Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 11.12.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2001 49 Brynjólfur Þor- steinsson var orðinn fulltíða maður er hann fluttist í Sandvíkurhrepp með foreldrum sín- um, Þorsteini Brynjólfssyni og Júl- íönu Sturlaugsdóttur. Þetta var lýð- veldissumarið 1944 og bjart í lofti og ríkti bjartsýni þar í sveit sem annars staðar. Ekki síst átti það við nýja bóndann í Hreiðurborg; hann var í ofanálag kommúnisti og duldi það hvergi en hélt hugsjón sinni hátt á loft. Þessi kenning var flestum sveit- ungum hans framandi en Þorsteini fyrirgafst mikið enda var hann af- burða skemmtilegur maður. Brynjólfur stóð í skugga föður síns, reyndar móðir hans líka. Þor- steinn var vinnusamur og sótti störf utan heimilis. Þau mæðgin voru heima og einnig voru í heimili hans, fyrst er ég mundi til, Karolína dóttir hans, sem gekk í Kvennaskólann, og Guðmundur Torfason fóstursonur hans. Þessi staða Brynjólfs í Hreið- urborg var sem betur fer ekki lengi með slíkum hætti. Skömmu eftir 1950 var hann búinn að fastna sér kornunga stúlku, Önnu Guðmunds- dóttur. Hún kom sem kaupakona að Hreiðurborg frá Ísólfsskála við Grindavík. Það er í minnum haft að kaupakonan unga hafði komið ríð- andi á tveimur hestum í kaupavinn- una. Allt hennar starf í Hreiðurborg varð eftir því. Þau Brynjólfur gengu í hjónaband 7. desember 1952, eign- uðust á næstu árum sex börn og komu fljótt upp góðu búi. Árið 1955 tóku þau formlega við öllu búinu og bjuggu síðan arðsömu meðalbúi þar til 1994 er þau fluttu að Selfossi. Þá höfðu Þorsteinn sonur þeirra og Sig- urlaug kona hans búið á móti þeim frá 1989 og tóku nú alfarið við jörð- inni. Þetta er ytri skelin af lífshlaupi Brynjólfs í Hreiðurborg, en þá er tvennt eftir sem hér er erfitt að lýsa til hlítar. Hann var annars vegar söngvinn gleðimaður og hrókur alls fagnaðar á góðri stund, hins vegar vandvirkur, allt að því vammlaus embættismaður fyrir sína sveit. Fóð- ureftirlitsmaður varð hann í Sand- víkurhreppi um eða eftir 1960 og gegndi því starfi óslitið til 1998 – BRYNJÓLFUR ÞORSTEINSSON ✝ Brynjólfur Þor-steinsson, fyrr- verandi bóndi á Hreiðurborg í Sand- víkurhreppi í Árnes- sýslu, fæddist í Stykkishólmi 27. ágúst 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 29. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 7. desember. enda var þá sveitin öll. Brynjólfur starfaði í hreppsnefnd Sandvík- urhrepps 1970 til 1994 er hann kaus að láta þar af störfum. Hann var varaoddviti Sand- víkurhrepps 1973– 1994. Margoft var hann fulltrúi sveitarfélags síns á aðalfundum Sambands íslenskra sveitarfélaga, einkum árin 1985–1994. Hann sótti einnig tvisvar að- alfund Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. Erfitt er að meta svo fjölþætt störf en Brynjólfur vann þau undir heilla- stjörnu. Fóðurásetningin er vanda- söm en Brynjólfur naut þar prúð- mennsku sinnar og einkar fagurrar rithandar og vandaðs frágangs á öll- um pappírum. Þá sjaldan hann þurfti að hafa afskipti af fóðrun fór hann ekki að mönnum með ofstopa. Hann nuddaði uns nokkuð vannst. Starfi hans í hreppsnefnd Sandvíkur- hrepps kynntist ég öllu betur, því við áttu þar samleið öll hans hrepps- nefndarár. Ekki voru þar loftkast- alar byggðir en farið gætilega að hlutum. Hæfilega rýninn var hann á skoðanir annarra og á greind hans valt oft er afgreiða þurfti vandasöm mál. Mér er minnisstætt er við hóf- um að vinna að vatnsveitumálum sveitunga okkar, en Brynjólf bað ég að fara með mér að