Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 24.03.2002, Blaðsíða 52
DAGBÓK 52 SUNNUDAGUR 24. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag er Waldtraut B vænt- anlegt og á morgun fer Vigri RE út. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag eru Karelia og Sevriba 2 væntanleg og á morgun eru Wald Troud B og Brúarfoss væntanleg. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl 9 vinnustofa og leikfimi, kl 13 vinnu- stofa, kl 14 spilavist. Sigvaldi verður með dans kl. 11. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 opin handavinnu- stofan, kl. 10.15 leik- fimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30–16.30 opin smíða- stofan/útskurður, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist. Allar upplýs- ingar í síma 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10–17 fóta- aðgerð, kl. 10 samveru- stund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Félags- starfið í Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtu- dögum kl. 13–16.30, spil og föndur. Les- klúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kór- æfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mosfellsbæ, á Hlað- hömrum fimmtudaga kl. 17–19. Púttkennsla í íþróttahúsinu kl. 11 á sunnudögum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlits- snyrtingu, hárgreiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan, Gullsmára 9, er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 versl- unin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun og hárgreiðslu- stofan opin. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Þriðjudaginn 26. mars er spilað í Holtsbúð kl. 13.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un, mánudag, félagsvist kl. 13.30 og púttæfing- ar í Bæjarútgerð kl. 10–11.30. Þriðjudagur: Brids. Nýir spilarar velkomnir. Saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30. Spænskukennsla kl. 16.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10–13. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnudagur: Félagsvist fellur niður. Dansleikur kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Leikfélagið Snúður og Snælda sýnir í Ásgarði í Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara, söng- og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“, minningar frá árum síldarævintýranna, og „Fugl í búri,“ drama- tískan gamanleik. Næsta sýning miðviku- daginn 27. mars kl. 14. Ath. á morgun, sunnu- dag, fellur sýningin niður. Sýningum fer fækkandi. Miða- pantanir í síma 588- 2111 og 568-9082. Mánudagur: Brids kl. 13. Þriðjudagur: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Ásgarði kl. 10. Sparidagar á Örkinni 14.–19. apríl, skráning á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Ath. sunnu- dagana 24. og 31 mars er lokað. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag myndlistarsýning Braga Þórs Guðjóns- sonar, opið frá kl. 13– 16. Listamaðurinn er á staðnum. Veitingar í veitingabúð. Á morgun, mánudag, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 15.30 dans hjá Sig- valda. Veitingar í veit- ingabúð. Félagsstarfið er opið mánud., þriðjud. og miðvikudag í næstu viku. Fjöl- breytt dagskrá. Veit- ingar í veitingabúð. All- ar uppl. um starfsemina á staðnum og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun kl. 9 handa- vinna, kl. 9.30 gler- og postulínsmálun, kl.11 hæg leikfimi, kl. 13 lomber og skák, kl. 17.15 kórinn. kl. 20 skapandi skrif. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 vefnaður, kl. 9.05 leikfimi, kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Nýjung í Gull- smára. Félagsvist verð- ur spiluð þriðjudaginn 26. mars kl. 13. Jó- hanna Arnórsdóttir stjórnar. Allir velkomn- ir. Hraunbær 105. Á morgun kl. 9 perlu- saumur, postulínsmálun og kortagerð, kl. 10 bænastund, kl. 13 hár- greiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 10 boccia, kl. 13 frjáls spila- mennska, kl. 13.30 gönguferð. Fótaaðgerð, hársnyrting. Norðurbrún 1. Á morg- un kl. 10 ganga, kl. 9 fótaaðgerð. Félags- starfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13 kór- æfing. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, búta- saumur og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerðir og sund, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla, leikfimi og spilað. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Bridsdeild FEBK í Gullsmára. