Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 23.02.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 23. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jón Sigurðssonfæddist 11. mars 1904 á Skálmarnes- múla á Barðaströnd. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Eiri 14. febrúar 2002. For- eldrar hans voru Guðrún Guðmunds- dóttir úr Flatey, f. 1877, d. 1937, og Sig- urður Pálsson bóndi á Auðshaugi, f. 1870, d. 1947. Systkini Jóns sammæðra voru: Margrét Gísladóttir, f. 1897, d. 1937; Sig- ríður Gísladóttir, f. 1898, d. 1957; Jón Gíslason, f. 1899, d. sama ár; Guðlaug Þorbjarnardóttir, f. 1910, d. 1943; Guðrún Bergþóra Þor- bjarnardóttir, f. 1913; og Sólborg Þorbjarnardóttir, f. 1914, d. 1963. Systkini Jóns samfeðra voru: Þor- valdur, f. 1903, d.1982; Bjarni, f. 1904, d. 1958; Páll, f. 1906, d. 1975; Kristján, f. 1909, d.1971; Friðþjóf- ur, f. 1910, d. 1986; Kristín, f. 1912, d. 1988; Jón Árni, f. 1917, d. 1988; og Gunnar, f. 1912, d. 2000. Jón var tekinn í fóstur nokkurra vikna gamall af föðursystur sinni, Vigdísi Pálsdóttur, f. 1851, d. 1932, og manni hennar sr. Gísla Einarssyni, f. 1858, d. 1938, þá presti í Hvammi í Norðurárdal. Uppeldissystkini Jóns voru: Ragnheiður, f. 1884, d. 1979; Sverrir, f. 1885, d. 1967; Þorvaldur og Birta Þöll. Önnur kona Þorvaldar var Ása Björns- dóttir, f. 1940, þau skildu. Sonur Ásu og fóstursonur Þorvaldar er d) Björn, f. 1965. Núverandi kona Þorvaldar er Ragnhildur Péturs- dóttir, f. 1947, og eiga þau þrjú börn, e) Pétur, f. 1969, sem er son- ur Ragnhildar og fóstursonur Þor- valdar, f) Önnu Katrínu, f. 1977 og g) Þorvald Þór, f. 1980. 2) Elsa Sig- ríður, f. 1939, gift Tómasi Gunn- arssyni, f. 1937. Þau eiga synina a) Gunnar, f. 1974, og b) Jón Snorra, f. 1976. 3) Vignir Gísli, f. 1943, kvæntur Sigríði Eiríksdóttur, f. 1944. Sonur þeirra er Eiríkur, f. 1966. Hann er kvæntur Ólöfu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú börn, Katrínu sem er dóttir Ólafar og fósturdóttir Eiríks, Vigni Gísla og Eirík Hilmar. 4) Gunnar, f. 1945. Hann kvæntist Herdísi Viggósdótt- ur, f. 1945, þau skildu. Þeirra börn eru: a) Jón Viggó, f. 1969, sem kvæntur er Helgu Bryndísi Krist- jánsdóttur og eiga þau tvær dætur, Ingveldi Birnu og Emblu Katrínu; b) Ingvi, f. 1971, og c) tvíburasystir hans sem dó tveggja daga gömul; d) Sigurður, f. 1978. Jón ólst upp í Hvammi og Staf- holti. Hann fór í Hvítárbakkaskóla og Bændaskólann á Hvanneyri og lauk búfræðiprófi 1924. Jón vann á búi fóstra síns, prestsetrinu í Staf- holti, til 1935, stundaði ýmis störf í Reykjavík til 1937 en fluttist þá í Borgarnes og vann hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við kjötverslun og kjötvinnslu í nærri fimm áratugi. Útför Jóns fer fram frá Borgar- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Efemía, f. 1887, d. 1971; Kristín, f. 1888, d. 1977; Sigurlaug, f. 1891, d. 1974; Vigdís, f. 1892, d. 1968; og Björn, f. 1893, d. 1970. Jón kvæntist 9. júní 1935 Sigríði Sigur- veigu Sigurðardóttur, f. 1903, d. 1989, frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Foreldrar hennar voru Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 1875, d. 1965, og Sig- urður Brynjólfsson, f. 1879, d. 1903. Jón og Sigríður eignuðust fjögur börn: 1) Þorvaldur, f. 1936. Börn hans: a) Áslaug, f. 1957, með