Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.02.2002, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2002 B 7 ÞAU Bjarki og Arsineh hitt-ust í Melbourne í Ástralíuþar sem þau stunduðunám í ljósmyndun við Photography Studies College. Bjarki Reyr hafði um tíma leitað að góðum skóla út um allan heim. Hann hafði stundað ljósmyndun í nokkur ár og er ekki einn um það í fjölskyldunni því bróðir hans er ljósmyndari og faðir hans tók einn- ig mikið af myndum. Það þótti því ekki óeðlilegt að hann vildi leggja stund á ljósmyndun. Hins vegar segist Bjarki hafa haft áhuga á að gera eitthvað óvenjulegt og æv- intýralegt. Vissi ekkert um Ástralíu „Ég leitaði einkum að skólum í Evrópu og Bandaríkjunum, en sendi einnig umsóknir til nokkurra skóla í Ástralíu. Ég fékk áhuga- verðar upplýsingar þaðan og ákvað að skella mér þangað þrátt fyrir að ég vissi ekkert um Ástralíu.“ Arsineh Houspian er aftur á móti frá Ástralíu og hafði búið í Melbourne í tuttugu ár. Fjölskylda hennar er ekki mjög listræn eins og hún orðar það og því þótti það svolítið skrítið að hún skyldi velja sér þessa grein. „Nú nýt ég mikils stuðnings frá henni þótt þeim hafi í fyrstu ekki fundist ljósmyndun vera alvöru vinna,“ segir hún. „Ég hafði mjög mikinn áhuga á ljós- myndun. Fyrst í stað tók ég mynd- ir svo ég gleymdi ekki ákveðnum atburðum og upplifunum. Þetta er eflaust ástæðan fyrir því að ég hef mjög mikinn áhuga á heimildaljós- myndun.“ Þegar Arsineh útskrifaðist úr skólanum árið 2000 hlaut hún verð- laun fyrir bestu möppu frétta- og heimildaljósmynda. Bjarki sér- hæfði sig einnig í frétta og heim- ildaljósmyndun í sínu námi og hlaut einnig verðlaun, þegar hann útskrifaðist á sama tíma, fyrir góð- an námsárangur. Sýning þeirra í Straumi er fyrsta sýningin sem þau halda hér á landi. Í Ástralíu hefur Bjarki haldið einkasýningar og þau hafa tvisvar sýnt saman auk þess að taka þátt í samsýningum með fleirum. Meðal annars sýndu þau saman fyrir upp- haf síðustu annarinnar í skólanum. Þau höfðu safnað myndum í möpp- ur og ákváðu að sýna afraksturinn á ljósmyndasýningu. Þau fóru því af stað til að fjármagna sýninguna og fengu mjög góðar undirtektir því mikill áhugi er á að hjálpa nem- endum að koma sér á framfæri. Meðal stuðningsaðila voru fyrir- tæki eins og Ilford og Polaroid. Langt á milli áhugaverðra staða Á þessari sýningu sýndu þau myndir frá Ástralíu. Bjarki hafði tekið myndir á frægum ferða- mannastöðum í Ástralíu og lagt áherslu á að mynda fólkið og hvernig upplifun þess var. Þau Bjarki og Arsineh segja ferðamennskuna orðna mun þró- aðri í Ástralíu en hér og mun skipulagðari. Því sé ferðamönnum nánast undantekningarlaust beint á ákveðna staði sem byggðir hafa verið sérstaklega upp til að taka á móti þeim. „Það er svo gerólíkt að taka myndir hér og í Ástralíu,“ segir Arsineh. „Í Ástralíu þarftu að ferðast lengi, jafnvel dögum sam- an, áður en landslagið breytist. Hér þarftu kannski að aka í hálf- tíma og ert þá kominn í algjörlega nýtt umhverfi.“ „Kannski felst aðalmunurinn þó í fólkinu sjálfu,“ bætir Bjarki við. „Ef þú ferðast úti á landsbyggðinni í Ástralíu má finna þar mjög litrík- ar persónur. Þetta er oft feimið fólk en er samt það sjálft. Það er mjög gaman að taka myndir af fólkinu og auðveldara en að ferðast um langan veg til að mynda sér- stakt landslag.