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. ITC-deildin Melkorka heldur fund mánudag- inn 25. mars kl. 19 í Borgartúni 22, 3. hæð. Samskipti, sjálfstraust, skemmtun, skipulag, stjórnun. Stef fund- arins er: Hvað ungur nemur, gamall temur. Fundurinn er öllum op- inn. Ath. breyttan fundartíma. Nánari uppl. veitir Jóhanna Björnsdótir í síma 553- 1762, netfang: hann- ab@isl.is Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju. Páska- eggjabingó á vegum safnaðarfélags Graf- arvogskirkju verður haldið í safnaðarsal Grafarvogskirkju mánudaginn 25. mars. Vinningar eru sem fyrr páskaegg af mörgum stærðum. Verð á bingó- spjöldum er 200 kr. Allir velkomnir. Stjórn- in. Minningarspjöld Landssamtökin Þroskahjálp. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækninga- deildar Landspítalans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minn- ingargjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Hrafnkelssjóður (stofn- að 1931) minningarkort afgreidd í símum 551- 4156 og 864-0427. Í dag er sunnudagur 24. mars, 84. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Deiglan er fyrir silfrið og bræðslu- ofninn fyrir gullið, en Drottinn prófar hjörtun. (Orðskv. 17, 3.) Víkverji skrifar... SPURNINGAÞÁTTURINNGettu betur lauk göngu sinni að þessu sinni í Sjónvarpinu á föstu- dagskvöldið, með sigri Menntaskól- ans í Reykjavík og er þetta tíunda árið í röð sem MR-ingar fagna sigri! Afrek MR-inga er einstaklega glæsilegt og greinilegt að þar á bæ er mikill metnaður til að halda áfram á sigurbraut. Lið Menntaskólans í Reykjavík skipa að þessu sinni Atli Freyr Steinþórsson, 4.C, Oddur Ástráðs- son, 4.Y og Snæbjörn Guðmundsson, 4.A. Liðsstjóri er Helgi Hrafn Guð- mundsson, 4.C. Þessar upplýsingar er að finna á heimasíðu MR á Net- inu. Á heimasíðu MR segir einnig: „Æfingakeppnir eru fastur liður í undirbúningi spurningaliðsins fyrir keppni í Gettu betur. Til að mynda fóru þrjár æfingakeppnir fram í jan- úarmánuði. Var þá keppt við lið Flensborgarskólans í Hafnarfirði og vannst sigur í sérhverri viðureign. Æfingar eru haldnar oftar en viku- lega á veturna og allt að sex sinnum í viku meðan á keppni stendur. Forpróf er haldið hvert ár. Niður- stöður þess eru hafðar til hliðsjónar þegar meðlimir spurningaliðsins eru valdir. Meðlimir spurningaliðsins sjá einnig um Ratatosk sem er spurn- ingakeppni milli bekkja.“ x x x SIGURLIÐ MR í fyrra var skipaðHjalta Snæ Ægissyni miðju- manni, Svani Péturssyni og Sverri Teitssyni. Liðsstjórar þá voru Oddur Ástráðsson og Snæbjörn Guðmunds- son, tveir þeirra sem skipa sigurliðið í ár. Skemmtilegt hvernig hópurinn endurnýjast þannig ár frá ári. x x x SPURNINGAKEPPNI semGettu betur er stórfínt sjón- varpsefni að mati Víkverja. Spennan gjarnan mikil og áhugavert að sjá og heyra hversu vel að sér hinir ungu menntaskólanemar eru. Oft virðist það með hreinum ólíkindum hvað þeir vita. Annar spurningaþáttur, Viltu vinna milljón, er í miklu uppáhaldi á heimili Víkverja. Varla líður svo það sunnudagskvöld að fjölskyldan setj- ist ekki saman og fylgist með Þor- steini J. spyrja gesti sína spjörunum úr á Stöð 2. Þorsteinn er líka eins og fæddur í spyrilsstarfið. x x x ÞAÐ er Austfirðingum talsvertáfall að Norsk Hydro skuli ekki treysta sér til að standa við það að taka ákvörðun 1. september um hvort af því verður að þeir taki þátt í að reisa og reka álver á Reyðarfirði. Fólk austur þar, a.m.k. sumir, geta engu að síður brosað að þeirri löngu bið eftir álveri sem orðin er stað- reynd. Einn þeirra sendi Víkverja þennan brandara í vikunni: „Maður hittir ungan dreng á förn- um vegi austur á fjörðum og spyr; hvað ætlar þú að gera þegar þú verð- ur stór? – Bíða eftir álveri eins og afi, svar- ar þá litli drengurinn!