Aðalbjörgu Ólafsdóttur. Áslaug var gift Jó- hanni Skarphéðinssyni og eiga þau þrjú börn, Gauta, Sindra og Elísu. Gauti og Maren Valsdóttir eiga Al- exander Mána. Áslaug og Jóhann skildu. Áður átti Áslaug soninn Loga með Bjarna Steinarssyni. Logi og Ásdís Arnardóttir eiga dótturina Emblu Sól. Þorvaldur kvæntist Önnu Katrínu Steinsen, f. 1935, d. 1965. Þau áttu tvær dætur: b) Guðrún Marta, f. 1959, gift Óm- ari Benediktssyni og eiga þau fjög- ur börn, Arnar, Katrínu, Einar Bjarna og Fannar Frey. c) Elsa Sigríður, f. 1961, sem gift er Svein- birni Sigurðssyni, börn þeirra eru fjögur, Atli Steinn, Anna Sigríður, Vegferð tengdaföður míns, Jóns Sigurðssonar, var orðin löng. Hún náði frá fyrstu dögum heimastjórnar Íslendinga á árinu 1904 og fram á fjórða ættlið afkomenda, enda var hann að eigin sögn, fyrir nokkru, tilbúinn til brottfarar. Ljóst var síðustu misseri, að æskuslóðirnar í Borgarfirði höfðu mótað hug Jóns, meira en áður var vart. Lífshættir í byrjun síðustu ald- ar og fólkið í Stafholti og nágrenni var honum mjög hugleikið. Jón var hófsamur í framgöngu, jafnvel fá- skiptinn, en greiðvikinn ef til hans var leitað og áhugasamur um fram- gang þeirra, sem næst honum stóðu og mála þeirra. Jón var vel lesinn og minnugur á kveðskap og sögur og áhugasamur um málefni líðandi stundar, stjórnmálin, tækninýjungar og stórframkvæmdir. Þrek og langar starfslotur voru dæmigerðar í lífi Jóns. Hann vann á búi fóstra síns, prestssetrinu í Staf- holti, fram yfir þrítugt, reyndi fyrir sér við ýmis störf, einkum í Reykja- vík, á kreppuárunum 1935 til 1937, en starfaði síðan talsvert á fimmta áratug í kjötverslun og kjötvinnslu Kaupfélags Borgfirðinga, Borgar- nesi. Stórviðburður í lífi Jóns var sam- dráttur hans og kaupakonu í Staf- holti, Sigríðar Sigurveigar Sigurðar- dóttur, kennara, frá Víðivöllum fremri í Fljótsdal. Þau giftu sig árið 1935 og varð fjögurra barna auðið, sem öll eru á lífi. Heimili þeirra í Borgarnesi, sem þau héldu fram til ársins 1989, er Sigríður lést, var snyrtilegt og notalegt, griðastaður stórfjölskyldunnar og vina, þar sem ljúfmennska og gleði var í fyrirrúmi. Ég og fólk mitt nutum ríkulega nærveru Jóns, en hann bjó í húsi okkar í Reykjavík um tíu ára skeið fram til ársins 1999. Stuðningur hans og hlýja gagnvart sonum okkar var mikilsverð. En einnig kom til áhugi Jóns og atorka að nauðsynjamálum heimilisins, svo sem kartöflurækt- inni, annarri umhirðu gróðurs og við- haldi á húsi og húsmunum. Allt var það unnið af lagni og snyrtimennsku. Heilsa Jóns brást honum tvö til þrjú síðustu árin, en þá fékk hann vist á hjúkrunarheimilinu Eiri og naut góðrar umönnunar. Vil ég þakka forráðamönnum og starfs- mönnum hjúkrunarheimilisins alúð- lega þjónustu við tengdaföður minn og hans fólk. Minningar um Jón, farsæld hans og vináttu, fylgja á vegferð okkar, sem nutum samvista við hann. Tómas Gunnarsson. Þegar aldur færist yfir, hvarflar hugsun tíðum til liðins tíma, ekki síst bernsku og æskuára, þegar hver dagur bar í sér ný fyrirheit og hugur var opinn og næmur fyrir áhrifum umhverfisins, sem gátu verið af margvíslegum toga og misjafnlega sterk. Minningar af þessu tagi hafa undanfarna daga þyrlast upp í huga mínum eftir að mér barst fregn um fráfall Jóns Sigurðssonar, frænda míns og góðvinar fjölskyldu minnar svo lengi ég man. Móðir