“ Arsineh finnst áberandi hvað veðrið hefur mikil áhrif á fólkið hér á landi og jafnvel stjórnar því. „Mér finnst Íslendingar svolítið harðir, en sterkir andlega. Fólkið er frekar lokað en maður kynnist því á endanum,“ segir hún. Áhugavert að bera löndin saman með myndum Bjarki hefur mikinn áhuga á að bera saman þessi tvö ólíku lönd, bæði landið sjálft og fólkið, og sýna samanburðinn með myndum. Hann vonast til að geta snúið sér að slíku verkefni í framtíðinni. En það er Ísland sem er við- fangsefni á sýningunni þeirra í Straumi. Þau ferðuðust um landið og komu bæði við á hefðbundum ferðamannastöðum og öðrum stöð- um. Arsineh segir að myndirnar á sýningunni séu þó alls ekki hefð- bundnar landslagsmyndir. Bjarki segir myndirnar raunsæjar og ef til vill líti þau viðfangsefnið öðrum augum en Íslendingar þar sem þetta sé í fyrsta sinn sem hún kem- ur hingað og hann hafi ekki búið hér í þrjú ár og sjái land og þjóð með svolítið öðrum augum en áður en hann fór. Þau segja myndir sín- ar oft mjög ólíkar þó þau myndi sömu viðfangsefnin. „Ég held að Raufarhöfn hafi haft mest áhrif á mig,“ segir Bjarki og finnst hún gott dæmi um stað sem alls ekki er dæmigerður ferða- mannastaður. „Eftir að hafa farið í nokkrar styttri ferðir ákváðum við að fara í eina langa sem tók 44 daga. Við fórum um allt land og stoppuðum víða. Fyrst á Austfirði, þaðan á Melrakkasléttu og Rauf- arhöfn. Síðan í Skagafjörðinn og eftir það á Hornstrandir og svo á hálendið. „Þótt ótrúlegt megi virðast hef ég samt ekki enn komist til að sjá Geysi,“ bætir Arsineh við. Þrátt fyrir að Bjarki hafi ferðast þó nokkuð um landið áður segist hann alltaf upplifa eitthvað nýtt. Arsineh segist aftur á móti hafa búist við allt öðru. Hún hafi þó séð margar myndir frá Íslandi. „Í fyrstu varð ég fyrir léttu áfalli vegna veðursins. Mér fannst svo hræðilega kalt og það rigndi enda- laust. Loksins þegar sólin kom fram var eins og landið sjálft lifn- aði við. Í fyrstu tók ég ekki mynda- vélina einu sinni upp. Smám saman vandist maður því sem maður sá og smám saman uppgötvaði ég hvað ég vildi sjá“. Á sýningunni eru eingöngu svart/hvítar myndir. Bjarki segist nota svart/hvítar og litmyndir jöfn- um höndum. Það ráðist svolítið af viðfangsefninu. Honum finnst oft meira spennandi að taka svart/ hvítar myndir þegar hann myndar mannlíf. Arsineh segist hafa meiri tilhneigingu til að taka svart/hvítar myndir. Hún segist ekki vita hvers vegna. Þó taki hún einnig töluvert af litmyndum. Þau Bjarki og Arsineh hafa búið á Íslandi frá því síðastliðið sumar en hafa áhuga á að fara næsta haust til framhaldsnáms í Ástralíu og ljúka gráðu í ljósmyndun. Ekki segjast þau hafa ákveðið að setjast að í Ástralíu heldur ætla þau að sjá til. Þau langar að ferðast um heim- inn til að taka myndir. „Ætli við förum ekki þangað sem myndavél- in leiðir okkur,“ sagði Arsineh. Sýningin í Straumi stendur til 3. mars og er opin frá kl. 11.00 til 19.00 Síðasta daginn kl. 15.00 spil- ar tónlistarmaðurinn Busby á ástr- alska hljóðfærið Didgeridoo fyrir sýningargesti. Ólíkt að mynda hér og þar Ljósmyndararnir Bjarki Reyr Ás- mundsson og Ars- ineh Houspian sögðu Ásdísi Haralds- dóttur frá námi sínu í Ástralíu og ólíkri reynslu sinni af ferð um Ísland. Afrakstur ferðarinnar má sjá á sýningu í Straumi við Hafnarfjörð. Ljósmynd/Arsineh Houspian Ljósmynd/Arsineh Houspian Raufarhöfn Ljósmynd/Bjarki Reyr Ásmundsson Morgunblaðið/Sverrir Ljósmyndararnir Bjarki Reyr Ásmundsson og Arsineh Houspian. Aldeyjarfoss Straumnessfjall, Hornstrandir Ljósmynd/Bjarki Reyr Ásmundsson Laufskálarétt Allt í svart/hvítu E-400 FRÁ 100% náttúrulegt E vítamín fyrir alla. MeðG P gæðaöryggi. FRÍHÖFNIN H á g æ ð a fra m le ið sla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.