Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 22.12.2001, Qupperneq 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2001 21 ÁRAMÓTAFAGNAÐUR verður haldinn í Bláa lóninu laugardaginn 29. desember og hefst hann klukkan 19. Kvöldið er samstarfsverkefni Bláa lóns- ins og Lionsklúbbanna og mun ágóði af skemmtuninni renna til líknarmála á Suðurnesjum. Sveinn Sveinsson, veitinga- stjóri Bláa lónsins, og Axel Jónsson,veitingamaður og full- trúi Lions, hafa veg og vanda af skipulagningu kvöldsins. Áramótafagnaðurinn hefst með fordrykk og canape við undirleik strengjasveitar. Diddú mun syngja fyrir gesti og hljómsveitin Saga Class leikur fyrir dansi. Nánari upplýsingar um við- burðinn veitir Sveinn Sveins- son hjá Bláa lóninu. Áramóta- fagnaður í Bláa lóninu Grindavík FIMM málverkum úr eigu Lista- safns Birgis Guðnasonar var stolið úr geymslu við bakinngang að sýn- ingarsal þess í Grófinni 8 í Keflavík. Atburðurinn hefur að öllum lík- indum átt sér stað á tímabilinu 23. til 27. nóvember síðastliðinn. Fólk er beðið um að láta lögregluna í Keflavík vita ef það veit hvað orðið hefur um myndirnar. Verkin sem um ræðir eru tvö ol- íumálverk eftir Einar Ingimund- arson, um það bil 120 sinnum 90 sentímetrar að stærð og heita báð- ar myndirnar „Frá Hellissandi, bátar“. Eins hurfu tvö olíumálverk eftir Reyni Katrínar, þau eru bæði 90 sinnum 90 sentímetrar í þvermál og bera nöfnin „Fífur“ og „Brim“. Að síðustu er það olíumálverkið „Andlit“ eftir Gunnar Örn listmála, það er um það bil 75 sinnum 80 sentímetrar að stærð. Myndirnar sjást á meðfylgjandi ljósmynd sem Birgir Guðnason, eigandi lista- safnsins, átti í fórum sínum. Þjófnaðurinn hefur verið kærður til lögreglu sem rannsakar nú málið og biður Birgir fólk að hafa sam- band þangað ef það veit um afdrif málverkanna eða önnur atriði sem gætu orðið til að upplýsa málið. Fimm málverk- um stolið Keflavík BÆJARSTJÓRN Grindavíkur hef- ur samþykkt að lána körfuknatt- leiksdeild UMFG þrjár milljónir kr. Á bæjarstjórnarfundi í vikunni var samþykkt að aðstoða körfuknatt- leiksdeildina við að setja upp fyrir- hugað flettiskilti í bænum með því að veita deildinni einnar milljónar kr. lán. Auk þess veitir bærinn vilyrði fyrir tveggja milljóna króna láni til viðbótar þegar samið hafi verið um uppsetningu skiltisins, til rekstrar deildarinnar. Lánin verða verð- tryggð en án vaxta og gert er ráð fyrir að þau endurgreiðist með tekjum af flettiskiltinu. Að sögn Einars Njálssonar bæj- arstjóra stendur körfuknattleiks- deildin ágætlega en þarf aukið fjár- magn í reksturinn fram til vors, meðal annars til að fá til sín erlendan leikmann. Bæjarstjórn hafi viljað að- stoða deildina með þessum hætti. Lána körfu- boltanum 3 milljónir Grindavík VERKTAKINN SEES ehf. átti lægsta tilboð í gatnagerð við Klettás, annan áfanga Grænaáss og Njarð- víkurfitja. Bæjarráð Reykjanesbæj- ar hefur samþykkt tillögu forstöðu- manns umhverfis- og tæknisviðs um að tilboði fyrirtækisins verði tekið. Fimm tilboð bárust í verkið og voru öll undir kostnaðaráætlun. SEES bauðst til að vinna það fyrir tæpar 20 milljónir kr. sem er 69% af kostnaðaráætlun bæjarins en hún hljóðaði upp á tæpar 29 milljónir. SEES leggur Klettás Njarðvík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.