Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.12.2001, Blaðsíða 38
SÖNGDEILD Tónlistarskóla Kópavogs flytur jólasöngleikinn Hin fyrstu jól eftir Michael Hurd í Salnum í kvöld kl. 21. Fjallar söngleikurinn, sem er 40 mínútna langur, um fæðingu Krists. Leikstjórn er í höndum Önnu Júlíönu Sveinsdóttur og undirleik annast Julian Hewlett. Helstu hlutverk syngja: Lára Rúnarsdóttir (María), Arnar Rich- ardsson (Jósef), Bjartmar Sig- urðsson, Fjóla Nikulásdóttir, Guð- rún Ragna Yngvadóttir, Hildur Jónsdóttir, Sóley Eiríksdóttir, Vigdís Ásgeirsdóttir, Svanhvít Yrsa Árnadóttir, Anna Margrét Sigurðardóttir og Hlíf Kvaran Brynjarsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell Söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs æfir söngleikinn. Jólasöngleik- ur í Salnum LISTIR 38 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ar skyldu hljóta náð fyrir augum dómnefndarinnar, og mér er vissu- lega upphefð að því, ekki síst því að vera í félagsskap þessara ágætu bókmenntamanna sem deildu verð- launum með mér.“ Ögmundur átti þessar þýðingar í fórum sínum. Hann hefur búið í Danmörku í á fjórða ár, og kveðst hafa drukkið í sig danskar bók- menntir á þessum árum. „Ég fylgist nú ekki vel með því sem er nýjast í bókmenntunum, en er sólginn í það sem eldra er. Ég hef verið að fikta við þýðingar í nokkur ár, aðallega tækifæriskveðskap og það sem teng- ist rímnaháttum.“ Ögmundur segist lítið fást við eig- in ritsköpun annað en það sem hann kallar stílæfingar, en viðurkennir þó að eiga nokkur ljóð og fleira ef til vill í sarpi sínum. „Þetta er nú ekki þannig að það eigi erindi við les- endur enn sem komið er, hvað sem síðar verður.“ Spurður um dálæti á þeim ljóð- skáldum sem hann þýddi, segir Ög- mundur að hann hafi alltaf fundið til sérstakrar samkenndar með Emil Aarestrup. „Hann var héraðslæknir á Fjóni um miðja 19. öld og hafði skáldskapinn í hjáverkum og gaf að- eins út eina bók í lifanda lífi, og hún gerði ekki mikla lukku meðal bók- menntafrömuða í Danmörku. En vegsemd Emils Aarestrup varð mun meiri að honum gengnum, og nú er hann metinn sem eitt af höfuðskáld- um Dana á 19. öld. Ég held að hann hafi ekkert verið kynntur Íslending- um, og það má segja að það hafi ekki þótt það sem mest var aðkallandi að snúa dönskum kveðskap yfir á ís- lensku fyrir ekki mörgum árum. En nú hefur dönskukunnáttu Íslend- inga hrakað svo mikið, og þjóðin liggur ekki lengur í dönskum bók- menntum – allra síst í dönskum bók- menntum fyrri alda.“ Yeats og Williams sígildir Hjörtur Pálsson fékk verðlaun fyrir þýðingu á ljóðinu Sailing to Byzantium eftir írska skáldið Will- iam Butler Yeats. Hjörtur segir að kvæðið sé með þekktustu ljóðum Yeats. „Það stóð fremst í bók hans Turninum sem kom út 1928. Það má segja að það sé lofsöngur um sigur andans á efninu og eilíft líf listarinn- ar. Yeats var snortinn af ýmsum dulspekihugmyndum. Hann var orð- inn 63 ára þegar ljóðið birtist og hugmyndin um siglinguna frá Ír- landi holdsins til Miklagarðs andans er miðlæg í kvæðinu og um leið táknræn fyrir ævileið aldraðs skálds sem hlýtur brátt að taka enda. En þá dreymir hann um að taka á sig nýja mynd óháða efninu, og lifa eilíf- lega í söng sínum. Gullfugl kvæð- isins er táknmynd eilífrar listar og skáldsins sem dreymir um að ljóðið lifi, þótt það deyi, en tengslin við Býsans eru eðlileg í ljósi þess að þar stóð list einmitt með miklum blóma fyrr á tíð.“ Árni Ibsen vann til verðlauna fyr- ir þýðingar á níu ljóðum eftir banda- ríska skáldið William Carlos Will- iams. Bjartur gaf út árið 1997 Rauðar hjólbörur og fleiri ljóð, en þar voru þýðingar Árna á ljóðum Williams frá fyrri hluta ævi skálds- ins. „Ég á efni í annað handrit með ljóðum frá seinni hluta ævi hans; - þar eru ljóðin lengri og fjölbreytti og ég valdi ljóðin níu sem fóru í keppnina af handahófi úr þessu safni.