframt gefið okkur inn- sýn inn í örlög fjölmargra annarra herleiddra Íslendinga. Reisubók Guðríðar Símonardóttur hlýtur að teljast með athyglisverðustu skáld- sögum ársins og er full ástæða til að óska höfundi til hamingju með glæsilegt verk. BÆKUR Skáldsaga eftir Steinunni Jóhannesdóttur, Mál og menning 2001, 500 bls. REISUBÓK GUÐRÍÐAR SÍMONARDÓTTUR Minnisvarði um merka konu Steinunn Jóhannesdóttir Soffía Auður Birgisdóttir HUNDURINN sem þráði að verða frægur er eftir Guðberg Bergs- son. Í kynningu segir m.a.: „Guðbergur Bergsson býður hér börnum jafnt sem fullorðnum inn í ævintýra- legan heim dýra og manna. Hundur sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri þráir að ná athygli húsbænda sinna á ný og hann tekur stefnuna á frægð- ina. Eins og í öðrum bókum Guðbergs fléttast saman gleði og sorg í allt að draumkenndu jafnvægi. Heimur dýra og manna fæðist hér sem nýr – til handa öllum þeim sem þrá ævintýri lífsins.“ Útgefandi er JPV-útgáfa. Bókin er 80 bls. Halldór Baldursson teiknari myndskreytti söguna og teiknaði kápumynd. Ámundi Sigurðsson hann- aði útlit bókarinnar. Bókin er 1.980 kr. Börn EFTIRKEIMUR er sjötta ljóðabók Kópavogsskálds- ins Steinþórs Jó- hannssonar. Bók- in hefur að geyma 37 ljóð í þremur köflum og er víða komið við. Listaverk eftir Daða Guðbjörnsson prýðir bók- arkápu. Útgefandi er Pjaxi hf. Bókin er 38 bls., prentuð í Pjaxa hf. Verð: 1.680 kr. Ljóð kreditdálka „Stóra plansins“, eða for- lagahyggjunnar, ekki ósvipað Róbinson Krúsó forðum. Segja má að hann hafi beð- ið skipbrot í „lífsins ólgusjó“ og þegar frænka hans útvegar honum leiguíbúð til að losna við hann, rekur hann á land einangraðrar tilveru. En Þráinn býr þó ekki yfir þeim hæfi- leikum sem gerðu Krúsó kleift að lifa af án þess að glata mennsku sinni og skyni fyrir frum- skilyrðum mannlegrar reisnar, og því verða reikningsskilin í lokin með óvæntum hætti. Í svo til tómri íbúðinni er myrkr- ið ráðandi, því Þráinn hefur tæpast rænu á að kaupa sér ljósaperur, en leitar þess öryggis sem hann þarfn- ast undir sænginni sem hann fékk í arf eftir mömmu sína, hjá komm- óðunni og málverkinu sem öll fortíð hans hverfist um. Höfundurinn byggir myndmál sitt í bókinni upp á markvissan hátt, þar sem myrkur, kjallarar og kompur gegna stóru hlutverki sem andstæður við vel upplýstan og upphafnari heim þeirra sem átt hafa auðveldar upp- dráttar en Þráinn. Að lokum er ljóst að sú mynd sem dregin er upp af húsakynnum söguhetjunnar í gegnum bókina á sér áberandi hlið- stæðu í sálarlífi hans, þar sem óværan í líki silfurskottanna leynist í „myrkviðum“ kjallarans, en á efri hæðum ríkir það „upplýsta“ and- rúmsloft sem hann langar til að draga dám af. Það sem fyrst og fremst heldur Þráni gangandi er þó sú fullvissa að í honum blundi listamannseðli. Hann telur sér trú um að hann sé bæði skáld og myndlistarmaður, því höfundurinn nýtir sér til fullnustu gömlu klisjuna um auðnuleysingjann sem skýlir sér á bak við hugmyndina um „mis- skilda listamanninn“ og bíður þess að heimurinn uppgötvi hann undir listamannsnafninu „Þrá- val“ – er vísar óneitan- lega skemmtilega til tveggja ólíkra heima í íslenskri myndlist. Sá sem leigir Þráni íbúðina, kennarinn Har- aldur, er álíka mikill einstæðingur og aðal- söguhetjan, þó hann virðist vera „réttu“ megin við þá línu sem skilur á milli hversdagslífs venjulegs fólks og þeirra undir- heima sem leigjandinn tilheyrir. Haraldur tekur Þráin upp á sína arma og sem heild snýst sagan um samskipti þeirra tveggja. Haraldur er ákaflega stjórnsamur í þeim samskiptum og fljótlega verður til ákveðinn valdastrúktúr þar sem Haraldur hefur yfirhöndina, stund- um með yfirlætislegri góðvild en einnig með ógnandi viðmóti og hrokafullri fullvissu um andlega yf- irburði sína. Þráinn lætur sér þetta lynda, telur sér trú um að samskipti sín við Harald séu liður í „Stóra planinu“, og situr því sáttfús og leiðitamur „við fótskör meistarans“ í þeirri von að hann geti bætt sjálf- an sig og komið skáldskap sínum á framfæri fyrir hans tilstuðlan. Auk Haralds koma undirheima- snuðrararnir Valli og Snati nokkuð við sögu, en Þráinn vinnur sem „undirverktaki“ hjá Valla og þykir mikið til hans koma. Snati er einnig „undirverktaki“, en þó enginn sveimhugi eins og Þráinn, heldur ofbeldishneigður siðleysingi sem lif- ir í veruleikafirrtum heimi klám- og ofbeldiskvikmynda sem hann skáld- ar upp til að hafa ofan af fyrir þeim þremur í tilbreytingarlausum rukk- unarferðum þeirra. Eins og nærri má geta verða samskipti Haralds og Þráins ekki átakalaus, þeir flækjast í vef óljósra fullyrðinga og hálfkveðinna vísna og í gegnum frásögn Þráins (sem er sögumaður verksins) fylgist lesand- inn með því hvernig hann mistúlkar nánast allt í samskiptum þeirra Haralds í örvæntingarfullri tilraun til að ráða í hið alltumlykjandi „Stóra plan“ ytri heims sem hefur í raun hafnað honum allt frá barns- aldri. Stíll bókarinnar er ákaflega skemmtilegur, orðfærið er trúverð- ugt og virðist gefa sannfærandi mynd af hugsunarhætti krimmanna og viðhorfum þeirra til daglegs lífs. Kaflarnir eru stuttir og myndrænir, hverfast flestir um eina spurningu í púsluspili „Stóra plansins“ og leiða áhorfandanum sífellt betur og betur fyrir sjónir hverskonar blekkinga- leik Þráinn þarf að leika gagnvart sjálfum sér til að geta umborið til- veru sína. Þorvaldur beitir óspart húmor og íróníu til að koma efni sínu til skila, og það stílbragð þjón- ar einnig sem mikilvægt mótvægi við hinn tragíska undirtón. „Við fótskör meistarans“ er fljót- lesin bók sem lætur lítið yfir sér, en þrátt fyrir það er hér um að ræða hnitmiðað og áhugavert verk sem veitir trúverðuga innsýn inn í sálar- líf þess sem stöðugt leitar æðri skilnings en er þó á endanum fyrst og fremst fórnarlamb tilviljana og eigin auðnuleysis. Þeir ógnvekjandi þættir sem liggja undir yfirborðinu eru ekki síst hrollvekjandi vegna þess hve tilviljunin ein virðist vera ráðandi afl, rétt eins og svo oft í samtímanum sjálfum, enda er það ekki síst í þeirri kaldranalegu heild- armynd sem styrkur þessa verks liggur. BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Þorvaldur