Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Dómnefnd sérfræðinga TILGANGURINN meðþessari sælkerahátíð er aðvekja athygli á Íslandisem framleiðslulandi úr- vals matvæla,“ segir Baldvin Jóns- son þar sem við sitjum undir borð- um í veitingahúsi Sigga Hall við Óðinstorg og borðum íslenskan fisk. Það er vel við hæfi að borða ís- lenska fiskinn við þetta tækifæri, og eins hitt að sitja á þessu tiltekna veitingahúsi, því matreiðslumeistar- inn Siggi Hall er einn af driffjöðr- um matarveislunnar miklu, ásamt Baldvini og Magnúsi Stephensen, markaðsstjóra Flugleiða í Banda- ríkjunum. Siggi er önnum kafinn í eldhúsinu en kemur við og við fram í sal og leggur orð í belg. Hann ráð- leggur okkur til dæmis að fá okkur rauðvín með fiskinum og vísar þar í bandaríska matgæðinginn David Rosengarten, sem skrifaði meðal annars bókina Rauðvín með fiski, „Redwine with fish“. David þessi verður einmitt formaður dómnefnd- ar í matreiðslukeppninni, sem hald- in verður í Vetrargarðinum í Smáralind um næstu helgi í tengslum við sælkerahátíðina. „Rauðvín getur farið mjög vel með fiski, sérstaklega þegar hann er steiktur,“ segir Siggi og hverfur aftur inn í eldhús, enda nóg að gera þótt það sé bara mánudagur. Sælkeralandið Ísland Baldvin heldur áfram að útskýra tilgang og markmið matarveislunn- ar, Iceland Naturally Food Festi- val, sem haldin verður hér á landi 26. febrúar til 3. mars næstkom- andi: „Það eru samstarfsaðilar Iceland Naturally í Bandaríkjunum, ásamt Flugleiðum, Ferðamálaráði og ís- lenskum sjávarútvegi og landbún- aði, sem standa fyrir matvælahátíð- inni. Hugmyndin er að vekja athygli á Íslandi sem sælkeralandi. Það hefur nefnilega komið á daginn að næst stærsti hópurinn sem ferðast um heiminn vegna áhuga- mála sinna eru áhugamenn um mat. Stærsti hópurinn eru íþróttaáhuga- menn. Ferðaþjónustufyrirtæki í mörgum löndum gera beinlínis út á þennan áhuga fólks á mat og mat- argerðarlist. Frakkar eru þar lík- lega stórtækastir. Nú viljum við leggja áherslu á að íslensk matvæli og sérstaða þeirra séu fyllilega sambærileg við það besta sem þekkist annars staðar. Hér eru framleidd úrvals matvæli þar sem framleiðslan fer fram í sátt við umhverfið. Sjávarútvegurinn til dæmis er stundaður á sjálfbæran hátt, og hugmyndin á bak við kvóta- kerfið, þótt vissulega megi deila um það, er sú að við viljum ekki ofveiða stofnana. Í íslenskri matvælafram- leiðslu er dýravernd höfð að leið- arljósi, strangt eftirlit er með fram- leiðsluferlinu og hollusta, hreinleiki og fagmennska er í hávegum höfð. Þessum staðreyndum viljum við koma á framfæri erlendis þannig að það verði beinlínis eftirsóknarvert fyrir fólk að koma hingað, ekki síst vegna matarins. Auðvitað helst það svo í hendur við markaðssetningu á íslenskum matvælum erlendis. Við getum hins vegar aldrei keppt við iðnaðarframleiðslu stórþjóða á mat- vælum hvað magn snertir, en við getum selt hágæða matvæli í minna magni, en bara á hærra verði því það eru margir tilbúnir að borga aukalega fyrir hollan, lífrænan mat, sem framleiddur er í vistvænu um- hverfi. Þetta er langtímamarkmiðið og sælkeraveislan er bara eitt skref í þessa átt,“ sagði Baldvin. Matur er skemmtun „Til að vekja enn frekari athygli á sælkeraveislunni höfum við boðið hingað til lands tíu viðurkenndum matreiðslumeisturum, sex frá Am- eríku, tveimur frá Frakklandi, ein- um frá Finnlandi og einum frá Belgíu,“ sagði Baldvin ennfremur um fyrirkomulag keppninnar. „Er- lendu matreiðslumeistararnir munu taka þátt í matreiðslukeppni sem stendur yfir í tvo daga í Vetrar- garðinum í Smáralind, í samvinnu við Hótel- og matreiðsluskóla Ís- lands og aðila í sjávarútvegi og ís- lenskum landbúnaði. Skólinn er í fremstu röð og verður kynntur sér- staklega og nemendur skólans verða keppendum til aðstoðar. En áður en að keppninni kemur munu erlendu kokkarnir verða gestir á þeim veitingastöðum sem valdir hafa verið sem þátttakendur í verkefninu. Þar fá þeir tækifæri til að kynnast íslensku hráefni og ís- lenskum starfsbræðr- um, læra af þeim og miðla jafnframt af reynslu sinni og þekk- ingu. Margir íslenskir veitinga- staðir eru sambærilegir við það besta sem þekkist erlendis. Þeir sem eru sam- starfsaðilar í þessu verkefni eru: Grillið, Hótel Sögu, Siggi Hall, Sommelier, Hótel Holt, La Prima- vera, Humarhúsið, Við Tjörnina, Þrír Frakkar, Argentína, Perlan og Apótekið. Þessir staðir munu hafa á boðstólum sérstaka fjögurra rétta sælkeramatseðla dagana 26. febr- úar til 3. mars, tileinkaða „Iceland Naturally Food Festival“ á aðeins 4.900 krónur fyrir manninn,“ sagði Baldvin. Um fyrirkomulag sjálfrar keppn- innar sagði hann meðal annars: „Keppnin verður svokölluð „Cook-off“ keppni og keppendur mæta laugardaginn 2. mars að morgni og velja sér hráefni í forrétt og millirétt úr þeim íslensku afurð- um sem sýndar verða í verslun Hagkaups í Smáralind. Þeir fá rúma klukkustund til að ræða við framleiðendur og hefja síðan keppni í sérstökum „Alno-eldhúsum“, sem sett verða upp í Vetrargarðinum. Daginn eftir verður sama fyrir- komulag og verður þá keppt í aðal- rétti og eftirrétti. Aðgangur að keppninni er opinn almenningi og geta menn fylgst með kokkunum þar til þeir ljúka keppni, en þá fara dómarar yfir verkefni dagsins og dæma réttina. Dómnefnd skipa sjö dómarar, sex erlendir sérfræðing- ar frá viðurkenndum fjölmiðl- Sérstök sælkera- hátíð hefst hér á landi í næstu viku, en hitann og þung- ann af henni bera þeir Baldvin Jóns- son, Magnús Steph- ensen og Siggi Hall. Sveinn Guðjónsson bragðaði á saltfiski af þessu tilefni og spjallaði við þá fé- laga um tilgang og markmið matar- veislunnar. Þeir bera hita og þunga af skipulagningu og framkvæmd sælkeraveislunnar: Baldvin Jónsson, Siggi Hall og Magnús Stephensen. MATARVEISLAN Fæðaog fjör EKKI BARA SVIÐ OG HRÚTSPUNGAR KEPPNI erlendu matreiðslu- mannanna hefst í Vetrargarð- inum laugardaginn 2. mars og verður þá keppt í gerð forrétta og millirétta. Daginn eftir verð- ur svo keppt í gerð aðalrétta og eftirrétta. Dómnefnd skipa sjö dómarar, sex erlendir matgæð- ingar og sérfræðingar, sem þekktir eru fyrir skrif sín um mat og matargerðarlist, og Jak- ob Magnússon, matreiðslumeist- Matgæðingar og „keisari“ Matgæðingurinn og sjónvarps- maðurinn David Rosengarten.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.