Reykjalundi að semja um framleiðslu vatnsrör- annna. Hann var kunnugur þar frá baráttuárum sínum við bakveikina og kom vel fyrir hjá þeim ágætu mönnum er við hittum á Reykjalundi og urðu viðsemjendur okkar. Brynjólfur í Hreiðurborg var gleðimaður á mannfundum og minn- ast margir sveitarstjórnarmenn hans þaðan. Þótt hægur væri í fasi gat hann einatt komið á óvart. Mér er sagt að eitt sinn hafi hann komið til Reykjavíkur á aðalfund Sam- bands ísl. sveitarfélaga. Undir lok fundar þágu menn veisluboð Reykja- víkurborgar. Þar áttu aðeins tveir að flytja ræður, forseti borgarstjórnar og formaður sambandsins. Brynjólf- ur fór þá afsíðis með forseta borg- arstjórnar og bað hann að leyfa sér að flytja litla og síðbúna kveðju til höfuðborgar sinnar. Það gekk allt eftir. En mikil var undrun sýslunga Brynjólfs er hann birtist í ræðustól. Seig þeim þó larður er Brynjólfur flutti mál sitt. Hann minntist þess er hann kom ungur að árum til Reykja- víkur í Bretavinnu. Hann kom þang- að kvíðinn – og reyndar í fyrsta sinn – en borgin tók honum opnum örm- um og sýndist hann verða betri á eft- ir og borginmannlegri. Í þeim anda fannst honum að góð höfuðborg og íbúar hennar ættu að starfa. Ég á margar dýrmætar minningar um Brynjólf í Hreiðurborg sem ég tíni ekki til hér. Hann var ritfær maður og skrifaði oft eftir vini sína en alltof sjaldan um dægurmálin. Mjög vel gerð er frásögn af hring- ferð hans um landið okkar. Hann fór þar á kostum en lauk ekki frásögn- inni. Ég hvatti hann til að ljúka þeirri sögu sem því miður varð ekk- ert úr. Hann er í þess stað farinn í aðra ferð sem hann kvaðst ekkert óttast. Við upphaf þeirrar ferðar kveð ég vin minn Brynjólf Þorsteins- son og votta aðstandendum hans dýpstu samúð. Páll Lýðsson. Kær vinur og nágranni, Brynjólf- ur í Hreiðurborg, er fallinn frá. Þegar ég fluttist ásamt foreldrum mínum að Kaldaðarnesi vorið 1948, bjuggu í Hreiðurborg hjónin Þor- steinn Brynjólfsson og Júlíana Stur- laugsdóttir ásamt börnum sínum Brynjólfi og Karólínu, svo og uppeld- issyni, Guðmundi Torfasyni. Tókst fljótt milli okkar og þessara næstu nágranna okkar góður kunnings- skapur og síðar vinátta. Feður okkar Brynjólfs, Þorsteinn og Jörundur, höfðu báðir brennandi áhuga á mál- efnum lands og þjóðar, sem oft leiddi til umræðu og stundum langra sam- funda. Þótt ekki væru þeir alltaf sammála, skyggði það hvergi á gagn- kvæma virðingu og vinarþel. Brynj- ólfur Þorsteinsson og kona hans, Anna Guðmundsdóttir, tóku við búi í Hreiðurborg af foreldrum Brynjólfs. Áttum við í Kaldaðarnesi þau fyrir nágranna um áratuga skeið. Er mér og fjölskyldu minni dýrmæt minning um þá vináttu og hjálpfýsi, sem jafn- an ríkti í samskiptum okkar. Brynjólfur er mér eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir. Ég nefni þar fyrst góðar gáfur, skarpa greind og ljúfa lund. Hann var vel menntaður, þótt ekki nyti hann langrar skólagöngu. Hann var mikill unnandi fagurra bókmennta og miðlaði oft á góðri stund af þekk- ingu sinni. Fór ekki milli mála að þar sló listræn æð. Þá er mér ofarlega í huga, ekki síst af eigin reynslu, hjálpsemi Brynjólfs og höfðingsskapur. Hann var jafnan fús til að greiða úr vanda og leggja lið. Aldrei varð ég þess var að slíkt væri eftir talið eða til gagn- gjalds ætlast. Eftir að hann brá búi, liðsinnti hann mér jafnan við hey- skap í Kaldaðarnesi. Hann var með afbrigðum laginn heyskaparmaður og réði þar löng reynsla og eðlislæg verklagni og varkárni. Eftir að hann fluttist að Selfossi, sem ekki var