Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 03.03.2002, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 3. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ É G HEF verið galandi látlaust frá því ég man eftir mér, blessuð vertu. Ættingjar vilja jafnvel halda því fram, að ég hafi verið byrjaður að syngja áður en ég fór að tala. Það getur svo sem vel verið, því það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Lífið í Álftagerði snerist um bú- skap, en síðan söng, þegar færi gafst til.“ Þetta segir Óskar Pétursson, sem um síðustu mánaðamót tók við stöðu bæjarlistamanns á Akureyri. Þeirri nafnbót heldur hann næstu sex mánuðina, en hann tók við af Óla G. Jóhannssyni, myndlistarmanni. Óskar er sem kunnugt er frá Álfta- gerði í Skagafirði, en hefur síðustu áratugi verið búsettur á Akureyri og starfað þar sem bifvélavirki. Um þessar mundir eru 30 ár liðin frá því hann hóf að gera við bifreiðar bæj- arbúa, var fyrst á BSA í 10 ár, þá hjá Höldi næstu 16 árin og nú síðast hjá Kraftbílum. Söngurinn átti bara að vera til gamans „Ég hef alltaf verið að syngja með- fram mínu starfi og það hefur smám saman verið að aukast. Ég hef sungið með ýmsum kórum, með bræðrum mínum, einn eða með öðrum ein- söngvurum, en mesta fyrirferðin í þessu er söngur okkar Álftagerðis- bræðra,“ segir Óskar. Hann segir að aldrei hefði staðið til að leggja söng- inn fyrir sig, en hann hafi þó sótt sér tilsögn í söngskóla í Reykjavík og eins verið um skeið í Tónlistarskól- anum á Akureyri. „Þetta átti bara að vera til gamans, ég ætlaði mér aldrei neitt með sönginn. Það var ekki stefnan hjá mér að hasla mér völl á þessu sviði, en ég neita því ekki að söngurinn tekur æ meiri tíma, það hefur bara þróast í þá áttina“ segir hann. Vill syngja dúett með bæjarstjóranum Hann sagðist hafa orðið mjög glað- ur þegar rætt var við hann á liðnu ári um að verða bæjarlistamaður. „Á dauða mínum átti ég von en ekki þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Ég bara gat ekki svarað spurn- ingunni um hvort ég væri til í þetta, þurfti að hugsa mig um,“ sagði Óskar og var ekki laust við að hann væri enn hissa. „Ég þurfi að velta því fyrir mér hvort ég væri maður til að standa undir þessu,“ sagði hann, „en eftir nokkra umhugsun lét ég slag standa. Ég setti þó fram þá frómu ósk, að fá að syngja dúett með bæjarstjóranum á Akureyri, Kristjáni Þór Júlíussyni, á meðan ég héldi þessari nafnbót!“ sagði Óskar og vonaðist til að af því gæti orðið á árshátíð bæjarins. „Ég hef áður verið undirmaður Kristjáns; hann var stýrimaður á ein- um Dalvíkurtogaranna, þegar ég fékk að fljóta þar með sem létta- drengur. Við mokfiskuðum, munaði raunar litlu að ég legði sjómennskuna fyrir mig. Þetta voru rífandi laun, miðað við það sem ég hafði haft í landi,“ segir Óskar Framundan eru mörg spennandi verkefni hjá Óskari. Hann söng með „landsliðinu“ eins og hann kallar það í Laugarborg nú nýlega. „Raunar var það meira af vilja en mætti, því ég var búinn að liggja í flensu heila viku og alls ekki orðinn góður. Enda sinnað- ist flensunni við mig, þannig að ég gat varla reist höfuð frá kodda daginn eftir,“ sagði Óskar. Þarna sungu auk hans þau Sigrún Hjálmtýsdóttir – Diddú, og Bergþór Pálsson. Þar að auki voru snillingar við hljóðfærin; Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó- leikari, Sigurður I. Snorrason, klarin- ettuleikari, Páll Einarsson, jarðeðlis- fræðingur og kontrabassaplokkari, að ógleymdri Sigrúnu Eðvaldsdóttur, konsertmeistara, sem getur hrifið heilu herdeildirnar með fiðlunni sinni, segir Óskar. Með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á skírdag „Ég er rígmontinn að fá tækifæri til að koma fram með þessum stór- kostlegu listamönnum,“ segir Óskar, „en þessir tónleikar voru einskonar forleikur tónaveislunnar í Íþrótta- höllinni á Akureyri á skírdag. Eitt hefur leitt af öðru, eins og oft gerist í lífinu. Stuttu eftir að stjórnendur bæjarins höfðu sýnt mér þann heiður að gera mig að bæjarlistamanni, fékk ég beiðni frá bjartsýnisfélaginu Líf og list. Ég kom af fjöllum, hafði aldrei heyrt þetta félag nefnt. Enda kom í ljós, að það var varla fætt; var þá ekki annað en hugarfóstur nokkurra vina minna, en fæddist þó áður en langt um leið – og komst á koppinn. Til að gera langa sögu stutta ákvað þetta fé- lag að halda „stór-tónleika“ í Íþrótta- höllinni 28. mars, á skírdag. Þar mun ég syngja, ásamt Diddú, karlakórn- um Heimi og bræðrum mínum frá Álftagerði. Og undirleikurinn verður ekki af verri endanum; hvorki meira né minna en öll Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, fullskipuð, með um 50 hljóðfæraleikurum. Það verða því um eitt hundrað manns á sviðinu í Höll- inni á skírdag. Þetta verkefni er mikil hvatning og um leið ögrun fyrir mig. Þetta verða grimmdartónleikar, því þarna verður boðið upp á óperutón- list og ýmiskonar fínerí. Ég hef reyndar lítið verið að syngja þess- háttar tónlist og ætla því að nota tækifærið og sækja mér góða tilsögn. Ég þarf að láta taka mig í gegn, en þetta verður skemmtilegt verkefni,“ segir Óskar. Þá ætlar hann ásamt öðrum Álfta- gerðisbræðrum að leggja land undir fót með hækkandi sól. „Við höfum víða komið fram, en það er líka enn fjöldi staða sem við höfum enn ekki sungið á og ætlum að bæta úr því. Við erum vanir því að taka skorpur, höfum stundum komið fram á þrennum tónleikum sama dag- inn án þess að finna fyrir því!“ Loks má nefna að Óskar hefur hug á, að troða upp með Björgu Þórhallsdótt- ur, sópransöngkonu, eftir páskana og einnig eru í bígerð kirkjutónleikar með Birni Steinari Sólbergssyni, org- anista við Akureyrarkirkju og stjórn- anda kirkjukórsins þar. Mun endurgjalda Óskar Pét- ursson frá Álftagerði tók nýlega við sem bæjar- listamaður á Akureyri. Margrét Þóra Þórsdóttir spjallaði við söngvarann um ferilinn og það sem framundan er, en einhverju sinni lét sr. Pétur Þórarinsson í Laufási þau orð falla að Óskar núorðið væri meira ómissandi við jarðarfarir norðan heiða en líkið! Álftagerðisbræður taka lagið á styrktartónleikum í Glerárkirkju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.