Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.03.2002, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 7. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Stefán HilmarSigfússon fædd- ist á Seltjarnarnesi 20. ágúst 1934. Hann lést í Reykjavík 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigfús Sigurhjartar- son, f. 6.2. 1902, d. 15.3. 1952, og Sigríð- ur Stefánsdóttir, f. 6.8. 1900, d. 23.12. 1974. Systur Stefáns eru: 1) Adda Bára, f. 30.12. 1926, gift Bjarna Benedikts- syni frá Hofteigi, f. 25.4. 1922, d. 18.7. 1968. 2) Hulda Heiður, f. 24.7. 1929, gift Flosa Hrafni Sigurðssyni, f. 10.7. 1928. Hinn 26. október 1957 kvæntist Stefán eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigrúnu Júlíusdóttur, f. í Vaðlakoti í Flóa 16.12. 1935. For- eldrar hennar voru Júlíus Ágúst Helgason, f. 24.7. 1904, d. 6.8. 1936, og Laufey Jónsdóttir, f. 10.6. 1911, d. 3.11. 1985. Dætur Stefáns og Sigrúnar eru: 1) Sig- ríður, f. 12.5. 1958. Eiginmaður hennar er Jón Árni Jónsson, f. 14.3. 1962. Synir hennar eru: a) Freyr Finnbogason, f. 6.6. 1981, og b) Steinn Finnbogason, f. 28.9. 1982. Unn- usta Freys er Sandra B. Clausen, f. 6.6. 1983. 2) Steinunn Ingibjörg, f. 28.2. 1964. Eiginmaður hennar er Gunnar Ævarsson, f. 15.3. 1962. Dætur þeirra eru: a) Fríða Björk, f. 26.4. 1991, og b) Anna Sigrún, f. 3.9. 1999. Stefán lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1955. Hann braut- skráðist sem búfræðingur frá Hól- um 1956 og búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn árið 1960. Hann var fulltrúi hjá Landnámi ríkisins 1960–1973 og síðan hjá Land- græðslunni til æviloka. Jafnframt var hann framkvæmdastjóri Fóð- ur- og fræframleiðslunnar í Gunn- arsholti 1969–1988. Útför Stefáns fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er elsku hjartans pabbi minn farinn frá okkur. Hann hafði verið mikið veikur lengi en bar sig alltaf eins og hetja með sinn erfiða sjúk- dóm, beinkrabbamein. Aldrei kvart- aði hann og alltaf sá hann góðar hlið- ar á öllum málum. Aðeins sex dögum fyrir andlátið frestaði hann síðustu utanlandsferðinni sem þau mamma ætluðu í. Það lýsir því vel hvað hann var alltaf duglegur og stórhuga og aldrei hvarflaði að honum að láta í minni pokann fyrir veikindum. Þar sem ég sit hér nú rifjast upp ótal margar góðar stundir sem við áttum saman. Fyrst í blokkinni í Fellsmúla sem pabbi og mamma byggðu ásamt mörgum góðum vin- um sínum. Þar bjó einnig Sigurjón Pétursson ásamt fjölskyldu sinni á hæðinni fyrir ofan okkur. Skyndilegt fráfall hans 10. janúar síðastliðinn fékk mjög á pabba. Það er næsta víst að þeir eru farnir að funda saman hinum megin, vinirnir. Ekki minnist ég þess að við fjöl- skyldan færum beinlínis saman í sumarfrí, en þegar pabbi vann við landmælingar tók hann okkur með sér sumar eftir sumar í frambyggða rússajeppanum sem hægt var að sofa í. Einnig skoðuðum við land- græðslusvæði og graskögglaverk- smiðjur vítt og breitt um landið. Í augum okkar systranna var þetta hið besta sumarfrí og heilt ævintýri út af fyrir sig. Einnig fékk ég að vera með pabba austur í Gunnarsholti á sumrin og þar var nú margt brallað. Frá 12 ára aldri unnum við svo saman og ég fór í ferðir með honum að hjálpa honum við að leggja net með melgresi yfir varnargarða, vinna við melskurð, skoða sáningar, og ekki má gleyma áburðarfluginu. Þær voru ófáar ferðirnar sem ég flaug með pabba í Páli Sveinssyni og þær voru lang- stærsta ævintýrið. Já, þetta voru mörg góð sumur. Áburðarflugið var það sem hélt pabba gangandi síðustu árin og það var honum mikið