mín og Jón Sigurðsson voru systkinabörn og hann var frá fyrsta ári alinn upp á heimili móðurforeldra minna, Vigdísar Pálsdóttur og Gísla Einarssonar prests í Hvammi og Stafholti. Naut hann mikils dálætis fósturforeldranna og með honum og börnum þeirra, sem öll voru eldri en hann, var ástríkt systkinasamband sem hélst meðan aldur entist. Jón stundaði nám við Hvítárbakkaskóla og lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri og vann síðan við bústörf í Stafholti, síðustu árin sem verkstjóri og ráðs- maður, uns þeim búskap lauk vorið 1936. Um eins árs skeið dvaldi hann í Reykjavík, en vorið 1937 flutti hann með eiginkonu sinni, Sigríði Sigur- veigu Sigurðardóttur, og ungum syni í Borgarnes. Hóf hann þar störf hjá Kaupfélagi Borgfirðinga við af- greiðslu í kjötbúð, sem þá var verið að setja á stofn og vann síðan hjá fyr- irtækinu alla ólokna starfsævi. Hann sinnti starfi sínu af háttvísi, frábærri lipurð og samviskusemi og naut fyrir það vinsælda og virðingar yfir- manna, samstarfsfólks og viðskipta- vina. Fyrstu mánuðina bjuggu þau hjón í sambýli við móðursystur mína og afa þar til hann lést. Lá leið okkar ættingjanna í sveitinni jafnan þang- að, þegar komið var í Borgarnes og hélst svo upp frá því alla tíð. Það var ævintýri fyrir okkur sveitadrengina að koma þar, kynnast nýjum aðstæð- um, fara niður í fjöru eða upp í kletta, blanda geði við kaupstaðar- krakkana og máske skreppa á bíó eða leiksýningu. Þá var það ekki síð- ur ánægjulegt, þegar fjölskyldan kom í sumarleyfinu upp að Hvassa- felli, setti niður tjald í túnjaðrinum, fór í berjamó, rétti hönd við hey- skapinn og naut sólar og sumarblíðu. Þeirrar viku var beðið með gleði og tilhlökkun, bæði hjá börnum og full- orðnum, enda var milli foreldranna vinátta með frændsemi, sem aldrei fölskvaðist og var rækt með þeim hætti að hún styrktist með árum. Þegar árum fjölgaði og þroski óx var einnig oft gott og gagnlegt að setjast niður við eldhúsborðið hjá þeim hjónum og spjalla um landsins gagn og nauðsynjar, máske reifa íhugun- arefni og vandamál unglings á gelgjuskeiði eða ýmsa þætti mann- legra samskipta, sem leituðu á huga ungra manna og lítt ráðinna. Í slík- um samræðum var þar ekki komið að tómum kofum. Í viðræðunum var Sigríður löngum virkari, enda frá- bær kona að gáfum og manngæsku, en Jón fylgdist með og lagði á sinn hljóðláta hátt minnisstæð orð í belg, sem vitnuðu um glöggskyggni og góðvild. Það var lærdómsríkt að kynnast heimili þeirra Jóns og Sigríðar. Sam- búð þeirra var grundvölluð á traustri vináttu, gagnkvæmri ást og virðingu. Verkefni voru leyst í samstarfi, eftir því sem þau lágu fyrir, en ekki eftir skilgreiningu vanabundinnar verka- skiptingar karls og konu. Því vakti það í fyrstu nokkra undrun ungs drengs að sjá heimilisföðurinn sinna störfum sem hefð aldanna skil- greindi sem verkefni kvenna. Fljót- lega síaðist þó inn í huga piltsins að rekstur heimilis og umönnun og upp- eldi barna er sameiginlegt verkefni beggja foreldra og farsæld og árang- ur ræðst af því hvernig til tekst í því efni. Í fjölskyldunni ríktu fáar skýrar grundvallarreglur og þeim var fylgt fram með hljóðlátri festu. Þar þurfti aldrei að brýna raust eða fara kall- andi um götur í leit að fjarverandi börnum. Í þessu efni voru þau hjón samstiga og ber raun vitni um árang- ur þessara