Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 12

Vísir - 21.04.1980, Blaðsíða 12
12 VÍSLR Mánudagur 21. aprll 1980 Til sölu FORD LTD. BROUGHAM ÁRG. 77 Þessi bíll er með ÖLLU 77/ sýnis og sö/u hjá: OPID KL. 9-9 j Aliar skreytingar unnar af [ | fagmönnuni. Nceg bilattaDÖi a.m.k. ó kvóldiet HioMLvuxrm II \l N \HS| H 1 I I SÍIIII •nu Við höfum það sem þig vantar. Ungt og hæfileika- mikið fólk bíður eftir vinnu hjá þér — Hringdu strax. Atvinnumiðlun Heimdallar Símar 82900 og 82098 virka daga kl. 9-21 laugardaga kl. 10-14 Hefur fólk almennt gert sér grein fyrir hver vinna er á bak viö hvert tonn sem sjómaöurinn kemur meö ao landi. Kjor sjomanna á skuttogurunum 1 viötölum viö fjölmiöla setur formaöur L.l.tl. Kristján Ragnarsson fram fullyröingar um tekjur sjómanna á Isa- fjaröartogurunum, á þann veg, aö fyrir þá sem ekki þekkja bet- ur til, gætu haldiö aö þessi laun sem hann nefnir þar séu al- mennt séö laun togarasjó- manna. Áróður af þvi tagi sem þarna er viðhafður kallar að sjálfsögöu á leiöréttingu. Laun sjómanna eru árslaun þeirra, og þá veröur myndin nokkuö önnur. Þaö er staöreynd aö togarasjómenn eru verst- launaöa stéttin á iandinu. Þeir sem vinna langan vinnudag vilja fá laun sin samkvæmt þvi. Fólk sem vinnur bónusvinnu I frystihúsum vill fá laun eftir af- köstum. Þaö fólk getur marg- faldað daglaun sin. Kemur mér þvi spánskt fyrir sjónir aö lesa orö Jóhönnu Pálsdóttur frá Vestmannaeyjum i Þjóöviljan- um þriöjudaginn 15. april, þar sem hún telur sjómenn hafa oröiö þaö góö laun aö þau þurfi ekki aö bæta, meöan aörir hafa ekki fengið launahækkanir til aö vega upp þennan s.k. launamun. Hefur fólk gert sér almennt ljóst hver vinnan er á bak viö hvert tonn sem sjómaöurinn kemur meö aö landi. Ég mun hér á eftir, upplýsa um tekjur þessara manna á ársgrundvelli, sem er byggt á skýrslu L.l.Ú. fyrir timabiliö 1/1 1979 til 31/12 1979. Hlutur háseta A svæðinu Vestmannaeyjar — Snæfellsnes, voru geröir út 25 minni skuttogarar á árinu 1979, þar af voru 23 meö meir en 300 úthaldsdaga. Meðal úthalds- dagafjöldi var 316 dagar. Meöalskiptaverömæti kr. 462.7 miljónir. Meöalhásetahlutur kr. 8.886.000.-. — A Noröurlandi voru geröir út 18 minni skuttog- arar. Meöal úthaldsdagafjöldi voru 316 dagar. Meöal skipta- verömæti 464,7 milljónir. Meöal hásetahlutur kr. 8.930.000.-. — Á Austurlandi voru geröir út 11 minni skuttogarar. Meöal út- haldsdagaf jöldi 305 dagar. Meðal skiptaverömæti 416.0 milljónir króna. Hásetahlutur kr. 7.986.000. — A Vestfjörðum voru geröir út 12 minni skuttog- arar. Meöal úthaldsdagafjöldi 334 dagar. Meöal hásetahlutur kr. 12.700.000.