Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 11 „EVRÓPUDÓMSTÓLLINN kemst að þeirri niðurstöðu að ákvæði stofn- samnings Evrópusambandsins um bann við viðskiptahindrunum með vörur og þjónustu eigi við þegar áfengisauglýsingabann er annars vegar. Þessi ákvæði eru samskonar í EES-samningnum,“ segir Árni Páll Árnason hdl. um hvort dómur sem féll í undirrétti í Svíþjóð og heimilar tímaritinu Gourmet að birta áfeng- isauglýsingar myndi hafa áhrif hér á landi. Dómur Evrópudómstólsins lá til grundvallar dómnum sem undir- réttur kvað upp í Svíþjóð en tímaritið sem um ræðir fjallar um mat og vín. Auglýsingabann gæti hindrað vöruviðskipti og þjónustu Árni Páll segir Evrópudómstólinn hafa komist að því að áfengisauglýs- ingabann gæti bæði hindrað vöruvið- skipti, þ.e. viðskipti með áfengi, svo og viðskipti með þjónustu, þ.e. með sölu á auglýsingaplássi til framleið- enda í öðrum löndum. „Dómstóllinn segir hins vegar, og ákvæðin í EES- samningnum og Evrópusambands- sáttmálanum eru eins hvað það varð- ar, að í báðum tilvikum sé heimilt að réttlæta aðgerðir sem brjóta gegn þessari meginreglu af tilteknum ástæðum, þar á meðal á grundvelli heilbrigðis. Evrópudómstóllinn lét hins vegar dómstólum í aðildarríkj- unum eftir að meta hvort auglýsinga- bannið félli innan meðalhófsreglu og væri viðunandi til að ná þeim mark- miðum um minni áfengisneyslu sem bannið byggist á. Nú liggur hins veg- ar fyrir það mat sænska dómstólsins að áfengisauglýsingabannið sé ekki réttlætanlegt og fyrir því geta verið mörg rök.“ Nefnir Árni Páll í því sambandi að mjög víða geti fólk nálg- ast áfengisauglýsingar, í gegnum Netið og í erlendum blöðum og tíma- ritum svo eitthvað sé nefnt, „en aug- lýsingabannið hér á landi bitnar að- allega á innlendum miðlum og rýrir þannig samkeppnisstöðu þeirra gagnvart erlendum miðlum. En eftir stendur að Evrópudómstóllinn lætur dómstólum í aðildarríkjunum eftir þetta mat. Það er alveg ljóst að þarna er um að ræða brot á meginreglu Rómarsamningsins og að réttlæta þarf þau brot með sterkum rökum.“ Fyrirvarar við skuldbindingar sem leiða af EES-samningnum Árni Páll bendir á að í tengslum við EES-samninginn hafi verið gerð yfirlýsing, m.a. af hálfu ríkisstjórnar Íslands, um einkasölu á áfengi. Þar segir að með fyrirvara um skuldbind- ingar sem leiði af samningnum sé áréttað að áfengiseinkasala ríkjanna sé grundvölluð á mikilvægum sjón- armiðum er varða stefnu þeirra í heilbrigðis- og félagsmálum. „Það er svo spurning hvort dómstóll EFTA myndi telja að þessi yfirlýsing hefði einhver áhrif á túlkunina á niður- stöðu Evrópudómstólsins, þegar reyndi á túlkun ákvæðanna innan EES.“ Árni Páll segir að í ljósi aðstæðna í áfengismálum á hverjum stað sé dómstólum aðildarríkjanna falið að leggja mat á árangurinn af banninu og þar með hvort það standist með- alhófsprófið. „Það er því rétt að miða umræðuna við skýringar Evrópu- dómstólsins, því túlkun hans er bind- andi hér á landi, en leggja ekki of mikið í hið efnislega mat sænska dómstólsins, sem er byggt á aðstæð- um þar í landi.“ Árni Páll segir að tækniþróun og framfarir hafi reynt á grundvöll áfengisbannsins og að Evrópudóm- stóllinn telji það greinilega umhugs- unarefni hvort þær aðstæður séu fyrir hendi að bannið nái tilgangi sín- um á svo afgerandi hátt að réttlæt- anlegt sé að gera undantekningu á meginreglunni um frjáls viðskipti þegar áfengi er annars vegar. Sam- kvæmt frétt Morgunblaðsins í gær mun umboðsmaður neytenda í Sví- þjóð, sem stefndi tímaritinu Gourm- et á sínum tíma, áfrýja dómi undir- réttar. „Það mun aldrei breyta grunnniðurstöðu Evrópudómstóls- ins um hvernig eigi að túlka reglurn- ar,“ segir Árni. „Áfrýjunarréttur í Svíþjóð gæti komist að annarri nið- urstöðu en undirrétturinn um hags- munamatið og talið að bannið væri ekki úr hófi miðað við aðstæður. En um það er erfitt að segja á þessu stigi málsins.“ Sænsku tímariti heimilt að birta áfengisauglýsingar samkvæmt dómi undirréttar Ákvæði EES og ESB um frjálsan flutning vöru og þjónustu eru samskonar DÓMARAFÉLAG Íslands telur leiðbeiningar fyrir lögreglustjóra um meðferð umferðarlagabrota fyrir héraðsdómstólum ekki í samræmi við ríkjandi dómvenju um lengd sviptingartíma í ölvunarakstursmál- um. Umræddar leiðbeiningar gaf rík- issaksóknari út í nóvember í fram- haldi af nýrri reglugerð um sektir og önnur viðurlög vegna brota á um- ferðarlögum. Nýja reglugerðin fól í sér að í heildina hækkuðu sektir um 50%. Þannig hækkaði t.d. lægsta sekt vegna ölvunaraksturs úr 30 þúsund kr. í 50 þúsund. kr. og hæsta sekt úr 60 þúsund í 100 þúsund. Heimilt er að ljúka ölvunarakst- ursmálum með viðurlagaákvörðun- um og er í samræmi við leiðbeining- ar ríkissaksóknara boðið upp á ljúka máli með tilteknum hætti. Athugasemdir dómarafélagsins við leiðbeiningarnar beinast að lengd ökuréttindasviptinga, sem er í leið- beiningum tilgreindur meiri en dæmt hefur verið til þessa. Umferðarlagabrot Leiðbeiningar ekki í samræmi við dómvenju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.