Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 24

Morgunblaðið - 09.03.2002, Síða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 9. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ NOKKRIR þungavigtarmenn í rík- isstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi hafa hótað því að segja af sér embætti lýsi Tony Blair forsætis- ráðherra stuðningi við hugsanlegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Írak. Frá þessu var sagt í The Financial Times í gær. George W. Bush Bandaríkjafor- seti ræddi fyrr á árinu um Írak sem eitt af þremur ríkjum er mynduðu „öxul hins illa“ í heimi hér. Hefur Blair ekki gert athugasemdir við þetta orðaval forsetans. Óttast margir að Bush hyggist nú efna til hernaðarárása á Írak í því skyni að bola Saddam Hussein forseta frá völdum. Hugsanlegar hernaðaraðgerðir gegn Írökum njóta hins vegar ekki stuðnings allra í Bretlandi. Er leitt að því líkum að Clare Short, ráð- herra þróunarmála, og Robin Cook, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi leiðtogi þingmanna Verkamannaflokksins, séu meðal þeirra sem mótfallnir eru aðild Bret- lands að hugsanlegum aðgerðum Bandaríkjamanna. Ljóst er jafn- framt að meðal óbreyttra þing- manna eru margir sem ekki myndu styðja slíkar aðgerðir. Skoruðu 62 þingmenn Verka- mannaflokksins á Blair á fimmtudag að taka ekki þátt í aðgerðum Banda- ríkjamanna heldur reyna áfram að koma því til leiðar að vopnaeftirlits- menn Sameinuðu þjóðanna fái að fara til starfa í Írak. Sögðu bresk dagblöð í gær að mál- efni Íraks hefðu verið ofarlega á baugi á fundi ríkisstjórnarinnar á fimmtudag og komu nokkrir meðlim- ir stjórnarinnar þar andmælum sín- um á framfæri. Hugsanlegar hernaðaraðgerðir í Írak Blair mætir and- stöðu í eigin flokki London. AFP.TUGÞÚSUNDIR manna fylgdust með er barnabókahöfundurinn Astrid Lindgren var kvödd í gær en kista hennar var flutt á hest- vagni um götur Stokkhólmsborgar. Var hún flutt frá Kirkju Adolfs Friðriks þar sem Olaf heitinn Palme hvílir til Storkyrkan í gamla borgarhlutanum. Á eftir líkvagn- inum var leiddur hvítur hestur að gömlum, sænskum sið. Konungs- fjölskyldan, ráðherrar og aðrir frammámenn í sænsku þjóðlífi voru meðal 1.500 gesta við kveðju- athöfnina en Lindgren verður jarð- sett síðar við hlið foreldra sinna í fæðingarbænum, Vimmerby. Reuters Astrid Lindgren kvödd Stokkhólmi. AP. BANDARÍSKU fyrirsætunni Önnu Nicole Smith hafa verið dæmdar rúmlega 88 milljónir dollara – tæp- ir níu milljarðar króna – með dómi sem byggður var á þeirri forsendu, að Playboy-fyrirsætan fyrrverandi hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að hún fengi í sinn hlut part af dánarbúi eiginmanns síns án af- skipta stjúpsonar síns. Smith, sem er 33 ára, hefur um langa hríð staðið í stappi fyrir dóm- stólum í Kaliforníu og Texas vegna eigna fyrrverandi eiginmanns síns, olíuauðjöfursins Howards Marshalls, sem lést í ágúst 1994, ní- ræður að aldri. Þau höfðu þá verið gift í fjórtán mánuði. Rétt nafn Smith er Vickie Lynn Marshall. Hún kynntist Marshall 1991 þegar hún var nektardansari, þremur ár- um síðar gengu þau í hjónaband, þegar hún var 26 ára og hann 89. Í úrskurði undirréttardómara segir, að sonur Howards Marshalls, E. Pierce Marshall, hafi ásamt öðr- um haldið uppi njósnum um hjónin, og hafi Pierce stjórnað aðgengi föð- ur síns að peningum til þess að koma í veg fyrir að Anna Nicole fengi þá fjármuni sem henni hafði verið lofað. „Vísbendingar um ásetning, illvilja og sviksemi eru yf- irþyrmandi,“ sagði í úrskurðinum, sem var birtur á fimmtudaginn. „Þetta er fullkominn sigur fyrir skjólstæðing minn, og ég held að þetta sé líka sigur fyrir ást eig- inmanns á konu sinni,“ sagði lög- fræðingur Önnu Nicole, Philip Boesch. Anna Nicole Smith Anna Nicole Smith fær níu milljarða Santa Ana í Kaliforníu. AP. AP ENN syrtir í álinn í japönskum efnahagsmálum en samdráttur varð á síðasta ársfjórðungi