Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 35 nda undir a. sráðherra gagnrýni er að hon- ægrimenn, ður hans í þess að rnarsvæði eysa upp a Yasser á Vestur- krefjast iðið verði á stórum m og öllu enn frem- tir frá að byggðum hafa beðið ð þau hóf- um. Þótt öðum Pal- fallið ekki þeirra og a þjappað i við Ísr- Ísrael eru áli um að sé algjör- afa hvorki sigra her sagði ísr- h Aharo- mmilegum ðsárásum, m, flug- uárásum, a gyðinga eru gyð- að hefja kmiði að ar.“ r ni“ risinnaðra r Sharon, sætisráð- r allsherj- nn vegna nn jafnað sem hann ttar síns í on 1982. ráðherra, stjórnaði innrásinni og sendi skrið- dreka inn í Beirút. Hann neyddist til að segja af sér eftir að stjórn- skipuð rannsóknarnefnd komst að þeirri niðurstöðu að hann bæri óbeint ábyrgð á drápum kristinna bandamanna Ísraela á hundruðum palestínskra flóttamanna í grennd við Beirút. „Það er óhugsandi að blóði Ísr- aela sé úthellt án þess að því sé svarað á viðeigandi en sársaukafull- an hátt, aðeins vegna þess að for- sætisráðherrann beið skaða í stríð- inu í Líbanon,“ sagði í forystugrein Hatzofe. „Líklegt er að hagsmunir þjóðarinnar krefjist þess að hann láti af embætti vegna þess að hann er laskaður á sálinni og getur ekki gert það sem þarf að gera.“ Shlomo Gazit, fyrrverandi hers- höfðingi og yfirmaður leyniþjón- ustu hersins, sagði að Ísraelar hefðu fengið sig fullsadda á blóðs- úthellingum og myndu krefjast rót- tækrar stefnubreytingar af hálfu stjórnarinnar ef Palestínumenn gerðu aðra mannskæða sprengju- árás. Margir telja að Sharon vilji ekki hernema sjálfstjórnarsvæðin aftur af ótta við að ergja Banda- ríkjastjórn en Gazit sagði að svo gæti farið að forsætisráðherrann ætti einskis annars úrkosti. „Sharon verður að segja við Bandaríkjamenn: „Því miður get ég ekki haldið þessu áfram lengur.“ Þjóðin leyfir honum það ekki,“ sagði Gazit. „Engin þjóð í heimin- um getur sætt sig við svo margar árásir hryðjuverkamanna án þess að gera eitthvað í því og það sem við erum að gera – sprengja tómar skrifstofur og byggingar – er fárán- legt.“ Varaliðsforingjar í uppreisnarhug Friðarhreyfingum í Ísrael vex nú ásmegin eftir að hafa mátt sín lítils á eins árs valdatíma Sharons. Þær krefjast þess að herinn fari af meg- inhluta þeirra landsvæða sem Ísr- aelar hernámu árið 1967. Nýtt ví- gorð þeirra er: „Förum af svæðum Palestínumanna. Komum aftur til okkar.“ Nokkur hundruð foringja í vara- liði hersins og fyrrverandi foringja í leyniþjónustunni Mossad og örygg- islögreglunni Shin Bet hafa tekið undir þessa kröfu. Meira en 260 varaliðsmenn, flestir þeirra liðþjálf- ar og lágt settir foringjar, hafa neit- að að gegna herþjónustu á palest- ínsku svæðunum og þeim fjölgar með hverjum deginum sem líður. AP igurmerki með fingrunum eftir að hafa beðist Ramallah á Vesturbakkanum í gær. estast di? raels, vegna vítahrings kin hafa klofið þjóð hans í Líbanon. g inn ef a og eina LAUFEY Jóhannsdóttir,forseti bæjarstjórnarGarðabæjar og formaðurskipulagsnefndar, segist í viðtali við Morgunblaðið vera bjart- sýn á að tillögur að breyttu aðal- skipulagi við Arnarnesvog og deilu- skipulag fyrir nýtt strandhverfi með 860 íbúðum nái fram að ganga. Góð samstaða hafi ríkt um málið innan skipulagsnefndar og bæjarstjórnar. „Ég er full bjartsýni á að við séum að búa til fallegt og gott hverfi fyrir komandi kynslóðir í Garðabæ,“ segir Laufey og bætir við að búið sé að koma að verulegu leyti til móts við þær athugasemdir og þau mótmæli sem íbúar og náttúruverndarsamtök höfðu uppi við fyrstu hugmyndir að skipulaginu. Til að mynda hafi land- fyllingin verið minnkuð verulega, eða úr 7 í 2,5 hektara, og núverandi höfn verið lokað þannig að dýra- og fuglalíf raskist sem minnst í fjöru- borðinu. Framkvæmdir gætu hafist í sumar Bæjarstjórn Garðabæjar sam- þykkti á fundi sínum á fimmtudag að fara með tillögurnar í kynningu, sem fram fer á bæjarskrifstofunum á mánudag frá kl. 16.30 til 18.30. Þar munu tillögurnar liggja frammi og