Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.01.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ HjóninIngibjörg Edda Guð- mundsdóttir, f. 11. desem- ber 1981, Hreiðar Snær Línason, f. 29. júní 1979, og litli sonur þeirra Leon Örn, f. 27. maí 2000, létust af slysförum föstudaginn 4. janúar síðast- liðinn. Eftirlifandi sonur og bróðir er Anton Líni, f. 2. júlí 1998. Foreldrar Ingibjargar Eddu eru Kristrún Helga Pétursdóttir, f. 18.7. 1963, og Guðmundur Björnsson, f. 24.10. 1959. Þau slitu samvistum. Fósturfaðir Ingi- bjargar Eddu er Anton Torfi Guðmundar er Björn, f. 1990. Fyrir á Rósa Valborgu, f. 1976, Knút Gunnar, f. 1979, og Krist- ínu Ásu, f. 1983. Foreldrar Hreiðars Snæs eru Líni Hann- es Sigurðsson, f. 29.6. 1947, og Gunnhildur Björk Elías- dóttir, f. 11.11. 1954. Börn þeirra eru Elías Þór- arinn Jóhannsson, f. 1973, Svan- fríð Dögg, f. 1974, Gunnar Jakob, f. 1981, og Elísa Ósk, f. 1989. Útför Ingibjargar Eddu, Hreið- ars Snæs og Leons Arnar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Bergsson, bóndi í Felli í Dýra- firði, f. 23.10. 1961. Börn hans og Kristrúnar eru Bergur, f. 1986, Pétur Eggert, f. 1988, og Aníta Ársól, f. 1992. Fósturmóðir Ingibjargar Eddu er Rósa Knútsdóttir, f. 20.6. 1959, búsett á Akureyri. Barn Rósu og Lífsglöð voru þessi ljúfu börn, og engan hefði grunað að þetta ætti að gerast svona fljótt, stundir okkar saman gleymast seint og er þá mest að minnast á ærslaleiki í sundlaug Þingeyrar, en þar undu þessi ungu hjón löngum á kvöldin með sonum sínum tveimur. Enga foreldra veit ég sem hafa deilt sínu lífi með börn- um sínum betur en þau, að öllum öðrum ólöstuðum. Litli snáðinn Anton Líni mun leika sér áfram og stunda sitt kafsund. Það á óumdeilanlega þátt í því þreki sem hann sýndi með björgun sinni úr þessari brennandi eiturgufu að hann þjálfaði vel sín lungu við sitt kafsund að ógleymdu þrekvirki og fórnfýsi látins föður hans við björgun hans úr brennandi húsinu. Það er ekki margt hægt að segja um feril þessa unga manns og tilraun hans til að bjarga konu sinni og ungum syni sem varð til þess að hann fylgdi þeim yfir móð- una miklu. Þar munum við hitta þau aftur að lokinni jarðvist okkar, við hittumst aftur að morgni eilífðarinn- ar, þar mun ríkja eilíf gleði og aldrei koma nótt. Hvílið í friði. Því falla blóm að foldu því fölnar jarðar skraut því hylur mjöllin moldu því magnast okkar þraut. Því dóu blíðu börnin sem brostu hýrt í gær hver verður okkar vörnin er vetur færist nær? Æ viltu drottinn vaka og vera þeirra skjól þú vilt þau að þér taka þau veittu okkur jól. Ó lát þau faðir finna friðar ljós þitt skært margt skal á þau minna þau munu sofa vært. Styð þú oss í stríði stattu oss við hlið brostu engill blíði ber oss lífs á mið. Veittu oss þann vilja að velja rétta leið skaftu oss að skilja skapadóm og neyð. Þeim er syrgja sárast sendu líkn í þraut þó tamt sé nú að tárast er traust þitt náðarskaut. Því kær er oss þinn kraftur er kvöl á okkur hrín við finnumst öll þar aftur sem eilíf birta skín. (Kristjana Vagnsdóttir.) Fyrir hönd aðstandenda, Kristjana amma. