Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 24

Morgunblaðið - 08.12.2001, Síða 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 8. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 84 7 / T A K T IK úti í garði allt árið Útiarinn á sólpallinn Við vorum að fá þessa vinsælu útiarna frá Mexikó aftur ATH. Þeir sem voru á biðlista vinsamlegast hafið samband sem fyrst Verð kr. 15 VÍSINDANEFND Norðvestur-Atl- antshafsfiskveiðiráðsins (NAFO) leggur til að rækjukvóti á Flæmingja- grunni verði aukinn um 15 þúsund tonn á næsta ári, úr 30 þúsund tonn- um í 45 þúsund tonn. Niðurstöðu sína byggir nefndin m.a. á íslenskri aðferð við öflun nýliðunargagna. Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, segir út- litið í rækjuveiðum á Flæmingja- grunni nokkuð gott fyrir árið 2002. Vísindanefnd NAFO hafi alltaf verið nokkuð varkár í ráðleggingum sínum, enda skort meiri gögn um nýliðun í stofninum. Nú hafi hinsvegar fengist ítarlegri gögn um nýliðunina með svo- kallaðri nýliðunarskjóðu sem notuð hafi verið við mælingar á rækjustofn- inum hér við land um árabil. „Skjóðan er í raun lítill smáriðinn poki sem sett- ur er aftarlega á rækjutrollið. Þessi aðferð kemur frá okkur Íslendingum en Gunnar Jónsson, skipstjóri á Dröfn, og ég notuðum fyrstir allra þessa skjóðu aftast á poka rækju- vörpunnar í stofnmælingum á úthafs- rækju hér árið 1987.“ Sterkur árgangur að koma inn í veiðina Færeyingar hafa í samvinnu við Ís- lendinga sett upp nýliðunarskjóðu sem notuð er á rækjuvörpunni í stofn- mælingum Færeyinga á Flæmingja- grunni. Stefán Brynjólfsson frá Haf- rannsóknastofnuninni hefur tekið þátt í stofnmælingu Færeyinga og farið með skjóðuna með sér og sett upp á veiðarfærinu sem notað er um borð í Högifossur í stofnmælingu Færeyinga. „Nú er þetta fjórða árið í röð sem Færeyingar nota skjóðuna og er farið að taka mark á niðurstöðum um nýlið- un rækju sem kemur einkum í skjóð- una. Þannig sýndu gögn úr skjóðunni að 1997-árgangurinn væri að minnsta kosti yfir meðallagi. Þessi árgangur kemur nú sterkur inn í veiðina. Spánverjar eru líka með stofnmæl- ingu á botnfiski á Flæmingjagrunni og voru þeir beðnir um að taka upp þessa fínriðnu skjóðu, einnig með 7 millimetra möskvastærð. Sendi ég þeim leiðbeiningar um skjóðuna fyrir tveimur árum og hafa þeir síðan not- að skjóðuna og mun verða litið betur á niðurstöður þeirra árið 2002 þegar komnar eru niðurstöður þrjú ár í röð.“ Gögn frá eftirlitsmönnum nýtast vel Unnur segir það hafa mikið að segja þegar unnt sé að segja eitthvað um nýliðunina. Einnig hafi gengið betur í aldursáætlunum og sé þar unnið úr sýnum sem eftirlitsmenn nokkurra þjóða vinna í veiðunum, þ.e. kyngreina og mæla. „Úr þessu kemur fjöldi veiddra rækna eftir aldri og ým- islegt fleira. Mikið af þessum niður- stöðum koma frá íslenskum eftirlits- mönnum. Veiðiskýrslurnar nýtast í afla á togtíma og er reiknaður út staðlaður afli á togtíma frá nokkrum þjóðum. Þá má minnast á stofnmæl- ingar Spánverja á botnfiski og rækju og einnig áðurnefnda stofnmælingu Færeyinga, en þar fást niðurstöður um vísitölu kvenrækju. Þegar búið var að meta öll gögn þá komst vís- indanefnd NAFO að því að óhætt væri að mæla með 45 þúsund tonna veiði árið 2002 en talið óvíst að veiðin árið 2003 verði jafngóð, þar sem 1998 árgangurinn virðist veikur en 1999 árgangurinn þokkalegur,“ segir Unn- ur. Leggja til aukna rækju- veiði á Flæmingjagrunni                 !" #      $  #% $&   ! '(  )*+  ,  -  .//0 .//1 .//2 .//3 .//4 .//5 ./// 6777 677.8 8*   * *  &%         9                                                                                                                FULLTRÚAR í samgöngunefnd Alþingis heimsóttu nýlega húsakynni Íslandssíma og áttu fund með stjórnendum fyrirtækisins. Í tilkynningu frá Ís- landssíma segir að tilgangur heimsóknarinnar hafi meðal annars verið að kynna nefndarmönnum starf- semi félagsins. Einnig var rætt um fjarskiptamark- aðinn, samkeppnisumhverfið og það sem framundan er á fjarskiptamarkaði. Það er mat stjórnenda Ís- landssíma að fundurinn hafi verið gagnlegur og upplýsandi fyrir báða aðila. Sérstaklega sé það ánægjulegt að sjá í verki tengsl Alþingis við við- skiptalífið og vilja þingmanna til að kynna sér það umhverfi sem þeir skapa fyrirtækjum með lagasetn- ingu sinni. Morgunblaðið/Sverrir Samgöngunefnd hjá Íslandssíma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.