Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.03.2002, Blaðsíða 13
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MARS 2002 13 HJÚKRUNARHEIMILIÐ Eir fær ekki úthlutun úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra árið 2002 til byggingar hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi. Var bréf heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytisins þess efnis lagt fram á síðasta fundi bæjarstjórnar. Að sögn Sigurgeirs Sigurðsson- ar bæjarstjóra hefur þetta lítil áhrif á áform um byggingu hjúkr- unarheimilis við hlið Nesstofu. „Þetta kemur ekki á óvart enda höfðum við ekki gert ráð fyrir að leggja nema tvær milljónir í þetta í ár í hönnunarkostnað. Þegar við kynntum þessi plön okkar reikn- uðum við alltaf með því að það gætu liðið tvö, þrjú ár þangað við kæmumst á framkvæmdaáætlun eins og reynslan hefur verið ann- ars staðar.“ Hann segir ráðuneytið hafa bent bæjaryfirvöldum og fram- kvæmdaraðilum á að sækja um á næsta ári. „Í sameiningu munum við endurnýja þessa umsókn og að sjálfsögðu reyna að flýta fyrir eins og hægt er að þetta verði að veru- leika. Við bindum miklar vonir við að þetta komi á næstu áætlun. Ég hygg að fé í byggingasjóði aldr- aðra sé takmarkað og þeir séu að láta forgangsverkefni sitja fyrir sem er að stækka þau heimili sem fyrir eru.“ Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær er í skýrslu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um uppbyggingu öldrunarþjónustu 2002–2007 gert ráð fyrir að á næstu fimm árum verði komið á fót 30 hjúkrunarrýmum á Seltjarn- arnesi. Hins vegar hafa áætlanir um hjúkrunarheimilið við Nesstofu gert ráð fyrir að það verði 60 rúm. „Eir er framkvæmdaaðilinn hjá okkur og verður byggingaraðili þegar þar að kemur. Af þessum 60 rúmum ætlar Seltjarnarnesbær að eiga 30. Ég er að vísu ekki búinn að sjá skýrsluna en geri ráð fyrir að Eir færi þá í samvinnu við einhvern af verkalýðssjúkrahússjóðunum eða Reykjavíkurborg um hin 30 rúm- in,“ segir Sigurgeir. Í bókun Neslistans í bæjarstjórn segir að bréf heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytisins gefi tilefni til alvarlegra athugasemda við vinnubrögð meirihluta bæjar- stjórnar í málinu. Segir að rokið hafi verið í undirbúningsvinnu og um leið gefið í skyn að fram- kvæmdir gætu hafist fljótt. „Sú staðreynd lá alltaf fyrir að Seltjarnarnesbær væri ekki fram- arlega í forgangsröð bæjarfélaga þegar kemur að byggingu hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða. Fulltrúar Neslistans harma flumbrugang sjálfstæðismanna í þessu máli og harma sömuleiðis þá leynd sem þeir hafa beitt við vinnslu málsins.“ Leggja fulltrúar Neslistans áherslu á að áfram- haldandi vinna að málinu verði í fullu samráði við fulltrúa í nefnd- um og stjórn bæjarins og við bæj- arbúa. Sigurgeir hafnar því að um flumbrugang hafi verið að ræða af hálfu meirihlutans. „Ég held að það hafi aldrei verið betur und- irbúið mál hér. Meira að segja fylgdi umsókn- inni rekstraráætlun allt niður í starfsmannahald þannig að hún var mjög vel úr garði gerð.“ Fé ekki veitt til hjúkrunarheimilis Seltjarnarnes BÚIST er við að samþykki fyrir svæðisskipulagi höfuð- borgarsvæðisins liggi fyrir í viðkomandi sveitarfélögum um mánaðamótin. Lokatil- laga ásamt athugasemdum og svörum við þeim er nú til um- fjöllunar hjá bæjaryfirvöldum á svæðinu. Tæplega 1.400 manns skrifuðu undir athuga- semd þar sem lagst er gegn því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu 16. febr- úar síðastliðinn kom fram í máli Sigurðar Einarssonar, formanns samvinnunefndar um svæðisskipulag höfuð- borgarsvæðisins, að alls hafi borist 35 athugasemdir við skipulagið og þar af væru fjórtán sem lytu að framtíð- aráformum varðandi Reykja- víkurflugvöll. Aðspurður segir Sigurður að töluverður fjöldi einstak- linga hafi legið að baki þess- um fjórtán athugasemdum enda hafi í einu tilfelli verið um undirskriftalista að ræða þar sem lagst var gegn því að flugvöllurinn færi. Sam- kvæmt upplýsingum frá rit- ara borgarverkfræðings er um að ræða 1.369 nöfn ein- staklinga sem skrifuðu undir sama texta og bárust undir- skriftirnar á 117 blaðsíðum. Ein athugasemdin undirskriftarlaus „Við túlkum þetta þannig að aðeins sé um eina athuga- semd að ræða sem undir- skrifuð er af yfir þúsund manns því þetta er sami text- inn,“ segir Sigurður og bætir við að dæmi sé um hið öfuga því ein athugasemdin sem barst hafi ekki verið undir- skrifuð. „Hins vegar tókum við hana sem gilda athuga- semd og segjum reyndar frá því í texta að við höfum fjallað um þessa athugasemd þrátt fyrir að hún sé ekki undirrituð. Við vitum hvar hún á heima því hún er skrif- uð undir bréfhaus Betri byggðar.