Þorsteinsson. Útgef- andi: Bjartur 2001, prentun Oddi hf., 157 bls. VIÐ FÓTSKÖR MEISTARANS Reikningsskil handrukkara ÞORVALDUR Þorsteinsson virð- ist geta beint skapandi hugarflugi sínu í hvern þann farveg sem hon- um hentar hverju sinni. Hann er meðal þeirra myndlistarmanna sinnar kynslóðar sem hvað mesta athygli hafa vakið, barnabækur hans eiga sér þann sess í hjörtum íslenskra barna (sem og fullorð- inna) að þær má flokka með sígild- um verkum og leikverk hans hafa ennfremur staðfest að hér er óvenjulegur og fjölhæfur listamað- ur á ferð. Í fyrstu skáldsögu sinni fyrir full- orðna, „Við fótskör meistarans“, hverfur Þorvaldur frá hversdags- legum veruleika venjulegs fólks til þess að veita lesandanum innsýn inn í myrkan heim Þráins Valgeirs- sonar, handrukkara. Sagan hefst þar sem sambýliskona Þráins hend- ir honum út og hefur að engu út- skýringar hans á „Stóra planinu“ þar sem „maður [getur] ekki þekkt gleðina nema maður kynnist sorg- inni fyrst“ (bls. 8). Þráinn snýr heim til Jennýjar frænku sinnar sem alltaf hefur kjallaraherbergi tilbúið handa honum og „hreyfði ekki við því á milli þess sem ég reyndi fyrir mér annars staðar“ (bls. 9), eins og hann orðar það. Þar eru allar eigur Þráins, beddi, kommóða (með fötum litla bróður hans í einni skúffunni en hann hvarf átta ára gamall í Belgíu) og málverk í „anda súrrealistanna“ (bls. 9) sem Þráinn málaði í mynd- mennt í Réttó. Þráinn er sem sagt dæmigerður „lúser“, handrukkari sem reynir að takast á við erfiðleika lífs síns með því að færa bókhald í debit- og Þorvaldur Þorsteinsson Fríða Björk Ingvarsdóttir ÚR FÓRUM þular – Pétur Pét- ursson gægist í handraðann hef- ur að geyma frá- sögur Péturs af horfnum tíma. Formála skrifar Styrmir Gunn- arsson ritstjóri. Í kynningu segir m.a.: „Í 35 þátt- um Pétur um víðan völl og dregur meðal annars upp margar skemmti- legar myndir af Reykjavík liðins tíma; hornsílaveiði í Tjörninni, skáldaþingi í Unuhúsi, Lækjargöt- unni þegar lækurinn, sem gatan dregur nafn af, rann opinn til sjávar og listamannahverfinu í Vest- urbænum. Blaðakóngar og bisness- menn, höfðingjar og hefðarfrúr, Rík- arður Jónsson myndhöggvari og frú Dinesen í Róm.“ Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 302 bls., prentuð í Ásprent/Pob ehf. Verð: 4.980 kr. Greinar FAÐIRINN, móð- irin og dóttirin er eftir Kerstin Thor- vall í þýðingu Sig- rúnar Á. Eiríks- dóttur. Kaldhæðnisleg svik verða til þess að ung kona þarf að horfa fram á líf í skugga ofsa og ótta. Undir miðnætursólinni heillast Hilma af Sigfried. Þau eru ólík: hún er einföld og feimin dóttir skóg- arhöggsmanns, hann er prests- sonur og kennari með miklar hug- sjónir. Ástir þeirra eiga eftir að hafa skelfilegar afleiðingar fyrir Hilmu. Strax á brúðkaupsnóttina kemur í ljós að Sigfried gengur ekki heill til skógar. Hilmu bíða erfið ár í hjú- skap með ofsafullum og þurftafrek- um eiginmanni. Útgefandi er Almenna bóka- félagið. Bókin er 393 bls., prentuð í Svíþjóð. Kápuhönnun: Ragnar Helgi Ólafsson. Verð: 4.490 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.