hjart- ans mál að það gengi vel. Hann var líka í nokkur ár framkvæmdastjóri í graskögglaverksmiðjunni Fóður og fræ, og þar fengum við að leika laus- um hala með honum. Þegar ég lauk stúdentsprófi var ég ákveðin í að fara í landbúnaðar- skólann eins og hann, því hann var fyrirmynd mín í öllu, en hann kom með þá snjöllu hugmynd hvort það ætti ekki betur við mig að fara í Garðyrkjuskólann. Þar var honum best lýst, alltaf að leiðbeina mér og benda á réttustu og bestu lausnirn- ar, og sú varð raunin að ég fór að hans ráðum. Í lokaverkefni mínu við skólann, sem heitir Meginorsök upp- blásturs á Íslandi, var pabbi góður og traustur leiðbeinandi eins og allt- af. Það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, alltaf var pabbi kletturinn. Hann hvatti okkur áfram og studdi og hann sagði alltaf að hann gæti bjargað okkur ef við átt- um í einhverjum erfiðleikum. Já, hann var minn besti vinur. Í sumar var hann fluttur fárveikur suður til Reykjavíkur ofan af Auð- kúluheiði þar sem hann var að stjórna áburðarflugi, en flugvélin sem flutti hann var svo lítil að mamma komst ekki með og varð eft- ir og beið. Þegar hann hafði fengið þá aðhlynningu á spítalanum sem hann þurfti á að halda, héldu honum engin bönd. Norður skyldi hann fara samdægurs og vinir hans í fluginu urðu við þeirri ósk. Svona var pabbi, ekkert að kvarta eða gefast upp. Ég held að margir hafi ekki áttað sig á því hvað hann var í raun orðinn veik- ur. Við Gunnar hófum okkar búskap í kjallaranum í Sæviðarsundinu hjá pabba og mömmu og þar bjuggum við öll saman í átta ár. Stoltur var hann af barnabörnum sínum og allt- af var tekið vel á móti þeim uppi hjá afa og ömmu, þó að ferðirnar væru margar á dag. Afi hugsaði vel um þessa gullmola sína. Þegar upp komu veikindi hjá eldri dóttur okk- ar, Fríðu Björk, og við, foreldrarnir, vorum mjög áhyggjufull að bíða eftir niðurstöðum og treystum okkur ekki í vinnu drifu mamma og pabbi okkur austur í Gunnarsholt eina helgi. Þar voru málin rædd frá öllum hliðum. Þá stappaði pabbi í okkur stálinu og sagði að það gæti ekki verið neitt al- varlegt að, og ef eitthvað væri að gerast í höfðinu á Fríðu Björk væri það bara eitthvað gott sem myndi auka vit hennar og gáfur. Ég held að þetta lýsi pabba vel og hann var okk- ur alltaf til halds og trausts, ekkert að hafa of miklar áhyggjur út af veikindum. Stoltur afi lá einnig á sömu hæð og Anna Sigrún, yngri dóttir okkar, á Landspítalanum og sagði henni að þetta væri sko spít- alinn þeirra þar sem þeim liði vel og vel væri um þau hugsað. Það er ekki hægt annað en að dást að því hversu margt skemmtilegt þau mamma gerðu saman síðustu árin. Mamma fylgdi pabba í vinnuna, þau fóru í utanlandsferðir, ferðuðust um landið og heimsóttu vini og kunningja. Því miður eru bestu vinir þeirra nú staddir á Kanaríeyjum, þar sem mamma og pabbi ætluðu líka að vera. En hugur þeirra er hjá okkur og veitir okkur styrk. Sunnudagskvöldið 24. febrúar síð- astliðinn hringdum við til afa. Fyrst var talað við ömmu, síðan við afa og Anna Sigrún sat með bók í fanginu og þóttist vera að lesa fyrir afa, en hún er bara tveggja ára. Svo talaði ég við pabba og sagði honum frá því hvað Anna Sigrún hefði verið að lesa fyrir hann. Þá sagði pabbi: „Ég skildi nú varla orð af því sem hún sagði, en ég sagði bara já þar sem mér þótti það passa við.