hon- um létt, naut hann þess að koma á gamlar slóðir. Á þennan hátt og margan annan naut ég rausnar Brynjólfs og greiðvikni. Á ég honum skuld að gjalda. Brynjólfur sneiddi hjá erjum og var yfir það hafinn að láta smámuni verða að ásteytingarsteini í skiptum sínum við aðra. Ljúfmennska hans og réttsýni naut sín vel í ýmsum trúnaðarstörfum, sem honum voru falin. Engu að síður bjó í Brynjólfi mikil festa, sem var honum styrkur, ekki síst þegar veikindi steðjuðu að. Það fellur mér þungt, að hindrun er í vegi þess, að ég geti fylgt Brynj- ólfi til grafar, þessum góða vini og mikla öðlingi. Ég sendi, úr nokkurri fjarlægð, samúðarkveðjur okkar Ingibjargar til Önnu og fjölskyldu hennar og Brynjólfs allrar. Gaukur Jörundsson, Kaldaðarnesi. Þeir kvöddu þennan heim sama daginn, Brynjófur Þorsteinsson frá Hreiðurborg móðurbróðir minn og George Harrison einn af Bítlunum sem settu mark sitt á flesta sem fæddir voru fyrir og um miðja síð- ustu öld. Fyrir mig persónulega er þetta at- hyglisvert því sennilega hafa ekki aðrir, ef foreldrarnir eru ekki taldir með, haft meiri áhrif á ungan pilt frá Seyðisfirði en einmitt Bítlarnir og Bibbi frændi í sveitinni. Ég var ekki gamall þegar ég eign- aðist skjól í sveitinni, fyrst hjá ömmu og afa, þeim Júlíönu Sturlaugsdóttur og Þorstreini Brynjólfssyni sem flust höfðu úr Breiðafirði að Hreið- urborg í Sandvíkurhreppi í Flóa. Ég var ekki hár í loftinu þegar ég var sendur með Flugfélaginu frá Egils- stöðum til Reykjavíkur þar sem Helgi og Fríða tóku á móti mér og annaðhvort keyrðu mig austur að Hreiðurborg eða komu mér í rútu. Þetta var langt ferðalag á árunum í kring um 1960 en það var á sig leggjandi til að komast í sveitina. Amma og afi deildu þá búi með Brynjólfi syni sínum og Önnu Guð- mundsdóttur konu hans. Fyrsta sumarið var ég sem sagt í sveit hjá ömmu og afa og naut forréttinda langt umfram aðra á bænum, fékk að sofa lengur, varð að borða meira og ef kalt var úti fannst mér ég vera í jafnmiklum fötum og allir hinir til samans. Næsta sumar tók alvaran við, ég var í sveit hjá Brynjólfi frænda og öll forréttindi voru fyrir bí. En það var ekkert verra. Sveitadvölin varð jafn ánægjuleg og sumarið leið við vinnu og skemmtun. Einhvern veginn er það svo að í minningunni var alltaf sól í sveitinni og aldrei leiddist manni. Þar skipti ekki minnstu fram- lag Brynjólfs, sem var hafsjór af fróðleik, skemmtilegur og stríðinn gat hann verið. Það var þó aldrei til skaða og þegar litið er til baka held ég að við strákarnir, sem vorum í sumardvöl í Hreiðurborg höfum bara haft gott af henni. Það eru ákveðin forréttindi að til- heyra þeirri kynslóð sem kynntist lífi þjóðarinnar bæði til sjávar og sveita og fá í kaupbæti ýmsan fróðleik um lífið sem var. Mikilvægur hlekkur í þessu uppeldi var Brynjólfur í Hreiðurborg, sem auk þess hafði ákveðnar skoðanir á hlutunum. Hann var höfðingi heim að sækja, maður gleði og söngs en hann gat líka verið alvörugefinn. Það var ómetanlegt að fá að kynnast slíkum manni í uppvextinum. Brynjólfs verður sárt saknað. Á það ekki síst við Önnu, börnin og barnabörnin sem sjá nú á eftir eig- inmanni, föður og afa. Ómar Garðarsson. Elsku afi. Það kemur víst að því hjá okkur öllum að við kveðjum þennan heim og höldum áfram í þann næsta. Nú er sú stund runnin upp hjá þér og kveðjum við þig jafnt með tárum sem brosi þegar við rifj- um upp þær minningar um þig sem ávallt munu fylgja okkur. Við mun- um aldrei gleyma þér, elsku afi minn, þú munt lifa áfram í minningum okk- ar. Alltaf