Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ RÁÐAMENN fjármálafyrirtækis- ins Andersen reyna nú í örvæntingu að bjarga því frá gjaldþroti og hefur Paul Volcker, fyrrverandi seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, verið fenginn til að stýra endurskipulagn- ingu á endurskoðunardeild Arthur Andersen og gera á henni umbætur. Aðalframkvæmdastjóri Arthur And- ersen, Joseph Berardino, sagði af sér á þriðjudag. Andersen er eitt af stærstu fyr- irtækjum á sínu sviði í heiminum og það annaðist endurskoðun fyrir bandaríska orkufyrirtækið Enron sem sakað er um að hafa hagrætt ýmsum staðreyndum til að blekkja hluthafa, lánastofnanir og starfs- menn. Hrun Enron hefur valdið ímynd Andersen svo miklum vanda að heimildarmenn telja ósennilegt að hægt verði að bjarga því en rætt er um að starfsemi þess utan Bandaríkjanna verði sameinuð keppinautum. Er rætt um að KPMG taki yfir viðskiptin í Hong Kong. Um 85.000 manns vinna hjá Andersen í alls 84 löndum. Fjöldi stórfyrirtækja hefur hætt viðskiptum við Andersen til að koma í veg fyrir að almenningur bendli þau við vafasamar aðferðir. Tvö bættust í hópinn á mánudag, orkusamsteypan Calpine og raf- eindatæknifyrirtækið Cadence De- sign Systems. Enron-málið hefur valdið miklum umræðum vestra um starfsreglur endurskoðunarfyrir- tækja sem oft eru umsvifamikil á öðrum sviðum fjármála. Er einkum gagnrýnt að ekki sé skilið með traustum hætti á milli annars vegar endurskoðunardeilda og hins vegar deilda sem sjá um fjárfestingaráð- gjöf. Berardino, sem er 52 ár gamall og hefur unnið hjá Andersen í 30 ár, sagði í yfirlýsingu að hann hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef hann héldi áfram störfum myndi það skaða tilraunir Volckers. Er Berardino ræddi við CNN- sjónvarpsstöðina viðurkenndi hann að Andersen gæti orðið gjaldþrota, vandinn væri mikill. Enron hefði lent í erfiðleikum og Andersen hefði tengst því en nú væri verið að reyna að ráða bót á vandanum. „Við höfum reynt það með því að tala opinskátt um endurbætur, hvernig endur- skoðendur geti lagað aðferðir sínar en fólk virðist einfaldlega ekki hlusta eða taka okkur alvarlega,“ sagði Berardino. Volcker á að reyna að bjarga Andersen Berardino aðal- framkvæmda- stjóri segir starfi sínu lausu Chicago, Washington. AP, AFP. STERKIR eftirskjálftar skóku jarðskjálftasvæðin í Norður- Afganistan í gær og komu af stað skriðum sem heftu för bílalesta með hjálpargögn fyrir mörg þúsund manns sem létu fyrirberast undir berum himni við rústir heimila sinna. Bær- inn Nahrin jafnaðist að mestu við jörðu í hörðum skjálfta sem reið yfir á mánudaginn var. Hamid Karzai, bráðabirgða- forsætisráðherra Afganistans, sagði í gær að um eitt þúsund manns hefðu farist í skjálft- anum, en starfsmenn hjálp- arstofnana Sameinuðu þjóð- anna sögðu að talan væri að líkindum innan við 800. Fyrstu fregnir, er bárust frá skjálfta- svæðunum á þriðjudaginn, hermdu að tvö þúsund manns að minnsta kosti hefðu farist. Jarðskjálftarnir í Afganistan Þúsundir undir ber- um himni Nahrin í Afganistan. AP. Paresa, sem er átta ára, meiddi sig á höfðinu þegar jarðskjálftinn reið yfir á mánudaginn. Í gær var hún með föður sínum að bjarga því sem bjargað varð úr rústum heimilis þeirra í Nahrin. Bærinn jafnaðist að mestu við jörðu í jarðskjálftanum. Sprunga sem myndaðist í jörðina í Nahrin í jarð- skjálftanum sem skók N-Afganistan á mánudag. AP Loftmynd frá bænum Nahrin í gær, þar sem eyðileggingin af völdum jarðskjálftans á mánudaginn blasir við. STÖÐUGAR umræður eru nú innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum um það heit sem kaþólskir prestar hafa þurft að gefa um skírlífi. Telja sumir í kjölfar ítrekaðra frétta af kyn- ferðismisnotkun kaþólskra presta á sóknarbörnum sínum að kom- inn sé tími til að heimila prestum að ganga í hjónaband. Roger M. Mahony, kardínáli í Los Angeles, varð á mánudag fyrstur bandarískra kardínála til að lýsa því yfir að eðlilegt væri að ræða opinskátt um þann möguleika að heimila kaþólskum prestum að ganga í hjónaband. Vöktu ummæli hans, sem án efa munu berast Páfagarði til eyrna, eftirtekt enda eru þau í beinni andstöðu við þá yfirlýsingu Jó- hannesar Páls páfa að umræður um skírlífiskröfuna séu ekki á dagskrá. Ekki eru nema tvær vikur síð- an málgagn kaþólsku kirkjunnar í Boston kallaði skírlífi presta málefni sem ekki væri hægt að sópa undir teppið. Er fullyrt að flestir kaþólikka í Bandaríkjunum, sem eru 62 milljónir manna, séu mótfallnir því að prestum sé bannað að ganga í hjónaband. Skírlífi presta er ekki óbreyt- anleg trúarkenning heldur gömul regla sem tengist þeim aga sem talið var rétt að prestar beittu sig. Nánast útilokað er þó talið að kaþólska kirkjan endurskoði afstöðu sína á meðan Jóhannes Páll II er páfi. Margir telja hins vegar vel hugsanlegt að arftaki hans muni hafa frjálslyndari skoðanir í þessum efnum, og að hugsanlegt sé að málefnið verði tekið á dagskrá að honum gengn- um. Kaþólska kirkjan í Bandaríkjunum Efast um kröfuna um skírlífi presta Los Angeles Times.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.