Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ H ÚN situr á kolli á útimarkaðnum í brennheitri sólinni, sem engu eirir. Þetta er grannvax- in kona, augun eru stingandi undan dökkri slæðunni. Rose Shanzi vakn- aði með andfælum í morgun og spurningin, sem rændi hana svefn- inum, veitir engin grið fremur en steikjandi hitinn: Fá hún og börnin að borða í dag? Spurningin er alltaf sú sama. Börnin eru fimm og þau þarf að fæða, oft nægir maturinn ekki handa öll- um; það kallar á erfiðar ákvarðanir. En svarið við spurningu Rose er fólg- ið í tómötunum, sem raðað er á borð- ið fyrir framan hana eftir þroska, stærð og verði. „Takist mér að selja tómatana, fáum við að borða í dag,“ segir hún og kemur sér beint að efninu. „Takist það ekki, borðum við ekkert.“ Eigi Rose að takast að þéna nógu mikla peninga í dag til þess að fjöl- skylda hennar fái að borða verður hún að selja fyrir andvirði 75 ís- lenskra króna. Dag eftir dag er líf fimmta hluta mannkyns komið undir því að þessu fólki takist að afla þess, sem allir hin- ir kalla smápeninga. Líkt og þessi kona í afskekktu þorpi í suðurhluta Afríku, sem vonar frá degi til dags að hún og hennar þurfi ekki að svelta, verða um eitt þúsund og þrjú hundr- uð milljónir manna í þróunarríkjun- um að draga fram lífið á upphæð, sem svarar til minna en eins Bandaríkja- dollars á degi hverjum eða innan við 100 íslenskra króna. Mælt í prósentum hefur tala þeirra jarðarbúa, sem lifa á innan við 100 krónum á dag, lækkað síðustu tíu ár- in. En hvað fjöldann varðar hefur hann staðið í stað í tvo áratugi og raunar aukist lítillega frá 1990, sam- kvæmt upplýsingum frá Alþjóða- bankanum. „Hér á enginn peninga“ Hér í þessum bæ syðst í Zambíu fá menn ekkert gefins. Á venjulegum tólf tíma vinnudegi nær Rose yfirleitt að vinna sér inn um helming þeirra 75 króna, sem hún þarf að komast yf- ir til að lifa af. Samkeppnin er líka hörð. Á mark- aðnum eru um 4.000 sölumenn, sem selja allt milli himins og jarðar. Nokkrir tugir kvenna eru þarna og þær bjóða líka fala tómata. Og þeir eru jafnþroskaðir og þeir, sem Rose selur. Og þótt tómatarnir kosti ekki nema nokkra aura stykkið eru við- skiptavinirnir fáir. Það gerir atvinnu- leysið; það hefur margfaldast frá því að ódýr og tollfrjáls erlendur fatn- aður tók að streyma inn í Zambíu fyr- ir um tíu árum. Fataverksmiðjurnar hér og í Livingstone hér skammt frá standa nú tómar. „Hér á enginn peninga,“ segir Rose og virðir fyrir sér konu, sem handleikur tómatana en hverfur á braut án þess að kaupa nokkuð. „Hér getur enginn keypt neitt. Að reyna að koma einhverju í verð er eins og að ætla að kreista blóð úr grjóti.“ Yngsta barnið hennar, Betty, sem er þriggja ára, kláraði síðasta mat- arbitann í morgun. Hún er sú eina á heimilinu, sem eitthvað hefur borðað í tæpan sólarhring. Rose veit því ekki hvort hnúturinn í maganum er sök- um streitu, svengdar eða einhvers annars. Enn hefur hún ekkert selt í dag og samt er hún búin að sitja hér í tvo klukkutíma. Sumir dagar hafa verið slæmir og þá hefur hún þurft að fara heim án þess að hafa selt einn einasta tómat. Ef til vill er það sama angistin, sem nú sækir á hana. Augun eru lok- uð, hún spennir greipar í kjöltu sér og fer með bæn. Hún lítur upp og brosir dauflega, trúin hefur fært henni aukinn kraft um stund. „Mæður vita ekkert um þjáningu, ekkert, fyrr en þær hafa horft upp á börn sín svelta,“ segir hún og starir út í tómið. „Ég hef oft þjáðst.“ Það er sama hvort fátækt fólk dregur fram lífið í Afríku, Asíu, Suð- ur-Ameríku eða í Sovétríkjunum sál- ugu; það að þurfa að lifa á hundrað krónum á dag er eins og að búa í tímaleysi, í veröld stöðugrar baráttu um brauðið, í veröld þar sem tækni- framfarir, hrun Berlínarmúrsins og hið frjálsa flæði þjónustu og fjár- magns hafa nákvæmlega engu breytt. Og hvergi nokkurs staðar í heim- inum hefur tíminn stöðvast svo gjör- samlega sem hér í Afríku, sunnan Sa- hara. Eftir mislukkaðar tilraunir í nafni sósíalismans og áratuga óstjórn ný- lenduherra hafa tæplega 40 Afríku- ríki tekið upp frjálshyggjustefnu á sviði viðskipta og verslunar og þann- ig orðið við kröfum Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og Alþjóðabankans. Einkavæðing hefur verið sett á odd- inn og dregið hefur verið úr útgjöld- um ríkisins. Með þessu móti vonast stjórnvöld til að laða að erlenda fjár- festingu auk þess sem þannig hyggj- ast þau auka lánstraustið erlendis. En í Afríku, sunnan Sahara búa nú 640 milljónir manna, eða um 10% mannkyns. Hlutur þessa fólks í heimsviðskiptunum er hins vegar að- eins 2%. Fyrir 50 árum þegar ný- lendustefnan var að líða undir lok var hlutur þessa heimshluta mun stærri. Í Zambíu geta menn séð fátækt eins og hún gerist verst í Afríku. Tíu milljónir manna búa í landinu. Átta af hverjum tíu lifa á andvirði innan við 100 króna á dag. Bresk námufyrir- tæki stjórnuðu landinu í meira en 25 ár. Landið varð síðan nýlenda Breta árið 1924. En 40 árum síðar fengju landsmenn sjálfstæði. Næstu 27 árin laut landið stjórn Kenneths Kaunda forseta. Ríkisvald og hagkerfi varð eitt og hið sama. Viðskipti við útlönd voru takmörkuð, gífurlegt reglugerðaveldi reis, sem stjórnaði atvinnulífinu, ríkisstyrkir og niðurgreiðslur voru helstu hags- tjórnartækin. Og allt var þetta gert í þeim tilgangi að vernda og stjórna hagkerfi, sem átti allt sitt undir einni Lifað af á 75 krónum The Washington Post/Jon Jeter Hin tíu ára gamla Ennelis hjálpar móður sinni við tómatasöluna. Rose Shanzi þarf að afla jafnvirðis 75 íslenskra króna á degi hverjum til að halda lífinu í sér og fimm börnum. Viðskiptavinur borgar Rose Shanzi jafnvirði um átta króna fyrir nokkra tómata á markaðnum í Maramba. Í þróunarríkjum dregur um fimmtungur mannkyns fram lífið á því sem svarar til innan við 100 íslenskra króna á dag. Hér segir Jon Jeter, blaðamaður The Washington Post, frá fimm barna einstæðri móður, sem selur tómata í bænum Maramba í Zambíu. Maramba í Zambíu. The Washington Post.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.