“ Leikrit Árna Ibsens, Skjaldbakan kemst þangað líka, fjallar um Will- iams og vin hans Ezra Pound. „Williams er eitt af stóru nöfnunum í ljóðagerð í Bandaríkjunum á 20. öld- inni, og mikill brauðryðjandi. Hann notaðist við tungutak amerískunnar frá hvunndagsfólki í kringum sig, sem á þeim tíma þótti alls ekki sjálf- sagt og ekki nógu fínt mál í bók- menntir – sérstaklega ekki ljóð. Hann starfaði sem læknir alla ævi og bjó í Rutherford í New Jersey, rétt handan Hudson-árinnar á móts við New York. Williams er einn af mínum uppáhaldshöfundum og ég er búinn að vera að lesa hann lengi. Ég byrjaði að fikta við að þýða hann fyr- ir alvöru fyrir um 20–25 árum. “ Margar athyglisverðar þýðingar á íslenskum ljóðum á erlend mál bár- ust dómnefnd. Í þeim flokki hlaut Hallberg Hallmundsson viðurkenn- ingu fyrir enskar þýðingar á íslensk- um ljóðum frá 19. öld. Hallberg er þekktur þýðandi en þó frekar fyrir þýðingar á íslensku, meðal annars á fyrrum lárviðarskáldi Breta, Ted Hughes. Hallberg er búsettur í New York. LESBÓK Morgunblaðsins og Þýð- ingasetur Háskóla Íslands stóðu fyr- ir ljóðaþýðingakeppni nú í haust og var tilkynnt um úrslit við athöfn í Grófarhúsinu á sunnudag og verð- laun afhent. Hátt í tvö hundruð um- slög bárust, í flestum þeirra voru eitt eða tvö þýdd ljóð en sum inni- héldu þýðingar á mörgum ljóðum eða ljóðabálkum. Verk um það bil tíu þýðenda á íslensku komu til greina en þegar upp var staðið treysti dóm- nefndin sér ekki til að gera upp á milli þriggja þýðenda en þeir reynd- ust vera Árni Ibsen, Hjörtur Páls- son og Ögmundur Bjarnason. Allir hljóta þessir þýðendur viðurkenn- ingu að upphæð kr. 50.000. Árni þýddi níu ljóð eftir banda- ríska skáldið William Carlos Will- iams, Hjörtur ljóðið Sailing to Byz- antium eftir írska skáldið William Butler Yeats og Ögmundur nokkur ljóð eftir dönsk skáld, svo sem Emil Aarestrup, Fr. Paludan-Müller og J.P. Jacobsen. Í áliti dómnefndar segir að allar þýðingarnar séu ákaf- lega vandaðar og að þýðendunum takist, hverjum með sínum hætti, að koma formgerð, merkingu og andblæ frumtextanna til skila á ís- lensku. Lögfræðingur í læknis- námi og þýðir ljóð Tveir fyrstnefndu þýðendurnir eru vel þekktir og útgefnir þýðend- ur. Ögmundur, sem er í læknisnámi í Danmörku, hefur hins vegar ekki látið mikið á sér bera hingað til. Ögmundur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann gæti nú varla sagt að hann sinnti ljóða- þýðingum í miklum mæli. „Þetta er nú mest tómstundagaman hjá mér. Foreldrar mínir sáu auglýsingu um keppnina og hvöttu mig til að draga eitthvað fram úr skúffunni og taka þátt í henni. Ég var bara rasandi hlessa á því að þessar þýðingar mín- Morgunblaðið/Ásdís Ingibjörg Haraldsdóttir afhenti verðlaunin. Hjá henni standa Árni Ibsen, Hjörtur Pálsson, Árni Blandon sem tók við verðlaunum Hallbergs Hallmund- arsonar, Ögmundur Bjarnason og aðstandendur keppninnar, Sigurður Pálsson og Þröstur Helgason. Þrír þýðend- ur deildu sig- urlaununum Verðlaun veitt í ljóðaþýðingasamkeppni Þýðingaseturs HÍ og Lesbókar LISTAKLÚBBUR Leikhúskjall- arans stóð í gærkvöldi fyrir ljóða- og söngdagskrá í tilefni af sjötugs- afmæli Hannesar Péturssonar skálds í síðustu viku. Lesin voru ljóð Hannesar, sungin lög við ljóð hans og fjallað um manninn og skáldið. Fjölmenni sótti dagskrána. Arnar Jónsson les hér eitt ljóðanna. Hannes Pétursson heiðraður Morgunblaðið/Ómar LISTAVERKASÝNING Heklu Guðmundsdóttur stendur nú yfir í Galleríi Landsbankans – Lands- bréfa, Laugavegi 77 og á Netinu. Hekla stendur fyrir uppboði á einu af verkum sínum fram til 23. desem- ber og mun upphæðin renna óskipt til Krafts, félags ungs fólks með krabbamein. Uppboðið fer fram á vefnum (www.landsbanki.is) og þar er hægt að senda inn tilboð. Upp- boðsverkið og fleiri verk eftir Heklu eru til sýnis í húsakynnum Lands- bankans – Landsbréfa meðan upp- boðið fer fram. Markmið Lands- bankans – Landsbréfa með galleríi á Netinu er að taka þátt í vaxandi heimi menningar og gera þannig við- skiptavinum og öðrum kleift að njóta lista á nýstárlegan máta á vefnum. Listaverka- uppboð til styrktar Krafti SIGURÐUR Halldórsson leikur á fimm strengja selló í Fríkirkjunni í kvöld kl. 21. Á tónleikunum, sem taka um klukkustund, flytur Sigurður Svítu Johanns Sebastians Bach nr. 6 í D-dúr, sem er skrifuð fyrir 5 strengja selló, og einnig fyrsta svít- an í G-dúr. Þá eru 3 fantasíur fyrir fiðlu eftir Georg Philipp Telemann sem Sigurður hefur staðfært yfir á fyrrnefnt hljóðfæri. Sigurður hefur starfað sem einleik- ari og kammertónlistarmaður frá því að hann lauk námi frá Guildhall School of Music í Lundúnum árið 1990. Hann hefur sérstaklega lagt sig eftir að flytja tónlist 20. aldar, m.a. með Caput, og tekið þátt í fjölda hljóðritana á þeirri tónlist. Fimm strengja selló er sjaldséð á tónleikum núorðið en það var algengt á fyrri hluta 18. aldar að leika á slíkt hljóðfæri. Fimm strengja selló í Fríkirkjunni Sigurður Halldórsson ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.