starfsmenn bæjarins verða á staðn- um til að leiðbeina fólki og upplýsa. Laufey hvetur bæjarbúa til að kynna sér tillögurnar og nýta þar með rétt sinn. Að kynningu lokinni fer málið aft- ur til umfjöllunar í skipulagsnefnd og bæjarstjórn, sem mun ganga frá lokatillögum til Skipulagsstofnunar. Stofnunin á svo að skila sinni um- sögn um skipulagið til bæjaryfir- valda til endanlegrar staðfestingar. Ef allt gengur upp er miðað við að framkvæmdir á skipulagssvæðinu geti hafist seinni hluta sumars, að sögn Laufeyjar. Aðalskipulagstillagan gerir ráð fyrir blandaðri landnotkun fyrir íbúðir, verslun, þjónustu og stofnan- ir. Áhersla er lögð á þéttingu byggð- ar í samræmi við fyrirliggjandi til- lögu að svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins. Svæðið sem aðalskipulagstillagan nær til þekur annars vegar óbyggt svæði og hins vegar hafnarsvæðið og er gert ráð fyrir að flest núverandi mannvirki verði fjarlægð og að fyllt verði í höfn- ina. Þá er bætt við nýrri landfyllingu í framhaldi af þeirri sem fyrir er og er nýja fyllingin 2,5 hektarar að stærð, sem fyrr segir. Nokkuð hefur verið deilt um skipulag Arnarnesvogsins frá því að fyrstu hugmyndir um landfyllingu og byggð þar á komu fram fyrir tæp- um tveimur árum hjá verktakafyr- irtækinu Bygg ehf., áður Gunnari & Gylfa hf., og dýpkunarfyrirtækinu Björgun ehf. Þær tillögur, hannaðar af Birni Ólafs arkitekt, gerðu ráð fyrir 8 hektara fyllingu út í voginn, sem síðar var minnkuð í 7 hektara þegar framkvæmdin fór í mat á um- hverfisáhrifum hjá Skipulagsstofn- un á síðasta ári. Stofnunin féllst á framkvæmdina en Laufey segir að þar hafi engu að síður komið fram gild náttúruverndarsjónarmið. Úrskurður Skipulagsstofnunar var kærður til umhverfisráðherra af Náttúruvernd ríkisins, Fuglavernd- arfélagi Íslands, Náttúruverndar- samtökum Íslands, hópi íbúa við Arnarnesvog og einum einstaklingi. Höfðu þessir aðilar m.a. áhyggjur af því að dýralíf og lífríki við voginn myndi raskast með framkvæmdun- um, íbúarnir höfðu áhyggjur af sjón- rænum áhrifum og hávaðamengun frá svæðinu og bent var á að vog- urinn væri á náttúruminjaskrá. Ráð- herra hefur ekki kveðið upp sinn úr- skurð og óvíst að svo verði í bili í ljósi breyttra tillagna. Laufey segir að í upphafi hafi bæj- aryfirvöldum litist vel á hugmynd- irnar. Svæðið við voginn hafi verið hnignandi iðnaðarsvæði og höfnin í Garðabæ ekki gefið af sér miklar tekjur fyrir sveitarfélagið. „Í ljósi þessa vorum við tilbúin að skoða hugmyndirnar. Þegar verktakinn ákvað að fara með tillögurnar í um- hverfismat gáfum við út viljayfirlýs- ingu án þess að einhver afstaða væri tekin til málsins.“ Jákvæð viðbrögð Hún segir að sl. haust hafi að- standendur framkvæmdanna haft samband við sig og lýst yfir vilja til að endurskoða tillögurnar. Þær voru síðan lagðar fyrir skipulagsnefnd í desember sl. og segir Laufey að við- brögðin hafi strax verið mjög já- kvæð. Skipti þar nokkru að landfyll- ingin hafði minnkað. „Náttúruverndarsjónarmiðin eru höfð inni í tillögunum, við hreyfum ekki við neinum grænum svæðum meðfram fjörunni og fjaran er ekki skert umfram það sem nú þegar er búið að gera, einkum við hafnargarð- inn. Þetta var grundvöllur þess að við vorum reiðubúin að skoða end- urbættar hugmyndir. Frá því í des- ember hefur þetta gengið hratt og vel fyrir sig og málið nú komið í kynningarferli fyrir bæjarbúa,“ seg- ir Laufey. Hún bendir á að samkvæmt breyttri tillögu sé gert ráð fyrir mörgum grænum svæðum og tvö bílastæði séu við nánast hverja íbúð, þar af alltaf eitt neðanjarðar, sem hún telur góðan kost. Deiliskipulags- tillagan gerir ráð fyrir að í hverfinu verði íbúðarbyggð með 560 almenn- um íbúðum og 200 íbúðum fyrir aldr- aða, auk þjónustumiðstöðvar fyrir þá. Laufey segir að einnig sé reiknað með atvinnuhúsnæði fyrir skrif- stofur og þjónustu, auk lítillar smá- bátahafnar. Hún bendir jafnframt á að hæstu húsin í hverfinu séu sex hæða, þ.e. byggingar fyrir eldri borgarana. Þar