“ Svona var pabbi, hafði alltaf nógan tíma þótt hann væri sárveikur og var ekkert að kvarta fremur en fyrri daginn. Þetta var í síðasta skipti sem við ræddum saman því hann lést rétt fyrir miðnætti það kvöld. Elsku mamma og Sigga systir. Ég trúi því að ekki sé meira á okkur lagt en við komumst í gegnum. Því veit ég að góðar minningar um pabba munu hjálpa okkur að komast yfir þennan sára söknuð. Blessuð sé minning hans. Steinunn I. Stefánsdóttir. Stefán tengdafaðir minn var drenglyndur og hjartahreinn maður sem mátti ekki vamm sitt vita. Hann var félagslyndur og ákaflega vin- margur enda reyndist hann öllum vel sem til hans leituðu. Hann bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og þess nutu barnabörnin í rík- um mæli. Það er ekki ofmælt að hjónin í Sæviðarsundi hafi átt stóran þátt í uppeldi þeirra. Samband Stef- áns og systra hans, Öddu Báru og Huldu, var einnig afar kærleiksríkt og traust. Stefán helgaði Landgræðslunni starfskrafta sína og í raun er erfitt að hugsa sér verðugra eða brýnna verkefni á Íslandi. Skemmtilegast þótti honum að sinna áburðarflug- inu. Það var líka greinilegt af því hvernig hann talaði um flugmennina að honum var fjarskalega hlýtt til þeirra og hann mat vináttu þeirra mikils. Stefán var vinstrisinnaður í skoð- unum og fylgdi Alþýðubandalaginu að málum og síðar Samfylkingunni. Sjálfur tók hann virkan þátt í stjórn- málastarfi þó að hann hafi ekki sóst eftir að standa þar í fremstu víglínu, enda var honum margt betur gefið en að láta á sér bera. Honum voru þó falin ýmis trúnaðarstörf á þessum vettvangi og þarf enginn að fara í grafgötur um að þau hafi verið unnin af sömu heilindum og allt annað sem hann tók sér fyrir hendur. Síðustu sjö árin sem hann lifði barðist hann við beinkrabbamein, auk þess sem hjartað var veikt. Hann tókst á við þetta andstreymi með bjartsýni og viljastyrk að vopni. Það var í raun og veru óskiljanlegt hvernig honum tókst að halda and- legu jafnvægi og sálarþreki allt til hinstu stundar. Sigrún var stoð hans og stytta í þessum raunum. Hún gætti þess vandlega að hann ofgerði sér ekki, en lagði jafnframt ríka áherslu á að hann nyti lífsins eins og kostur væri og sinnti áhugamálum sínum. Þannig auðnaðist þeim með samheldni að lifa innihaldsríku lífi í skugga veikindanna. Eins og gefur að skilja þurfti Stef- án mikið á þjónustu lækna og hjúkr- unarfólks að halda síðustu árin, þó að hann hafi ekki legið meira inni á sjúkrahúsum en brýnasta þörf krafði. Er skemmst frá því að segja að sú aðhlynning sem allt þetta fólk veitti honum var til fyrirmyndar í einu og öllu. Fyrir það er fjölskyldan afar þakklát og vill koma á framfæri sérstökum þökkum til læknanna Árna Kristinssonar, Jóns Hrafnkels- sonar og Guðmundar Vikars Einars- sonar. Ég kveð tengdaföður minn með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína. Ég mun ætíð telja það mesta gæfuspor mitt í lífinu að hafa gifst inn í þessa góðu fjölskyldu. Hvíli hann í friði. Jón Árni Jónsson. Mig langar til að minnast Stefáns tengdaföður míns með nokkrum orð- um. Ég kynntist honum þegar ég og yngri dóttir þeirra hjóna byrjuðum saman haustið 1986. Fljótlega kom í ljós að við Stefán náðum vel saman, aðallega í gegnum sameiginlegan áhuga á bílum og flugvélum, og áttum við margar góð- ar stundir saman og töluðum oft um áhugamál okkar á heimili þeirra Stefáns og Sigrúnar, þar sem ég flutti fljótlega til dóttur þeirra í kjallaraíbúðina. Þótt Stefán væri ekki mikill handverksmaður hafði hann gaman af margs konar tækjum og tólum en uppáhaldið hans var þó Volvo Amason sem hann átti og Elli frændi hans gerði upp með honum. Sjálfur ók Stefán „Glæsi“ lítið, eins og hann kallaði bílinn, en hafði því meiri ánægju af því að eiga hann. Gladdi það Stefán hvað yngri dóttir hans var dugleg að nota Amasoninn