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Björn Guðmundsson, Akureyri. Elsku Hreiðar, Ingibjörg og Leon Örn. Hve sárt er að sjá á eftir ykkur elsku dúfurnar mínar. Maður ætlar alltaf að gera og segja svo margt en svo allt í einu er það orðið of seint. Það eru svo marg- ar minningar sem koma upp í hug- ann en samt aldrei nógu margar. Tíminn sem ég á með ykkur er misjafnlega langur en enginn tími nógu langur. En árin sem ég fékk þó og gera mig svo ríka eru yndisleg. Við áttum margar góðar stundir, sem ég geymi í hjarta mér, og minn- ingin um ykkur lifir. Við fáum að njóta hluta af ykkur, þið skilduð eftir ykkur fjársjóð og hann munum við varðveita. Í hvert skipti sem ég lít Anton Lína augum man ég hve yndisleg fjölskylda þið voruð, svo góðir foreldrar og svo dugleg að ferðast og gera ýmislegt með strákunum ykkar. Ég fékk ekki langan tíma með þér litli stubbur en sá tími sem ég fékk er mér dýrmætur. Þið eruð öll hetjur í mínum huga, fyrir að færa okkur þessa miklu gleði og mikla hlátur í líf okkar allra og að því munum við búa um ókomna tíð. Og ég bið algóðan Guð að geyma ykkur vel. Ég elska ykkur. Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tárum. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. (Þýð. Gunnar Dal.) Elsku Anton Líni, Gunnhildur, Líni, Kristrún, Torfi, Guðmundur, Rósa, systkini og aðrir aðstandend- ur, ég bið Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Þín mágkona Hallfríður (Didda). Æ, hversu sjaldan gefum vér því gaum, hve gæfu vorrar ævitíð er naum. og flestum aðeins verður hún að vana, unz vér í greipar dauðans missum hana. (Tómas Guðm.) Sá hörmulegi atburður sem átti sér stað aðfaranótt 4. janúar minnti okkur á hve stutt ævin getur verið. Við stöndum nú frammi fyrir því að kveðja unga frænku okkar, eigin- mann hennar og son og upp í hugann koma ótal spurningar sem engin svör fást við. Ættingjar og vinir standa harmi slegnir og mega orð sín lítils á stundu sem þessari, sama hversu megnuð þau eru. Antoni litla, ættingjum og vinum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi algóður Guð fylgja ykkur um ókomna tíð. Hugur okkar er hjá ykk- ur. Ver sterk, mín sál, í þungri þraut, sem þú átt nú að bera, og vit, að þessi þyrnibraut skal þér til reynslu vera, sem ávöxt ber. Guð ætlar þér í sinni framtíð sigur. Þín trú og von ei visna má, þó virðist kraftur þrotinn, því Guð þér ann og er þér hjá, hann elskar reyrinn brotinn, og Kristur vann og veg þér fann, þinn kross á honum hvílir. Sjá, nóttin verður náðartíð og nýr mun dagur skína. Lát hverfa víl og hugarstríð, því hag og vegu þína þinn Drottinn sér. Hann fyrir fer og sigrar allt um síðir. (Sigurbjörn Einarsson.) Gréta, Inga, Jóhann og Eyþór Snær. Elsku Hreiðar, Ingibjörg og Leon Örn. Nú þegar ykkur hefur verið kippt svo harkalega frá okkur ryðjast fram minningar, góðar yndislegar minningar. Mig langar að skrifa og skrifa en veit ekki hvar skal byrja né hvernig á að enda. Þess vegna ætla ég aðeins að þakka ykkur þær fal- legu góðu stundir sem þið hafið gefið mér og geyma allar fallegu minning- arnar um ykkur. Elsku gullmolinn ykkar hann Anton Líni, sem þið skilduð eftir hjá okkur, mun halda þessum minningum enn skýrari í huga okkar og hjarta. Þetta er svo sár staðreynd og þótt ég tíni upp öll þau lýsingarorð sem til eru til að lýsa söknuðinum og tóm- inu sem myndast hefur við það að þið eruð ekki hérna hjá okkur duga öll þau orð ekki. Samt veit ég að þið er- uð enn hjá okkur. Við fengum svo alltof stuttan tíma með ykkur. Og