Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 14 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ALLT að 6.000 manns í Kópa- vogi eru án heimilislæknis að sögn Höllu Halldórsdóttur bæjarfulltrúa. Bæjarstjórn samþykkti á þriðjudag að beina þeim tilmælum til heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra og fjármálaráðherra að tryggja stofn- og rekstr- arfé til þriðju heilsugæslu- stöðvarinnar í Kópavogi á þessu ári. Halla, sem situr í stjórn Heilsugæslu Kópavogs og í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðis- flokkinn, flutti tillöguna ásamt Birnu Bjarnadóttur bæjarfulltrúa Kópavogslist- ans. Segir Halla ástæðu til- lögunnar vera mikinn heim- ilislæknaskort í bæjarfélaginu en lengi hafi verið stefnt að því að koma þriðju heilsugæslustöðinni á legg sem yrði í Salahverfi. „Við erum að pressa á heil- brigðisráðuneytið um að það verði farið í útboð á þessari heilsugæslustöð og fyrir jól stóð til að senda út auglýs- ingu um að óska eftir húsnæði fyrir hana. Síðan var það stoppað.“ Halla segir erfitt að segja nákvæmlega til um hvað olli þessari stöðvun. „Mér var sagt að það væri verið að bíða eftir grænu ljósi frá fjármálaráðuneytinu enda verður þetta samstarfsverk- efni milli þessara tveggja ráðuneyta.“ Aðeins 11 læknastöður Heilsugæslustöðvarnar tvær, sem fyrir eru í Kópa- vogi, eru í Smáranum og mið- bænum og segir Halla að á bæjarstjórnarfundinum hafi verið rætt um að óska að auki eftir nýju húsnæði fyrir mið- bæjarsvæðið þar sem hús- næði heilsugæslustöðvarinn- ar þar sé orðið lélegt. Hún segir brýnasta heim- ilislæknavandamálið á höfuð- borgarsvæðinu vera í Kópa- vogi. „Við erum orðin 24.300 í dag og við erum ekki með nema 11 stöður af læknum þannig að það er ansi lítið. Það er talað um að allt að 6.000 manns séu án heimilis- læknis í bænum. Í haust var rætt um 3.000 manns en þeim fer stöðugt fjölgandi og sér- staklega eftir að heilsugæslu- stöðin í Mjódd sagði upp öll- um Kópavogsbúum. Því var það samþykkt hjá okkur um jólin að við myndum gera það sama við sjúklinga sem væru með lögheimili annars staðar en í Kópavogi.“ Halla reiknar með að þegar sé búið að segja þessum ein- staklingum upp en segir ekki fyrirliggjandi hversu marga sé um að ræða. „Það er ekki einu sinni helmingurinn af þessu. Þetta gætu verið um 2.000 manns.“ Að sögn Höllu hefur lækna- skorturinn leitt til þess að fólk hefur sótt annað eftir læknaþjónustu. „Mér er sagt að fólk þurfi að bíða í marga daga og allt upp í tvær vikur og þá endar með því að það fer á læknavaktina. Svo gæti ég trúað því að ágangur á sér- fræðinga sé farinn að verða meiri. En læknavaktin á ekki að þjóna sem heilsugæslustöð því þar er fólk bæði að borga mun hærri gjöld en ella og svo er þjónustan allt öðru- vísi.“ Sex þúsund án heimilislæknis Kópavogur SVIÐSSTJÓRI skipulags- og byggingarmála er hinn nýi titill Salvarar Jónsdóttur sem fluttist til landsins frá Banda- ríkjunum fyrir rúmri viku eftir tólf ára dvöl þar í landi. Þar menntaði hún sig í skipu- lagsfræðum eftir nám í landafræði hér heima og hef- ur starfað við háskólann í Wisconsin frá því hún lauk námi 1997. Hún segir tengslin við Ís- land þó aldrei hafa rofnað á þessu tímabili. „Þegar við hjónin fórum utan 1990 til náms vorum við með tvö ung börn. Mér fannst því óskapleg mikilvægt, sér- staklega barnanna vegna, að halda tengslum við Ísland. Af þessum sökum kom ég alltaf heim öll sumur allt til ársins 1997 og vann á Skipulagi rík- isins en þar hafði ég starfað frá árinu 1986 áður en ég fór til Bandaríkjanna. Þetta var töluvert átak að rífa sig alltaf upp á hverju sumri en ég er afskaplega þakklát fyrir það núna.