Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.2001, Blaðsíða 16
Á ÞESSUM tíma- mótum, þegar lit- ið er til baka til að gera árið upp, koma upp í huga minn knatt- spyrnumenn frá Akranesi. Árang- ur Skagamanna síðastliðið sumar var hreint ótrúlegur og má segja að þeir hafi unnið þrefaldan sigur – fyrst með því að skera niður stóra kostnaðarliði til að vinna á miklum skuldum, þá að Ólafur Þórðarson náði að þjappa saman ungum leikmönnum, að mestu heimamönnum, sem stóðu svo loks óvænt uppi sem sigurvegarar – fögn- uðu Íslandsmeistaratitlinum á einum erfiðasta heimavelli landsins, í Vest- mannaeyjum, í meistarabaráttu við heimamenn. Skagamenn og Eyja- menn, sem gerðu jafntefli, urðu jafnir að stigum en Skagamenn meistarar á betri markatölu. Það reiknaði enginn með þessu af- reki þar sem Skagamenn höfðu misst marga öfluga leikmenn, lykilmenn eins og Sigurð Jónsson, Jóhannes Harðarson, Uni Arge og Alexander Högnason. Stór þáttur Skagamanna til að vinna á slæmri fjárhagsstöðu var að skera niður kostnað við leikmenn og því var ekki farið út í það að „kaupa“ reynda leikmenn fyrir þá sem fóru, heldur að byggja upp á þeim sem voru í heimahaga. Hlúa að sínum mönnum sem voru tilbúnir að leggja allt í sölurnar til að halda merki ÍA á lofti. Það tókst heldur betur og eins og sigurglaðir Skagamenn sögðu á leið heim frá Eyjum – það eru engir kóngar í liði okkar, heldur hópur leik- manna sem voru ákveðnir að vinna saman. Má því segja að Skagamenn hafi skorið og síðan uppskorið ríkulega. Það reiknuðu ekki margir á Akra- nesi með þessum glæsilega árangri þegar lagt var upp. Framarar fóru sömu leið og Skagamenn, að skera niður kostnað við leikmenn, „selja“ dýrustu leikmennina og segja upp samningum við aðra. Eins og Skaga- menn ákváðu þeir að byggja á ungum leikmönnum og útlitið var ekki bjart hjá Fram, en með ótrúlegum enda- spretti náðu ungu leikmennirnir hjá Fram að bjarga sér frá falli í síðustu umferð. Eftir 10 umferðir var Fram með aðeins fjögur stig, þegar upp var staðið eftir 18 umferðir voru stigin 20. Gleði Framara var mikil enda fram- tíðin björt – eins og hjá Skagamönn- um sem eiga það sameiginlegt að hafa náð að vinna hvað mestan sigur í að létta skuldabaggann sem hafði þyngst mikið á síðustu árum. Það eru ekki allir eins ánægðir því að skuldir hafa höggvið sár í önnur lið sem sum hver ramba á barmi gjald- þrots. Það eru ekki aðeins knatt- spyrnulið sem eru í slæmum málum vegna skulda. Lið í handknattleik og körfuknattleik standa sum hver mjög illa. Of hár launakostnaður Hver er ástæðan? Það viðurkenna flestir að aðalástæðan fyrir slæmum fjárhag keppnisliða er of hár kostn- aður vegna launa til leikmanna. Það hefur sýnt sig á síðustu árum að alltaf hefur þeim fjölgað sem vilja fá pen- ingagreiðslur fyrir að taka þátt í íþróttum. Margir hafa haldið að þeir gætu lifað sem atvinnumenn í íþrótt- um á Íslandi – að gera ekkert annað en að kasta eða sparka í knött. Að undanförnu hefur verið að renna upp fyrir mönnum að atvinnu- mennska á ekki heima á Íslandi, frek- ar en í Noregi, þar sem er fjölmenn- ara þjóðfélag. Norsk lið, einnig dönsk, hafa verið að draga saman seglin, eins og lið hér á landi. Á undanförnum árum hafa leik- menn hér á landi gengið kaupum og sölum og leikmenn gert miklar kröfur – mörg lið eru byggð upp á aðkomu- mönnum en ekki leikmönnum sem hafa alist upp hjá liðunum og hafa til- finningar til liða sinna. Það er oft svo að þegar illa gengur þá eru það að- komumennirnir sem eru fyrstir að hverfa á brott. Skylda þeirra hefur ekki náð nema til buddunnar. Ef enga peninga er að hafa hef ég ekkert að gera hér er hugsunarháttur marga. Sem betur fer ekki allra. Þessi hugsunarháttur og kröfur um meiri peninga hefur komið niður á félögum. Það verður alltaf