Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 43

Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 43
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 43 Eilífsdalur í Kjós Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Er með til sölu þetta gullfallega 45 fm sumarhús auk 20 fm svefnlofts. Húsið er á frábærum stað í Kjós. 70 fm verönd er í kringum húsið. Vatn og rafmagn til staðar. 30 mín. akstur frá bænum. Skipti koma til greina. Verð 4,9 millj. Nánari upplýsingar næstu daga veitir Elís í s. 868 0490. Um leið og við óskum landsmönnum gleðilegra páska bendum við á okkar frábæru heimasíðu www.holl.is. Þar er að finna allar þær eignir sem við höfum á söluskrá. Fjöldi mynda af hverri eign. Settu þig í stellingar og kíktu á síðuna. Einfaldara getur það varla orðið. Með kveðju frá starfsfólki Hóls. FÉLAG FASTEIGNASALA Alltaf rífandi sala! ELÍAS BERGLIND KJARTAN JÓHANN REYNIR FRANZ ÁGÚST PÁLL AFMÆLISFUNDUR AA-samtak- anna verður haldinn að venju föstu- daginn langa, 29. mars, kl. 20.30 (húsið opnað kl. 19.30) í Laugardals- höllinni og eru allir velkomnir. Þar tala nokkrir AA-félagar og gestur frá Al-Anon-samtökunum, sem eru samtök aðstandenda alkó- hólista. Kaffiveitingar verða að fundi loknum. AA-samtökin á Íslandi voru stofn- uð föstudaginn langa 1954, eða fyrir 48 árum. Síðan hefur þessi dagur verið há- tíðar- og afmælisdagur samtakanna, alveg sama hvaða mánaðardag hann ber upp á. AA-samtökin eru félagsskapur karla og kvenna, sem samhæfa reynslu sína, styrk og vonir, svo að þau megi leysa sameiginlegt vanda- mál sitt og séu fær um að hjálpa öðr- um til að losna frá áfengisbölinu. Í dag eru starfandi 288 deildir um allt land, þar af í Reykjavík 142 deildir, erlendis eru 8 íslenskumæl- andi deildir. Hver þessara deilda heldur að minnsta kosti einn fund í viku, og er fundarsókn frá 5-10 manns og upp í 150 manns á fundi. Hér í Reykjavík eru margir fundir á dag og byrja fyrstu fundirnir kl. 8.00 fyrir hádegi og þeir síðustu um miðnætti. Þá eru þrír fundir fyrir enskumælandi í Reykjavík. Upplýsingar um fundi og fundar- staði er hægt að fá á skrifstofu AA- samtakanna, Tjarnargötu 20, 101 Reykjavík. Skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 13 og 17. Einnig hafa AA-samtökin símaþjónustu alla daga, segir í fréttatilkynningu. Afmælisfundur AA-samtakanna mbl.isFRÉTTIR BRÚÐKAUPSVEFURINN www.brudkaup.is verður opnaður að nýju í dag, skírdag, eftir endurbæt- ur. Brudkaup.is verður í framtíðinni upplýsingavefur fyrir alla þá sem áhuga hafa á brúðkaupum og öllu sem þeim tengist. Fyrst um sinn verður hins vegar einvörðungu fjallað um sýninguna Brúðkaup 2002 sem haldin verður innan stórsýning- arinnar Matur 2002 í Smáranum í Kópavogi dagana 18.-21. apríl, að því er segir í tilkynningu. Veittar verða á vefnum ítarlegar upplýsingar um dagskrá, opnunar- tíma, sýnendur, uppákomur, keppn- ishald, tískusýningar og fleira. Einn- ig verður hægt að fylgjast með hvaða brúðhjón taka þátt í leiknum Brúð- hjón 2002, sem nú stendur yfir, en brúðhjón ársins verða valin á sýning- unni Brúðkaup 2002. Tilvonandi brúðhjón geta skráð sig til keppni á brúðkaupsvefnum og einnig er inni á vefnum þátttöku- skráning fyrir fyrirtæki sem hug hafa á því að taka þátt í sýningunni en hafa ekki skráð sig ennþá, segir ennfremur í tilkynningu frá aðstand- endum vefjarins brudkaup.is. Brúðkaupsvefur opnaður aftur BISKUP Íslands mun vísitera söfn- uði og starfsfólk kirkjunnar í Borg- arfjarðarprófastsdæmi í apríl. Guðs- þjónustur verða í öllum kirkjum. Biskup fundar með sóknarnefndum og heimsækir skóla, dvalarheimili og vinnustaði. Vísitasían hefst með kvöldguðsþjónustu í Hallgríms- kirkju, Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, á öðrum degi páska kl. 21. Biskup vísiterar Borgfirðinga SAMTÖK herstöðvaandstæðinga efna að venju til samkomu að kvöldi 30. mars. Safnast verður saman á Hallveigarstöðum við Túngötu og verðurhúsið opnað kl. 20, en sam- koman varir fram á kvöld. Þar munu tónlistarmenn spila og flutt verður stutt ávarp, segir í fréttatilkynningu. Skemmtun hjá herstöðva- andstæðingum „HÚSASMIÐJAN réðst í all- óvenjulega kynningarherferð í Kópavogi nýlega. Stórum plaköt- um var dreift í öll hús og íbúar beðnir að setja þau út í glugga ef þeir vildu bjóða Húsasmiðjuna vel- komna í Kópavoginn. Tilefnið var opnun nýrrar verslunar Húsa- smiðjunnar á Dalvegi í Kópavogi. Kópavogsbúar tóku heldur betur vel við sér og sýndi lausleg talning að plakötin voru sett út í glugga í rúmlega þriðja hverju húsi á laug- ardeginum. Starfsmenn Húsasmiðjunnar óku um götur Kópavogs og völdu af handahófi 100 íbúðir og hús með plakötum. Úr þessum potti voru dregnir út vinningar frá Húsa- smiðjunni og einn stórvinningur, utanlandsferð fyrir 200 þúsund krónur. Kópavogsbúinn sem hlaut ferða- vinninginn reyndist vera Sigurður Gunnar Benediktsson, íbúi í Húsa- lind 8. Óskar Jónsson, rekstrar- stjóri Húsasmiðjunnar í Kópavogi, afhenti Sigurði vinninginn þann sama dag,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá Húsasmiðjunni. Utanlandsferð í verðlaun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.