og hugsa um hann. Ég dyttaði að ýmsu í bílunum þeirra og voru þau þakklát fyrir það og vildu margt fyr- ir okkur hjónin gera í staðinn, t.d. lánuðu þau okkur jeppana sína í ófá- ar hálendisferðir þegar við hjónin vorum jeppalaus um tíma. Hápunkt- urinn var svo að fara í hópakstur á fornbílunum okkar með fornbíla- klúbbnum á 17. júní og þá varð að vera búið að skoða Volvoinn og gera allt klárt. Svona var Stefán nákvæm- ur, enda gott að reiða sig á hann þar sem allt stóð eins og stafur á bók. Þegar eldri dóttir okkar fæddist og við hjónin keyptum okkur íbúð vildu Stefán og Sigrún endilega að við byggjum hjá þeim lengur svo við gætum leigt nýju íbúðina okkar til að minnka greiðslubyrðina og það gerðum við í tvö ár. Síðan var farið að huga að því að mála áður en flutt var inn og fyrstur til að mæta í máln- ingarvinnu var að sjálfsögðu Stefán, óumbeðinn. Síðustu árin eftir að Stefán veiktist gat hann ekki lagt fram krafta sína en þeim mun meira hvatti hann okkur hjónin í ýmsum ákvörðunum og framkvæmdum. Oft fórum við í heimsókn til „Afa Stefáns og ömmu Sigrúnar“ í Sævið- arsundi með dæturnar þar sem það var efst á heimsóknarlistanum þeirra og það kom ósjaldan fyrir að eldri dóttirin varð eftir hjá þeim til að gista og föndra með ömmu í holu, eins og eitt herbergið hjá þeim var kallað. Það er ánægjulegt að dætur okkar skyldu geta kynnst Stefáni og verið eins mikið með honum og raunin varð. Ég varð aðnjótandi þeirrar ánægju nokkrum sinnum að fá að fljúga með landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni, Douglas DC-3 (C-47), en Stefán sá um landgræðsluflugið og jafnframt um flugvélina en áhugi hans á henni náði langt út fyrir starfið. Enda þótt Stefán hefði aldrei farið í flugkennslu hafði hann mikinn áhuga á flugvélum og á þessari flug- vél hafði hann sérstakt dálæti. Ég held að ég halli ekki á neinn þótt ég segi að Stefán eigi stóran hlut í því hversu vel varðveitt og glæsileg þessi vél er og þótt hann væri ekki fyrir að trana sér fram og hefði alltaf verið lítillátur maður væri sómi að því að nafni Stefáns væri haldið á lofti í tengslum við sögu þessarar flugvélar í flugsögu Íslands. Ég man þegar við hjónin fórum, sumarið 2000, upp á Auðkúluheiði að heilsa upp á Stefán við störf á vegum land- græðsluflugsins og var Sigrún þar með honum. Þegar upp á hæð var komið, blasti þessi flugvél við í allri sinni dýrð á flugvellinum suður af Blöndulóni og þar var Stefán í ess- inu sínu á meðal „höfðingjanna“, eins og hann kallaði vini sína sem störfuðu við landgræðsluflugið. Var það virkilega gaman að fá að vera þarna dag með Stefáni og sjá hann að störfum við það sem hann unni best, að græða upp landið með Douglasinum, enda hafði ég á orði að þeir héldu hvor öðrum ungum, Stef- án og Douglasinn. Honum þótti það leitt að geta ekki farið á hópsam- komu flestra Douglas-vélanna á Norðurlöndum síðasta sumar, en hann nestaði vel vin sinn Tómas Dag flugmann sem fór á samkomuna, með bæklingum og upplýsingum um okkar vél. Að lokum vil ég segja að nú er genginn á braut hógvær en merki- legur maður og tel ég það vera for- réttindi að hafa fengið að kynnast honum. Gunnar Ævarsson. Kæri afi Stefán. Ég sakna þín svo mikið og ég vildi að þú hefðir ekki farið svona snemma. En þinn tími var kominn og þú varðst að fara. Mér finnst þú hafa verið eins og kertalogi. Þú kviknaðir, skeinst skært í 67 ár, og þegar þú slokknaðir þá skildirðu eftir heitar tilfinningar sem eru jafn heitar og bráðið kerta- vax. Þú varst alltaf svo góður og hlýr, og þegar ég byrjaði á einhverju nýju, þá hvattirðu