“ En er ekki villandi að tala um fjórtán athugasemdir sem varða flugvöllinn þegar fjöldi einstaklinga stendur að baki þeim? „Það er kannski hægt að segja það en það er ekki verið að fela eitt né neitt í þessu því þarna er einfaldlega ein at- hugasemd sem svona margir standa á bak við,“ segir Sig- urður. „Ég harma það ef eitt- hvað hefur mistúlkast – auð- vitað hefðum við átt að segja að þarna væru á bak við margar undirskriftir en við erum ekki í neinum feluleik.“ Að sögn Sigurðar er staða svæðisskipulagsins sú að sveitarfélögin hafa fengið svör nefndarinnar við athuga- semdum ásamt lokatillögu til umfjöllunar. Um mánaðamót rennur svo út sex vikna frest- ur sem þau hafa til að gera athugasemdir. Hafi þau sam- þykkt skipulagið eða látið hjá líða að gera athugasemdir fyrir þann tíma er litið svo á að þau séu samþykk skipu- laginu. Í framhaldinu verður það svo sent til Skipulags- stofnunar og umhverfisráð- herra til staðfestingar. Tæplega 1.400 lögðust gegn flutningi flugvallarins Vatnsmýri Búist við samþykki sveitarfélaganna um mánaðamót vegna svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins FYRSTU íbúðir Búmanna í Reykjavík voru afhentar í gær en þær eru við Presta- stíg í Grafarholti. Íbúðirnar eru 16 talsins en samtals verða byggðar 80 íbúðir á lóðinni. Búmenn eru húsnæðis- samvinnufélag sem einbeitir sér að byggingum fyrir eldra fólk. Segir í fréttatilkynn- ingu að áhersla sé lögð á að íbúðir félagsins henti þessum aldurshópi með tilliti til stærðar íbúðar og lóðar. Eru íbúðir félagsins í raðhúsum, parhúsum og fjölbýli. Með nýju íbúðunum í Grafarholti hafa Búmenn tekið 106 íbúð- ir í notkun í sjö sveitar- félögum en þau eru Akur- eyri, Bessastaðahreppur, Garður, Höfn, Kópavogur, Sandgerði og nú einnig í Reykjavík. Það var Guðrún Jóns- dóttir, arkitekt og formaður stjórnar Búmanna, sem af- henti íbúðirnar. Verða næstu 16 íbúðir í Grafarholtinu af- hentar í maí næstkomandi. Morgunblaðið/Jim Smart Páll Pétursson félagsmálaráðherra var meðal þeirra sem voru viðstaddir afhendinguna. Búmenn afhenda íbúðir við Prestastíg Grafarholt ið tæknina í sínar hendur og ekur um á stóreflis ryksugu sem gleypir í sig sóðaskapinn. Ruslaætan atarna er ekki par matvönd heldur kjamsar gráðug á pappír, sælgætis- umbúðum og öðru drasli. ÞEGAR snjóa leysir og sólin tekur að verma borgarbúa er vorið á næsta leiti og tími til kominn að hreinsa til eftir vet- urinn. Þessi maður hefur tek- Morgunblaðið/Kristinn Vetrarruslið ryksugað Sæbraut ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, og Lárus L. Blöndal, formaður Ungmennafélagsins Stjörn- unnar, undirrituðu sl. föstudag samning um framkvæmd barna- og unglingastarfs Stjörnunnar. Samningurinn er til þriggja ára og tryggir félaginu mán- aðarlegar greiðslur til rekstrar barna- og unglingastarfs, alls tæplega 16 millljónir á samn- ingstímabilinu. Í fréttatilkynn- ingu frá Garðabæ segir að markmiðið með samningnum sé að rekið verði fjölbreytt barna- og unglingastarf þar sem mið eru tekin af stefnu ÍSÍ í þeim efnum. Með samn- ingnum skuldbindur félagið sig m.a. til að leggja sérstaka áherslu á að fjölga iðkendum, efla félagslegan þátt íþrótta- starfsins og auka menntun leiðbeinenda. Jafnframt á fé- lagið að veita bæjarbúum upp- lýsingar um starfsemi félags- ins reglulega og hafa samvinnu við íþrótta- og tóm- stundaráð Garðabæjar um stefnumörkun í íþróttastarfi. Lárus L. Blöndal, formaður Stjörnunnar, og Ásdís Halla Bragadóttir bæjarstjóri skrifa undir samninginn á föstu- dag. Standandi fyrir aftan þau eru Sigurður Guðmundsson og Laufey Jóhannsdóttir. Samningur við Stjörn- una undirritaður Garðabær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.