Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.12.2001, Blaðsíða 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2001 13 MIKIÐ reynir á skipaflota lands- manna og því er stöðugt viðhald eðlilegur hluti af rekstri skipanna. Þessir menn unnu að viðhaldi niðri við Reykjavíkurhöfn í vikunni og eins og sjá má lenti talsvert af málningunni, sem átti að fara á skipið, á málaranum. Morgunblaðið/RAX Við Reykja- víkurhöfn EUROPOL og bandarísk lögreglu- yfirvöld hafa skrifað undir samning um samstarf í baráttunni gegn al- þjóðlegum hryðjuverkum og skipu- lagðri glæpastarfsemi. Haft var eftir Jürgen Storbeck, forstjóra Europol, að hryðjuverka- árásirnar í Bandaríkjunum hinn 11. september hefðu hraðað mjög samn- ingaviðræðunum. „Í dag eru hryðju- verk plága á alþjóðasamfélaginu og stöðug ógn við gildi og lífsskoðanir í lýðræðissamfélögum,“ sagði Stor- beck. Til að baráttan skilaði auknum árangri væri nauðsynlegt að styrkja alþjóðlegt samstarf lögreglu. Samningur Europol og Interpol Áður höfðu Europol og alþjóðalög- reglan Interpol skrifað undir sam- starfssamning sem var ætlað að koma í veg fyrir tvíverknað við lög- gæslustörf. Ronald K. Noble, fram- kvæmdastjóri Interpol sagði við það tækifæri að lögregluyfirvöld í öllum heiminum yrðu að efla samvinnu sína í baráttunni gegn hryðjuverk- um, eiturlyfjasölu, ólöglegu smygli á fólki og annarri skipulagðri glæpa- starfsemi. Glæpamennirnir byndust samtökum og það yrðu lögregluyfir- völd líka að gera. Eitt af helstu við- fangsefnum Europol og Interpol þessa dagana er að koma í veg fyrir falsanir á evru-seðlum en gjaldmið- illinn verður tekinn í notkun í 12 af 15 aðildarríkjum Evrópusambands- ins nú um áramótin. Smári Sigurðsson, yfirmaður al- þjóðadeildar ríkislögreglustjóra seg- ir að þessi samningur Europol og Interpol sé um margt sögulegur. Lengi hafi verið litið á þessar tvær löggæslustofnanir sem keppinauta. „Þetta er fyrst og fremst þýðing- armikið upp á það að menn eru þá ekki að vinna hver í sínu horni,“ seg- ir Smári. Samningaviðræður hafa staðið um alllangt skeið en hryðju- verkaárásirnar í Bandaríkjunum flýttu mjög fyrir samningnum. Ís- lendingar gerðust nýlega aukaaðilar að Europol og telur Smári að þessi samningur muni efla talsvert barátt- una gegn alþjóðlegri glæpastarf- semi. Um 315 manns vinna í aðalstöðv- um Interpol en auk þess eru skrif- stofur starfræktar í 179 aðildarríkj- um Interpol. Búist er við að starfsmenn Europol verði ríflega 400 á næsta ári. Aukið samstarf í kjölfar hryðjuverka Europol, Interpol og bandarísk lögregluyfirvöld HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur svipti á miðvikudag rúmlega fimm- tugan mann ökuréttindum í eitt ár og dæmdi hann til að greiða 130 þúsund krónur í sekt í ríkissjóð fyrir ölvunarakstur. Var það væg- ari refsing en lögreglustjóri hafði boðið sem sátt í stað þess að senda málið fyrir dóm. Maðurinn játaði skýlaust hjá lögreglu og fyrir dómi að hafa ekið bifreið um Reykjavík að kvöldi dags í ágústlok undir áhrifum áfengis en áfengismagn í blóði hans mældist 2,24‰. Af hálfu ákæruvalds var ákærða gefinn kostur á að ljúka málinu með viðurlagaákvörðun, í samræmi við fyrirmæli ríkissaksóknara til allra lögreglustjóra um sáttaboð ákærenda við viðurlagaákvarðanir í ölvunarakstursmálum frá 5. nóv- ember sl., með því að greiða 130 þúsund króna sekt í ríkissjóð, og sæta sviptingu ökuréttar í tvö ár. Ákærði hafnaði þessu boði þar sem hann taldi refsinguna of þunga og að sakarferill sinn gæfi ekki tilefni til hennar, en hann hef- ur ekki sætt refsingu utan sektar vegna umferðarlagabrots árið 1967. Þá hafnaði hann sáttarboði þar sem boðin refsing væri í ósam- ræmi við langa dómvenju um svipt- ingu