uppeldishátta. Jón Sig- urðsson var maður fríður sýnum, alla tíð grannvaxinn og sporléttur, bros- hýr og hlýlegur í viðmóti, enginn málrófsmaður og lítið fyrir að láta á sér bera, en jafnan gamansamur og léttur í máli og gat með góðlátlegri hnyttni afgreitt hávaðamenn og gasprara. Hann var snyrtimenni í sjón og raun, hreinn og beinn í sam- skiptum og vandaði öll sín verk. Strengur skoðana og lífsviðhorfs hvers manns er brugðinn úr mörgum þráðum, uppeldi, áhrifum skóla og fræðara og síðast en ekki síst kynn- um af fjölskyldum og einstaklingum, sem með fordæmi hafa markað spor í huga og mótað hugsun og gildismat. Kynni og vinátta við þau Jón og Sig- ríði voru mikilvægur þáttur í lífi mínu á því skeiði ævinnar, þegar áhrif umhverfis eru smátt og smátt að móta og byggja upp persónuleika og margt sem ég lærði af þeim kynn- um hefur náð að búa um sig og eign- ast fastan sess í huga mínum. Von- andi sér þeirra áhrifa einhvern stað í verkum mínum og dagfari. Við bræðurnir á Hvassafelli og fjölskyldur okkar þökkum ástúð og hlýju þeirra hjóna, sem náði til allra, maka okkar og barna allt frá blautu barnsbeini. Við sendum börnum og öllum niðjum þeirra Jóns og Sigríðar okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum Guð að blessa þeim minn- ingu foreldra, afa og ömmu og lang- afans góða. Sannarlega er sú minning þess eðlis að ekki mun fyrnast þótt líði ár. Snorri Þorsteinsson. Þá er hann afi í Borgarnesi dáinn, hefði orðið 98 ára gamall 11. mars. Um leið og við finnum til söknuðar vegna þess að hann er farinn úr þessu jarðlífi erum við þakklátar fyr- ir að hafa fengið að hafa hann svona lengi hjá okkur. Afi okkar var einstakur maður. Kornungur var hann tekinn í fóstur á heimili föðurbróður síns sem var prestur í Stafholti í Borgarfirði. Þeg- ar afi kom á heimilið voru fyrir á heimilinu 7 stálpuð börn, fimm syst- ur og tveir bræður, sem kepptust öll um að passa hann og leika við hann. Hann ólst því upp við gott atlæti og heilmikið „dekur“ sem skilaði sér í sérlega heilum og góðum einstak- lingi. Afi kynntist dásamlegri konu henni Sigríði ömmu okkar og saman eignuðust þau fjögur börn sem öll bera þeim gott vitni. Þau áttu öll sín búskapar ár heima í Borgarnesi, lengst af á Berugötu 7. Við systur misstum móður okkar ungar að árum og þá var ómetanlegt að eiga góðar ömmur og góða afa í báðar ættir. Á uppvaxtarárum okkar dvöldumst við mikið í fríum hjá afa og ömmu í Borgarnesi. Oft var mannmargt á heimilinu en aldrei fundum við fyrir því að það væri þröngt. Ótrúlegt hvað margir kom- ust fyrir við eldhúsborðið! Í minning- unni var alltaf nóg pláss en eftir að við urðum fullorðnar skiljum við ekkert í því hvernig allt þetta fólk komst fyrir. Líklega var það „hjarta- rúmið“ sem hafði þessi áhrif á að enginn fann fyrir þrengslum. Þetta var góður tími. Amma var heimavinnandi en afi vann í Kjöt- vinnslu Kaupfélagsins. Hollur og kjarnagóður matur á borðum en ekki fannst okkur hræringurinn, skyr og hafragrautur, sem afi borðaði mjög spennandi og svo var alltaf kvöld- kaffi og „sunnudagakjöt“ í hádeginu á sunnudögum. Afi tók mikinn þátt í störfum á heimilinu, vaskaði gjarnan upp og sá um að við systur færum ekki skít- ugar í rúmið, hann þvoði okkur vand- lega með þvottapoka um háls, andlit og eyru. Afi var ekki maður sem tal- aði af sér, hann