“ Hið nýja starf Salvarar er ekki það fyrsta sem hún gegnir á vegum Reykjavík- urborgar. „Allan tímann sem ég var í Háskólanum vann ég á Árbæjarsafni og meðal ann- ars að húsakönnunum sem voru lagðar til grundvallar í vinnunni hjá Borgarskipu- lagi. Ég hafði töluverðan áhuga á þessum málum og lokaverkefnin mín í BS nám- inu og framhaldsnáminu snerust um sögu og þróun Reykjavíkurborgar. Árið 1986 endaði ég mín störf á Árbæjarsafni en þá var ég búin að vinna í þessum húsa- könnunum og fannst kannski að hlutirnir gerðust í skipu- laginu og þar gæti maður haft meiri áhrif.“ Margt spennandi að gerast í skipulagsmálum Það þarf því ekki að koma á óvart að skipulagsfræðin hafi orðið fyrir valinu hjá Sal- vöru þegar hún fór utan til mennta. 1997 lauk hún námi og hóf störf við háskólann í Wisconsin þar sem vinna hennar var tvískipt. „Annars vegar hef ég verið í rann- sóknarstörfum með prófess- or William Cronon sem kom hingað til lands í fyrra en hans aðalrannsóknarefni er hvernig viðhorf til umhverf- isins og ekki síst hins byggða umhverfis mótast. Hins vegar var ég með lektorsstöðu. Reyndar er það svolítið vill- andi af því að ég var ekki að kenna heldur var ég hjá þeirri stofnun háskólans sem á að vera tengiliður háskól- ans við fólkið í landinu. Há- skólinn leggur þannig til fólk sem sveitarstjórnarmenn og borgarar hafa beinan aðgang að.“ Segir Salvör það hafa verið ákaflega gefandi að vera þannig í nánum tengslum við það sem raunverulega var að gerast í samfélaginu utan við háskólann. Hún segir það því hafa ver- ið talsvert erfiða ákvörðun að yfirgefa þetta starf og vini í Wisconsin og koma heim. „En það er margt mjög spennandi að gerast í skipulagsmálum hér heima um þessar mundir og Reykjavíkurborg er ört vaxandi borg. Þess vegna kveikti þetta starf óneit- anlega í mér og á sama tíma var það spennandi út frá per- sónulegu sjónarmiði að fá tækifæri til að flytja heim.“ Tökumst á um skipulags- mál með orðum En hvaða mál eru það sem brenna heitast á nýjum yf- irmanni skipulagsmála í Reykjavík? „Mér finnst þátttaka al- mennings í skipulagi mjög mikilvæg enda hef ég unnið töluvert við það. Þessi þátt- taka verður aldrei nema fólk hafi upplýsingar um skipu- lagsmál og það verður að þekkja ákvörðunarferilinn. Þess vegna verður hann að vera opinn og fólki verður að vera ljóst hvað liggur að baki hinum og þessum landnotk- unarákvörðunum. Land- notkun er alltaf pólitísk og hún er það úti um allan heim. Við þekkjum að fólk er í stríði út af landskikum en sem betur fer erum við ekki að berjast hér þó að við tök- umst á um skipulagsmálin með orðum. Einmitt þess vegna er mikilvægt að fólki sé ljóst hvað það er sem leiðir til þeirra ákvarðana sem teknar eru í skipulags- málum.“ Hún segir samstarf sveitar- félaganna ekki síður mik- ilvægt. „Sveitarfélagamörk eru einungis lína á blaði og við förum yfir þau daglega þannig að það er gífurlega mikilvægt að við vinnum vel saman. Svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins er stórt skref í þá átt,“ segir hún og bætir því við að síðasta tæki- færi til að gera athugasemdir við það skipulag sé á mánu- dag. „Ef það væri eitthvert gæluverkefni sem ég ætti að nefna þá er mér afskaplega hjartfólgið samstarf mennta- stofnana og sveitarfélaga. Það helgast að sjálfsögðu af því að ég kem úr þannig um- hverfi. Þannig að ég horfi til þess að hafa gott samstarf við Háskólann og mennta- yfirvöld.