“ Þetta kallar Víkverji húmor í lagi. Beiðni um endursýningu Í MORGUNBLAÐINU föstudaginn 15. mars sl. eru viðraðar hugmyndir íbúa Þingholtanna um gerð þriggja torga. Fyrir þá sem ekki sáu þessa umfjöllun gengur hún út á að byggja upp þrjú torg þar sem íbú- ar svæðisins geta hist með eða án barna sinna, sest niður og haft það notalegt. Sjálfri finnst mér hug- myndin frábær og vona að úr framkvæmdum verði, þó svo að ég sé ekki íbúi þessa svæðis. Í Ríkissjónvarpinu var fyrir allnokkru sýnd dönsk heimildamynd um skipulag svæða, Livet mellem hus- ene, og hét á íslensku Borg- arlíf. Sú mynd vakti upp hjá mér svipaðar kenndir og þessi hugmynd Evu Maríu Jónsdóttur um torgin, þ.e. hversu mannlífið skiptir miklu máli í lífi borgarbúa. Í myndinni kemur glögg- lega fram munurinn á mannvænum arkitektúr sem leiðir af sér iðandi líf og köldum glæsilegum svæðum sem fáir njóta sín að ganga um eða hafa löng- un til að setjast niður á. Myndin sýnir mismun- andi tísku í arkitektúr á Norðurlöndunum og þar með talið á Íslandi. Einnig kemur fram hvaða áhrif mismunandi arkitektúr hefur á veðráttu, t.d. hvern- ig vindsveipar geta skapast í kringum háhýsi og hvers vegna nánast hitabeltis- loftslag er í Dragør, útjaðri Kaupmannahafnar. Í myndinni er útskýrt á skilj- anlegan hátt af hverju sum svæði verða vinsælli en önnur, sem stafar meðal annars af því, að þar sem fólk sest niður verður það að geta horft á mannlífið eða fjölbreytt umhverfi. Dæmi um slíkan vel heppn- aðan stað á Íslandi (en ekki var rætt um í myndinni) er til dæmis Laugardalsgarð- urinn. Nánast alltaf þegar vel viðrar er iðandi mannlíf í kringum tjörnina, ís- lensku blómaflóruna og vatnslistaverkið. Í myndinni er einnig fjallað um af hverju fólk nýtur þess að ganga um sum hverfi en ekki önnur. Eftir að hafa horft á þessa mynd finnst manni til dæm- is eðlilegt að sú tenging sem yrði frá Öskjuhlíð, Tjörninni og fleiri svæðum við Nauthólsvíkina – ef út í byggingu á flugvallarsvæð- inu yrði farið – væri þannig úr garði gerð að fólk nyti þess að ganga þessa leið. Til þess þurfa ákveðnar forsendur að vera fyrir hendi, eins og lágar bygg- ingar eða a.m.k. fallegar og fjölbreytilegar framhliðar hærri húsa, að vindstreng- ur liggi ekki eftir endi- langri götunni o.s.frv. Það væri vel til fundið hjá Ríkisútvarpinu að end- ursýna þessa mynd, ekki síst með tilliti til allrar þeirrar umræðu sem fram hefur farið um skipulag svæða, byggingu háhýsa og brottflutning flugvallarins. Hildur. Tapað/fundið Gullhringur tapaðist GULLHRINGUR með 3 rauðum steinum tapaðist fyrir skömmu í Reykjavík eða Kópavogi. Hringurinn var smíðaður úr gömlum gullhringjum og hefur því persónulegt verðmæti. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Sigríði í síma 861 2699 eða 565 5907. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT: 1 sundfuglar, 8 innt eftir, 9 kyrra, 10 dveljast, 11 mannsnafn, 13 eru ólatir við, 15 vatnagangs, 18 gæði, 21 guð, 22 gana, 23 vesælum, 24 örlagagyðja. LÓÐRÉTT: 2 Ásynja, 3 skipar fyrir, 4 reiðan, 5 ilmur, 6 æsa, 7 bera illan hug til, 12 hagnað, 14 bókstafur, 15 bjálfi, 16 markleysa, 17 trébala, 18 alda, 19 snák- ur, 20 nokkur hluti. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 fenna, 4 þarft, 7 jötna, 8 álfar, 9 nær, 11 taut, 13 bali, 14 rykki, 15 edrú, 17 koll, 20 hné, 22 dafna, 23 túðan, 24 runan, 25 ræður. Lóðrétt: 1 fljót, 2 nýttu, 3 aðan, 4 þrár, 5 rifta, 6 torgi, 10 æskan, 12 trú, 13 bik, 15 eldur, 16 rifan, 18 orðað, 19 lin- ur, 20 hann, 21 étur. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 HVERNIG stendur á því að leiðsögumenn gerast bílstjórar samtímis? Telst þetta ekki vera hættulegt? Þarna er fólk með hugann við tvennt í einu og stofn- ar öðrum í hættu. Það er nú ekki eins og þeir séu bara að hugsa um sjálfa sig. Hver man ekki eftir skilti sem hefur hangið við sæti strætisvagnastjóra í áraraðir þar sem bannað er að tala við bílstjóra í akstri? Af hverju halda menn að þessi skilti hafa verið sett upp? Er ekki kominn tíma til að gera eitthvað í þessu máli? Það mætti hugsa út í það sem Chuck Hurley, talsmaður bandarísku ör- yggissamtakanna Itasca), sagði eitt sinn: Að það sé ekki spurningin um hvar hendurnar séu heldur hvar hugurinn sé. Menn hljóta að átta sig á þessari merkingu. Það eru ekki einu sinni til reglugerðir fyrir þessa starfsstétt. Menn eru akandi um í stórum bílum fullum af fólki og segja frá á sama tíma hvað fyrir augu ber og þess háttar. Það ætti allavega að setja ákveðna tölu á farþegafjölda fyrir þessa starfsgrein og hafa hana ekki hærri en 8. Það skiptir ekki máli þótt um sé að ræða handfrjálsan búnað í bílnum, hugurinn er áfram við tvennt í einu. Og svo er alltaf sú hætta fyrir hendi að hóparnir verði stærri og stærri þannig að þá verður þetta eins og með svo margt annað að ekkert er gert í málinu fyrr en slys hlýst af. Það er mikil ábyrgð að vera bílstjóri almennt hvað þá ef menn gerast leiðsögumenn á sama tíma. F.h. stjórnar hóp- ferðaleyfishafa, Bjarni Björnsson. Leiðsögumaður – bílstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.