mig alltaf til að halda áfram, elsku góði afi minn. Stundum þegar ég stóð mig vel gafstu mér nýpressaðan 500 kall beint úr hraðbankanum. Þú hjálp- aðir manni alltaf að leysa þrautir og greiða úr flækjum. Ég vona að þér líði vel hjá Guði og öllum englunum. Ég vona líka að þú vakir yfir okkur öllum og passir að við gerum ekkert rangt. Nú ertu, afi, horfinn á braut en lífið þitt skein svo skært. Að þess- um degi koma hlaut en okkur var hjartað þitt kært. Megi Guð vera með þér. Þín dótturdóttir Fríða Björk. Mágur minn Stefán Hilmar Sig- fússon varð bráðkvaddur síðla kvölds 24. febrúar eftir langvinna og hetjulega baráttu við þá illvígu sjúk- dóma sem flestum Íslendingum verða að aldurtila. Kynni okkar og vinátta hófst fyrir nærri hálfri öld þegar Stefán var enn í Menntaskólanum í Reykjavík og við Hulda systir hans höfðum ákveðið að gerast lífsförunautar. Engan skugga hefur borið á vináttu okkar og samskiptin farið vaxandi eftir því sem árin hafa liðið. Á menntaskólaárunum vann Stef- án á sumrin hjá Landnámi ríkisins undir handleiðslu Pálma Einarsson- ar landnámsstjóra sem kvæntur var Soffíu, föðursystur Stefáns. Hneigð- ist þá hugur hans mjög að búvís- indum. Að afloknu stúdentsprófi tók hann því búfræðingspróf frá bænda- skólanum að Hólum í Hjaltadal, og hélt síðan til frekara náms við Land- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn þar sem hann lauk búfræðik- andidatsprófi. Að loknu háskólanámi hóf Stefán þegar störf sem sérfræðingur hjá Landnámi ríkisins þar sem hann starfaði um 13 ára skeið, en frá 1973 var starfsvettvangur hans hjá Land- græðslu ríkisins. Hafði hann m.a. umsjón með áburðardreifingu og sáningu með landgræðsluvélinni Páli Sveinssyni og átti um það verk- efni frábært samstarf við íslenska atvinnuflugmenn sem um langt ára- bil hafa flogið vélinni endurgjalds- laust til landgræðslustarfa. Segja má að allt ævistarf Stefáns hafi tengst ræktun og uppgræðslu lands- ins. Á árunum 1969–1988 var Stefán framkvæmdastjóri Fóður- og fræ- framleiðslunnar sem margir munu betur þekkja sem Heykögglaverk- smiðjuna í Gunnarsholti. Var ánægjulegt að fylgjast með lifandi áhuga hans á starfinu og samskipt- um hans við viðskiptavinina, bændur og hestamenn. Um langt árabil átti Stefán einnig sæti í stjórn Sigfús- arsjóðs, minningarsjóðs íslenskrar alþýðu um föður hans Sigfús Sig- urhjartarson. Stefán var maður léttur í lund og dagfarsprúður, þótt fastur gæti ver- ið fyrir og haldið fast fram skoðun- um sínum. Hann átti ótrúlega mik- inn fjölda vina og kunningja, ekki síst í bændastétt. Kom þar m.a. til, auk fastra starfa hans, að hann var margsinnis aðstoðarfararstjóri hjá vini sínum Agnari Guðnasyni í hin- um vinsælu bændaferðum til út- landa. Að leiðarlokum minnumst við Hulda ríkrar vináttu og óteljandi ánægjustunda með Stefáni og Sig- rúnu konu hans, jafnt heima sem á ferðalögum. Með aðdáun höfum við fylgst með hve mikilsverð og óbil- andi stoð Sigrún var Stefáni í löngum og erfiðum veikindum hans. Með söknuði og trega kveðjum við nú vin og bróður. Blessuð sé minn- ing Stefáns Sigfússonar. Flosi Hrafn Sigurðsson. Lárus fjórir átján, Lárus fjórir átján. Þessi orð hljóma innra með mér þegar ég sé Stefán móðurbróð- ur minn ljóslifandi fyrir mér í jeppa- bifreið Landgræðslu ríkisins þeys- andi á rykugum malarvegum frá einum áburðardreifingarflugvelli til annars. Það þurfti að stýra vinnu- flokkum ungra manna við áburðar- hleðslu, panta áburð, finna flugmenn í sjálfboðaliðastörf, athuga veður- STEFÁN HILMAR SIGFÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.