lét ömmu um að tala en hann hafði sínar skoðanir. Hafði bara enga sérstaka þörf fyrir að láta alla heyra hvað honum fannst. En þegar að hann talaði þá hlustaði maður og kom það okkur oft á óvart hvað hann hafði mikla kímnigáfu. Afi og amma höfðu bæði „græna fingur“ og var garðurinn á Berugötu sann- kallaður unaðsreitur þar sem við lék- um okkur í búleik á sumrin og finnst okkur eins og alltaf hafi verið gott veður! Árið 1989 fluttu amma og afi til Reykjavíkur í íbúð í húsi dóttur þeirra, en því miður dó hún amma okkar fljótlega eftir þennan flutning þannig að afi bjó einn í þessari íbúð. Hann naut þess að vera í nábýli við dóttur sína og hennar fjölskyldu, eins var stutt fyrir okkur hin að koma í heimsókn. Afi var duglegur að hjálpa þeim í garðinum og var mikill áhugamaður um kartöflurækt. Hann var afar laginn og hefði getað orðið góður smiður eða hönnuður væri hann ungur í dag. Þegar heilsu afa hrakaði fyrir tveimur árum flutt- ist hann á hjúkrunarheimilið Eir, þar dvaldi hugurinn oft við liðnar ævi- stundir í Borgarfirði. Við systur teljum það fjársjóð að hafa fengið að dveljast mikið með svo yndislegu fólki sem ömmur okkar og afar voru, þar sem gildi manngæsku og kærleika var í hávegum haft. Þau gáfu okkur veganesti út í lífið sem seint verður metið til fjár. Í dag eru breyttir tímar því nú eru ömmur og afar yfirleitt í fullri vinnu úti í atvinnulífinu og hafa því minni tíma fyrir ömmu- og afa-hlutverkið. Við sem yngri erum ættum að staldra við og reyna að veita nýjum kynslóðum smá innsýn inn í þetta líf þar sem voru meiri rólegheit, friður, heitur matur í hádeginu og tími fyrir spjall. Við kveðjum afa okkar með þessu stutta versi og óskum honum góðrar heimferðar með innilegri þökk fyrir allt sem hann var okkur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Guðrún Marta og Elsa Sigríður (Únna og Elsa). Við höfum ekki komið á Berugötu 7 í Borgarnesi síðan afi og amma fluttu þaðan, en þegar við erum á ferðinni í Borgarnesi keyrum við stundum framhjá og þá rifjast upp þær góðu stundir sem við áttum þar. Eftir langt ferðalag okkar frá Ísa- firði stóðu afi og amma undantekn- ingarlaust á tröppunum og tóku á móti okkur. Í minningunni var alltaf gott veður og ýmislegt dundað með afa í garðinum, teknar upp kartöflur, legið í sólbaði eða spáð í sprettuna á gulrótunum. Einnig áttum við marg- ar góðar stundir með gömlum leik- föngum föður okkar og systkina hans, sem geymd voru upp á lofti, ásamt glænýjum stuðara af Volkswagen bjöllu, umvafinn í brún- an umbúðapappír. Dagblaðinu Tím- anum var haldið til haga þannig að af því voru til miklir bunkar, okkur til mikillar gleði, því tilvalið var að klippa út og safna gömlum teikni- myndum af Denna dæmalausa. Veiðiferð á bryggjuna með afa er líka minnisstæð sem og kötturinn sem át svo kolann sem við veiddum. Þau voru ófá skiptin sem við bræð- urnir horfðum á afa og ömmu standa á tröppunum á Berugötunni og veifa okkur bless og góða ferð. Nú stönd- um við á tröppunum og kveðjum afa okkar. Guð geymi þig. Jón Viggó, Ingvi og Sigurður. JÓN SIGURÐSSON                                               ! "# $%  &'   ! "#   #  &'  ' (  #  &'  ( ) " ! $#& *+, -  #  &'   !! !! .'!!  #  !/ ( ! 0 1 ! ( &'  .'! !   !! $#& #2#!&&'  ' ( 0 !3&'  $% #   !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.