hafi verið komið til móts við óskir þeirra um að fá að búa í stærri ein- ingum þannig að hægt verði að dreifa kostnaði í sameign á fleiri íbúa. Aðrar byggingar í hverfinu verða flestar tveggja eða þriggja hæða. Húsin verða hærri innar í landinu þar sem það liggur lægst. Breytt tilllaga gerir ennfremur ráð fyrir að náttúruleg fjara vestast við voginn verði áfram óhreyfð. Á svæðinu í beinu framhaldi af fjör- unni til austurs verður m.a. leikskóli með rúmgóðu útivistarsvæði, spark- völlur og sjóbaðsströnd sem snýr í sólarátt. Þá verður aðstöðu til fugla- skoðunar komið fyrir og strand- lengjan öll höfð opin almenningi með gangstígum sem tengir hana og strandhverfið við miðbæ Garða- bæjar. Laufey segir að strandhverfið kalli ekki á nýjan grunnskóla innan þess. Gert sé ráð fyrir skóla á deili- skipulagi norðan við þetta hverfi sem hafi vinnuheitið Grundaskóli. „Við hugsum nýja hverfið ekki eingöngu fyrir eldri borgara heldur fyrir alla aldurshópa. Í tillögunum er skilgreint að ákveðið hlutfall íbúða sé undir 80 fermetrum og henti þá minni fjölskyldum eða einstakling- um.“ Sem fyrr greinir hafa fram- kvæmdirnar í Arnarnesvogi valdið miklum deilum og segir Laufey ljóst að þær hafi verið þverpólitískar, líkt og gjarnan sé um skipulags- og um- hverfismál. Aðspurð um ástæður svo harðra mótmæla segist Laufey eiga erfitt með að svara því. Vel megi vera að of geyst hafi verið farið af stað í upphafi. „Mikil vinna og hugsun hefur legið að baki skipulaginu. Hönnuðurinn leggur mikla vinnu í byggð með tilliti til útsýnis, bæði fyrir íbúa á svæðinu og þá sem búa í nágrenninu þannig að útsýni þeirra verði ekki skert. Það hefur verið komið verulega til móts við þá sem mótmæltu þessu í upp- hafi,“ segir Laufey og bendir t.d. á að í úrskurði Skipulagsstofnunar hafi komið fram að umtalsverð mengun væri við hafnargarðinn í Arnarnes- vogi. Nýjar tillögur geri ráð fyrir að loka þeirri höfn með landfyllingu. Þá vonast Laufey til þess að með smábátahöfninni, sem er fremst á landfyllingunni, muni til dæmis starfsemi siglingaklúbbs í bæjar- félaginu eflast á ný. Ekki sé reiknað með umferð vélbáta. Umhugað um fjöruna í voginum Aðspurð hvort ráðist verði í frek- ari landfyllingar í Arnarnesvogi í framtíðinni segir Laufey svo ekki vera, þetta séu endanleg áform. „Okkur er umhugað um þá nátt- úrulegu fjöru sem er í voginum og skipulagshönnuðurinn og arkitekt- inn Björn Ólafs hefur verið okkur mjög samstiga í þeim efnum. Hans viðhorf hafa haft mikið að segja. Hann leggur upp ákveðið samspil bygginga, forma og lita sem gerir verkið heildstætt. Björn er þekktur fyrir verk sem þetta, hefur meðal annars skipulagt strandhverfi er- lendis og er einnig höfundur bryggjuhverfisins í Reykjavík.“ Forseti bæjarstjórnar Garða- bæjar segir að með umræðu um þéttingu byggðar sé farið að horfa öðrum augum á skipulagsmál en áð- ur. Skilvirk þjónusta við íbúana eigi betur uppdráttar ef byggð sé þétt. Um aðkomu Garðabæjar að upp- byggingu hverfisins í framtíðinni segir Laufey líklegt að sveitarfélagið muni með einhverjum hætti standa að þjónustumiðstöð fyrir aldraða og leikskóla. Eftir sé að ákveða rekstr- arformið og útilokar hún ekki einka- framkvæmd í því sambandi. Fallegt og gott hverfi fyrir komandi kynslóðir Á bæjarskrifstofunum í Garðabæ fer á mánu- dag fram kynning á til- lögum að breyttu að- alskipulagi við Arnar- nesvog og deiliskipu- lagi fyrir strandhverfi á landfyllingu sem hefur verið minnkuð verulega frá fyrstu tillögum. A     (& (&7 (( ($ (- (6 B (&(6 ! 72   2 8>     &56!7 8 $#!"# & 9"7 8 7      +%   C  7B  %   C  7B  (&%&&& %  B?  >   %   C !" 7B  7   >7     ;   :" 4  (&&        A     Morgunblaðið/Kristinn Laufey Jóhannsdóttir, forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, á skrifstofu sinni hjá Plús-ferðum þar sem hún er framkvæmdastjóri. Forseti bæjarstjórnar Garðabæjar um fyrirhugað strandhverfi á landfyllingu í Arnarnesvogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.