elsku Ingibjörg, ég get svo vel séð ykkur fyrir mér, fallega glaða fjölskylduna á hvítum fákum svífa um grundirnar sem alltaf eru græn- ar. Megi algóður Guð geyma ykkur og varðveita, elsku litla fjölskylda. Elsku Anton Líni, Gunnhildur, Líni, Kristrún, Torfi, Guðmundur, Rósa og aðrir aðstandendur: Þótt hönd hans sé þung og hörð er henni stjórnað af mildi hins óséða, og bikarinn, sem hann færir ykkur, brennir varirnar, en er þó gerður úr leirnum, sem Guð hefur vætt með helgum tárum sínum. (Þýð. Gunnar Dal.) Guð gefi ykkur öllum styrk til að takast á við þá miklu sorg sem á ykk- ur hefur verið lögð. Kristín Auður. Elsku Hreiðar, Ingibjörg og Leon Örn, ég þakka ykkur fyrir þær ynd- islegu stundir sem við höfum átt saman sem ég mun varðveita í huga og hjarta. Við áttum svo margar góð- ar stundir saman. Sumir ykkar segja: „Í heimi hér er meira af gleði en sorg,“ og aðrir segja: „Nei, sorgirnar eru fleiri.“ En ég segi þér, sorgin og gleðin ferðast saman að húsi þínu, og þegar önnur situr við borð þitt, sefur hin í rúmi þínu. Þú vegur salt milli gleði og sorgar. Jafnvægi nærð þú aðeins á þínum dauðu stundum. Þegar sál þín vegur gull sitt og silfur á metaskálum, hlýtur gleðin og sorgin að koma og fara. (Þýð. Gunnar Dal.) Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Elsku Anton Líni, Gunnhildur, Líni, Kristrún, Torfi, Guðmundur, Rósa, ásamt öllum aðstandendum, Guð gefi ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Friðrikka Árný. Elsku Hreiðar, Ingibjörg og litli Leon Örn. Þegar að svona stundu kemur veit maður ekkert hvað maður á að segja, ýmsar hugsanir læðast þó að manni og sorg, reiði og aðrar tilfinningar ná yfirhöndinni. Þó er það alltaf það sem maður getur lagt þær til hliðar og rifjað upp allar æðislegu minning- arnar sem við eigum saman þótt að tíminn saman hafi ekki verið nógu langur og þá sérstaklega með þér Leon Örn. En við getum sagt að þú Hreiðar hafir þó gefið okkur smá tíma með því að bjarga Antoni Lína og skilja þá eftir hluta af þér, Ingi- björgu og Leoni eftir hjá okkur og munu allir veita honum eins mikla ást og unnt er. Það var yndislegt að þekkja ykkur og mun ég geyma og deila öllum minningum okkar ætíð. Ég sakna ykkar sárt og er ekki dag- ur sem líður án þess að ég hugsi til ykkar. Megi Guð geyma ykkur og varð- veita ætíð englarnir mínir. Nú veit ég að sumarið sefur í sál hvers einasta manns. Eitt einasta augnablik getur brætt ísinn frá brjósti hans, svo fjötrar af huganum hrökkva sem hismi sé feykt á bál, uns sérhver sorg öðlast vængi og sérhver gleði fær mál. (Tómas Guðmundsson.) Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður, og þú munt sjá, að aðeins það, sem valdið hefur hryggð þinni, gerir þig glaðan. Þegar þú ert sorgmæddur , skoðaðu þá aftur huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Þýð. Gunnar Dal.) Elsku Anton Líni, Gunnhildur, Líni, Kristrún, Torfi, Guðmundur, Rósa og aðrir aðstandendur, megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg sem þið megið nú við glíma og megi guð geyma ykkur. Ykkar Hrafnhildur Ýr. Elsku Hreiðar, Ingibjörg og Leon Örn. Hann gleymist seint föstudags- morgunninn þegar ég vaknaði við símann og þær fréttir að það hefði orðið slys heima, Hreiðar frændi, Ingibjörg og minni prinsinn þeirra öll farin. Það líður ekki sú stund