-. Aö fengnum þessum tölum, ætti aö vera auövelt fyrir fólk aö reikna út hvaöa laun þessir menn hafa á timann miöaö viö aðra launahópa í fiskvinnu. En þá ber aö gæta þess viö slikan útreikning aö þessir menn eru viö vinnu allan sólarhringinn — 24 klst. á sólarhring. Þaö ætti einnig aö taka tillit til þess, aö þessir menn vinna viö verstu aöstæöur eins og allir þeir sem hafa eitthvað verið á sjó geta dæmt um. 1 sambandi viö laun togarasjómanna á Vestfjöröum ber þess einnig aö gæta aö þeir hafa sennilega lengri vinnutfma en gerist á öörum togurum. Fyrir þá sem kannski nenna ekki aö reikna út timakaup þessara manna, get ég upplýst, aö þaö er einhversstaöar á bil- inu tólf hundruö krónur og tvö- þúsund og tvöhundruö krónur, eftir því hvaö menn vilja ætla aö vinna þessara manna sé mikil á hverjum sólarhring, en skyldu- vinna þeirra eru 12 klst. á sólar- hring. Ekki er þaö óalgengt, aö frivaktir séu staönar til aö koma aflanum undan. Og mundi ég eftir viötöl viö sjómenn þessara skipa telja aö 15 til 18 klst. i sólarhring væri nær þvi sanna um meöal vinnutima þessara manna. Ofboðsleg vinna Þá ber aö gæta þess einnig viö útreikninga á launum þessara manna, aö ef unniö er í landi á vöktum kemur vaktaálag allt aö 33% til 36%. Ég undrast ekki þó oddvitiútgeröarmanna reyni aö slá ryki i augu landsmanna um tekjur þessara manna, en þegar fólk úr verkalýöshreyfingunni reynir aö gera baráttu vest- firsku sjómannanna tortryggi- lega finnst mér mælirinn fullur. Þaöer staöreynd, aö þaö er ekki nema harögeröustu mennirnir sem geta stundaö vinnu á þessum skipum. Margir þessara manna eru aö gefast upp. Launin eru ekki í neinu samræmi viö vinnuálag og áhættu. Laun þessara manna i króutölum litið eru kannski há, en vinnan sem liggur þarna á bakvið er ofboðsleg. Fólk ætti áöur en það fer aö býsnast yfir launum þessara manna að ihuga hvar þjóöin væri stödd ef þessir menn myndu nú taka upp á þvi aö vinna aöeins 8klst. dagvinnu og kannski tvo tima i eftirvinnu. Þetta er ekkert gamanmál. Útgeröarmenn og reyndar þjóö- in öll ættu aö ihuga vel afstöðu sina til sjómanna almennt, þvi þó sjómenn á skuttogurum séu meö þessa háu krónutekjur eru aörir sjómenn enn verr settir. Þessi skip veröa ekki gerö út nema meö úrvals mannskap, og þaöúrval er nú til staðar. Ef þiö hrekiö þessa menn 1 land, út- geröarmenn, fyrir vanmat á störfum þeirra, þá má leggja togaraútgerö á Islandi niöur! Laun þessara manna á aö hækka eða það em er kannski skynsamlegra, að þeir hafi fri á fullum launum i minnst tvo til þrjá mánuði á ári. Að lokum sendi ég öllum sjó- mönnum baráttukvejur og árna þeim allra heilla i baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Standiö saman og sækiö ykkar rétt þaöeruö þiö sem meö vinnu ykkar geriö mögulegt aö lifa i landi þessu þvi mannlifi sem raun er á. JónKr.Olsen, Kefiavik. Horrænar fóstrur Dinga Norrænu fóstrufélögin hafa meö sér mikla og góöa samvinnu og hafa 120 fóstrur frá öllum Noröur- löndunum — þar af 30 Islenskar — setiö á norrænu fóstrunámskeiöi aö undanförnu á Hótei Loftleiöum. 1 fréttatilkynningu frá norræna fóstrumótinu segir m.a. aö sjáanleg sé tilhneiging hjá rikisstjórnum Noröurlanda I þá átt aö nota dagvistarheimili sem hagstjórnartæki. Börnin veröa auöveldlega fórnar- lömb þessarar skammsynu stefnu, segir þar einnig og: Börnin okkar eiga heimtingu á aö dagvistar- heimiii veröi efld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.