Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Klapparstíg 40, sími 552 7977. Handmálaðir grískir íkonar Falleg fermingargjöf meistar inn. is GULL ER GJÖFIN ÞÆTTIRNIR Sönn íslensk sakamál hafa komið íslenskum sjónvarpsáhorfendum í beina snertingu við gruggug og ljót glæpamál. Aldrei fyrr hafa fjöl- miðlar leitt jafnvel í ljós hvað er raunverulega á seyði, jafnopinskátt og skilmerkilega. Best hefur tekist til í lokaþættinum, Stóra fíkniefna- málið, hrikalegt smyglmál þar sem kom við sögu fjöldi manna í mörg- um löndum og fjárhæðirnar sem yfirvöld gerðu upptækar skiptu tugum milljóna. Málið fór í gang árið 1999 og stóð rannsókn yfir í marga mánuði. Kvikmyndagerðamennirnir kort- leggja atburðarásina af mikilli ná- kvæmni svo við blasir allt sem máli skiptir. Innkaupin, útvegun efnis- ins á erlendri grund. Úthugsaðar innflutningsleiðir sem voru ótrú- lega vel skipulagðar, enda fíkni- efnasmyglararnir menn sem störf- uðu á vegum skipafélags í milli- landaflutningum, heima og er- lendis. Þá fáum við einnig ágæta innsýn í heim sölumanna dauðans í okkar eigin borg, fjármögnunar- og söluaðferðir. Kynntir til sögunnar þeir vafasömu karakterar sem standa á bak við skipulagða glæpa- starfsemi hérlendis. Stóra fíkni- efnamálið var tímamótamál hvað snerti að það var eitt fyrsta sinnar tegundar sem leiddi í ljós hérlent peningaþvætti í stórum stíl. Þá fáum við ekki síður forvitni- lega innsýn í vinnuaðferðir rann- sóknarlögreglunnar. Herbergið Hótel Helvíti, hleranir, eftirfarir og fleiri bráðnauðsynlegar undir- stöðuaðgerðir sem virka nánast reyfarakenndar. Svona er Ísland í dag, en til þessa hefur ekki verið farið ámóta vandvirknislega og uppfræðandi ofan í kjölinn á mál- unum í fjölmiðlaflórunni. Með harðfylgni og útsjónarsemi og rétt- um ákvörðunum á örlagastundum tókst rannsóknar- og fíkniefnalög- reglunni að grípa í taumana hjá hinum íslensku sölumönnum dauð- ans og hægja á innstreymi eiturs- ins um sinn. Allir aðstandendur þessa þáttar eiga miklar þakkir skyldar fyrir fagmannlega og skýra umfjöllun og yfirvöld að leyfa al- menningi að fá nasasjón af þeim vanda sem lögreglan glímir dag- lega við, árið um kring. Baráttuna við verstu vá samtímans, eiturlyfin. Morðið á bensínstöðinni við Stóragerði í apríl 1990, þar sem tveir ógæfumenn og forfallnir eit- urlyfjaneytendur myrtu á hroða- legan hátt blásaklausan, miðaldra fjölskylduföður, gleymist flestum seint. Blóðpeningunum var síðan eytt af köldu blóði í eitur og mun- aðarvörur uns morðingjarnir voru gómaðir skömmu síðar. Málið er minnisstætt sökum hversu miskunnarlaust og hrotta- legt það var. Allt í einu var undir- heimalýður Reykjavíkur búinn að sanna sig að því að vera jafnóhugn- anlegur og samviskulaus og slíkt ólánsfólk erlendra milljónaborga. Á síðustu 10 árum hefur manndráp- um, þar sem eiturætur koma við sögu, fjölgað voveiflega, að almenn- ingur fer að hætta að kippa sér upp við þau. Það er hræðileg þróun. Engu að síður kom manni á óvart, í ljósi þess hversu skammt er liðið frá því að bensínafgreiðslumaður- inn og heimilisfaðirinn var myrtur, hversu þessi voðaverknaður var margtugginn og tíundaður. Þar virtist farið yfir velsæmismörkin og virkaði ónærgætnislegt gagn- vart fjölskyldu hins myrta. Sölumenn dauðans og fórnarlömbin SJÓNVARPSMYND Ríkissjónvarpið Dagskrárgerð og leikstjóri: Sævar Guð- mundsson. Framleiðandi: Björn Br. Björnsson. Þulur: Sigursteinn Másson. Handrit: Sveinn Helgason. Kvikmynda- taka: Sævar Guðpmundsson, Bjarni Hedtoft Reynisson. Tónlist: Máni Svav- arsson. Samsetning: Samúel Bjarki Pét- ursson. Framkvæmdastjórn: Haraldur Örn Gunnarsson. Aðalleikendur: Haukur Örn Hauksson, Sigurður Snævar Eg- ilsson, Davíð Jensson, ofl. 35 mín. Ís- lensk heimildarmynd. Hugsjón. Sjón- varpið í mars. 2002. STÓRA FÍKNIEFNAMÁLIÐ Sæbjörn Valdimarsson Dagskrárgerð og leikstjórn: Sævar Guð- mundsson. Handrit: Ragnhildur Sverr- isdóttir. Aðalleikendur: Hallgrímur Odds- son, Ísleifur Jónsson, ofl. Hugsjón. Sjónvarpið 2002. STÓRAGERÐISRÁNIÐ FJÓRTÁN nemendur frá níu skólum fluttu utanbókar ljóð eftir þekkta franska höfunda í samkeppni í flutningi ljóða á frönsku sem Félag frönsku- kennara á Íslandi ásamt franska sendiráðinu stendur að. Tvö fyrstu verðlaun voru Frakklandsferðir og féllu þau í skaut Alexöndru Kjeld úr Menntaskólanum í Reykjavík, sem mun fara á tónlistarhátíð- ina í La Rochelle í júlí nk., og Sólrúnu Hafþórsdóttur úr Menntaskólanum við Hamra- hlíð, sem hlaut ferð á leiklist- arhátíðina í Avignon á sama tíma. Auk þess fengu þær í verðlaun franskar orðabækur. Í 3.