fundum við hversu velkomin við vorum þegar við komum að heim- sækja ykkur og alltaf var jafn erfitt að kveðja. Þú vildir alltaf allt fyrir okkur gera og er óhætt að segja að þú hafir alltaf verið stoltur af þínum afkomendum. Ég man eftir því þeg- ar ég náði eitt sinn í þig í réttirnar þegar ég var nýkomin frá Þýska- landi. Þú varst að spjalla við nokkra félaga þína þegar mig bar að. Stoltur sagðir þú þeim frá mér og því sem ég hafði verið að gera. Þó sumum fynd- ist þetta ekki eins merkilegt þá var augljóst að þér fannst mikið til þess koma og skein svoleiðis af þér stoltið að ég bráðnaði algjörlega. Ég hlakkaði alltaf til þess, þegar að því kæmi að ég gifti mig, að hafa þig hjá mér og sérstaklega hlakkaði ég til að heyra þá ræðu frá þér. Þú varst ávallt hrókur alls fagnaðar í veislum og hefur maður heyrt marg- ar sögur af þér þar sem þú stóðst upp og sagðir nokkur orð, öðrum til mikillar ánægju. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Við munum ávallt minnast þín, elsku afi minn. Alda, Hákon og Rakel Rós. :  /     3   4    .   4                  8  8  5 &-!('    2! /;@ "0'+ '  '  !12 !$(##   !12 !  $$! - '!(  $(##   !!%!$$! ,!!  7 !($(##   ! $(##  $$#!' 2$( + :  /        .    8 .  , - 7 B1  + 0   /    &     %          #    !          $#!12 !/!! &#! + Mig langar að minn- ast hennar tengda- móður minnar með nokkrum orð- um. Ég sá þig fyrst í maí 1983. Þegar mig bar að garði í Dæli þennan maí- dag stóðstu fyrir norðan bæinn og varst að sópa stéttina. Ég átti seinna eftir að komst að því, að þér féll aldrei verk úr hendi. Ég átti til dæmis ákaflega bágt með að skilja GUÐRÚN INGVELD- UR BJÖRNSDÓTTIR ✝ Guðrún Ingveld-ur Björnsdóttir fæddist á Hrapps- stöðum í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu 1. febrúar 1921. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hvammstanga 28. nóvember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Hvammstangakirkju 7. desember. hvernig þú gast horft á sjónvarpið og stoppað í sokka í leiðinni eða prjónað, en það gerðir þú iðulega, því það varð að nýta hverja stund. Þú lagðir mikla rækt við heimilið og búskapurinn átti hug þinn allan. Þótt þú virtist alvörugefin var stutt í gamansemina og þú varst fljót að sjá spaugilegu hliðina á hlutunum. Mér líður aldrei úr minni, þegar þú varst að kanna kunnáttu tilvonandi tengdadóttur- innar í matseld, þú baðst mig að elda hafragraut, léttara gat það nú ekki verið. Ég vandaði mig þessi ósköp og grauturinn var eldaður. Þið Gunnþór borðuðuð hljóð, þú trúðir mér reyndar fyrir því eftir matinn að þér þætti betra að hafa grautinn þynnri. Það er engu logið með það að það hefði mátt hálfrota mann með honum. Eftir að við urðum vinkonur gát- um við oft hlegið innilega saman og þá var gjarnan rifjuð upp sagan af hafragrautnum. Þú varst alltaf boð- in og búin að miðla „borgarbarninu“ af þekkingu þinni og reynslu. Þegar þú fluttir til Hvammstanga í nýja húsið á Garðaveginum, sem þið Gunnþór byggðuð, var ekkert slegið af, þú fórst að vinna í bakaríinu og húsverkin voru unnin af sömu elju og áhuga og áður, alltaf margar sortir af kökum með kaffinu, og enginn mátti fara svangur úr þínu húsi. Ég vildi óska að við hefðum átt lengri tíma saman, og að þú hefðir ekki verið „dæmd úr leik“ svona fljótt. Mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Ég veit að þér líð- ur núna vel. Bless og takk fyrir allt. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigrún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.