erfiðara og erfiðara að fá menn til að starfa í sjálfboðavinnu við að afla fjár handa leikmönnum. Það er vel skiljanlegt því að margir stjórnarmenn hafa þurft að setja veð á eigur sínar til að fjármagna laun manna sem hafa oft engum skyldum að gegna. Of mikið framboð Áhorfendum á knattspyrnuleiki hefur fjölgað en það sama er ekki uppi á teningnum í handknattleik og körfuknattleik. Framboðið er orðið svo mikið af leikjum í forkeppni sem tekur marga mánuði að menn komast ekki yfir það að sjá alla leikina. Feður eða mæður hafa ekki efni á því að fara með börn sín á leiki – marga í viku. Markaðurinn er mettur, áhuginn hef- ur farið minnkandi. Í 1. deild karla í handknattleik fara fram 182 leikir í forkeppni, sem stendur yfir í marga mánuði, áður en úrslitakeppnin hefst. Í úrvalsdeild karla í körfuknattleik fara fram 132 leikir í forkeppni. Fjölmargir leikir eru lítt spennandi og draga fáa áhorfendur að. Vel innan við 100 áhorfendur eru á sumum leikjum. Það þarf 70 áhorfendur til að greiða dómarakostnað við leiki, þann- ig að afgangurinn er lítill til að greiða leikmönnum laun. Annað liðanna sem vann sig upp í úrvalsdeild í körfuknattleik, var ekki með útlending þegar liðið lék í 1. deild í fyrra. Þá voru innan við 100 áhorf- endur á leik. Áhorfendum fjölgaði ekki við að komast í úrvalsdeild, þannig að tekjurnar voru þær sömu. Liðið fékk sér útlending, þannig að kostnaður við rekstur liðsins varð mun meiri – um tveimur milljónum. Ólafur Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik og atvinnumaður hjá Magdeburg, segir í viðtali við Frétta- blaðið, sem birtist 5. nóvember sl., að hann skilji vel að fólk flykkist ekki á leiki. „Ég nenni sjálfur ekki að horfa á eitthvað sem er bara miðlungs og ekkert að gerast í, þannig að ég lái landanum það ekki.“ Ólafur segir ennfremur í sama viðtali: „Maður er með smásamviskubit út af öllum þeim yngri strákum sem eru að reyna að vera góðir í handbolta og það mæta kannski bara 300 manns á leiki.“ Erfitt að fá styrktaraðila Til að fjármagna keppnislið og deildir þarf að fá styrktaraðila. Ástandið í þjóðfélaginu hefur verið þannig undanfarna mánuði að erfitt er fyrir félög að fá styrk frá fyr- irtækjum sem hafa verið með að- haldsaðgerðir eins og mörg félögin. Þetta varð til þess að Íslandsmótið í handknattleik var nær hálfnað þeg- ar styrktaraðili fékkst fyrir mótið. Enn hefur ekki tekist að fá styrkt- araðila fyrir úrvalsdeild karla í körfu- knattleik. Sum lið hafa ekki náð að fá styrkt- araðila til að setja auglýsingar á bún- inga sína sem er ein af aðaltekju- lindum liða. Þrátt fyrir að áhuginn hafi minnkað fyrir körfuknattleik og handknattleik er aukin pressa á fjölmiðla að sýna og segja frá kappleikjum. Þegar að er gáð er það eðlilegt, félögin sem gera samninga við styrktaraðila vilja vera með sínar auglýsingar í sviðsljósinu. Stóru sérsamböndin hafa gert sér- samninga við sjónvarpsstöðvar. Handknattleikssamband Ísland við RÚV þar sem menn hafa unnið mjög gott starf í sambandi við sýningar frá umferðum, í þáttum sem nefnast Handboltakvöld. Körfuknattleikssamband Íslands gerði samning við Sýn, sem hefur lítið sem ekkert sýnt frá íslenskum körfu- knattleik. Sýn sýnir aftur á móti reglulega leiki úr bandarísku NBA- deildinni. Sýndir eru leikir á sunnu- dagskvöldum eða þegar leikið er í úr- valsdeildinni hér á landi. Þetta hefur orðið til þess að búið er að ákveða að breyta leikdögum í janúar, færa deildarleikina frá sunnudögum fram á fimmtudagskvöld. Þetta er liður í því að fá fleiri áhorfendur á leiki. Í keppni við sjónvarp Það er ekki hægt að loka augunum fyrir því að það eru þrír þættir sem gera það að verkum að færri áhorf- endur skila sér á leiki í handknattleik og körfuknattleik. Það er fyr- irkomulagið. Menn hafa