síðasta árs um 1,2%. Samdráttur hafði einnig orðið tvö tímabilin þar á undan og telst þetta níu mánaða samdráttarskeið það versta í skráðri sögu japansks hagkerfis, sem er það næststærsta í heim- inum á eftir því bandaríska. „Við verðum að viðurkenna að efnahagsaðstæður eru engan veg- inn nógu góðar,“ sagði Yasuo Fu- kuda ráðuneytisstjóri við frétta- menn. Verg þjóðarframleiðsla hafði dregist saman í Japan um 0,5% á tímabilinu júlí-september og 1,2% ársfjórðunginn þar á undan og þegar samdráttartölur fyrir tíma- bilið september–desember 2001 bætast við þykir ljóst að erfitt verður fyrir ríkisstjórn Junichiros Koizumi að ná markmiðum sínum um að samdráttur á tímabilinu apríl 2001 – mars 2002 verði í heildina einungis 1%. Enn syrtir í álinn í Japan Sam- dráttur um 1,2% Tókýó. AFP. VÍSINDAMENN hafa skýrt frá því að leg hafi verið grætt í 26 ára konu á sjúkrahúsi í Sádi-Arabíu og mun þetta vera fyrsta legígræðslan í heiminum. Hefur þetta vakið vonir um að konur, sem geta ekki alið börn vegna skaddaðs móðurlífs, geti orðið mæður þegar fram líða stundir. Sér- fræðingar vara þó við of mik- illi bjartsýni og segja að þróa þurfi þessa tækni frekar. Konan gekkst undir ígræðsluna sex árum eftir að leg hennar var fjarlægt vegna lífshættulegrar blæðingar. Nýja legið kom úr 46 ára konu. Leg grætt í konu SLOBODAN Milosevic, fyrrver- andi forseti Júgóslavíu, hélt því í gær fram fyrir rétti í Haag að að- gerðir Serba í Kosovo 1998–1999 hefðu einungis beinst gegn alb- önskum hryðjuverkamönnum sem notið hefðu liðsinnis al-Qaeda sam- taka Osama bin Ladens. Lagði hann fram skjöl frá bandarísku al- ríkislögreglunni, FBI, sem hann sagði sýna og sanna að al-Qaeda hefði stutt við bak múslimskra skæruliða í Bosníu, Tsjetsjníu og Kosovo. Áður hafði Milosevic lent saman við eitt vitnanna fyrir alþjóða stríðsglæpadómstólnum og mátti hann þola ofanígjöf frá Richard May yfirdómara fyrir vikið. Brást Milosevic hinn versti við ákúrum dómarans. Milosevic gagnspurði í gær Kos- ovo-Albanann Sabit Kadriu, sem er kennari og hefur auk þess unnið að mannréttindamálum í Kosovo. Ka- driu hafði á fimmtudag rakið voða- verk Serba í Kosovo á árunum 1998–1999 en Milosevic einbeitti sér að því í gær að reyna að fá Kadriu til að viðurkenna að Serbar hefðu mátt þola mörg voðaverkin af höndum Albana. „Hefur þú vitn- eskju um það hversu margir íbúar Kosovo þurftu að yfirgefa héraðið af því að þeir máttu sæta ofsóknum Albana?,“ spurði Milosevic vitnið. „Veistu það eða veistu það ekki?“ Kadriu, sem eins og önnur alb- önsk vitni sneri sér allan tímann frá Milosevic til að þurfa ekki að horfast í augu við hann, kannaðist hins vegar ekkert við staðhæfingar Milosevics um morð á Serbum, nauðganir og rán, né heldur að ítrekað hefði verið kveikt í húsum þeirra og grafreitir þeirra vanhelg- aðir. „Þessar staðhæfingar eru aðeins til marks um frjótt ímyndunarafl þitt,“ sagði Kadriu við Milosevic. Hluti af bar- áttunni gegn al-Qaeda Haag. AFP. Slobodan Milosevic ræðir aðgerðir Serba í Kosovo FUNDIST hafa við Norðaust- ur-Grænland fjórar, áður óþekktar eyjar en þær geta skipt verulegu máli finnist gas eða olía á þessum slóðum. Að því er segir í Jyllands- Posten var það Johan Mohr, lektor við danska Tækniháskól- ann, sem fann eyjarnar er hann var að skoða gervihnattamynd- ir frá Norðaustur-Grænlandi. Eru þær í allmikilli fjarlægð frá ströndinni. Mikilvægur grunn- línupunktur Eyjarnar eru smáar og fara stundum að hluta undir sjó en geta verið mjög mikilvægur grunnlínupunktur finnist gas eða olía á hafsvæðinu milli Grænlands og Svalbarða. Um skiptingu þessa svæðis hafa Danir og Norðmenn lengi deilt. Skýringin á því, að eyjarnar skuli ekki hafa fundist fyrr, er sú, að fátítt er, að flugvélar fljúgi yfir þetta svæði, og yfir- leitt er það lokað skipum vegna mikils rek- og lagnaðaríss. Fjórar eyjar finn- ast við Grænland

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.