-5. sæti voru Gyða Sigfinns- dóttir og Sölvi Úlfsson úr Fjöl- brautaskóla Suðurlands og Hildur Björk Pálsdóttir úr Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og fengu þau einnig bóka- gjafir. Að auki fengu allir þátt- takendur bækur eftir Viktor Hugo en 200 ára afmælis hans er minnst í ár. Hlutskörp- ust í flutn- ingi franskra ljóða ALINA Dubik mezzósópran heldur tónleika ásamt Gerrit Schuil píanó- leikara á Sunnudags-matinée í tón- listarhúsinu Ými kl. 16 í dag. Á efnis- skrá eru verk eftir Brahms, íslensk lög og sönglög eftir Sergei Rachm- aninov. „Þetta verður fjölbreytt dagskrá og skemmtileg,“ segir Gerrit Schuil. „Við byrjum á trúarlegum nótum, og flytjum hið fallega lag „Vier ernste Gesänge“ eftir Brahms. Okkur fannst mjög við hæfi að hafa trúarlegt verk á efnisskránni, þar sem tónleikarnir eru haldnir á pálmasunnudag. En síð- an fengum við þá hugmynd að flytja eitthvað af íslenskum verkum, sem er dálítið skemmtilegt vegna þess að við komum bæði annars staðar frá, þ.e. ég frá Hollandi og Alina frá Póllandi. Við flytjum tvö íslensk þjóðlög, þ.e. „Hættu að gráta hringaná“ og „Sofðu unga ástin mín“ sem ég hef útsett sér- staklega. Þá flytjum við lög eftir Sig- valda Kaldalóns, Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson og Pál Ísólfsson.“ Þau Alina Dubik og Gerrit Schuil eiga nokkurt samstarf að baki, og segist Gerrit sjaldnast láta það tæki- færi ónýtt að flytja rússneska tónlist með Alinu, þar sem hún tali málið reiprennandi. „Við ætlum að flytja sönglög eftir Rachmaninov, sem verð- ur áreiðanlega mjög skemmtilegt, enda er Alina líklega eina söngkonan á landinu sem getur sungið þau á frummálinu.“ Gerrit segir að í raun greinist tón- leikadagskráin í þrjá jafna hluta, sem eru Brahms-hlutinn, íslenski hlutinn og Rachmaninov-hlutinn og taki hver um sig í kringum 25 mínútur í flutn- ingi. „Við hlökkum ákaflega mikið til að flytja þessa dagskrá, hún er ákaf- lega falleg og vonum við að sem flestir komi til að hlusta á okkur,“ segir Gerrit að lokum. Blönduð söngdagskrá á Sunnudags-matinée Morgunblaðið/Ásdís Lög Brahms, Sigvalda Kaldalóns og Rachmaninovs eru meðal þess sem Alina Dubik og Gerrit Schuil munu flytja á Sunnudags-matinée í Ými. LEIÐSÖGUMENN í „Óvissuferð í óperuna“ á hádeginu á þriðjudag verða tenor og baritón og píanó- leikari. Það eru þeir Jóhann Frið- geir Valdimarsson, Ólafur Kjart- an Sigurðarson og Jónas Ingimundarson sem leiða tón- leikagesti á hádegistónleikum Ís- lensku óperunnar um undraheima sönglistarinnar. Jóhann Friðgeir þvertekur þó fyrir að það verði nokkur óvissa á ferðum, tónleik- arnir gætu allt eins heitið síðasta lag fyrir fréttir. Og þegar því hefur verið ljóstrað upp vakna nú sjálfsagt grunsemdir um það hjá einhverjum að vörðurnar í ferð- inni séu íslensk sönglög. Og það reynist rétt. „Við verðum bara með íslensk sönglög. Ég syng Gígjuna eftir Sigfús Einarsson, þrjú lög eftir Sigvalda Kaldalóns, Bikarinn eft- ir Eyþór Stefánsson. Ólafur Kjartan syngur þrjú lög eftir Karl O. Runólfsson, tvö lög við ljóð eftir Þórarin Eldjárn. Annað þeirra, Hringhendur prinsins er eftir Sigurð Rúnar Jónsson og hitt, Heimskringla eftir Jóhann G. Jóhannsson. Hann syngur líka Í dag eftir Sigfús Halldórsson. Saman syngjum við tvo dúetta úr lagaflokki Jóns Laxdals um Gunnar á Hlíðarenda og Njál. Þessi tvö lög þekkti ég ekki neitt, en það er mjög gaman að syngja þau. Guðmundur Jónsson og Þor- steinn Hannesson sungu þau á sínum tíma, en þau heyrast sjald- an í dag.“ Hádegistónleikarnir á þriðju- dag eru þeir síðustu í vor- tónleikasyrpu Óperunnar. Jóhann Friðgeir, sem er reyndar einn af nýráðnum söngvurum við Ís- lensku óperuna segir að tónleika- röðin hafi gengið afskaplega vel og að fólki hafi þótt gott að geta sótt tónleika í hádeginu. „Þeir eru ekki nema hálftíma langir og henta vel þeim sem vilja gera eitthvað menningarlegt í mat- artímanum. Það er þó rétt að benda fólki á að mæta tímanlega, tónleikarnir hefjast kl. 12.15.“ Gunnar og Njáll á hádegis- tónleikum Morgunblaðið/Golli Gunnar og Njáll innsigla vináttuna. Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.