ökuréttar vegna sambæri- legra brota. Loks vísaði hann til þess að ákvörðunarvald um refs- ingu lægi hjá dómstólum og ætti ekki að lúta fyrirmælum ríkissak- sóknara. Héraðsdómur Reykjavíkur segir að færa megi rök fyrir því að til- laga ríkissaksóknara um að taka mið af áfengismagni í blóði í aukn- um mæli við ákvörðun refsingar sé eðlileg og skynsamleg. Þrátt fyrir það væri í ljósi mótmæla ákærða og vegna langrar dómvenju ekki rétt að þyngja svo mjög refsingar fyrir þessi brot án fyrirmæla í lög- um eða að undangengnum dómi Hæstaréttar, enda væru hin refsi- tengdu viðurlög, ökuleyfissvipting- in, sá hluti refsingarinnar sem oft reyndist dómþola erfiðastur. Dóminn kvað upp Hjördís Há- konardóttir héraðsdómari. Sturla Þórðarson sótti málið fyrir ákæru- valdið. Ákærði hélt uppi vörnum án lögmanns. Fékk vægari refsingu en var boðin sem sátt TRYGGINGAFÉLAGIÐ Sjóvá-Al- mennar telur að um 17.000 heimili í landinu séu án innnbústryggingar sem jafngildi því að allar fjölskyldur í Kópavogi og Hafnarfirði séu án inn- bústryggingar, eða um 40 þúsund manns. Hugi Hreiðarsson, kynningar- fulltrúi Sjóvár-Almennra, segir að ástæður fyrir því að fólk tryggi ekki innbú sín séu aðallega þrenns konar: Íbúaðareigendur haldi að þeir séu tryggðir, þeir geti verið án innbús- tryggingar eða fjárhagur heimilisins sé þröngur. Í lok október kom upp eldur í fjór- býlishúsi við Klukkurima í Grafar- vogi. Mikið eignatjón varð af þessum völdum en í ljós kom að þrjár af fjór- um íbúðum hússins voru án innbús- tryggingar. Í desember berast langflestar til- kynningar um tjón vegna bruna út frá kertum eða kertaskreytingum, s.s. aðventukrönsum. Í desember í fyrra tóku Sjóvá-Almennar við 52 slíkum tilkynningum en miðað við markaðshlutdeild fyrirtækisins má ætla að fimm brunar út frá kertum verði á degi hverjum í desember. Talið er að tjón af þessum völdum nemi um 40 milljónum. 17.000 heimili án innbús- tryggingar Fimm brunar af völdum kerta- ljósa á hverjum degi í desember                                      SAMKEPPNISRÁÐ hefur bannað Bræðrunum Ormsson ehf. að birta auglýsingar fyrir Bridgestone Blizz- ak-loftbóludekk en í auglýsingunum eru settar fram fullyrðingar um að loftbóludekk séu betri en nagladekk og að þau henti ABM-hemlum betur. Telur samkeppnisráð að auglýs- ingarnar gefi neytendum rangar og villandi upplýsingar og brjóti þannig í bága við ákvæði 21. gr. samkeppn- islaga, enda sé skýrt tekið fram í nið- urstöðum íslenskrar rannsóknar, sem vitnað er til í auglýsingunum, að ekki sé marktækur munur hvað varðar þau atriði sem tilgreind eru sérstaklega í auglýsingunum. Í auglýsingum Bræðranna Orms- son sagði að Bridgestone Blizzak- dekk, sk. loftbóludekk, væru bestu dekkin í snjó og hálku. Var til stað- festingar þessum fullyrðingum vísað til niðurstöðu tilraunar með hemlun- arvegalengdir mismunandi vetrar- dekkja sem unnin var af Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins. Tilraunin mun hins vegar ekki hafa sýnt marktækan mun á heml- unarvegalengd loftbóludekkja og nagladekkja á þurrum ís og aðstæð- ur í snjó voru ekki kannaðar. Þykja því ekki hafa verið færðar sönnur á fullyrðingar þar sem efsta stig lýs- ingarorðs, best, er notað. Í úrskurði samkeppnisráðs, sem kveðinn var upp 4. des. sl., kemur fram að Samkeppnisstofnun gerði ítrekaðar athugasemdir við auglýs- ingarnar sem Bræðurnir Ormsson virtu að vettugi. Í ljósi ítrekaðra birtinga auglýsinganna telur ráðið nauðsynlegt að banna frekari birt- ingu þeirra. Segir ennfremur í úr- skurðinum að fari fyrirtækið ekki að banninu verði það beitt viðurlögum, þ.e. stjórnvaldssektum. Bannar birtingu auglýsinga um loftbóludekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.