“ Sameiginleg afgreiðsla í bígerð Salvör segir að búast megi við ákveðnum breytingum með sameiningunni. „Við vonumst að minnsta kosti til þess að geta sett upp sameig- inlega afgreiðslu þannig að það mun koma að því að það verði breytingar á því og von- andi hagræðing. Hins vegar verðum við að leggja áherslu á að við erum fyrst og fremst að þjóna borgurunum.“ Reykjavík Opinn ákvörðunar- ferill mikilvægur Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýráðinn sviðsstjóri skipulags- og byggingamála í Reykjavík, Salvör Jónsdóttir. Þátttaka almennings í skipulags- málum, samstarf sveitarfélaga og tengsl við menntastofnanir er meðal þess sem brennur á Salvöru Jóns- dóttur, nýjum yfirmanni skipulags- mála í Reykjavík. Hún tók við starf- inu eftir að embætti skipulagsmála og byggingafulltrúa voru sameinuð. MEÐ breytingunum var embætti skipulagsstjóra Reykja- víkur lagt niður og í hans stað kemur skipulagsfulltrúi sem er jafnhliða byggingafulltrúa í nýja skipuritinu. Sameig- inlega yfir þessu er svo hið nýja embætti Salvarar. Dag- legur rekstur, fjármál og umsýsla verður áfram í höndum skrifstofustjóra en auk þess kemur inn nýtt embætti, borgararkitekt, sem fyrrverandi skipulagsstjóri, Þorvald- ur S. Þorvaldsson, hefur verið skipaður í. Ekki er búið að ráða í störf skipulagsfulltrúa og skrif- stofustjóra en byggingafulltrúi er eftir sem áður Magnús Sædal.                                   Nýtt skipurit BÆJARSTJÓRN Garðabæj- ar hefur samþykkt samhljóða að beina því til dómsmálaráð- herra að Garðabær verði sér- stakt lögregluumdæmi. Hefur innbrotum í bænum fjölgað úr 22 árið 1997 í 91 árið 2001. Í greinargerð með tillög- unni, sem fulltrúar meirihlut- ans í bæjarstjórn lögðu fram, segir að Garðabær virðist vera eina sveitarfélagið af sambæri- legri stærð sem ekki njóti slíkrar stöðu. Íbúar bæjarins séu nú um 8.500 og fari fjölg- andi. Lögregluumdæmið í Hafn- arfirði þjónar Garðbæingum og er með sérstaka lögreglu- varðstofu í bænum. Þrátt fyrir það hefur innbrotum og skemmdarverkum stöðugt fjölgað undanfarin ár í bæjar- félaginu. Árið 1997 voru inn- brot 22 talsins, árið 1998 voru þau 51, árið 1999 voru þau 64, árið 2000 voru þau 61 og í fyrra voru innbrot 91 talsins. Hið sama hefur verið að gerast í Hafnarfirði þar sem aukningin er úr 88 innbrotum árið 1997 í 207 árið 2001. „Hér er um um- talsverða aukningu að ræða sem ógnar öryggi íbúanna í bæjarfélaginu og sporna verð- ur við,“ segir í greinargerðinni. Óskað eftir lögreglu- vakt um helgar Í tillögunni sem samþykkt var eru lagðar fram þrjár leiðir til að takast á við vandann. „Mestu máli skiptir að dóms- málaráðherra geri Garðabæ að sjálfstæðu lögregluumdæmi sem hefur skýra ábyrgð gagn- vart bæjarbúum,“ segir í greinargerðinni. Þá hvetur bæjarstjórnin sýslumanns- embættið í Hafnarfirði til að taka þegar í stað upp helgar- vakt á lögregluvarðstofunni í Garðabæ en sem stendur er einungis vakt á virkum dögum. Loks er í samþykktinni ósk- að eftir samstarfi við lögregl- una til að vekja athygli íbúa sveitarfélagsins á mikilvægi nágrannavakta. Segir í grein- argerðinni að með því yrði at- hygli íbúanna vakin á hvaða áhrif þeir sjálfir geta haft til að draga úr innbrotum. Fælist nágrannavaktin í því að bæj- arbúar fylgdust vel með mannaferðum við næstu hús í fjarveru íbúanna en áður hefur verið farið í slík átaksverkefni í bænum, meðal annars í sam- vinnu við Skátafélagið Vífil. Bærinn verði sérstakt lögregluumdæmi Garðabær Morgunblaðið/Ásdís Bæjarstjórn vill að vakt verði á lögregluvarðstofunni í Garðabæ um helgar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.