að ég horfi ekki á símann og bíði eftir að hann hringi og veki mig upp af þess- um hræðilega draumi eða einhver segi að tekist hafi að bjarga öllum. Mörg tárin hafa fallið og enn fleiri eiga eftir að falla og spurning hve- nær maður getur trúað þessari frétt og sætt sig við þessi örlög sem ykkur voru búin. Það er svo stutt síðan jólin voru og ég var heima og lá þá leiðin oftar en ekki í sundlaugina og auðvitað voruð þið þar öll, litlir guttar hlaupandi um alla laug með mömmu og pabba í sundi, óhræddir við allt og alla. Það var orðinn viss partur af því að koma heim að fara í sundlaugina og íþróttahúsið og þá hitti maður alltaf þessa litlu fjölskyldu – langt síðan það hefur brugðist – en hvernig verður þetta nú? Tómt – eftir er skarð sem aldrei verður fyllt. Minn- ingarnar hrannast upp um góðan fé- laga, frænda og fjölskyldu hans og hugurinn fer aftur til grunnskólans og tímans þegar maður var alltaf heima á Þingeyri – góður tími þar og mörg brosleg atvik sem gerðust í fjörmiklum bekk, minningar sem eru geymdar en ekki gleymdar. Efst tróna þó þær minningar sem nær eru eins og úr jólafríinu þegar þú, Hreiðar, kíktir á okkur pabba þegar við vorum að svíða nýárssviðin – af hverju tók ég þá ekki mynd af þér eins og ég ætlaði að gera? Og jóla- sveinninn sem kíkti á okkur á að- fangadag, af hverju fékk hann ekki að festast á filmu? Já, af hverju þetta en ekki hitt? Þessari spurningu skýt- ur ansi oft upp í huga mér. Af hverju þarf svona nokkuð að vera lagt á eina fjölskyldu? Það hlutverk sem ykkur er ætlað þarf að vera ansi mikilvægt, einhvers staðar þar sem okkar er ekki þörf – í bili. Eftir situr lítill – stór gullmoli sem örugglega á eftir að spyrja margra spurninga þegar árin líða. Minning ykkar mun lifa áfram hjá honum með hjálp allra að- standenda – það þurfið þið ekki að óttast – en fyrst svona þurfti að fara og ekki er aftur snúið vona ég og bið að þið hafið það gott þar sem þið dveljið nú og getið fylgst með Antoni Lína og varðveitt hann um ókomin ár. Fjölskyldunni allri og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Þórey Sjöfn. „Lífið er fljótt,“ segir á einum stað í erfiljóði skáldsins á Sigurhæðum. Sárt og sviplega kom fréttin á föstu- dagsmorgni 4. janúar um harm- þrungið slys á Þingeyri þá um nótt- ina, er hjónin ungu fórust ásamt ungbarni sínu. Í slíkri reynslu er kristin trú og lífsskoðun útrétt hjálp- arhönd í fallvöltum heimi til að hugga á kveðjustund. Heilagt orð í huga býr, hugga’ í sorg nú megi. Eins og myrkur frá oss flýr fyrir björtum degi. Dimmust nótt við dögun fer, dug gaf líf manns-sonar Með þér sorgar byrði ber. Bænin, trúin vonar. Drottinn því mun þyngstu tár þerra’ af votum hvarmi. Jesús líknar – læknar sár líka’ í þessum harmi. Hlýjust þökk af hjarta’ er flutt, hér þá staðar nemur. Þeirra ferð er farin stutt, friðsæl eilífð kemur. (M. Joch.) Pétur Sigurgeirsson. Elsku bestu vinir. Klukkan er rétt rúmlega þrjú eftir miðnætti þegar Steini fær boð um útkall, ég gat ekki sofnað eftir það. Ég sat bara og starði út um gluggann. Svo þegar hann kom heim um klukkan sjö, þá fékk ég fréttirn- ar. Kæru vinir. Við getum ekki trúað því að þið séuð farin frá okkur. Þetta INGIBJÖRG EDDA GUÐMUNDSDÓTTIR, HREIÐAR SNÆR LÍNASON OG LEON ÖRN HREIÐARSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.