lítinn áhuga að horfa á leik eftir leik í forkeppni – beðið er eftir úrslitakeppninni þar sem hver leikur skiptir máli og spenna myndast. Áhorfendur eru ekki tilbúnir að borga aðgangseyri fyrir leiki sem skipta engu máli og eru lítt spennandi, eða eins og Ólafur sagði – að hann nenni sjálfur ekki að horfa á eitthvað sem er bara miðl- ungs og ekkert að gerast í. Aðalþátturinn er knattspyrna í sjónvarpi. Sýn og Stöð 2 sýna tugi leikja frá Englandi og meistaradeild Evrópu í viku hverri. Sýnd er há- gæðaknattspyrna, sem menn fá inn í stofu hjá sér, eða fylgjast með á veit- ingastöðum sem eru með stóra skjái. Menn velja frekar að skemmta sér heima en fara að sjá lítt spennandi leiki í íþróttahúsum. Tóku ekki áhættu Íþróttamenn eru skemmtikraftar og þeir fara fram á að fá háar pen- ingagreiðslur fyrir að leika listir sín- ar. Ef þeir skemmta ekki áhorf- endum koma þeir ekki á leik eftir leik til að sjá miðlungs leikmenn sem hugsa um lítið annað en budduna. Fyrir nokkrum árum var í einu handknattleiksliði í Reykjavík stór hópur af ungum leikmönnum, sem gerðu miklar kröfur um ýmis hlunn- indi – afnot af bílum, bensínpeninga og aðrar greiðslur. Forráðamenn liðsins vildu semja við leikmennina – þannig að félagið myndi borga laun þjálfarans og hafa tekjur af sælgæt- issölu. Leikmennirnir fengju engar greiðslur frá félaginu, en þeir áttu að fá allan ágóða af aðgöngumiðum áhorfenda. Sem sagt að það væri hagur leik- manna að laða að áhorfendur með að skemmta þeim, þannig að þeir kæmu aftur og aftur til að sjá sína menn skemmta þeim og sjálfum sér. Leik- mennirnir höfnuðu þessu boði, þeir vildu ekki taka áhættu, vildu ekkert gefa – aðeins þiggja. Það fór svo að liðið féll og leikmennirnir voru þá fyrstir til að fara. Skylda þeirra náði ekki nema til buddunnar. Nú er lag Nú þegar ljóst er að pen- ingakreppa er skollin á í íþróttum er lag fyrir liðin í knattspyrnu, hand- knattleik og körfuknattleik að snúa sér að áhugamennskunni á nýjan leik – Ísland getur ekki borið uppi at- vinnumennsku. Þjóðfélagið er of lítið til þess. Hundruð keppnisliða geta ekki róið öll á lítil styrktaraðilamið og haft tekjur af þeim róðri til að borga mönnum, sem stunda íþróttir sér til skemmtunar og ánægju, há laun. Stuttgart í Þýskalandi, með yfir 500 þúsund íbúa, gæti ekki borið eins mörg keppnislið og eru á Íslandi. Keppnismennirnir sjálfir vita hvernig er í pottinn búið. Það er sjálf- sagt að greiða mönnum ákveðna umbun ef vel gengur og þeir gera vel. Leggja sig fram við það sem þeir fást við. Íþróttir eru skemmtun og þar af leiðandi eru íþróttamennirnir skemmtikraftar. Það eru þeir sem eiga að laða að áhorfendur – ef íþróttamennirnir kunna ekki að skemmta áhorfendum, koma fáir til að horfa á þá. Þetta verða leikmenn nútímans að hafa hugfast ef þeir vilja efla íþrótt sína og gera hana vinsæla. Það eru að bresta á kynslóðaskipti í knattspyrnu, körfuknattleik og hand- knattleik – margir ungir og stór- efnilegir leikmenn að koma fram í sviðsljósið, menn sem með réttu hug- arfari geta gert stórvel og komist í at- vinnumennsku í Evrópu og víðar. Kominn er tími á ný til að ala leik- mennina rétt upp og gera þeim grein fyrir að þeir hafa skyldum að gegna; bæði gagnvart sjálfum sér, félögum sínum og þeim landsliðum sem þeir eru valdir í til að leika. Skylda þeirra á að ná lengra en til buddunnar! Peningarnir eru ekki allt Morgunblaðið/RAX Skagamenn unnu glæsileg afrek í sumar – fyrst í baráttu við skuldir, þá að byggja upp lið skipað ungum heimamönnum. Það er oft svo að þegar illa gengur eru það aðkomumennirnir sem eru fyrstir að hverfa á brott. Skylda þeirra hefur ekki náð nema til buddunnar. Íþróttir Sigmundur Ó. Steinarsson fréttastjóri sos@mbl.is 16 SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.